Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Siglufjörður: Aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju SighiQörður, 6. desember. NÆSTKOMANDI sunnudag, annan sunnudag í aðventu, verður haldin aðventuhátíð í Siglufjarðarkirkju og hefst hún kl. 20.30. Þetta er í áttunda skipti sem slík hátíð er haldin í Siglufirði og hefur ávallt verið vandað til dagskrár. Þetta framlag safnaðar- ins hefur safnaðarfólk kunnað að meta og oft hefur kirkjan vart rúmað þá sem sótt hafa hátíðina. í þetta sinn flytur kirkjukórinn jólalög undir stjórn Anthony Ral- eys organleikara. Barnakór syng- ur undir stjórn Elíasar Þorvalds- sonar, ræðumaður kvöldsins er Einar Sveinsson framkvæmda- stjóri, en hann hefur unnið mikið að kirkjumálum í Víðistaðasókn í Hafnarfirði. Lúðrasveit Siglu- fjarðar leikur undir stjórn Anth- onys Raley og samleikur verður á flautu og píanó. Fluttir verða stuttir þættir úr bókinni „Af hverju afi“ og „Börnin skrifa Guði“. Það er von allra, sem að kvöld- inu standa, að það megi færa okkur nær jólunum, færa okkur nær sjálfu Jesúbarninu, sem helg- ar tilgang aðventu og jóla. Fréttaritari. FYRSTU íslensku jólatrén eru nú komin í bæinn og hefst sala á þeim víðast hvar í dag. Hjá Skógræktar- félagi Reykjavíkur á Fossvogsbletti við Reykjanes- braut voru starfsmenn í óða önn að hengja upp jóla- tré er ljósmyndara bar þar að garði í gær. Að sögn Ásgeirs Svanbergssonar, verkstjóra í Fossvogsstöðinni, bárust þeim hátt á annað þúsund tré, bæði úr Haukadal og Þjórsárdal. Eru þau að mestu leyti rauðgreni en einnig er talsvert af staða- furu, og er stærðin á trjánum á bilinu einn til tveir metrar. Aðspurður sagði Ásgeir að islensku jólatrén hefðu hækkað um 30—40% frá því í fyrra, en verðið á þeim er miðað við verð á innfluttum trjám. Meðal- stórt rauðgrenitré kostar því í ár um sjö hundruð krónur og meðalstór staðafura um eitt þúsund krón- ur. íslensku jólatrén komin í bæinn Morgunblaðið/Júlíus Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur í óða önn vid að hengja upp jólatré, frá vinstri Reynir A. Sveinsson og Helgi Laustsen. Eyjapeyjar og Hvera- píur í Hveragerði Nýr fslenzkur söng- leikur frumsýndur NEMENDIJR Gagnfræðaskólans í Hveragerði frumsýna nýjan ís- lenzkan söngleik í Félagsheimili Ölfusinga í kvöld, (ostudaginn 7. desember, klukkan 20.30. Stjörnubíó sýnir „Drauga- banana“ STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku kvikmyndinni „Draugabanar", sem á frummálinu heitir „Ghostbusters". Frumsýning myndarinnar hér á landi er um leið Evrópufrumsýning, en hún hefur ekki áður verið sýnd í Evrópu. Titillag myndarinnar hefur ver- ið mjög vinsælt og er ofarlcga á vinsældalistum um þessar mund- ir. Myndin er grínmynd og aðal- hlutverk leika þeir Bill Murray, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver og fleiri. Nefnist söngleikurinn „Eyja- peyjar, Hverapíur, eldgos, ástir og allt hitt“. Höfundar eru fjór- ir kennarar við Gagnfræða- skólann í Hveragerði, þeir Ró- bert Darling, Hjörtur Jó- hannsson, Sigurður Davíðsson og Valgarð Runólfsson. Leik- stjóri er Guðfinna Margrét Óskarsdóttir frá ísafirði. Leik- ritið fjallar um fjölskyldu sem flyst frá Vestmannaeyjum til Hveragerðis í Heimaeyjargos- inu 1973, samskipti hennar við heimafólk, um skólalífið og unglingaástir. Önnur sýning verður annað kvöld, laugardag, klukkan 20.30 og þriðja og síðasta sýning í Hveragerði klukkan 16.30 á sunnudag. Auk þess vonast leikhópurinn til að geta sýnt verkið í Vestmannaeyjum. e éé i ó ö* C ~5Ke®5É ÖÉ $ % oií &m Hjartagæzlutæki eins og safnað er fyrir. Merkjasala til stuðn- ings hjartveikum Mormónakirkjan: Markaður og kökubasar Mormónakirkjan á íslandi verður með kökubasar og flóa- og bókamarkað í húsi sínu á Skólavörðustíg 46 á morgun, laugardaginn 8. desember. Á boðstólum verða heimabakaðar kökur ásamt mörgum munum, mest fatnaði. Andvirði þess sem selst rennur óskipt til Ætt- fræðisafns „Kirkju Jesú Krists hinna siðari daga heilögu". LIONS-klúbburinn Víðarr mun nú um helgina standa fyrir merkjasölu til stuðnings hjartveikum. Víðarr er yngsti Lions-klúhburinn í Reykjavík og hefur ákveðið að helga sig barátt- unni gegn hjartasjúkdómum. Á síðastliðnu vetri voru félagar klúbbsins með sams konar merkjasölu og þrátt fyrir hríðar- veður og kulda tókst salan mjög vel. Andvirði merkjasölunnar var látið renna til söfnunar Lands- samtaka hjartasjúklinga til kaupa á hjartasónarrita. Það markmið er með merkjasöl- unni nú um helgina að safna fyrir hjartagæzlutæki til notkunar við gjörgæzlu sjúklinga í hjartadeild Landspítalans. t fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt, er skorað á borgarbúa að sýna rausn og kaupa merki. Með þessu átaki vilja félagar klúbbsins ganga á hólm við þann sjúkdóm, sem mannskæðastur er í dag. Barnaguðs- þjónusta í Fríkirkjunni SÍÐASTA barnaguðsþjónustan fyrir jól í Fríkirkjunni í Reykja- vík verður á morgun, sunnudag- inn 9. desember, klukkan 11. Kvenfélagskonur í söfnuðinum færa börnum jólaglaðning í barnaguðsþjónustunni. (Jr myndinni „Draugabanar". Félag íslenzkra iðnrekenda: Ánægt með viðbrögð Innkaupastofnunar- innar og borgarráðs MORGIJNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Félagi íslenzkra iónrekenda: „Þann 3. desember síðastliðinn ritaði Félag íslenskra iðnrekenda Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar bréf varðandi útboð á skrifstofuhúsgögnum í bókasafn í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. í bréfinu var fram- kvæmd útboðsins mótmælt þar sem í því voru beinar tilvísanir í framleiðslu tiltekins erlends fyrirtækis og aðeins einum ís- lenskum framleiðanda var boðin þátttaka í útboðinu. Daginn eftir barst félaginu bréf Innkaupastofnunar þar sem óskað var eftir ábendingum fé- lagsins um fleiri innlenda fram- leiðendur, sem til greina koma við útboðið. Var sú ósk Innkaupa- stofnunar staðfest af borgarráði. Félag íslenskra iðnrekenda lýs- ir ánægju sinni yfir skjótum viðbrögðum Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og borgarráðs og fagnar því að þessir aðilar hafi fallist á að ræða þann möguleika að framlengja tilboðsfrest og gefa innlendum framleiðendunr tækifæri til að taka þátt í útboð- Tveggja daga jóla- basar Sjálfsbjargar JÓLABASAR Sjálfsbjargar, félags fatlaóra í Reykjavík og nágrenni, veröur haldinn laugardag og sunnu- dag 8. og 9. desember nk. í Sjálfs- hjargarhúsinu, Hátúni 12,1. hæð, og hefst sala kl. 14.00 báða dagana. Á basarnum verður úrval varn- ings á hagkvæmu verði, til dæmis jólaskreytingar og margs konar aðrar jólavörur, útsaumaðir mun- ir, prjónafatnaður, púðar, kökur og margt fleira. Jafnframt verður efnt til happ- drættis og kaffisölu eins og und- anfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.