Morgunblaðið - 07.12.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984
47
Jólasala
í Víði-
staðasókn
SYSTRAFÉLAG Víði-
staðasóknar Hafnarfirði
heldur jólasölu föstudag-
inn 7. desember kl. 15.00 í
anddyri Kaupfélagsins
Miðvangi 41. Allur ágóði
rennur til gerðar fresku-
myndarinnar í Víðistaða-
kirkju. Meðfylgjandi
mynd er af Víðistaða-
kirkju í byggingu.
Egilsstaðir:
Slysavarnadeildin Gró
undirbýr jólamarkað
EgiLsstöðum, 4. desember.
UM NÆSTU helgi, nánar tiltekið á
laugardag og sunnudag, mun Slysa-
varnadeildin Gró á Egilsstöóum
efna til jólamarkaðs í Slysavarna-
húsinu, Bláskógum 3.
Jólamarkaður þessi hefur verið
lengi í undirbúningi og félags-
menn komið saman tvisvar í viku
undangengna tvo mánuði til
hannyrða og smíða ýmiss konar.
Margt eigulegra gripa verður á
jólamarkaði þessum, s.s. heima-
smíðuð leikföng og jólaskraut
hvers konar auk laufabrauðs og
annars hnossgætis — en félags-
menn hafa unnið allt sem á
boðstólum verður.
Ágóðanum af jólamarkaðinum
verður varið til tækjakaupa fyrir
björgunarsveit slysavarnadeild-
arinnar svo og til annarrar starf-
semi deildarinnar.
Félagar í Slysavarnadeildinni
Gró munu vera um 300 talsins.
Formaður er Halldór Sigurðsson
en Baldur Pálsson er formaður
björgunarsveitarinnar.
~ Olafur.
COMPANY
eva
Qalleri