Morgunblaðið - 07.12.1984, Qupperneq 33
32
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
33
fto&vgm Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakið.
Orkuiðnaður
og orkuverð
Tvaer meginstaðreyndir blasa
við í atvinnu- og efna-
hagsmálum á líðandi stund:
í fyrsta lagi að þjóðartekjur
og lífskjör hafa skerzt síðastlið-
in ár og standast ekki saman-
burð við það sem bezt þekkist
meðal ríkustu þjóða heims, sem
búa að hvað mestri verðmæta-
sköpun á hvern vinnandi mann.
Skerðing kaupmáttar var að vísu
að stærstum hluta komin fram í
tíð fyrri ríkisstjórnar, en hefur
þrengzt áfram undir stjórn nýrr-
ar.
í annan stað er sýnt, að tug-
þúsundir einstaklinga bætast á
íslenzkan vinnumarkað á næstu
áratugum.
Ekki er ráð nema í tíma sé
tekið, segir máltækið, og það
hlýtur að verða meginverkefni
landsmanna næstu árin að
leggja grundvöll að hvoru
tveggja, framtíðaratvinnuöryggi
og auknum þjóðartekjum, sem
risið geti undir sambærilegum
lífskjörum hér og bezt þekkjast í
V-Evrópu og N-Ameríku.
Ljóst er að hefðbundnar at-
vinnugreinar, sjávarútvegur,
iðnaður og landbúnaður verða
um langa framtíð burðarásar í
íslenzkum þjóðarbúskap. Jafn-
ljóst er að margs konar „hliðar-
búgreinar" þurfa að koma til:
orkuiðnaður, fiskrækt, lífefna-
iðnaður, ylrækt og ýmiss konar
starfræksla, sem byggist á hug-
viti, þekkingu og örri tækni-
framvindu.
Orkuiðnaður, það að breyta
vatnsföllum okkar í vinnu og
verðmæti til útflutnings, mætir
engan veginn til fulls framtíðar-
þörfum okkar, varðandi nauð-
synlegt vinnuframboð og æski-
legan bata í lífskjörum. En hann
er engu að síður ein af þeim leið-
um, sem fara þarf, m.a. til að
beizla vannýtta auðlind, sem for-
sjónin hefur lagt okkur upp í
hendur til framfærslu. Ekki er
fjarri lagi að gera ráð fyrir því
að þessi atvinnugrein geti þróazt
í að gefa fjórðung gjaldeyris-
tekna okkar í fyrirsjánlegri
framtíð.
Takmarkaður almennur
sparnaður og lítil eiginfjár-
myndun í atvinnulífinu -- um
langt árabil — valda því m.a., að
nýsköpun íslenzks atvinnulífs,
sem brýn þörf er á, hlýtur að
verulegum hluta að byggjast á
fjármögnun erlendis frá. Slæm
skuldastaða okkar við umheim-
inn þrengir möguleika okkar á
þessu sviði. Orkuiðnaður er
hinsvegar fjárfrek atvinnugrein
og háð hráefnaöflun erlendis og
afurðasölu á heimsmarkaði, sem
er mjög sveiflukenndur. Sú
stefna var því mótuð í upphafi,
varðandi orkuiðnað, að íslend-
ingar ættu einir orkuverin, þ.e.
tækju sitt á þurru í orkusölu,
sköttum og vinnulaunum; en létu
erlent áhættufé um fjármögnun
orkuiðnaðarfyrirtækja, a.m.k. á
meðan þau væru að festa rætur
og komast yfir byrjunarörðug-
leika.
Þegar Járnblendiverksmiðjan
á Grundartanga var reist var
horfið frá þessari stefnu, þann
veg, að íslenzka ríkið gerðist
eignaraðili að meirihluta. Járn-
blendiverksmiðjan skilaði veru-
legum rekstrarhalla 1979—1983,
sem að sjálfsögðu hefur bitnað á
íslenzka ríkinu og þar með
skattborgurum. Horfur eru hins
vegar á hagnaði í ár, sem er
ánægjuefni, og verður vonandi
varanlegur.
Járnblendiverksmiðjan er vel
rekið og vel mannað fyrirtæki,
sem gegnir mikilvægu hlutverki
í orkumarkaði og gjaldeyris- og
viðskiptastöðu okkar við um-
heiminn. A það ber þó að líta, að
orkuverð til hennar er mun
lægra en til álversins. Sama
máli gegnir raunar um Aburðar-
verksmiðjuna. Þessi tvö fyrir-
tæki, sem lúta ríkiseign að
meirihluta í öðru tilfellinu en að
öllu leyti í hinu, greiða mun
lægra orkuverð en álverið, í eigu
útlendinga, og hafa síður en svo
haft jákvæðari áhrif á þróun al-
menns orkuverðs í landinu.
Atvinnulíf á
Norðurlandi
vestra
Norðurland vestra hefur
engan veginn haldið sínum
hlut í vexti þjóðarinnar á næst-
liðnum árum. Meðaltekjur fólks
í þessum landshluta hafa um
árabil verið lægri en í öðrum
skattumdæmum. Skýringin
kann að vera margþætt, en hluti
hennar er einhæft atvinnulíf,
sem tekið hefur litlum breyting-
um í tímans rás. Afkoma fólks á
þessu svæði hefur byggzt í rík-
ara mæli en annarsstaðar á
frumframleiðslugreinum, land-
búnaði og fiskveiðum. Þessar at-
vinnugreinar hafa átt í vaxandi
erfiðleikum, m.a. vegna sóknar-
takmarkana fiskiskipaflotans og
framleiðslutakmarkana búvöru.
Framkvæmdir eru nýlega
hafnar við virkjun Blöndu. Þær
munu á næstu árum kalla eftir
töluverðu vinnuafli í landshlut-
anum, enda gert ráð fyrir að við
þær vinni u.þ.b. 500 manns. En
hvað tekur við þegar þeim fram-
kvæmdum lýkur undir lok þessa
áratugar?
Það er því meir en tímabær
tillaga sem þingmerin kjördæm-
isins hafa lagt fram á Alþingi,
þess efnis, að ríkisstjórnin láti
kanna nú þegar, hverjar leiðir
verði líklegastar til að tryggja
vinnuframboð á Norðurlandi
vestra er framkvæmdum við
Blönduvirkjun lýkur.
Fjórar fisk-
eldisstöðvar
í Grindavík
Áform um mörg þúsund tonna framleiðslu
Fyrsti hluti fiskeldisstöðvar Fiskeldis Grindavíkur hf. en stöðin er skammt vestan við kaupstaðinn. MorKunblaðið/Guðfmnur.
í GRINDAVÍK er nú starfrækt ein
fiskeldisstöð, ein í uppbyggingu og
undirbúningur er í gangi vegna
tveggja í viðbót. Stöðvarnar eru með
áætlanir um nokkur hundruð tonna
framleiðslu fyrst í stað, en tvær þeirra
með möguleika til stækkunar upp í
eitt til tvö þúsund tonna framleiðslu
síðar. Ekki er vitað um áform eins
fyrirtækisins, Sambands íslenskra
samvinnufélaga. Blaðamaður Mbl.
hafði samband við forsvarsmenn fisk-
eldisfyrirtækjanna og leitaði upplýs-
inga um áform þeirra.
Eldi hf.
Sigurður St. Helgason, sjávar-
líffræðingur, hefur rekið fiskeld-
isstöðina Eldi hf. á Húsatóftum
vestan Grindavíkur í um 5 ár. Ný-
lega var hlutafé stöðvarinnar aukið
og útgerðarfyrirtækið Gunnvör hf.
á ísafirði, sem gerir út skuttogar-
ann Júlíus Geirmundsson, og nokkr-
ir einstaklingar þar í bæ gengu í
félagið. Gunnar Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Rækjuverksmiðjunn-
ar Vinaminni, er nú stjórnarfor-
maður Eldis hf. Hann sagði í sam-
tali við blaðamann Mbl. að fram-
leiðslugeta stöðvarinnar nú væri 46
tonn af laxi og þætti það heldur lít-
ið. Væru menn nú að velta því fyrir
sér að stækka hana í 200 tonn, sem
vonandi yrði hægt að ráðast í næsta
ár.
Gunnar sagði að nú væri beðið
eftir niðurstöðum rannsókna en
sagði að helst strandaði á peninga-
leysi. Hér á landi væri ekkert sjóða-
kerfi sem lánaði í fiskeldi, og hvergi
hægt að fá lán til uppbyggingar.
„Það er tómt gaspur í stjórnmála-
mönnunum þegar þeir eru að standa
upp og benda á fiskeldið sem væn-
lega atvinnugrein. Þeir hafa ekki
gert neitt til að byggja það upp. Það
er til dæmis hreinasta svívirða
hvernig þeim 20 milljónum sem ný-
lega var veitt til fiskeldis var út-
hlutað," sagði Gunnar. Eldið á
Húsatóftum byggist á því að 10
gráðu heitum jarðsjó er dælt upp úr
borholum í kör á landi þar sem lax-
inn er alinn í sláturstærð. Gunnar
sagði að kostnaður við að auka
framleiðslugetu stöðvarinnar í 200
tonn væri áætlaður um 30 milljónir
kr.
Fiskeldi Grindavíkur hf.
Fiskeldi Grindavíkur hf., sem er í
eigu velflestra útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjanna í Grindavík
auk einstaklinga þar og tveggja
verktakafyrirtækja í Hafnarfirði,
er að byggja laxeldisstöð vestan
Grindavíkur. Jónas Matthíasson
verkfræðingur, sem er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í
samtali við Mbl. að nú væri unnið að
byggingu stöðvar með 100 tonna
framleiðslugetu, sem stefnt væri að
taka að fullu í notkun á næsta ári.
Nú eru 50 þúsund seiði í eldi í
bráðabirgðaaðstöðu í stöðinni. Þau
verða væntanlega orðin hálft kíló að
þyngd næsta sumar og verða þá
flutt í eldistankana sem byggðir
verða í vetur.
Jónas sagði að fyrir hendi væru
áætlanir um uppbyggingu stöðvar
með 1.000 tonna framleiðslugetu á
ári, sem fyrirhugað væri að byggja
á næstu árum ef rekstur minni
stöðvarinnar gengi vel. Sagði Jónas
erfitt að fjármagna uppbygginguna.
Menn hlypu ekki í neina sjóði og svo
virtist sem fiskeldi ætti hvergi
heima í kerfinu. Þá sagðist hann
vera farinn að hafa áhyggjur af
markaðsmálunum. Framboðið hefði
vaxið svo mikið á undanförnum ár-
um að hætta væri á að verðið héld-
ist ekki nema átak væri gert í mark-
aðsöflun.
Beinn frjárfestingarkostnaður við
100 tonna stöðina er áætlaður um 30
milljónir kr. auk rekstrarkostnaðar
í fyrstu en kostnaður við 1.000
tonna stöðina er áætlaður 180 millj-
ónir til viðbótar að sögn Jónasar.
Eldið hjá Fiskeldi Grindavíkur
byggist á að ala fiskinn frá 20—60
gramma stærð upp í sláturstærð í
kerjum á landi sem í er dælt volgu
sjávarblönduðu vatni úr gjá sem
þar er.
Fiskeldisstöðin Sjávargull hf.
Fyrirtæki að nafni Fiskeldisstöð-
in Sjávargull hf. hefur tekið á leigu
spildu úr landi Hrauns, austan
Grindavíkur, og undirbýr byggingu
fiskeldisstöðvar þar. Hlutafélagið
var stofnað í október sl. og eru eig-
endur norskt fyrirtæki og íslenskir
aðilar. Nordic Seagold í Noregi, sem
er ráðgjafarfyrirtæki á sviði laxeld-
is og Valdimar Valdimarsson er að-
aleigandi að, á 49% hlutafjár en
einstaklingar og fyrirtæki á Islandi
51%. Valdimar, sem er íslendingur
búsettur í Noregi, er aðalforgöngu-
maður stofnunar Sjávargulls hf. og
er stjórnarformaður þess en fram-
kvæmdastjóri er Valdimar Þorvarð-
arson.
Valdimar Þorvarðarson sagði í
samtali við Mbl. að á næstunni yrði
gengið frá endanlegum áætlunum
um uppbyggingu stöðvarinnar en
ákvarðanir yrðu teknar á grundvelli
þeirra. Sagði hann að hugmyndir
hefðu verið uppi um að fyrst yrði
ráðist í byggingu stöðvar með 500
tonna framleiðslugetu á ári sem
væri með möguleika til stækkunar
upp í 2.000 tonn. Eldið mun fara
fram í kerjum á landi með sjó sem
dælt verður úr brunni. Sagði Valdi-
mar að gert væri ráð fyrir að fram-
kvæmdir gætu hafist næsta vor og
stæðu yfir í eitt ár.
Sagði Valdimar að samkvæmt
grófum kostnaðaráætlunum yrði
heildarfjárfestingarkostnaður
ásamt rekstri fram að fyrstu tekj-
um um 180 milljónir. Fyrirhugað er
að fjármagna fyrirtækið með lánsfé
og almennu hlutafjárútboði þegar
endanlegar áætlanir liggja fyrir.
íslandslax hf.
Samband íslenskra samvinnufé-
laga hefur fengið viiyrði fyrir lóð
undir fiskeldisstöð ásamt nauðsyn-
legum vatnsréttindum fyrir heitt og
kalt vatn í landi Staðar, sem er
ríkisjörð vestast í Grindavík. SÍS
hefur gengist fyrir stofnun hlutafé-
lags um fiskeldi, tslandslax hf.
Þorsteinn Ólafsson, framkvæmda-
stjóri hjá SÍS, vildi ekki tjá sig um
málið þegar leitað var til hans
vegna þessara fregna, en það kom
fram í Mbl. í júní, þegar skýrt var
frá athugunum SÍS á laxeldi á þess-
um stað, að áætlanir væru um bygg-
ingu stórrar stöðvar í Staðarlandi
og að hún yrði reist í samvinnu við
norska aðila. Þorsteinn sagði að
ekki hefði verið gengið frá stofnun
hlutafélagsins tslandslax og Mbl. er
kunnugt um að enn hefur ekki verið
leitað til bæjaryfirvalda í Grindavík
eins og þó var áskilið í bréfi land-
búnaðarráðuneytisins þegar vilyrði
fyrir lóðinni var veitt. A lóð SÍS eru
hafnar lítilsháttar framkvæmdir,
meðal annars hefur verið iagður
vegur um svæðið og þar hafa farið
fram rannsóknir á vatni.
Laxeldisstöðin Eldi hf. í Staðahverfi í Grindavík. Nýir aðilar hafa gengið í
félagið og er nú unnið að endurskipulagningu þess.
Iðnaðarbankinn hlaut
ársskýrsluverðlaunin
í GÆR voru ársskýrsluverðlaun Stjórnunarfélags íslands veitt í fjórða
sinn. í ár tóku 16 fyrirtæki þátt í samkeppninni. Iðnaðarbanki íslands
hf. hlaut ársskýrsluverðlaunin að þessu sinni en Olíuverslun íslands hf.
og Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hlutu einnig viðurkenningar fyrir
vandaðar ársskýrslur.
Á fundi sem haldinn var á Hótel
Holti af þessu tilefni var forráða-
mönnum Iðnaðarbankans afhentur
sérstakur verðlaunagripur. Stefán
Svavarsson, löggiltur endurskoð-
andi, sem er formaður ársskýrslu-
nefndar Stjórnunarfélagsins, af-
henti Ragnari Önundarsyni aðstoð-
arbankastjóra verðlaunin með þeim
orðum að í heild væri ársskýrsla
Iðnaðarbankans fyrir árið 1983
framúrskarandi vel úr garði gerð.
Ragnar þakkaði viðurkenninguna
fyrir hönd bankans. Gat hann þess
að Sveinn Jónsson, löggiltur endur-
skoðandi bankans; Kristín Guð-
mundsdóttir, endurskoðandi Iðnað-
aðarbankans, og Jónína Mikaels-
dóttir, ráðgjafi í útbreiðslumálum,
ættu mestan 'heiður af gerð árs-
skýrslunnar.
Sigurður R. Helgason, formaður
Stjórnunarfélags Islands, sagði í
ávarpi á fundinum að markmiðið
með þessu starfi félagsins væri að
stuðla að betri frágangi og fram-
setningu ársskýrslna, þannig að
þær gefi sem réttasta mynd af
stöðu viðkomandi fyrirtækis. Af
reynslu síðustu ára megi fullyrða
að þetta starf hafi skilað árangri,
bæði beinum ogóbeinum. Flugleiðir
hf. unnu ársskýrsluverðlaunin árið
1981, þegar þau voru fyrst veitt, en
það var fyrir ársskýrslu fyrir árið
1980. Árið 1982 fékk Landsbanki ís-
lands verðlaunin og Eimskip í
fyrra. Jafnframt hafa Landsvirkj-
un, Iðnaðarbanki fslands hf. og
Johan Rönning hf. fengið viður-
kenningar fyrir vandaðar árs-
skýrslur.
í ársskýrslunefnd Stjórnunarfé-
lagsins sitja: Stefán Svavarsson,
löggiltur endurskoðandi, formaður;
Árni Vilhjálmsson, prófessor við
Háskóla íslands, og Helgi Back-
mann, deildarstjóri hagdeildar
Landsbanka fslands. Á fundinum,
sem verðlaunin voru afhent á flutti
Ólafur Nilsson, löggiltur endur-
skoðandi, fyrirlestur um efnið
„Áhrif nýrra skatta- og hlutafjár-
laga á ársreikningagerð".
liV-ÍA: V\:«V\NKI !SJ.ANJ\N HF
1983
Morgunblaðift/Árni Sæberg
Ragnar önundarson aðstoðarbankastjóri (Lv.) tekur við viðurkenningu fyrir bestu ársskýrsluna fyrir árið 1983 úr hendi
Stefáns Svavarssonar, formanns dómnefndar. Sigurður R. Helgason, formaður Stjórnunarfélags lslands situr, lengst til
vinstri en Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi, lengst til hægri á myndinni.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
U ppreisnarástand
á Nýju Kaledóníu
ÁSTANDID á frönsku eynni Nýju Kaledóníu á Suður-Kyrrahafi veldur
vaxandi áhyggjum í París.
Innfæddir Kanakar hafa að
heita má einangrað evrópska
íbúa í höfuðborginni Noumea og á
suðurhluta eyjunnar. Um 1.000
lögreglumenn hafa verið sendir á
vettvang til að aðstoða öryggis-
sveitir eyjunnar til viðbótar 300,
sem voru sendir áður en kosn-
ingarnar fóru fram. Franska
stjórnin hefur neyðzt til að senda
þangað aðstoðarmann Pierre
Joxe innanríkisráðherra, Charles
Barbeau.
Óeirðirnar hófust 18. nóvember
þegar Kanakar reyndu að trufla
kosningar til þings eyjunnar, sem
er 2.000 km austur af Ástralíu.
Meirihluti Kanaka neitaði að
taka þátt í kosningunum og
stöðvaði eða truflaði atkvæða-
greiðslu á um 50 kjörstöðum af
133, einkum á afskekktum svæð-
um.
Víða voru kjörkassar eyðilagðir
og kveikt var í kjörseðlum. Eldur
var lagður að tveimur ráðhúsum
og lögregla varð að beita táragasi
til að flæma burtu Kanaka, sem
lögðu undir sig ráðhús. Víða lok-
uðu þeir vegum til að koma í veg
fyrir að kjósendur kæmust á
kjörstað. Tveimur bæjarstjórum
var vikið frá störfum um stund-
arsakir, öðrum vegna þess að
hann kveikti í kjörskrá, hinum
vegna þess að hann æsti til
ofbeldis.
Aðeins helmingur 80.000 at-
kvæðisbærra eyjarskeggja tók
þátt í kosningunum. Flokkur
gaullista, Lýðveldisflokkurinn
(RCPR), sem nýtur aðallega
stuðnings hvítra manna og berst
gegn sjálfstæði, vann því auð-
veldan sigur. Hann hlaut 34 þing-
sæti af 42 alls og 71% greiddra
atkvæða. Flokkur hófsamra Kan-
aka, sem vill semja við Frakka,
hlaut sex þingsæti, hægri flokkar
tvö.
Síðan kosningarnar fóru fram
hafa Kanakar haldið áfram bar-
áttu sinni í sveitahéruðum. Þeir
hafa komið fyrir vegatálmum á
nokkrum stöðum, kveikt í húsum
og lagt undir sig lögreglustöðvar
og aðrar opinberar byggingar.
Matvælabirgðir eru víða á þrot-
um vegna aðgerðanna.
Nýlega fannst lík gamals
manns af evrópskum ættum, sem
Kanakar höfðu skotið til bana
eftir árás á heimili hans. Hjón
særðust þegar árás var gerð á
býli þeirra skammt frá Ouegoa.
Landstjóra nálægrar eyjar,
Tryggðareyjar, Jean-Claude
Demare, er haldið í gíslingu.
Hvítir eyjarskeggjar eru ugg-
andi út af ástandinu. Stjórn ný-
lendunnar er ekki síður uggandi
og hefur bannað mótmælaaðgerð-
ir og sölu á áfengi. Noumera hef-
ur einangrazt frá öðrum lands-
hlutum vegna aðgerða Kanaka og
hvítir landnemar krefjast þess að
franska stjórnin beiti þá hörðu.
Frakkar gera ráð fyrir þeim
möguleika að óeirðirnar haldi
áfram og hafa sett vopnaðan vörð
við flugvelli og önnur mikilvæg
mannvirki. Vopnaðir lögreglu-
menn hafa verið sendir til allra
hluta nýlendunnar. Engar opin-
berar tölur eru til um fjölda
þeirra sem hafa slasazt í átökun-
um, en samkvæmt heimildum í
Noumea eru þeir ekki margir.
íbúar Nýju Kaledóníu, sem hef-
ur verið frönsk nýlenda síðan
1843, eru 145.000 og þar af eru
Kanakar 63.000, franskir land-
nemar (Caldoches) 55.000 og
Pólynesíumenn 17.000. Þar við
bætast kínverskir, indverskir,
víetnamskir, indónesískir og aðr-
ir innflytjendur.
Margir hinna hvítu landnema
eru afkomendur sakamanna, sem
sendir voru frá Frakklandi þegar
Nýja Kaledónía var fanga-
nýlenda. Sumir þeirra eru emb-
ættismenn og landnemar frá
fyrrverandi nýlendum Frakka í
Áfríku. Á Nýju Kaledóníu eru
þriðju mestu nikkelnámur í heimi
og hvítu landnemarnir fást við
námugröft og búskap, en margir
reka smáfyrirtæki. Flestir þeirra
eru andvígir sjálfstæði og berjast
gegn þeirri kröfu Kanaka að þeir
einir fái sjálfstæði.
Þjóðfrelsisfylking Kanaka
(FLNKS), sem aðhyllist sósíal-
isma og fjórir af fimm helztu
flokkum Kanaka standa að, hefur
hingað til forðazt meiriháttar
átök við öryggissveitir og virðist
ekki hyggja á uppgjör.
Frelsisfylkingin hefur skorað á
frönsku stjórnina að ógilda úrslit
kosninganna og flýta fyrir því að
eyjan fái sjálfstæði á þann hátt
að tryggt verði að Kanakar ráði
lögum og lofum. Franska stjórnin
hefur hafnað þessum kröfum og
Georges Lemoine nýlendumála-
ráðherra segir: „Frakkar munu
ekki breyta stefnu sinni á Nýju
Kaledóníu."
Fylkingin hefur hafnað lögum
um takmarkaða heimastjórn,
sem franska þingið samþykkti í
júlí. í lögunum er gert ráð fyrir
þjóðaratkvæði um sjálfsákvörð-
unarrétt eyjarskeggja 1989.
Lemoine hefur sagt að þjóðar-
atkvæðinu verði flýtt, ef meiri-
hluti eyjarskeggja vilji það.
Fylkingin segir að ef efnt yrði
til þjóðaratkvæðis mundi hún
bíða ósigur fyrir bandalagi
Frakka, Pólynesíumanna og ann-
arra minnihlutahópa, sem eru
andvígir sjálfstæði. Hún vill það
skilyrði fyrir því að menn fái að
kjósa að þeir hafi búið á eynni i
18 ár.
Jafnframt krefst frelsisfylking
Kanaka þess að eyjan fái sjálf-
stjórn á næsta ári. Kanakar
halda því fram að þeir einir, hinir
innfæddu íbúar, hafi rétt til að
ákveða framtíð eyjunnar, sem
þeir kalla Kanaky (Land fólks-
ins).
Blað á eynni hermir að hvítir
eyjarskeggjar undirbúi allsherj-
arverkfall og mótmælaaðgerðir
til að leggja áherzlu á kröfur um
að franska stjórnin láti til skarar
skríða gegn Kanökum. Landstjór-
inn, Jacques Roynette, hefur
forðazt hvers konar ráðstafanir,
sem gætu valdið miklu mann-
tjóni.
Francois Mitterrand forseti hét
íbúum Nýju Kaledóníu sjálfstæði
áður en hann kom til valda og
afstaða Kanaka hefur harðnað
vegna þess hve hægt hefur miðað.
Meirihluti Kanaka greiddi Mitt-
errand atkvæði í siðustu forseta-
kosningum, en yfirgnæfandi
meirihluti hvítra manna kaus
Valery Giscard d’Estaing.
Ástralíumenn, Ný-Sjálend-
ingar og margar aðrar þjóðir við
Kyrrahaf hafa lýst yfir stuðningi
við sjálfstæði Kanaka, en lítið
hefur borið á stuðningi þeirra við
Kanaka síðan óeirðirnar hófust.
Frakkar eru óvinsælir á Suður-
Kyrrahafi vegna kjarnorkutil-
raunanna á Mururoa, en dregið
hefur úr stuðningi við Kanaka,
þar sem nokkrir kunnir leiðtogar
frelsisfylkingarinnar fóru til Li-
býu og sömdu um það í síðasta
mánuði að 18 ungir Kanakar
fengju hernaðarþjálfun þar.
I síðustu viku skýrði frelsis-
fylkingin frá myndun bráða-
birgðarstjórnar undir forsæti
Jean-Marie Tjiabou og hún neitar
að taka þátt í stjórnmálalífi ný-
lendunnar.
Frakkar geta tæplega gengið
að kröfum Kanaka um að ógilda
úrslit kosninganna, en hins vegar
getur orðið erfitt að stjórna ný-
Íendunni án þátttöku frelsisfylk-
ingar þeirra. Stjórn eyjunnar
getur lamazt, eða grípa verður til
kúgunarráðstafanna. Ljóst er að
sósíalistastjórn Mitterrands
neyðist til að styðja við bakið á
þingi eyjarskeggja, þótt andstæð-
ingar sósíalista ráði þar lögum og
lofum, og reyna um leið að
stemma stigu við uppreisn reiðra
Kanaka.
O, }
-%<s
BouraMX 0
NEW\ Ncumea
% CALEDONIA ^
v. 50Mi.
'•Vanuatu
t
FIJI
AUSTRALIA
Uo
MiIís
SOUTH
PAC/FIC
OCEAN
NEW
ZEALAND(
4
Nýja Kaledonía