Morgunblaðið - 07.12.1984, Síða 49
49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DKSEMBER 1984
um eitthvað smáraeði í kaupstað.
Þannig mátti oft sjá Valdemar
ganga milli hannyrðaverslana og
vefnaðarvörudeildar KEA, sækj-
andi örlítinn tvinna eða efnisbút.
Ekki svo að skilja að bændur hafi
ekki líka sent hann í Véladeildina
eða í „Mjólkurbúðina" sem kölluð
var. Allt þetta gerði Valdemar
með mestu ánægju og taldi það
raunar hlutaf af vinnu sinni í
þágu bænda.
Þó Valdemar hafi alla tíð unnið
geysilega mikið og dagarnir sjald-
an reynst nægilega langir tókst
honum að reisa parhús á Grenivík
í félagi við bróður sinn Indriða.
Með húsi þessu varð sá draumur
hans að veruleika að búa sem best
í haginn fyrir fjölskyldu sína. í
húsi þessu bjuggu þau í 15 ár.
Valdemar var mikill friðarsinni
og alls staðar vildi hann reyna að
laga og bæta ef deilumál komu
upp innan fjölskyldunnar. Alltaf
gat hann talað um fyrir deiluaðil-
um, enda með afbrigðum geðgóður
og lipur.
Eftir að Valdemar hætti mjólk-
urflutningum fór hann til sjós og
gerðist kokkur. Hann var m.a. á
Olafi Magnússyni, björgunarskip-
inu Goðanum og Hallveigu Fróða-
dóttur svo einhver séu nefnd.
Hann var dáður kokkur, bæði
fyrir vel tilbúinn mat og fyrir
nýtni hráefna. Samviskusemi var
jú hans æðsta dyggð.
f Kópavog fluttu þau hjónin ár-
ið 1965, ásamt sjö börnum, en
elsta dóttirin var þá farin að búa á
Grenívík. Þau festu kaup á húsinu
Melgerði 13, því nú var fjölskyldan
orðin stór.
Þegar hér var komið sögu var
Valdemar orðinn þreyttur á sjó-
mennskunni og hugðist leita létt-
ari starfa. Hann réðst til starfa
hjá Bifreiðum & Landbúnaðarvél-
um hf. við reynsluakstur nýrra
bifreiða. í því starfi var hann allt
til ársins 1974 er hann fékk at-
vinnuleyfi til aksturs leigubifreið-
ar. Hann gerðist bílstjóri hjá Bif-
reiðastöð Reykjavíkur og gegndi
því starfi til dauðadags. Sem
leigubílstjóri kunni hann vel við
sig, enda ekki erfiðisvinna af því
tagi sem hann vel þekkti frá fyrri
tíð. Hann var ánægður með vinnu-
staðinn BSR og þar eignaðist hann
ágæta félaga, bæði í hópi bílstjóra
og starfsfólks, svo og í hópi við-
skiptavina. Þannig eignaðist hann
marga fasta viðskiptavini sem oft
hringdu hvenær sem var sólar-
hrings, og ekki taldi hann það eft-
ir sér að klæða sig upp, þó kannski
væri hann nýgenginn til náða.
Árið 1981 fluttu þau Valdemar
og Guðbjörg til Þorlákshafnar. Að
Lýsubergi 5 komu þau sér upp fal-
legu heimili, ánægð yfir rólegheit-
um staðarins og ein eftir í „hreiðr-
inu“, því öll börnin farin að
heiman og búin að koma sér upp
heimilum annars staðar.
Valdemar Gestur var jarðsung-
inn frá Þorlákskirkju, Þorláks-
höfn þann 9. okt. sl. að viðstöddu
miklu fjölmenni, sem kvaddi góð-
an^dreng. Já, góður drengur er
genginn, en eftir stendur stór hóp-
ur af mannvænlegu fólki sem
Kveðjuorð:
Páll Guðjónsson
trésmíðameistari
Fæddur 22. nóvember 1904
Dáinn 14. október 1984
Örfá kveðjuorð til Páls frænda
míns.
Bernskuminningarnar á ég
margar og góðar um hann.
Ein sú fyrsta, er ég 5 ára gamalt
stelpukorn, skondraði í ýmsum
spennandi barnaleikjum á eyrun-
um neðan við túnið á Gestsstöð-
um. Páll kemur þar að ríðandi á
einum hesti föður míns, gefur sig
á tal við krakkakrílið og kippir því
upp á hnakknefið og við verðum
samferða heim. í barnshuganum
var enginn efi. Hann var góður
maður Páll frændi.
Önnur minning er sú að stúlkan
er orðin 10 ára gömul. Faðir henn-
ar er sjúkur á spítala. Páll frændi
er kominn frá Reykjavík í heim-
sókn. Það verður að ráði að hann
taki dömuna með sér suður og hún
dvelji hjá honum og konunni hans,
henni Döddu, komandi vetur.
Nú var verið að yfirgefa
bernskuheimilið í fyrsta sinn. Það
var eftirvænting og kvíði í huga,
en þar á ofan bættist mikil bíl-
veiki. Allt ráð var lagt í hendi Páls
frænda og hann stóð fyllilega und-
ir því trausti sem til hans var bor-
ið.
Dadda tók vel á móti barninu
þegar til Reykjavíkur kom, þó hún
ætti ekki fyrirfram von á þessari
sendingu.
Dvölin hjá þeim hjónum þennan
vetur var einstaklega góð.
Minnisstætt er, að er eitthvað
syrti að í barnshuganum, hve gott
var að fara til Páls frænda og setj-
ast á hnéð á honum.
Eftir þetta áttu þau bæði stóran
„kvóta“ í þessum stelpukrakka.
Páll Jakob Blöndal Guðjónsson
hét hann fullu nafni og var fædd-
ur á Gestsstöðum í Sanddal í
Norðurárdalshreppi 22. nóvember
1904. Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Daðadóttir og Guðjón
Guðmundsson bóndi á Gestsstöð-
um. Börn þeirra hjóna voru 8 tals-
ins.
Elstur var Guðmundur, fæddur
1893, hann drukknaði er hann var
á vertíð á Suðurnesjum árið 1915.
Elís Kristinn, fæddur 1895, dó
aðeins þriggja vikna gamall.
Elín Kristín, fædd 1897, dó úr
berklum 1922.
Gunnar Daðmar, fæddur 1899,
síðar bóndi á Gestsstöðum, hann
dó 1949.
Hallvarður, fæddur 1901, dó
1903.
Næstur var Páll, fæddur 1904
sem fyrr segir.
Gunnhildur, fædd 1907, hún er
klæðskerameistari og var lengi
verkstjóri á saumastofu Últímu
hf.
Þórdís Ingveldur er yngst, fædd
1909. Hún er saumakona og hefir
lengst af starfað hjá Sjóklæða-
gerðinni og Max hf.
Páll ólst upp við öll algeng
sveitastörf á heimili foreldra
sinna. Snemma hneigðist hugur
hans til smíða og vann hann að
slíkum verkum á ýmsum stöðum í
Borgarfirði á yngri árum. Fer
hann síðan í trésmíðanám og lauk
prófi trésmíðameistara rúmlega
tvítugur.
10. sept. 1932 giftist Páll einkar
hugljúfri stúlku, Theódóru Sigur-
jónsdóttur. Hún átti þá heima í
Fornahvammi, en ættir henar
báðar eru úr Vestur-Húnavatns-
sýslu.
Nafnið Theódóra mun vera
komið úr grísku og útleggst „Guðs
gjöf“. Páll talaði stundum um
Guðs gjöfina sína, enda hjóna-
band þeirra með þeim hætti að
þar ríkti ást og eindrægni. Mér er
það í barnsminni hve augljós kær-
leikur ríkti á milli þessara hjóna.
Páll keypti húsið Laugarnesveg
77 og settu þau þar saman heimili
sitt. Síðar byggði hann á Kirkju-
teigi 13, þar hafa þau búið síðan.
Foreldrar Theódóru voru á heimili
þeirra síðustu ár ævinnar til
dauðadags. Auk þess dvaldi fleira
fólk á heimilinu bæði skylt og
vandalaust um lengri og skemmri
tíma. Gestkvæmt var þar og gest-
risni mikil.
Þau hjónin eignuðust einn son,
Guðmund Þórarin, arkitekt, sem
giftur er Ragnhildi Auði Vil-
hjálmsdóttur.
Auk þess tóku þau í fóstur litla
stúlku, Hrafnhildi Valgarðsdóttur
kennara. Umhyggja þeirra og
elska til hennar var engu síðri en
til þeirra eigin sonar. Hrafnhildur
er gift Karli Vernharðssyni.
Páll stundaði iðn sína um langt
árabil og sá um byggingu fjölda
syrgir föður, tengdaföður, afa og
langafa.
Ég hef með þessum fátæklegu
orðum stiklað á nokkrum stað-
reyndum úr lífshlaupi Valdemars
Gests.
Hans stærsta hamingja var eig-
inkona hans, sem stóð sem klettur
við hlið hans í blíðu og stríðu. Og
hans fyrsta og síðasta hugsun var
að hún og börnin hefðu það sem
best. Til þess gerði hann svo sann-
arlega allt sem í hans valdi stóð.
Megi góður Guð senda aldraðri
móður hans, Sigrúnu Jóhannes-
dóttur, og eiginkonu hans, Guð-
björgu Óskarsdóttur, styrk til að
umbera þá sorg sem á þær hefur
verið lögð. Megi Drottinn blessa
börn hans öll og aðra ættingja á
erfiðri stund.
Vér þökkum þér höfðingi haldkvæmust ráð
er hvarvetna reyndust oss best.
Og Ijúfmennsku, rausn þina, dugnáð og dáð
og djörfung og víðsýni um flest.
Vér elskum þig faðir og fræðara vorn
sem fundum við árin þín skjól,
er börnunum greiddir til blessunar spor
við blikstarf frá kærleikans sól.
(Guðmundur Guðmundss. ljóðsk.)
Við öll sem þekktum hann
kveðjum hann og þökkum honum
fyrir líf hans og störf. Við þökkum
fyrir það sem hann var okkur. Við
vonum að ný störf bíði hans, bak
við hið óþekkta.
Blessuð sé minning hans.
S.G.M.
húsa í Reykjavík og nágrenni,
meðal annars byggði hann hús
Nóbelsskáldsins Gljúfrastein í
Mosfellssveit. Hann var með lærl-
inga undir sínum handarjaðri og
margt verkamanna.
Ég hygg að hann hafi þótt harð-
ur og vandlátur húsbóndi, en læri-
sveinar og verkamenn mátu hann
mikils. Vandvirkni og hagkvæmni
voru honum efst í huga i starfi.
Vildi hann hag viðskiptavinarins
sem mestan.
Á síðustu starfsárum sínum var
Páll hættur húsbyggingum, en rak
trésmíðaverkstæði sem framleiddi
húsainnréttingar.
Allra síðustu æviárin hrakaði
heilsu Páls mjög og reyndi þá mik-
ið á Theódóru, en hún annaðist
hann af stakri elskusemi til hins
síðasta. Hann lést 14. okt. sl.
Að lokum sendi ég og mín fjöl-
skylda Theódóru, Guðmundi Þór
og Hrafnhildi og þeirra fjölskyld-
um innilegar samúðarkveðjur.
Fari Páll frændi I friði og Guð
fylgi honum.
Guðrún Gunnarsdóttir
Sanyo er með á nótunum.
GXT200
ötrúleg tóngæði og fallegt útlit fyrir breakara
á öllum aldri
Magnari 2X10 sln wött
Útvaip með FM sterió (rás 2) MW-LW.
Plötuspilari, hálÉsJálfviricur með moving
magnet, pick-up og demantsnál
Segulband með DOLBY Nr og METAL
stíQingu.
50 watta hátalarar og stórglæsilegur viðar
skápur með reyklitðum glerhurðum og loki.
VERÐ AÐEINS
KR. 22.123.- stgr.
SHG
Sjálfvirkar kaffikönnur.
Verð frá kr. 1.313,-.
Sjálfvirkir eggjasjóðarar
fyrir 1—7 egg.
Verð kr. 1.571,-.
Gunnar Ásgeirsson hf.
StKVirUtvjsty.itit 16 Scnv 91 35300
Snjóhjólbarðar
Heilsólaðir snjóhjólbardar á fólksbíla, vestur-
þýskir, allar stærðir, bæöi Radial og venjulegir, meö mjög
góöu gripi.
Einnig nýir snjóhjólbaröar á mjög lágu veröi.
Allir bílar teknir inn ókeypis.
Snöggar hjólbaröaskiptingar. Jafnvægisstillingar.
Kaffisopi til hressingar, meðal staldraö er viö.
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 (nálægt Miklagaröi).
Símar: 30501 og 84844.