Morgunblaðið - 09.01.1985, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985
Girnnar Helgi Hálfdánarson hjá Fjárfestingarfélagi íslands:
„Spariskírteinin gefa
5,1 til 7,2 % raunávöxtun“
„Ég tel ekki að hér sé um yfirboð ríkissjóðs að ræða, ef inn í myndina eru
tekin skuldabréf bundin til lengri tíma og það að raunvextir bankanna
kunna að hækka aftur síðar á árinu,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson,
framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands, þegar Mbl. leitaði álits hans
á nýju ríkisskuldabréfunum.
„Nýju verðtryggðu spariskír-
teinin gefa allgóða en fasta raun-
ávöxtun sem er á bilinu 5,1 til
1,2% á ári, en krefjast þó eins og
íálfs til fimm ára binditíma svo
að umræddri ávöxtun sé náð.
Bankarnir bjóða hinsvegar mis-
munandi kjör, eða 2 til 6,6% raun-
ársávöxtun á sex mánaða verð-
tryggðum reikningum. Menn
verða því að vera reiðubúnir til að
eiga spariskírteinin í um það bil
níu mánuði, að óbreyttum banka-
vöxtun, áður en þau eru seld aftur
á verðbréfamarkaðnum en það
stafar af söluþóknun verðbréfa-
salanna sem dregst frá söluverði,"
sagði Gunnar Helgi, þegar álits
hans var leitað á ávöxtun ríkis-
skuldabréfanna í samanburði við
aðra ávöxtunarmöguleika.
„Af þeim fjórum tegundum rík-
isskuldabréfa sem nú er boðið upp
á líst mér best á hin hefðbundnu
spariskírteini. Þau eru sjálfvirk og
krefjast engrar vinnu eða sér-
þekkingar af hálfu þess sem þau
kaupir. Spariskírteini með vaxta-
miðum geta hæft sumum vel, til
dæmis fólki sem er komið á eftir-
launaaldur og verður að lifa af
sparnaði sínum. Þau þarf ekki að
selja ef fjárþörfin á ári fer ekki
yfir 6,7% af fjárfestingu. Geng-
istryggðu spariskírteinin bjóða
upp á spákaupmennsku. Að jafn-
aði verður að reikna með að eiga
þau í tvö til þrjú ár, áður en þau
eru seld, nema viðkomandi sjái
fyrir gengisfellingu í náinni fram-
tíð og selji þau að henni lokinni.
Þetta er þó yfirleitt eingöngu á
færi sérfræðinga.
Mér líst ekki á vaxtaaukaspari-
skírteinin, þau bjóða upp á loðin
kjör, sem auðvelt er fyrir bankana
að eyðileggja. Með hliðsjón af
verðlagsþróun og því sem er fram-
undan í þeim efnum, hvet ég fólk
eindregið til að verðtryggja sparn-
að sinn og að líta á kjörin á verð-
bréfamarkaðnum. Þar ráðast
kjörin meir af hinu raunverulega
ástandi á fjármagnsmarkaðnum,
en ekki af kerfinu. Þar er um að
ræða markaðsraunvexti sem eru
sem stendur háir, 14 til 18% á ári
á verðtryggðum veðskuldabréfum,
en gætu þó lækkað vegna aukinn-
ar eftirspurnar," sagði Gunnar
Helgi Hálfdánarson.
Hafin sala á 4 tegundum ríkisskuldabréfa:
Skírteini til 18 mánaða bera 50%
hærri vexti en bankarnir bjóða
Einnig hafin sala á skírteinum með vaxtamiðum
Á MORGUN, Hmmtudaginn 10. janúar, hefst sala á fjórum tegundum spari-
skírteina ríkissjóðs. Spariskírteinin voru auglýst í Morgunblaðinu í gær með
yfirskriftinni „Lánsöm þjóð... “ Tvær tegundir spariskírteinanna eru nýj-
ungar hér á landi. Eru það skírteini með vaxtamiðum annarsvegar en skír-
teini með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxtaauka hinsvegar.
Hin hefðbundnu verðtryggðu
spariskírteini sem nú eru boðin til
sölu bera 7% nafnvexti sem greið-
ast ásamt vaxtavöxtum og verð-
bótum við innlausn. Bréfin eru
innleysanleg eftir þrjú ár en
lánstími að hámarki 14 ár. Spari-
skírteini með vaxtamiðum eru nú
gefin út í fyrsta skipti hér á landi.
Eru þau verðtryggð og bera heldur
lægri nafnvexti en hefðbundnu
bréfin, eða 6,71%, en vextirnir
reiknast misserislega af verðbætt-
um höfuðstóli. Nýjungin felst í því
að vextirnir, ásamt verðbótum á
þá, greiðast misserislega gegn
framvísun vaxtamiða. Þessi skír-
teini eru innleysanleg eftir 5 ár en
lánstími er að hámarki 15 ár.
Þriðja tegund ríkisskuldabréf-
anna er einnig nýjung hér á landi:
verðtryggð spariskírteini með
hreyfanlegum vöxtum og 50%
vaxtaauka. Þau eru til tiltölulega
stutts tíma, eða 18 mánaða, og
greiðast vextir, vaxtavextir,
vaxtaauki og verðbætur í einu lagi
við innlausn. Nýjungin felst í
vaxtaákvörðun á bréfunum. Vext-
99
Ríkissjóður afsalar sér ákvörðunar-
valdi um vexti af spariskírteinum“
— segir Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans
„ÞAÐ SEM vekur mesta athygli er
aó ríkissjóður býöur núna spariskír-
teini til 18 mánaða sem beinlínis er
ætlað að keppa við bankana og bera
50% hærri vexti en bankarnir bjóða
á hverjum tíma. Með þessu er ríkis-
sjóður að afsala sér ákvörðunarvaldi
um vexti af þessum spariskírteinum
sera verður að teljast afar óvenju-
legt,“ sagði Valur Valsson, banka-
stjóri Iðnaðarbanka íslands, þegar
álits hans var leitað á nýjum tegund-
um spariskírteina rfkissjóðs.
„Þegar svona er í pottinn búið
óttast ég að allt tal um vaxtafrelsi
sé að verða orðin tóm og stjórn-
völd hugsi sér eitthvað annað í
þeim efnum. Ríkisstjórnin og
Seðlabankinn þrýstu á bankana
með ofurþunga til að lækka raun-
vextina um áramótin. Nú kemur
ríkissjóður og yfirbýður vexti hjá
bönkum og sparisjóðum. Það er
einsýnt af þessu, eins og raunar
gerðist einnig á síðastliðnu ári,
hver leiðir vaxtaþróunina í land-
inu, það er ríkissjóður. Það vekur
einnig athygli að ráðuneytið er
hætt að bjóða út ríkisvíxla og
spurningar vakna um af hverju.
Eg lít á það sem vísbendingu um
að vaxtakerfið sé gengið alvarlega
úr skorðum," sagði Valur einnig.
„Övíst er hversu miklu fjárút-
streymi þetta veldur úr bönkunum
en við verðum að athuga okkar
gang. Þessi spariskírteini eru seld
í beinni samkeppni við okkur og
við verðum að svara þeim eins og
best við getum. Erfitt er um vik
fyrir okkur að hækka innlánsvext-
ina því útlánsvextirnir setja okkur
þröng takmörk," sagði Valur, þeg-
ar hann var spurður hver hann
teldi að yrðu svör bankanna við
samkeppni spariskírteinanna.
ir eru ákveðnir sem einfalt meðal-
tal vaxta af verðtryggðum sex
mánaða reikningum viðskipta-
bankanna. Að auki bera þeir
vaxtaauka sem er 50% ofan á
vextina. Viðskiptabankarnir bjóða
nú 2—6,5% vexti af sex mánaða
reikningum og er meðaltal þeirra
nú 3,43% á ári, en að viðbættum
50% vaxtaaukanum ber þessi teg-
und spariskírteina 5,14% ársvexti.
Fjórða tegundin er síðan geng-
istryggð spariskírteini. Lánstími
er 5 ár og vextir 9% á ári. Ríkis-
sjóður gaf einnig út slík bréf á
síðastliðnu ári. Innlausnarverð,
það er höfuðstóll, vextir og vaxta-
vextir, er greitt í einu lagi og
breytist í samræmi við breytingar
á gengisskráningu SDR (Sérstök
dráttarréttindi sem er blanda af
fimm mikilvægustu viðskipta-
gjaldmiðlum heims).
I fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu segir að
spariskírteinin sk uli skráð á nafn
og að þau séu framtalsskyld. Vext-
ir og verðbætur af þeim eru þó
ekki skattlagðar hjá mönnum
utan atvinnurekstrar. Sama fólki
er heimilt að draga skírteinin aft-
ur frá eignum að því marki, sem
þær eru umfram skuldir. Sölu-
staðir bréfanna eru: Seðlabanki
íslands, viðskiptabankarnir,
sparisjóður og nokkrir verðbréfa-
salar.
I
bi3€a.i)mr
'msssmÆ>
áLw'u*
Föstudags- og laugardagskvöld
Framreiddur veröur Ijúffengur þríréttaöur
kvöldveröur frá kl. 19.00.
Miða- og borðapantanir daglega
í síma 77500 frá kl. 11—19.
RÍÓ í Broadway er ein allra besta skemmtun sem sviösett
hefur veriö, enda fara þeir félagar á kostum
Stórhljómsveit Gunnars Þóröarsonar leikur fyrir
dansi. Söngvarar: Björgvin Halldórsson, Sverrir Guö-
jónsson og Þuríöur Siguröardóttir.
Velkomin velklædd
í Broadwsy-reisu Flug-
leiða. Flug, gisting í 2
nætur og aðgöngumiði.
Frá Akureyri kr. 3.932,-
Frá Egilsstöðum
kr. 4.609,-
Frá ísafirði kr. 3.798,-
Leitið frekari upplýsinga á söluskrifstofum
Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrif-
stofum.