Morgunblaðið - 09.01.1985, Side 46

Morgunblaðið - 09.01.1985, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985 FH gegn Herschi á sunnudagskvöldið Stórleikur veróur á handknatt- leikssviðinu næstkomandi sunnudagskvöld en þá leika FH-ingar fyrri leik sinn í átta liða úrslitum í Evrópukeppni meist- araliða í handknattleik. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl.21.30. Aö sögn Valgarós Sigurðssonar formanns hand- knattleiksdeildar FH þá hafa litlar sem engar upplýsingar borist um hollenska liðið Herschi sem eru mótherjar FH. En þó er vitað aó liðinu hefur gengið vel í hol- lensku deildarkeppninni að und- anförnu. Leikmenn FH hafa æft mjög vel aö undanförnu og eru í góöri æf- ingu. Um síöustu helgi vann liöiö stóran sigur á Stjörnunni. Leik- menn FH eru staöráönir í því aö komast í 4 liöa úrslit keppninnar og meö því hugarfari munu þeir fara í leikinn gegn hollenska liöinu á sunnudagskvöldiö. Síöari leikur liöanna fer svo fram í Hollandi sunnudaginn 27. janúar. í kvöld leika FH-ingar gegn Þrótti í iþróttahúsinu í Hafnarfiröi og hefst leikurinn kl. 20.00. íslandsmótið í handknattleik: • Kjartan K. Friöþjófsson og Guðni Magnússon sjást hér í Broad way Hollywood-keppninni. Verður móta- fyrlrkomu- laginu breytt? Á blaðamannafundi sem Arnar- flug hélt í gærdag lýsti formaður HSI, Jón Hjaltalín Magnússon, því yfir aö hann myndi á næsta árs- þingi HSÍ leggja fram ásamt fleir- um tillögu um breytt fyrirkomu- lag á 1. deildar keppninni í hand- knattleik. „Um þessar mundir er verió aö kanna hvort ekki sé hægt að koma á keppni sex lióa f úrvalsdeild og leika fjórar um- feröir sem myndu þá gilda sem meistaramót," sagói Jón. Hann sagöi þaö jafnframt vera mjög nauðsynlegt aö breyta fyrir- komulagi á keppni 1. deildar. Þaö er lítill áhugi á leikjum liöanna i dag og sagöi Jón réttilega aö þaö væri mjög slæmt fjárhagslega fyrir iþróttina. Þá hafa leikmenn sýnt lít- inn áhuga og oft á tíöum er eins og leikirnir skipti litlu sem engu máli. Vonandi veröur meiri áhugi á for- keppninni eftir þau glæsilegu verö- laun sem Arnarflug gefur til keppn- innar í ár. Bjarni Jónsson, stjórnarmaöur í handknattleiksdeild Vals, sagöi á fundinum aö fyrri hluti 1. deildar keppninnar heföi veriö hreint ótrú- lega siakur og leikmenn, þjalfarar og þeir sem aö keppninni stæöu yröu aö sameinast um aö gera nú stórátak í aó lyfta undankeppninni uppúr lægöinni. Hann bætti viö aö mjög bagalegt væri hvernig lands- leikjum væri bætt inná keppnis- tímabiliö meö stuttum fyrirvara og riöiaöi þannig keppnisfyrirkomu- laginu. Þaö væri varla á þaö bæt- andi eftir þaö sem á undan væri gengiö.________ Körfubolti EINN leikur verður í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins í kvöld — b-liö Keflavíkur mætir úrvalsdeildarliöi Hauka í íþrótta- húsinu í Keflavík og hefst leikur- inn kl. 21. Morgunblaöiö/Skapti Hallgrímsson. • Þeir kynntu samning Arnarflugs og 1. deildarfélaganna í gær. Frá vinstri Bjarni Jónsson, stjórnarmaóur í handknattleiksdeild Vals, Stefán Halldórsson, fulltrúi Arnarflugs, og Jón Hjaltalín Magnússon, formaöur Handknattleikssambands íslands. Arnarflug gefur 16 farseðla í verðlaun — gerir samning við 1. deiidar félögin í handknattleik Bjarni keppir í Japan um næstu helgi BJARNI Friðriksson júdókappi og verðlaunahafí á sumarólympíu- leikunum í Los Angeles fór í fyrradag til Japans í boói jap- anska júdósambandsins. Bjarni mun um næstu helgi keppa á stóru móti sem fram fer í minningu um einn þekktasta júdó- frömuö Japans, sem náöi því aö veröa 10 Dan. Með Bjarna í förinni er þjálfari hans, Gísli Þorsteinsson. Feröin er þeim félögum alveg aö kostnaöar- lausu. Þetta sýnir vel hversu þekktur Bjarni er orðinn í heimi júdóiþróttarinnar. En honum hafa borist boö víöa úr heiminum aö undanförnu. „MEÐ ÞESSUM auglýsingasamningi vill Arnarflug leggja sitt af mörkum til handknattleiksíþróttarinnar á íslandi," sagöi Stefán Halldórsson, fulltrúi hjá félaginu, í gærdag á blaóamannafundi sem Arnarflug boóaöi til í samráöi vió 1. deildarfélögin í hand- knattleik. Þar kom fram að Arnarflug mun veita því líöi sem sigrar í undankeppninni í handknattleik 16 farseóla í verðlaun í milli- landaflugi félagsins. Þá mun Arnarflug veita ýmsa bikara til þeirra leikmanna sem skara framúr. En auglýsingasamn- ingurinn sem Arnarflug gerir viö 1. deildarfélögin er svohljóðandi: Arnarflug og handknattleiks- deildir FH, KR, Stjörnunnar, UBK, Vals, Víkings, Þórs og Þróttar gera með sér svohljóöandi samning: Arnarflug veitir sigurvegurunum í undankeppni 1. deildar karla í ís- landsmótinu í handknattleik 1984— 85 verölaun sem eru 16 farseölar í millilandaflugi Arnar- flugs (og skal stefnt aö þvi aö þeir veröi notaðir í keppnisferö í Evr- ópukeppni í handknattleik veturinn 1985— 86). Arnarflug fær í staöinn heimild til aö auglýsa þjónustu sína á margvíslegan hátt í tengslum viö leiki í undankeppninni, m.a. í keppnissölum, viö inn- og út- göngudyr, í hátalarakerfum, í fjöl- miölum og á hvern þann hátt ann- an sem samkomulag næst um viö fulltrúa handknattleiksdeildanna. Arnarflug auglýsir leiki undan- keppninnar í fjölmiölum í samráöi viö fulltrúa handknattleiksdeild- anna. Arnarflug fær forgang aö öllum flugflutningum á vegum hand- • Bjarni Friöriksson knattleiksdeildanna aö ööru jöfnu, þ.e. ef verö og þjónusta standast jöfnuö viö þaö sem deildirnar eiga völ á hjá öörum flugfélögum. Arnarflug fær forgang aö aug- lýsingasamningi vegna lokakeppni jslandsmótsins veturinn 1984—85. Arnarflug veitir bikara sem hér segir: Sigurvegurum í undan- keppninni. Besta leikmanni móts- ins, aö vali leikmanna 1. deildar. Besta unga leikmanni mótsins, aö vali leikmanna 1. deildar. Tveir síö- asttöldu bikararnir veröa veittir í hófi aö loknu islandsmótinu og ef óskaö er flytur Arnarflug gest til landsins aö vali deildanna til aö veita verölaunin í hófinu. Handknattleiksdeildirnar veita alla þá aöstoö sem þeim er unnt viö framkvæmd auglýsinga Arnar- flugs samkvæmt þessum samn- ingi. Deildirnar kjósa þriggja manna framkvæmdanefnd til aö sjá um tengsl viö Arnaflug vegna samningsins og til aö sjá um fram- kvæmd hans fyrir og á leik- dögum.“ Guðni sigraði i Broad- way-Hollywood-keppninni BROADWAY-Hollywood- keppnín 1984 í billiardleik fór fram nú á dögunum. í keppninni voru 32 keppendur, keppt var meó útsláttarfyrirkomulagi. Keppnin stóó yfir í þrjá daga og voru mjög gíæsileg peninga- verölaun í boði. Síöasta daginn voru fjórir keppendur taplausir. Þaö voru annarsvegar þeir Ásgeir Guö- bjartsson og Guöni Magnússon og vann Guöni í annars mjög spennandi viöureign, 6—7, eftir aö Ásgeir haföi komist í 5—2, en Guöni náöi aö jafna, vann svo síöasta leikinn á síöustu kúlunni. i hinum leiknum léku þeir Kjartan Kári Friöþjófsson og Óli Guö- mundsson. Kjartan vann þennan leik með yfirburöum, 6—1. Til úr- slita léku síöan þeir Kjartan og Guöni og vann Kjartan í góöum og spennandi leik, 6—5. Staöan var 5—4 fyrir Guöna og tveir leikir eftir og vann Kjartan þá báöa. Röö efstu manna var sem hér segir: 1. Kjartan K. Friöþjófsson. 2. Guöni Magnússon. 3. Ásgeir Guöbjartsson. 4. Óli Guömundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.