Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 A5 loknu kirkju- þingi 1984 eftir Halldór Finnsson Ég hef nú setið tvö kirkjuþing sem fulltrúi leikmanna á Vestur- landi. 40 mál komu fyrir kirkjuþing 1983 og 41 mál 1984 og öll af- greidd. Þetta virðist vera of mikill málatilbúnaður til þess að geta skoðað málin vel á þessum 10 dög- um sem Kirkjuþing stendur og er það skoðun ýmissa að farsælla væri að einbeita sér að færri mál- um og reyna síðan að fylgja þeim svo eftir bæði innan kirkjunnar og ekki síst þeim málum sem Alþingi þarf að fjalla um, en því miður hefur reynslan orðið sú að mjög lítið af þeim málum sem kirkju- þing sendir Alþingi fær þar um- fjöllun. Þetta sýnir m.a. að kirkjuþing og Kirkjuráð þurfa að undirbúa þau mál mjög vel sem leggja á fyrir Alþingi og síðan á allan hátt að fylgja þeim eftir og kynna vel, svo rödd kirkjunnar heyrist á Al- þingi. Ég vil nú fara nokkrum orðum um fáein mál sem kirkjuþing hef- ur fjallað um. Sjálfur hefi ég mestan áhuga á að kirkjan verði fjárhagslega sjálfstæðari og vil því reyna að styðja við öll mál, sem stuðla að því, t.d. með því að kirkjugjöld haldi sama verðgildi. í mörg ár máttu kirkjugjöld ekki hækka eins og vísitalan vegna þess að það er eini nefskatturinn sem er í fram- færsluvísitölu. Því er það kirkj- unni mikið hagsmunamál að frumvarp til laga um sóknargjöld sem nú liggur fyrir Alþingi fáist samþykkt, en því er lagt til að sóknargjöld verði 0,20 til 0,40% af útsvarsstofni. Innheimtan 5. mál kirkjuþings 1984 var frumvarp flutt af Kirkjuráði um breytingu á lögum um kirkjugarða efnislega á þá leið að innheimtu- mönnum ríkissjóðs og sveitarsjóðs sé skylt að innheimta kirkju- garðsgjald fyrir 1% innheimtu- laun. Samkvæmt núgildandi lögum mega innheimtumenn taka allt að 6% fyrir að innheimta kirkju- garðsgjöld og sóknargjöld og er þetta langhæsta innheimtupró- senta sem þekkist. Dómprófastur hafði forgöngu um það á þessu ári að semja við Gjaldheimtuna í Rvk. um að hún taki 1% innheimtulaun og eiga þeir sem að þessum samningi stóðu mikla þökk skilið. Aftur á móti má segja að kirkj- unnar menn hafi sofið á verðinum með því að láta þessi innheimtu- laun standa svo lengi óbreytt, því nú á tímum tölvunnar er allt ann- að fyrir sýslumenn og bæjarfógeta að innheimta þetta en var 1963 þegar lögin voru samþykkt, enda hefur það verið kannað að nú kost- ar 0,8% til 1,0% að innheimta með þeirri tækni sem notuð er, og verð- ur eflaust minna, með aukinni tölvunotkun fógeta. Annað er það hversu sumir sýslumenn skila seint því sem inn- heimt er og greiða ekki dráttar- vexti, þetta er í góðu lagi í Rvík., Akureyri, Hafnarfirði og víðar, en sóknarnefndarmenn þurfa að fylgjast með þessu eins og fleiru, að kirkjan fái sitt. Á kirkjuþingi tók ég saman kostnað við innheimtu sóknar- og kirkjugarðsgjalda 1984, og var niðurstaða mín sú að kirkjan hafi ofborgað innheimtumönnum á undanförnum árum sem svari 15—20 ársverkum fyrir innheimt- una og mun það síst ofreiknað, en eins og ég tók fram miðaði ég við laun kennara og skrifstofumanna — ekki sýslumanna. Þessi tala breytist við það að Reykjavíkur- prófastsdæmi hefur samið um 1% innheimtulaun og vonandi verður það um allt land á næsta ári. Raforkukaup Eitt er það mál sem brennur mjög á kirkjunni, þ.e. raforku- kaup. 25. mál kirkjuþings 1984 var um það að fela kirkjuráði að taka upp viðræður við orkumálaráðherra um hagkvæmari gjaldskrá til kirkna. Eins og er greiða kirkjur fyrir rafmagn eftir sama taxta og t.d. bankar. Við höfum að vísu ekki kjark í okkur til þess að taka undir orð eins ágæts manns: „Kirkja sem er búin að lýsa þjóðinni í þúsund ár á ekki að greiða fyrir ljós.“ Nei, við viljum að litið sé á sér- stöðu kirkna og þær fengju t.d. að greiða eftir heimilistaxta. Um fjárhagsleg mál sem komu fyrir á kirkjuþingi mætti margt fleira segja, en ég mun aðeins geta um kaup þjóðkirkjunnar á Suður- götu 22, húsi Krabbameinsfélags- ins. Því var fagnað að í þetta var ráðist og ekki síst því sem kom fram í máli biskups og ráðherra að nú virðist vera ætlunin frá ríkisins hálfu að gera upp andvirði seldra kirkjueigna sl. 10 ár að minnsta kosti og nota það til þess- ara húsakaupa. Einnig virðist vera kominn skriður á vinnu nefndar sem skip- uð var af kirkjumálaráðherra 1982, til þess að gera könnun á kirkjueignum „frá fyrri tíð og til þessa dags“, og er það eitt af nauðsynjamálum krikjunnar að þessum málum sé komið á hreint. Ég álít að kirkjan geti verið mun fjárhagslega sjálfstæðari en hún er nú og á ekki að þurfa að leita alltaf til Alþingis t.d. um mannaráðningu á skrifstofu og margt fleira, en kirkjan þarf líka að halda vel á sínum fjármálum. Halldór Finnsson „Svona tillöguflutning- ur er slys fyrir kirkju- þing enda gerdi biskup sér þad Ijóst að óæski- legt væri að hefja harð- ar deilur um radarstöd ii Prestskosningar Enn einu sinni komu prestkosn- ingar til umræðu m.a. vegna um- mæla sumra Alþingismanna um að það sé svo lýðræðislegt að kjósa presta til starfsins, en lýðræðið er ekki meira en það að fólk sem dvelur á sjúkrahúsi eða á elliheim- ili svo og sjómenn og ferðafólk fá ekki að njóta þessa lýðræðis. Nei þetta er löngu orðið úrelt, hafi það nokkurn tíma átt við að prestar ein starfsstétta séu kosnir til starfa. Fjölmiðla-til- löguflutningur Á kirkjuþingi eins og á mörgum fundum og þingum koma tillögur sem eru fluttar til þess að vekja athygli fjölmiðla. Nú á kirkjuþingi ’84 kom tillaga um stuðning ísl. kirkjunnar við „Bænaskrá Vestfirðinga", um að ekki verið reist radarstöð í Stiga- hlíð. Ég held að allir kirkjuþings- menn hafi séð það strax að þessi tillaga var flutt til þess að koma málinu í fjölmiðla enda var flutn- ingsmaður mjög duglegur við það með hjálp utan þings að koma þessu í alla fjölmiðla, þannig að jafnvel Sigmund í Mogganum tók þetta upp. Svona tillöguflutningur er slys fyrir kirkjuþing enda gerði biskup sér það ljóst að óæskilegt væri að hefja harðar deilur um radarstöð og var með tilbúna frávísunartil- lögu þegar flutningsmaður tók ómakið af honum og flutti frávís- unartillögu á sína eigin tillögu, og var það hraustlega gert, en slysið var skeð, fólk trúir því eftir um- fjöllun fjölmiðla að við höfum ekkert að gera á kirkjuþingi annað en rífast um radara Ég vil aðeins bæta við. Hvað yrði sagt ef Snæfellingar heimt- uðu að LORAN-stöðin á Gufuskál- um yrði fjarlægð eða ekki notuð vegna þess að þetta var byggt sem hernaðarmannvirki, ég er nú hræddur um að þá heyrðist í sjó- mönnum á Vestfjörðum og flug- mönnum sem fljúga á Vestfirði. Ég mun nú stytta þetta en að- eins minnast á frumvarp til laga um starfsmenn Þjóðkirkju ísl. Þetta er hið merkasta frumvarp sem er búið að vera lengi í undir- búningi og á eflaust eftir að verða rætt mikið, áður en Alþingi leggur blessun sína yfir það. f þessu frumvarpi eru ýmsar breytingar frá núgildandi lögum t.d. um að þrír biskupar séu á ís- landi, sem sumum finnst ofrausn. Skipulagsmál kirkjunnar hljóta að vera í stöðugri endurskoðun en gæta verður þess að ekki sé horfið frá því sem vel hefur reynst í tím- ans rás. Það er t.d. ósk kirkjuþings um sérstakt kirkjumálaráðuneyti — þetta er varla tímabær ósk — nú á tímum aðhalds og sparnaðar — en ástæða er til að sérstakur fulltrúi væri í ráðuneytinu sem færi með samskipti ríkis og kirkju, svo ekki þyrfti að leita í mörg ráðuneyti vegna sama málsins. Að lokum vil ég þakka kirkju- þingsmönnum fyrir ánægjulegt samstarf og vona að Guð gefi að seta okkar á kirkjuþingi verði ís- lensku þjóðkirkjunni til blessunar. Halldór Finnsson er kirkjuþing- maður og skriístofustjóri Búnað- arbankans í Grundarfiröi. MorgunblaðiA/ Sigrún. Námsmeyjar af Snæfellsnesi fyrir framan Garðyrkjuskólann ásamt Grétari Unnsteinssyni. í fremstu röð eru tvær mæður af Snæfellsnesi með tvo yngstu „nemendur" á námskeiðinu í fanginu. Á námskeiði með snæ- fellskum kon- um í garð- yrkjuskól- anum llveragerði, 26. nóvember. Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykj- um í Olfusi gengst á sumrin fyrir margskonar námskeiðahaldi og rannsóknarstörfum, sem hafa mælst vel fyrir og orðið eftirsótt af fólki hvaðanæva af landinu, einkum hefur kvenþjóðin sótt þessi námskeið af miklum áhuga. Má því segja að Garðyrkjuskólinn haldi uppi öflugu fræðslustarfi allan ársins hring því skólinn er alltaf fullsetinn á veturna og komast færri að en vilja. Skólastjóri Garðyrkjuskólans, Grétar J. Unnsteinsson, bauð mér í morgunkaffi á liðnum haustdög- um af því tilefni að þá voru nem- endur síðasta námskeiðsins á för- um. Þetta var fríður flokkur kvenna af Snæfellsnesi. Ég tók mér sæti við eitt borðið í salnum og tók tali konur þær er þar sátu að snæðingi. Þær heita Anna Guð- mundsdóttir frá Stykkishólmi, Aðalheiður Bjarnadóttir Ytri- Kóngsbakka, Helgafellssveit, Fjóla Guðjónsdóttir Gíslabæ, Hellnum, og María Eðvarðsd., Hrísdal í Miklaholtshreppi, en hún hefur um langt skeið verið formaður kvenfélagasambands Snæfells- og Hnappadalssýslu. Varð hún helst fyrir svörum. María kvaðst hafa komið hingað að Reykjum fyrir sex árum og rætt við skólastjórann og síðar varð að ráði, að haldið var nám- skeið bæði í Breiðabliki og í Ólafsvík. Voru námskeiðin mjög vel sótt, komu á þau hátt á annað hundrað konur. Kvað María þetta námskeið vera fyrsta skrefið að áframhaldandi námskeiðum, en árlega kæmi styrkur frá Stéttar- félagi bænda, sem er veittur til fræðslumála (en án frekari skil- yrða). Hluta af styrknum er varið til að greiða kennslugjöld af nám- skeiðinuu. Allar sögðust konurnar vera mjög ánægðar með námskeiðið í Garðyrkjuskólanum og hefði það tekið fram öllum þeirra vonum. Þar hefðu þær fræðst um skordýr og plöntusjúkdóma, áburðargjöf, skipulagningu garða, plöntuupp- eldi, grænmeti og matreiðslu þess. Þá var farin ferð að Tumastöðum í Fljótshlíð og að Múlakoti. Einnig í pottaplöntu-uppeldisstöðina hjá Þráni Sigurðssyni. Þá átti að fara í Grasagarðinn í Laugardal og Gróðrarstöðina Mörk. Þær sögðu ánægjulegt að sjá hinn mikla áhuga kvennanna og að sjá að það sem þær voru að starfa við heima hafi ekki verið til einskis og það sem þær lærðu hér mundi styrkja þær í þeirri trú að garðrækt, í hvaða mynd sem er, er til fegurðarauka og aukinnar holl- ustu, jafnvel á Snæfellsnesi þar sem allur gróður á erfitt uppdrátt- ar. Þær mundu halda ótrauðar áfram og væru þær þakklátar fyrir þetta tækifæri að mega dvelja á Reykjum og njóta kennslu og sérlega góðs og hlýlegs viðmóts og gestrisni. Námskeiðið sóttu 20 konur og skiptist þannig að 10 komu úr sveitum, en 10 úr kauptúnum. Höfðu tvær konurnar orðið að taka kornabörn sín með sér í för- ina. Börnin voru róleg og skemmtileg og vöktu ánægju í hópnum. Þetta var síðasta námskeiðið á þessu hausti, en áður voru konur úr Sambandi sunnlenskra kvenna á tveggja daga námskeiði og konur úr Sambandi norðlenskra kvenna sóttu einnar viku námskeið, ca. 20 konur í senn. Þá fóru kennarar skólans austur í Gnúpverjahrepp nokkur kvöld og kenndu og síðan komu nemendurnir í skólann eina kvöldstund til fræðslu. Áður en námskeið kvennanna á Snæfellsnesi hófst fór skólastjóri Garðyrkjuskólans um Snæfellsnes og kynnti sér aðstæður til ræktun- ar þar. Eftir þá ferð kvaðst Grétar Unnsteinsson sannfærður um að hægt væri að gera þar ýmsa góða hluti. Einnig sagði Grétar að skólinn vildi leggja sitt af mörkum til al- menningsfræðslu og aukinnar garðyrkjumenningar í landinu. Daginn eftir að ég fekk þessar upplýsingar skall á verkfall og blaðaútgáfa stöðvaðist. Þess vegna og af öðrum ástæðum er þessi pistill seinna á ferð en skyldi. Sendi ég þessum hressu konum sem ég hitti og skólastjór- anum góðar kveðjur og bið þau af- saka töfina. Sigrún.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.