Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 13

Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 13 „Fækka ekki fötum á kvöld- in því næturnar eru kaldar“ Rætt við íslendinga í Frakklandi og á ítalfu um vetrarhörkur þar „ÉG TALAÐI viö nokkra íslenska námsraenn hér í París fyrir skömmu og þeir sögðust sitja kappklæddir við ofnana þar til tími væri kominn til að fara í rúmið. Þeir fækka hins vegar ekki fötum i kvöldin, því næturn- ar eru kaldar,“ sagði Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiráðunautur í París, þegar Morgunblaðið innti hann frétta af vetrarhörkum þar. Eins og komið hefur fram í fréttum gengur nú mikið kulda- kast yfir í Evrópu, en hér á landi er hins vegar mesta blíða, miðað við að janúar er yfirleitt ansi napur. Gunnar Snorri sagði, að nú virtist sem hitastigið færi hækkandi aftur. „Frostið í París hefur farið niður í 14 stig, en upp til fjalla, t.d. í suðaustur Frakk- landi hefur frostið farið 1 27 stig,“ sagði hann. „Nú eru 47 manns látnir i Frakklandi af völdum kuldans og járnbraut- arstöðvar eru hafðar opnar á nóttunni, svo heimilislaust fólk geti leitað þar skjóls." Gunnar Snorri sagði, að megnið af vandræðum Frakka í kuldunum mætti rekja til þess, að þeir væru miklu verr búnir til að mæta vetrarhörkum en t.d. íslendingar. „Kynding húsa er miklu minni en á íslandi og sam- gönguerfiðleikar, sem urðu vegna snjóa, hefði oft verið hægt að koma í veg fyrir ef bifreiðir væru búnar nagladekkjum eða keðjum. Slíkur búnaður bifreiða heyrir hins vegar til undantekn- inga.“ Veðrið hefur verið aðalum- ræðuefni manna á milli í Frakk- landi að undanförnu, að sögn Gunnars Snorra, enda Frakkar ekki við ósköpunum búnir. Dúnsængin kemur sér vel María Hálfdánardóttir nemur ensku, frönsku og þýsku í Gren- oble í Frakklandi. Hún sagði, að það hefði verið mjög kalt þar að undanförnu, en íslenskir námsmenn hefðu þó ekki kvart- að, enda hefðu þeir flestir hita í híbýlum sínum. „Frostið hér hef- ur yfirleitt ekki farið niður fyrir 10 stig á daginn, en á kvöldin og næturnar hefur það verið um 18 stig,“ sagði María. „Það hefur snjóað lítið og einhver sólar- glenna var hér í gærmorgun. Ég er því fegnust að hafa dúnsæng- ina mína, því án hennar væri ör- ugglega ansi kalt á nóttunni. íbúar hér kvarta ekki mikið, enda er ástandið langt frá því að vera verst hér.“ María sagðist hafa dvalist í Grenoble á síðasta ári og þá hefðu kuldar aidrei nálgast það að vera jafn miklir og nú og aldrei hefði komið verulegur snjór. ítalir sitja heima Brynja Tomer er búsett í Tor- ino á Ítalíu og þar hefur síst ver- ið hlýrra en í Frakklandi. „Það hefur ekki verið svona kalt á It- alíu í 25 ár,“ sagði Brynja. „Tor- ino liggur svo norðarlega, að íbú- ar hér eru betur undir það búnir að þola kulda og slæma færð, enda stutt til Alpanna. Sunnar á Ítalíu hefur ástandið hins vegar verið slæmt. Það snjóaði í Róm, ekki mikið á íslenskan mæli- kvarða, en nóg til þess að skóla- hald og allar samgöngur lömuð- ust í 2 daga. Lestarsamgöngur eru í molum, því teinarnir eru frosnir saman á gatnamótum og ekki hægt að skipta um lestar- spor. Flug hefur líka riðlast mjög mikið, því ftalir eru óvanir snjóföl og hálku á flugbrautum." Brynja sagði, að mesta frost á Ítalíu hefði mælst í Bormio, sem er borg upp til fjalla. Þar hefði frostið verið 35 stig, en mesta frost í Torino hefði verið 15 stig. „ítalir bera sig mjög illa yfir kuldunum og eiga erfitt með að sætta sig við að þurfa að kynda húsin sín mikið, enda er olían dýr,“ sagði Brynja. „Við hér í Torino getum nú varla kvartað, en óneitanlega er það skrítið að svona kalt skuli vera hér.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins um grein Jónatans Þórmundssonar: Auðvitað á ekki að hrapa að neinu í flaustri „ÉG ER sammála honum að því leyti að þessar tillögur taka ekki á einu mjög mikilvægu máli varðandi Stjórnarráðið og vinnubrögð í opin- berri stjórnsýslu og það eru verk- efnaskil á milli ráðuneytanna sjálfra og einstakra ríkisstofnana,1* sagði Imrsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins, er hann var spurður álits á grein Jónatans Þórmundsson- ar prófessors í Mbl. á fimmtudag, en þar varar Jónatan við samþykkt ým- issa af þeim tillögum sem liggja nú frammi til breytinga á stjórnskipan landsins. Forsætisráðherra sagðist ckki hafa lesið grein Jónatans, en eftir því sem hann hefði heyrt af henni væri hann sammála Jónatani að því leyti að vanda þyrfti til þess- ara breytinga. Þorsteinn sagðist hins vegar ekki vera sammála Jónatan að öllu leyti. Hann sagði: „Ég er hins vegar ekki sammála honum að því er varðar neikvæða afstöðu hans til hreyfanleika í stjórnarráðinu. þar held ég að núverandi kerfi sé í of föstum skorðum. Hitt má vel vera að það megi sníða reglur þar um með heppilegri hætti en nefndin leggur til. Mín afstaða er sú, að ríkisstjórnin eigi að taka af skarið og leggja fram frumvarp um þetta mál í því formi sem sam- komulag verður um og þingið á síðan að fjalla um málið. Þetta er mikið verk og þetta er vandaverk. Auðvitað á ekki að hrapa að neinu í flaustri. En það þýðir hins vegar ekki að það eigi að drepa málinu á dreif fyrir þá sök. Forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sagðist ennfremur vera þeirrar skoðunar að stjórn- kerfistillögurnar þyrftu að vera sveigjanlegar, ekki mætti binda þær allt of ákveðið í frumvörpum og lögum. INNLENT Sjávarafurðadeild SÍS: Aukning bæði í fram- leiðslu og útflutningi TÖLUVERÐ aukning varð á fram- leiðslu og útflutningi frystra sjávar- afurða milli áranna 1984 og 1983 hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins. Heildarframleiðslan jókst um 17% og útflutningur um 19%, í báðum tilfellum miðað við magn. Heildarframleiðsla allra frysti- húsa á vegum Sambandsins á síð- asta ári nam alls 46.550 lestum. Af fimm helztu botnfisktegundum var framleiðslan eftirfarandi: Þorskur 19.880 lestir, 29% aukn- ing, karfi 7.870 lestir, aukning 9%, ufsi 3.380 lestir, aukning 3%, grá- lúða 4.970, aukning 32%, og ýsa 2.800 lestir, samdráttur 30%. Útflutningur allra frystra af- urða á síðasta ári nam 47.160 lest- um. Útflutningur til helztu markaðslanda var sem hér segir: Bandaríkin 23.710 lestir, aukning 2%, Sovétríkin 6.200 lestir, aukn- ing 14%, Bretland 5.980 lestir, aukning 42%, Japan og Kórea 2.410 lestir, aukning frá síðasta ári 2.300 lestir, og önnur mark- aðslönd 3.080 lestir, aukning 11%. Upplýsingar þessar eru fengnar frá Sigurði Markússyni, fram- kvæmdastjóra Sjávarafurðadeild- ar Sambandsins. Spariskírteini ríkissjóðs: 315 milljón- ir innleysan- legar 10. janúar SPARISKÍRTEINI ríkissjóðs, flokkur 75,1, sem eru innleysanleg með gjalddaga hinn 10. þessa mánaðar nema um 315 milljónum króna og er miðað við verðlag í nóvember 1984. Annar flokkur spariskírteina er með gjalddaga 25. janúar og verða þá innleysan- legar 534 milljónir króna, einnig á verðlagi i nóvember 1984. Eþíópíusöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar: Hópur listamanna með skemmtun í Háskólabíói HÓPUR listamanna hefur tekið sig saman og heldur skemmtun til styrktar Eþíópíusöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar í Háskólabíói fimmtudagskvöldið 17. janúar klukkan 22. Þeir sem standa að skemmtun- inni eru Sinfóníuhljómsveit Is- lands, Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann, Páll P. Páls- son, Karlakór Reykjavíkur, ís- lenski dansflokkurinn, ómar Ragnarsson, Friðbjörn G. Jóns- son, Söngflokkurinn Raddbandið, Jón Kr. Cortes, Kór Melaskólans, Helga Gunnarsdóttir, Jónas Þórir og Big Band undir stjórn Björns Rósinkrans Einarssonar. Ög- mundur Jónasson verður kynnir. Dagskráin verður fjölbreytt og fá gestir að heyra Vínartónlist, ís- lenzk alþýðulög, lög frá sveiflu- tímabilinu, rússnesk lög og gam- anmál ýmiss konar. Hljóðfæra- verzlunin Tónkvísl sér um hljóð- blöndun og lánar tæki, Háskólabíó leggur til húsnæðið endurgjalds- laust og Gróðrarstöðin Lambhagi í Reykjavík sér um skreytingar í sal. Aðgöngumiðaverð rennur óskert til söfnunarinnar og hefst forsala í Háskólabíói og Kirkju- húsinu 12. janúar. Úr'sýningu íslenska dansflokksins á Öskubusku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.