Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
29
Níu manns drepnir
á Nýju-Kaledóníu
í átökum hvítra manna og innfæddra
Noumea, Nýju-Kmledóníu, 6. denember. AP.
NÍU meðlimir Sjálfstæðisfylkingar-
innar í Nýju Kalcdóníu voru drepnir
í átökum við hvíta menn í dag. Leið-
togar hreyfingarinnar segjast hins
vegar halda fast við þá ákvörðun að
hefja friðsamlegar viðræður við
Frakka um sjálfstæði eyjarinnar.
Frakkar hafa sent sérstakan fulltrúa
sinn, Edgard O. Pisani, til eyjarinn-
ar og hefur hann heitið því að koma
þar á röð og reglu.
Mennir níu voru drepnir í bæn-
um Hienghene á austurströndinni
samkvæmt frásögn yfirstjórnar
Frakka á eynni. Margir menn til
viðbótar særðust alvarlega í þess-
um átökum. Þeir, sem biðu bana,
voru allir af kynstofni innfæddra.
Landnemar af evrópskum upp-
runa gefa þá skýringu á þessum
átökum, að hinir innfæddu hafi
gert árás á þá og ætlað að kveikja
í húsum þeirra. Hafi þeir þvi verið
tilneyddir til þess að beita skot-
vopnum í sjálfsvarnar skyni.
Af hálfu Sjálfstæðisfylkingar-
innar er því hins vegar haldið
fram, að mennirnir hafi verið að
snúa heim til sín á tveimur bílum
af pólitískum útifundi, er þeir
urðu að nema staðar við götuvirki,
sem hvítir menn höfðu komið upp.
Hafi hvítu mennirnir síðan kastað
dínamitsprengjum að bílunum
með þeim afleiðingum, að fyrst
sprakk annar þeirra í loft upp og
síðan kveiktu logarnir úr honum í
hinum bilnum. Er hinir innfæddu
reyndu að flýja út úr brennandi
bílunum, hófu hvítu mennirnir
skothríð á þá og drápu og særðu
marga þeirra. Þá fannst brunnið
lík eins hinna innfæddu í brakinu
af öðrum bílnum.
Júgóslavía:
Fangelsaður
fyrir flótta
frá Búlgaríu
Belgrad, 6. desember. AP.
BÚLGARSKUR maður hefur ver-
ið dæmdur í 7 mánaða fangelsi
fyrir að hafa farið með ólöglegum
hætti yfir landamæri Júgóslavíu í
því skyni að smygla fjölskyldu
sinni burt frá Búlgaríu. Skýrði
blaðið Politika frá þessu í dag.
Kom þar fram, að maðurinn, sem
heitir Dimitar Patinov og er
fimmtugur að aldri, hefði haft
með sér riffil og skotfæri og vetr-
arútbúnað til þess að dveljast
langdvölum úti undir beru lofti.
Fékk hjartaáfall
eftir yfirheyrslu
Pólskur prestur ber lögreglunni illa söguna
Var.sjá, 6. desember. AP.
PKESTUK, sem er úr hópi stuðningsmanna Samstöðu í Póllandi,
segist hafa verið lagður á sjúkrahús í sex daga vegna hjarta-
áfalls, sem hann hlaut í 10 klukkustunda yfirheyrslu pólsku
lögreglunnar. Maðurinn, sem heitir séra Jan llminski, segist
hafa verið handtekinn og yfirheyrður, er hann sneri heim frá
messu, sem haldin var í Varsjá til þess að minnast hins látna
prests, séra Jerzy Popieluszkos, sem var á meðal fremstu for-
ystumanna Samstöðu.
Uminski, sem hefur þjáðst af
hjartasjúkdómi um langt skeið,
var fluttur á sjúkrahús 28. nóv. sl.
frá lögreglustöðinni í Piotrkow
Trybunalski, þar sem hann var
m.a. yfirheyrður um, hvort hann
ætti skotvopn í fórum sínum.
„Hjartaáfallið hlaut ég vegna allt
of langrar yfirheyrslu, sem stóð í
10 klukkustundir," sagði Uminski
í dag. Kvaðst hann vera þeirrar
Austur-Þýzkaland:
350 millj.
marka fyrir
flóttamenn
Bonn, 5. denember. AP.
VE.STUR-I»ýzkaland hefur greitt
Austur-Þýzkalandi um 350 millj.
mörk á þessu ári fyrir heimildir
handa þúsundum Austur-Þjóðverja
til þess að (lytjast vestur á bóginn.
í þessum hópi er Ingrid Berg,
frænka Willis Stoph, forsætisráð-
herra Austur-Þýzkalands.
Á tímabilinu janúar til nóv-
ember sl. fluttust 38.010 Aust-
ur-Þjóðverjar til Vestur-Þýzka-
lands og er það því þrisvar sinn-
um meira en allt árið 1983.
skoðunar, að handtaka sín væn
þáttur í vaxandi aðgerðum pólskra
stjórnvalda gegn óbreyttum prest-
um í landinu.
Þrjú fengu
Jabotinsky-
verðlaunin
New York, 6. de«. AP.
ANATOLI Shcharansky, hinn þekkti
andófsmaður sem situr í nauðung-
arvinnubúðum í Sovétríkjunum fékk
í dag Jabotinsky-verðlaunin frægu
ásamt Yehuda Blum, fyrrverandi
sendiherra, og þriðji verðlaunahaf-
inn var Beate Klarsfeld, sem hefur
getið sér orð fyrir að hafa hendur í
hári stríðsglæpamanna nasista í
heimsstyrjöldinni síðari.
Verðlaunaafhendingin fór fram
í Gyðingasafninu í Jabotinsky-
stofnuninni í New York og voru
Blum og Klarsfeld bæði viðstödd.
Fyrir hönd Shcharanskys tók
Avital, kona hans við verðlaunun-
um. Avital fékk að fara frá Sov-
étríkjunum til ísraels fyrir nokkr-
um árum, en þrátt fyrir mikinn
þrýsting á stjórn Sovétríkjanna að
leyfa Shcharansky að fara til ísra-
els hefur það leyfi ekki fengist.
MetsöluNcu) á hverjum degi!
Síðasta bók Desmond Bagley
M
Desmond Bagley skrifaði
söguna / næturvillu um svipað
leyti og hann skrifaði metsölu-
bækur sínar: Gullkjölinn,
Fjallvirkið og Fellibyl. Þessi
bók var þó ekki gefin út strax,
þar sem höfundurinn vildi
gera á henni nokkrar endurbætur.
Og þar sem önnur viðfangsefni tóku við hjá
dróst útgáfa bókarinnar á langinn. Síðan eru liðin
tuttugu ár og nú hafa þær endurbætur loks verið gerðar, sem höfundurinn
óskaði, samkvæmt athugasemdum hans sem fylgdu handritinu, og þar með
er hún komin í sinn réttmæta sess meðal Bagleybókanna.
Atburðarrásin er spennandi og vel uppbyggð eins og í öllum bókum þessa
frábæra höfundar. - Ósvikin Bagieybók.
Verð krónur 592,80 með söluskatti
SUÐRI