Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 37

Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984 37 oirt® 11 vöriaifQriliin Inqólf/@/ltoirí/®in®ir Klapparstíg 40, sími 11783. Viö höffum r flutt mm? erum nú á KLAPPARSTIG 40 Sjötíu ára afmæli Leirárkirkju LEIRÁRKIRKJA í Leirársveit verð- ur 70 ára nk. sunnudag, en hún var vígð annan sunnudag í aöventu áriö 1914. Afmælisins verður minnzt með hátíöarhöldum á sunnudaginn. Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14.00. Séra Ólafur Skúlason, vígslubiskup, prédikar. Að lokinni messu verður hátíðar- samkoma í félagsheimilinu Heið- arborg og þegnar kaffiveitingar i boði Kvenfélagsins Greinar í Leir- ársveit. Á samkomunni syngur Kirkjukór Leirárkirkju nokkur lög undir stjórn frú Kristjönu Hös- kuldsdóttur, organista kirkjunnar. Sóknarpresturinn, séra Jón Ein- arsson, prófastur, flytur ágrip af sögu Leirárkirkju. Séra Björn Jónsson, sóknarprestur á Akra- nesi, flytur þætti úr sögu Leirár- garðaprents. Einnig verður sam- leikur á pianó og klarinett. Flytj- endur eru hjónin Ingibjörg Þor- steinsdóttir og Björn Leifsson, skólastjóri. Fatadeild SÍS kynnir vetrar- og sumartískuna ’85 Fatadeild SÍS hélt fyrir skömmu kynningu fyrir blaðamenn á vetr- ar- og sumartískunni ’85 í íslensk- um skóm og fatnaði. Sýndu tísku- sýningarsamtökin Model 79 Act- skó, Guts-föt o.fl. undir stjórn Heiðars Jónssonar. Fatadeildinni var komið á fót samfara skipulagsbreytingum sem gerðar voru á Sambandinu sl. sumar. Undir hana heyra skó- verksmiðjan Iðunn og fata- verksmiðjan Hekla á Akureyri, verksmiðjan Ylrún á Sauðár- króki, fataverksmiðjan Gefjun í Reykjavik, verslanirnar Torgið í Austurstræti, Herraríki í Glæsi- bæ og Herraríki á Snorrabraut, en öll þessi starfsemi heyrði áð- ur undir Iðnaðardeild Sam- bandsins. Kjartan Jónsson „Neyð barnanna í Eþíópíu er neyð Guðs, skapara þeirra, sem elskar þau og vill þeim það besta. Þess vegna er neyð þessara barna einnig neyð allra krist- inna manna og því hróp til þeirra um hjálp.“ þar síðan t.þ.a. bæta afkomu fólksins. Mikið hefur verið gert í vatnsmálum fyrir fólkið og mikl- um skógi verið plantað t.þ.a. auka úrkomu á svæðinu og hækka yfir- borð jarðvatns, með það fyrir aug- um m.a. að minnka líkurnar á þurrki. Ólafi er e.t.v. ókunnugt um, að nú þegar stendur yfir neyðarhjálp, matvæladreifing, í Konsó, kristni- boðsstöðinni okkar íslensku, þó að ekki sé hátt um það talað í ís- lenskum fjölmiðlum. Þar er ekki farið í manngreinarálit fremur en endranær í kristniboðsstarfi okkar. Það má þá upplýsa það í leiðinni, að í Konsó er stórt sjúkraskýli þar sem aðeins tvær hjúkrunarkonur meðhöndla 54.000 sjúklinga árlega, en tala kristinna manna þar er um 12.000. Það er tími til kominn að þeir, sem vilja tjá sig um kristniboð sem fræðarar annarra fari að verða vandaðri að virðingu sinni og varpi ekki fram fullyrðingum hér og þar, sem eru aðeins hálfur sannleikur oft og tíðum og verða fyrir bragðið haugalygi. - Það er lágmarkskrafa til þeirra, sem menntaðir vilja teljast, að þeir kanni heimildir sínar og tjái sig síðan sannleikanum sam- kvæmt, a.m.k. þegar þeir gera það frammi fyrir alþjóð, en hafi ekki að leiðarljósi: „Ég hef grun um“, þegar þeir tjá sig um skoðanir og trúarafstöðu annarra í jafnstóru blaði og Morgunblaðið er. Ólafur lætur býsna stór og al- varleg orð frá sér fara, er hann nefnir í sömu andránni evrópska kúgara í Afríku, sem undirokuðu og arðrændu íbúa álfunnar á ný- lendutímanum „auðvitað... í nafni Guðs og góðra siða“, eins og hann kemst að orði, og „fylgjendur í trúarsöfnuði er tilheyrir þjóð- kirkjunni." Afstaða þessara aðila er lögð að jöfnu. Ég er hræddur um að menn á íslandi stykkju upp á nef sér af minna tilefni en að vera taldir til arðræningja og kúg- ara. Skrif Ólafs eru mjög særandi fyrir það fólk, sem leggur mikið á sig til að láta gott af sér leiða í Afríku og er það betra maklegt. Væri Ólafur maður að meiri ef hann bæðist afsökunar á orðum sínum á síðum þessa blaðs. Vilji hann fræðast um starf SÍK eru margir fúsir til að ljá honum lið. Heimilisfang SÍK er Amtmanns- stígur 2b, 101 Reykjavík. Sr. Kjartan Jónsson er kristniboði. Frá tískusýningu Módel 79. Morgunblaöið/Árni Sæberg Nokkrar athugasemdir eftir Kjartan Jónsson Ólafur M. Jóhannesson skrifaði í Morgunblaðið 29.11. pistil, sem bar yfirskriftina „Afríka", og ræð- ir þar lærdóm, sem hann aflaði sér við að horfa á sjónvarpsþáttinn „Saga Afríku", sem sýndur er á þriðjudagskvöldum í sjónvarpinu. { síðasta hluta pistils síns, sem hefur undirfyrirsögnina „Þungur kross", varpar hann fram spurn- ingu til „fylgjenda í trúarsöfnuði er tilheyrir þjóðkirkjunni", þar sem hann segir m.a.: „í það minnsta heyrði ég hér á dögunum hreyft þeirri kenningu, að aðeins heiðið fólk dæi nú í Eþíópíu, eng- inn hefði dáið úr hópi hinna kristnu. Ég hef grun um að þessi skoðun eigi sér fylgjendur t trú- arsöfnuði er tilheyrir þjóðkirkj- unni. Ég spyr þetta sannkristna fólk, hvers eiga litlu börnin að gjalda sem nú eru að deyja í fangi mæðra sinna austur í Eþíópíu. Hvað hafa þau til sakar unnið, framyfir hin er lifa sökum trúar- innar?" Fyrir það fyrsta vil ég benda Ólafi á, að hin íslenska þjóðkirkja er ein heild og því er ekki rétt að tala um sértrúarsöfnuði innan hennar eins og mér virðist hann eiga við. Það er rökleysa. En snúum okkur að efninu. Ég get ekki skilið orð Ólafs öðruvísi en að hann beini spurningu sinni til Sambands ístenskra kristni- boðsfélaga, skammstafað SlK, se mer sú hreyfing innan íslensku þjóðkirkjunnar, sem stundar kristniboð í Afríku. Sem kristni- boðsvinur og kristniboði, er þekkir kristniboðsstarfið frá fyrstu hendi, tek ég spurningu ólafs til mín, því að mér finnst skrif hans bera vott um mikla vanþekkingu á öllu kristniboðsstarfi og einkenn- ast af fordómum, sem ekki er hægt að láta ósvarað. Eg óska eftir því að Ólafur M. Jóhannesson geri betur grein fyrir orðum sínum. Hefur það einhvern tíma verið sagt í nafni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, að að- eins heiðingjar yrðu hungurvof- unni að bráð í Eþíópíu? Undir- ritaður minnist þess hvorki að hafa heyrt það sagt af leiðtogum samtakanna né af einstaklingum innan þeirra. Hafi það hins vegar verið gert bið ég Ólaf um að gera grein fyrir því hvar og hvenær það hafi verið gert. Vilji ólafur vita hvað hin ev- angelísk lútherska þjóðkirkja ís- lands og þar af leiðandi SÍK, sem hluti hennar, kennir um neyð fólksins í Eþiópiu, þá skal það fús- lega upplýst. Þjáningin er ekki frá Guði komin og er okkur oft tor- skilin. Neyð barnanna í Eþíópíu er neyð Guðs, skapara þeirra, sem elskar þau og vill þeim aðeins það besta. Þess vegna er neyð þessara barna einnig neyð allra kristinna manna og því hróp til þeirra um hjálp. Þetta á við um öll börn, hvort sem þau eiga kristna for- eldra eða ekki, og því kemur neyð þeirra okkur við. Það mætti kannski upplýsa ólaf um, að neyðarhjálp var veitt á vegum SÍK í Konsó í Eþíópíu í hungursneyðinni 1973, en talið er að þessi hjálp hafi bjargað lífi 90—100.000 manna, kvenna og harna. Af þessum hópi var innan við 10% kristinnar trúar. Mikið þróunarstarf hefur verið unnið Ólafur M. Jóhann- esson og Afríka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.