Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.01.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 39 KRAKKAVESTRI Kvikmyndír Árni Þórarinsson Austurbæjarbíó: Hættuför — Across the Great Divide ☆i/j Bandarísk. ÁrgerÖ 1977. Handrit og leikstjórn: Stewart Raffill. Aðal- hlutverk: Robert Logan, Heather Rattray, Mark Edward Hall. Across the Great Divide er barna- og unglingamynd upp á gamla móðinn, enda dálítið kom- in til ára sinna, þrátt fyrir aug- lýsingu bíósins um hið gagn- stæða. Þar er henni á hinn bóg- inn réttilega líkt við myndir Disney-félagsins. Eins og í mörgum fjölskyldumyndum þess félags eru söguhetjurnar hér tápmiklir krakkar, sem lenda i spennandi mannraunum. Það er ekki verið að flagga tæknibrell- um fyrir tugmilljónir, engin stjörnustríð og engir stælar. Bara gamaldags ævintýri með geðslegu fólki. Hetjur okkar eru ung systkini, Holly og Jason, sem eru á leið yfir óbyggðir og torfærur Klettafjalla að innheimta arf eftir afa sinn og þurfa að takast á við hættur villta vestursins, — úlfa, skógarbirni og önnur villi- dýr jafnt sem indíána og tilfall- andi ribbalda og rumpulýð. Til liðs við þau systkinin gengur ungur skálkur, Coop að nafni, Heather Rattray og Mark Edward Hall glíma við villta vestrið i Across the Great Divide. eftir stormasöm fyrstu kynni. Þetta er hvorki mjög átaka- né tilþrifamikið en myndin er prýdd jákvæðri stemmningu, fallegu landslagi og hæfilegri spennu, sem leikstjórinn Stew- art Raffill átti eftir að halda enn betur á í síðari hasarmyndum sínum eins og High Risk. Mál- leysingjarnir standa sig vel og fámennur leikhópur þokkalega; einkum er Robert Logan skemmtilegur sem skelmirinn Coop og gaman væri að sjá meira til hans. Across the Great Divide er sumsé ágæt fjölskyldu- afþreying á lágu nótunum. KRAMHUSIÐ DANS- OG LEIKSMIÐJA Bergstaðastræti 9B — Bakhús Innritunarsími 15103 Frá jólatrésskemmtuninni. Neskaupstaður: Rauð jól NeskupsUi, 30. desember. FYRIR jól afhentu félagar í Lionsklúbbi Norðfjarðar elli- heimilinu myndsegulbandsDeki að gjöf. Stefán Þorleifsson, for- stöðumaður sjúkrahússins, veitti gjafabréfinu viðtöku. Vonast Lionsfélagar til að þetta framtak þeirra geti að einhverju leyti stytt stundir þeirra er þar dvelja. í gær bauð Lionsklúbbur Norð- fjarðar eldri borgurum til kaffi- samsætis í Egilsbúð. Söng kór Lionsmanna við góðar undirtekt- ir áheyrenda og er mál manna að kórnum hafi ekki tekist betur upp í annan tíma. Skemmtun þessi er orðin árlegur viðburður hér og kunna eldri borgarar vel að meta þetta starf Lionsmanna. Kvenfélagið Nanna stóð fyrir hinni árlegu jólatrésskemmtun yngstu borgaranna í Egilsbúð í dag og fór hún fram með hefð- bundnum hætti. Jólasveinar komu í heimsókn, dansað var i kringum jólatré og jólasöngvar sungnir, boðið var upp á kaffi- veitingar. Að lokum stigu börn og unglingar dans. Jólahátiðin fór friðsamlega fram hér í Neskaup- stað og blíðskaparveður hefur verið hér jóladagana. Það telst tíðindum sæta að hér hefur verið snjólaust um jólin að undanskil- inni smá snjóföl, sem gerði hér á jóladag. í dag hefur verið hér logn og 5—6 stiga hiti. Að venju var allur floti Norðfirðinga í höfn um jólin. Sigurbjörg Ignis — Janúartilboö 10% staðgreiðsluafsláttur. Kæliskápar — Eldavélar — Frystiskáp- ar — Þvottavélar — Frystikistur — Eldhúsviftur. IGNIS Rafiðjan s.f. Ármúla 8, sími 91-19294.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.