Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 36

Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 Williams þáttur Arkin 1980 og 1984: Óbreytt stefna — engin kjarnavopn á íslandi — sagði utanríkisráðherra á Alþingi — utandagskrárumræða um kjarnavopn og Keflavíkurflugvöll Geir Hallgrímsson utanrík- issráöherra kvaö nauösynlegt aö fá fram upplýsingar og skýringar á tilvist og áreiöanleik þeirra Ijósrita af meintum leynigögn- um, þess efnis, aö hér yröi kom- iö fyrir kjarnavopnum á styrjald- artímum, áður en hægt væri að draga ályktanir af þeim. William Arkin hefði áður sett fram stað- hæfingar, sem oröiö hefðu til- efni til utandagskrárumræöna á íslandi, en hann síðar dregið til baka og viöurkennt rangar. WILLIAM ARKIN KEMUR ENN TIL SÖGUNNAR HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær vegna válegra tíðinda, sem Willi- am Arkin hefði kunngjört, þess efnis, að forseti Bandaríkjanna hefði þegar árið 1975 gefið banda- ríska flotanum heimild til að flytja 48 kjarnadjúpsprengjur til íslands, ef til styrjaldar dragi í heiminum. Þetta gerðizt án vitundar ís- lenzkra stjórnvalda og gengi þvert á yfirlýsingar sjö íslenzkra utan- ríkisráðherra um að kjarnavopn yrðu aldrei leyfð á íslandi, hvorki á friðar- né stríðstímum. Lengra væri ekki hægt að ganga gegn stjórnvöldum fullvalda ríkis, sem réði því sjálft, samkvæmt upplýs- ingum utanríkisráðherra, hvaða aðstöðu það léti samstarfsþjóðum í NATO í té hér á landi. Þær skoðanir hafa heyrzt að Keflavikurflugvöllur sé nánast bandarískt yfirráðasvæði, ekki ís- lenzkt, sagði Hjörleifur. Hugsan- lega er yfirgangur Bandaríkja- manna byggður á slíkum viðhorf- um. Hann spurði ráðherrana, hvort ekki væri ástæða til að ísland tæki af tvímæli í lögum um bann við kjarnavopnum hér á landi. FYRRI STAÐHÆFING ARKINS UM KEFLA- VÍKURFLUGVÖLL OG KJARNAVOPN GEIR HALLGRÍMSSON utan- ríkisráðherra kvað nefndan Willi- am Arkin hafa afhent sér ljósrit af fjórum blaðsíðum úr stærra skjali, sem hann hafi staðhæft að innihéldi heimildir forseta Banda- ríkjanna, frá 1975, til flota þeirra, þess efnis, að flytja mætti kjarna- vopn til íslands ef til styrjaldar kæmi. Ráðherrann kvaðst þegar hafa gert tiltækar ráðstafanir til að fá upplýsingar um tilvist og áreið- anleika þessa skjals, en það væri óviðunandi umræðugrundvöllur eins og væri. Yfirmaður banda- ríska sendiráðsins hér hefur verið krafinn upplýsinga í framhaldi af heimsókn William Arkin í utan- ríkisráðuneytið. Hinu væri þó ekki að leyna að þessi sami aðili hefði haldið því fram árið 1980 að hér væru geymd kjarnorkuvopn. Á sama hátt og nú hafi þá verið efnt til utandagskrárumræðna á Ai- þingi. Síðar hafi William viður- kennt að þessar staðhæfingar væru rangar. Ef þessar upplýsingar reyndust réttar fela þær í sér brot á varn- arsamningi milli íslands og Bandaríkjanna, brot á yfirlýsingu leiðtoga Atlantshafsbandalagsins frá 1957 og brot gegn bandarísk- um lögum. Að svo stöddu er þó ekki ástæða til að leggja út af staðhæfingum Arkins sem áreið- anlegum. Ráðherrann sagði að það hefði verið stefna íslands alla tíð — og væri óbreytt — að hér yrðu ekki staðsett kjarnavopn, hvorki á frið- ar- né ’tríðstímum. Hann kvaðst hafa ítrekað þessa stefnu, eftir að hann tók við embætti utanríkis- ráðherra. Samkvæmt varnar- samningnum frá 1951 sé það „háð samþykki Islands, hverrar þjóðar menn séu í varnarliðinu, svo og með hverjum hætti það tekur við og hagnýtir aðstöðu á íslandi, sem veitt er með þessum samningi". Ráðherrann kvað orðaleik Hjör- leifs Guttormssonar um Keflavík- urflugvöll sem bandarískt yfir- ráðasvæði en ekki íslenzkt, út í hött og ekki þjóna íslenzkum hagsmunum. Ráðherrann kvaðst fylgjandi því að Alþingi feli sérstakri nefnd manna að kanna öll þau mál ofan í kjölinn er lúta að öryggi og vörn- um landsins. Sú nefnd gæti m.a. byggt að því starfi sem þegar hafi verið unnið bæði í utanríksráðu- neytinu og öryggismálanefnd. RATSJARSTÖÐVAR MINNI HÁTTAR MÁL OG SKAÐLAUST STEINGRÍMUR HER- MANNSSON forsætisráðherra kvað auðskilið að staðhæfingar af því tagi, sem hér væru ræddar, vektu kvíða. Afstaða íslendinga um að hér yrðu aldrei kjarnavopn væri öllum þjóðum kunn. Þó væri ekki útilokað að Alþingi tæki af tvímæli í þessu efni. Ég hefi, sagði ráðherrann efnislega, lýst þessari afstöðu í viðtali við varaforseta Bandaríkjanna, sem kvaðst hafa fullan skilning á henni. Það var rétt brugðizt við stað- hæfingum Arkins af hálfu utan- ríkisráðherra. Upplýsinga verður aflað og á grundvelli þeirra mun ríkisstjórnin meta, í samráði við utanríkismálanefnd, hvort ástæða sé til að ítreka afstöðu íslands. ANÆGÐUR MEÐ VIÐBRöGÐ UTANRÍK- ISRÁÐHERRAd KJARTAN JÓHANSSON (A) kvaðst ánægður með viðbrögð utanríkisráðherra. Staðhæfingin væri það alvarleg að nauðsynlegt væri að kanna hana ofan í kjölinn. Hinsvegar hefðu fyrri fullyrð- ingar William Arkin verið af þeim toga að full ástæða væri til að taka þessum með varúð. Sjálfgefið væri að leita upplýsinga hjá sam- starfsþjóðum en samhliða þyrfti sjálfstæð athugun að fara fram. Ef þessar staðhæfingar reynast réttar er alvarlegt mál á ferð. Ef þær hafa sama hald og fyrri full- yrðingar þessa manns þarf hann naumast að gera þriðju ferðina hingað með söguburð sinn. Kjartan taldi vafasamt að AI- þingi „taki af tvímæli" í þessu máli; afstaða þess og íslenzkra stjórnvald væri skýr. Með því vær- um við e.t.v. að spila úr hendi vopni í sambandi við kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, þ.e. gagn- kvæma samninga um kjarnorku- vopnalaus svæði innan áhrifa- svæða beggja hernaðarblokkanna. Kjartan taldi yfirlýsingu utan- ríkisráðherra um sérstaka þing- nefnd til úttektar á öryggismálum hina merkustu. SJALFSTÆÐ UPPLYS- INGASÖFNUN OG ÞEKKING GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) sagði m.a. að upplýsinga- skylda stjórnvalda gagnvart al- menningi væri engu minni í varn- ar- og öryggismálum en öðrum málaflokkum, sem ætlast væri til að fólk tæki afstöðu til, m.a. í kosningum. Hann spurði hvort við hefðum mótað raunhæfa heild- arstefnu um þessi efni. Nauðsynlegt væri að byggja upp sjálfstæða upplýsingasöfnun og þekkingu til að geta iagt eigið mat á þróun þessara mála í umhverfi okkar og tekið afstöðu til hennar. Tiltækar þurfi að vera upplýs- ingar til að meta, jafnvel bera til baka staðhæfingar af því tagi sem hér hafi orðið tilefni umræðna. AHYGGJUR VEGNA FRAMKOMINNA UPPLÝSINGA SIGRÍÐUR DÚNA KRIST- MUNDSDÓTTIR (Kvl.) lýsti áhyggjum vegna upplýsinga sem nú væru komnar fram um sam- skipti Bandaríkjamanna og ís- lendinga í hernaðarmálum. Hún spurði utanríkisráðherra hve haldgóðar upplýsingar í reynd væru til um varnaðbúnað At- lantshafsbandalagsins hér á landi. Hún spurði ennfremur, hvað kæmi Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra. til að stjórnvöld vissu ekki um þá hluti, er staðhæfingar W. Arkin fjölluðu um, ef réttar reyndust („ég er ekki að segja að þær séu það“, bætti hún við). Þá spurði hún, hvern veg væri hægt að sannreyna skýringar sem Banda- ríkjamenn létu í té í þessu máli. ALÞÝÐUBANDALAG- IÐ OG SOVÉTRÍKIN HÉR að framan hafa verið rakt- ir efnislegir (hvergi orðréttir) punktar úr ræðum nokkurra þing- manna (eins frá hverjum þing- flokki) í þessari utandagskrár- umræðu. Auk framangreindra þingmanna töluðu Haraldur Ólafsson (F), Eiður Guðnason (A), Kristófer Már Kristinsson (Bj) og Steingrímur J. Sigfússon (Ábl.). Hjörleifur Guttormsson (Abl.) talaði og öðru sinni, raunar tvisv- ar. Eiður rakti m.a. fyrri málatil- búnað Alþýðubandalags (utan- dagskrárumræða 22. maí 1980), sem byggður hafi verið á fullyrð- ingu þessa sama W. Arkin. Sú fullyrðing hafi síðan reynst til- búin og röng — og viðurkennd sem slík af höfundi. Eiður sagði Al- þýðubandalagið hafa forn og ný tengsl við Sovétríkin og vera, þeg- ar grannt væri gáð, hallt undir utanríkisstefnu þeirra. Þegar Eið- ur lét þessi orð falla kallaði Svav- ar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, fram í: „Lygi!“ SKÝRSLA UTANRIK- ISRÁÐHERRA FYRR Á FERÐ GEIR HALLGRlMSSON utan- ríkisráðherra svaraði Sigríði Dúnu Kristmundsdóttir (Kvl.). Hann kvað fyrir liggja haldgóðar upplýsingar um aðstöðu á Kefla- víkurflugvelli. íslendingar þyrftu hinsvegar að leggja áherzlu á aukna þekkingu og sjálfstætt mat í öryggis- og varnarmálum, m.a. með því að fylgjast með störfum hermálanefndar NATO. Sann- reyna mætti upplýsingar frá einu bandalagsríki m.a. með saman- burði við önnur. Hann gæti hins- vegar ekki svarað spurningum, sem væru byggðar á því að stað- hæfingar Arkins væru réttar. Það væri naumast tímabært. Ráðherrann kvað utanríkis- málanefnd þurfa að fjalla um verksvið sérstakrar könnunar- nefndar um öryggismál íslands og þáttöku okkar í þeirri viðleitni að stuðla að gagnkvæmri afvopnun í heiminum og gagnkvæmri útrým- ingu kjarnavopna. Hann kvað skýrslu sína um utanríksmál verða fyrr á ferð nú en áður og gæfist þá þinginu til- efni til að fjalla nánar um þessi mál í heild. Leiðrétting: Skagaströnd — ekki Raufarhöfn Þau mistök urðu í frásögn af ræðu Kolbrúnar Jónsdóttur (BJ) um tillögu Bandalags jafnaðar- manna, þess efnis, að stefnt skuli að því að leggja niður Síldarverk- smiðjur ríkisins, að ummæli henn- ar voru hermd upp á Raufarhöfn — þar sem hún sagði Skagaströnd. Orðrétt sagði Kolbrún Jónsdóttir: „Ég ætla að leggja nokkur orð í belg, vegna þess að síldar- verksmiðjan á Skagaströnd hef- ur komið hér til tals. Ég ætla að upplýsa þingheim um að síldar- verksmiðjan á Skagaströnd er ákaflega stór verksmiðja, en hún hefur varla starfað í 20 ár. Ef það á að selja þessa verksmiðju fyrir 17 millj. kr. mundi ég óska ríkissjóði til hamingju með að koma þeirri verksmiðju í verð. Þarna hafa verið möluð og brædd bein af og til úr frystihús- inu, en síld hefur ekki sést lengi á Skagaströnd og ekki loðna heldur. Mér er mjög minnisstætt Kolbrún Jónsdóttir þegar vélarnar voru teknar úr þessari verksmiðju og fluttar til Siglufjarðar, það hefur verið á árunum 1963—1965, ég man ekki nákvæmlega árið. Það er því al- veg vonlaust að tala um þetta sem fyrirtæki sem sé atvinnu-' skapandi á þessum stað. Ég er alveg sannfærð um að ef einstaklingar á Skagaströnd hefðu átt þessa verksmiðju og ættu hana hefðu þeir séð einhver not fyrir húsnæðið a.m.k. og ég veit að þar hefur verið áhugi á að nýta það. í upphafi var síldarverksmiðj- unum komið á laggirnar til að styrkja atvinnulífið. En ágóðinn af þessum verksmiðjum, því ein- hver hlýtur hann að hafa verið á sínum tíma, rann ekki til byggð- arlaganna, heldur fór hann eitthvað annað. Það var ekkert eftir nema stórir steinkumbald- ar á Skagaströnd og víðar — á Vestfjörðum svo eitthvað sé nefnt — stórir steinkumbaldar sem standa steindauðir og eru öllum til ama ef ekki verður reynt að koma þeim í hendur einkaaðila sem sjá einhver not fyrir þá.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.