Morgunblaðið - 12.01.1985, Page 14

Morgunblaðið - 12.01.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 Iðja, félag verksmiðju- fólks 50 ára Um jól lágu allir Dalvíkurtogarar Ijósum prýddir ( höfn. Fréttabréf frá Dalvík: Mannabreytingar við embættisstörf Iðja, félag verksmiðjufólks, var stofnað í Reykjavík 18. október 1934 og varð því 50 ára þann 18. október sl. Hálf öld er ekki langur tími í sögu einnar þjóðar eða ýkja hár aldur á félagssamtökum eins og verkalýðsfélagi. Það er engu að síður staðreynd, að á því 50 ára tímabili sem liðið er frá því að Iðja var stofnuð hafa orðið miklar og róttækar breytingar á öllum sviðum íslensks samfélags. Þar eru þeir þættir er varða kjör og aðbúnað verkafólks engin undan- tekning. Iðja er stofnuð í miðri heims- kreppunni, þegar stór hluti verka- fólks í landinu hafði verið sviptur réttinum til vinnu og þar með lífsbjörginni. Á þessum árum voru atvinnuleysistryggingar ekki til og verkafólk þurfti jafnvel að sæta því, að fjölskyldum væri stýjað í sundur og fullorðnir jafnt sem börn flutt af heimilum sínum hreppaflutningum til fjarlægra staða. Og þótt það að hafa atvinnu væri að vísu mikilsmetið voru að- stæður þeirra sem vinnuna höfðu langt frá því að teljast boðlegar. Óttinn við atvinnumissi var stöð- ugt fyrir hendi og ófáir atvinnu- rekendur nýttu sér hann til hins ítrasta. Launin voru lág, vinnu- dagurinn langur og aðbúnaður all- ur lélegur víðast hvar á vinnu- stöðum. Húsakostur alþýðufólks var þröngur og lélegur og víða hreinlega hættulegur heilsu íbú- anna. Og almannatryggingakerfi í nútímaskilningi var óþekkt fyrir- bæri. Þetta eru í mjög grófum drátt- um þær aðstæður sem blöstu við verkafólki og samtökum þess, þeg- ar 24 iðnverkakarlar og konur ákváðu að stofna sitt eigið verka- lýðsfélag í vetrarbyrjun fyrir 50 árum. Að vísu höfðu þá þegar ver- ið stofnuð nokkur verkalýðsfélög sem náð höfðu umtalsverðum árangri með starfi sínu að bættum kjörum og réttlátara þjóðféiagi. Þó hafði sá grundvallarréttur verkafólks, að stofna samtök til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum, ekki enn hlotið almenna viðurkenningu. Og á þessum tíma var barátta verkalýðshreyfingar- innar við að brjóta niður ótta verkafólks við að ganga í verka- lýðsfélögin og að tryggja að at- vinnurekendur viðurkenndu í reynd þau lágmarkskjör sem þó hafði verið samið um, í fullum gangi. Það voru því mikilvæg og stór verkefni sem stofnendur Iðju þurftu að takast á við. En með miklu starfi og þrautseigju brautryðjendanna var einni hindruninni á eftir annari ýtt úr vegi og á nokkrum árum tókst þeim að skapa þá stöðu, að at- vinnurekendur komust ekki hjá því að viðurkenna Iðju sem full- gildan fulltrúa sinna félagsmanna í átökum um kaup og kjör. Og það leið ekki á löngu áður en Iðja varð áhrifamikill þátttakandi í heildar- samtökum verkafólks og baráttu þeirra fyrir auknum réttindum verkafólks á öllum sviðum þjóðfé- lagsins. Saga Iðju í 50 ár verður ekki rakin í stuttu máli, né heldur sú þjóðfélagsbylting sem orðið hefur á þeim tíma. Það skal aðeins áréttað, að sá árangur sem Iðja og verkalýðshreyfingin öll hafa náð með starfi sínu hefur oft kostað mikil og grimmileg átök, og fórnir af því verkafólki sem baráttuna háði. Og Iðja, sem og verkalýðs- hreyfingin öll, hafa ennþá miklu hlutverki að gegna, að verja þá sigra sem unnist hafa jafnframt því að sækja fram til nýrra sigra. í tilefni af því að nú eru nýliðin 50 ár frá stofnun Iðju, Félags verksmiðjufólks, hefur stjórn fé- lagsins ákveðið að minnast þess- ara merku timamóta í sögu félags- ins, með því að bjóða öllum Iðjufé- lögum og velunnurum félagsins til kaffisamsætis í Súlnasal Hótel sögu, sunnudaginn 13. janúar nk. kl. 15.00-18.00. (Fréttatilkynning) Árið 1984 kvaddi Dalvíkinga með einmuna blíðu, heiðríkju og stilltu veðri. Jörð er svo að segja snjólaus og eru samgöngur greiðar við nærliggjandi byggðarlög og hefur verið svo það sem af er þess- um vetri. Á Dalvík hafa götur tví- vegis verið mokaðar og meira í þeim tilgangi að forða svellmynd- un á götunum. Að venju var mikið um flugelda á gamlárskvöld en þrátt fyrir fjölbreytileika þeirra ljósa slógu norðurljósin þeim við í öllum sínum tignar- og fjölbreyti- leika. Þetta góðviðri á gamlársdag má segja að sé undirstrikun á tíðar- fari ársins 1984. Þrátt fyrir nokkra snjóa fyrri hluta árs var lítið um stórviðri og snjóa tók snemma upp. Enginn klaki var í jörðu og gátu því vorverk bænda byrjað með fyrra móti og hófst sláttur því snemma. Heyfengur varð góður og mikill að vöxtum enda sumarið með eindæmum gott og gjöfult. Landbúnadur í Svarfaðardal og á Dalvík er búnaðarmálum eins háttað og undanfarin ár. Bændur og búalið er óbreytt að höfðatölu og er bú- fjárhald þeirra í samræmi við út- gefna kvóta, þ.e. mjólkurfram- leiðsla svipuð og fyrr en nokkur fækkun er í sauðfjárstofni sem orsakast fyrst og fremst af hinni illvígu riðuveiki. Loðdýraræktar- bændum hefur ekki fjölgað en nú eru rekin 4 loðdýrabú hér í sveit. Rekstur þeirra hefur gengið vel og hafa bændur stóraukið lífdýra- fjölda búanna. Útgerö Til sjávar var árferði ívið betra en síðastliðið ár, þrátt fyrir þann ugg sem sjómenn og útgerðar- menn báru í brjósti í byrjun árs vegna kvótaskiptingu á fiskveiðar. Nú er uppgjör liggur fyrir í lok árs hafa bátar Dalvíkinga aflað 11.543 lestir, þar af 1.200 lestir af rækju. Þessum afla hefur þó ekki öllum verið landað á Dalvík þar sem tog- ararnir fóru 5 söluferðir erlendis svo og lönduðu rúmum 800 lestum á Suðurnesjum. Afli togaranna er sem hér segir; Björgúlfur 3.373 tn. í 30 veiðiferðum, aflaverðmæti kr. 44.190 þús., Björgvin 2.993 tn. í 28 veiðiferðum, aflaverðmæti kr. 40.370 þús., Dalborg 1.446 tn. í 27 veiðiferðum, aflaverðmæti um kr. 30.000 þús., Baldur 1.496 tn. í 24 veiðiferðum, aflaverðmæti um kr. 20.000 þús. Af minni bátum komu 2.370 tn. Á árinu voru skipakomur í Dalvíkurhöfn 98 þar sem 4.820 lestum af sjávarafurðum var skip- að út en innfluttar voru um 7 þús. lestir, mestmegnis olía, salt og áburður. Atvinnumál Þrátt fyrir 8.406 skráða atvinnuleysisdaga á árinu hélst atvinna nokkuð stöðug í flestum greinum allan ársins hring og urðu ekki neinar meiriháttar stöðvanir né truflanir hjá atvinnufyrirtækjum. Eins og aðrir landsmenn fengu Dalvíkingar smjörþefinn af verkfalli opinberra starfsmanna og voru allar þjón- ustustofnanir lokaðar þann tíma þótt verkfall starfsmanna Dalvík- urbæjar stæði skemur en vonir stóðu til, en í ljós kom að ekki var löglega staðið að verkfallsboðun. Tvíkvænismaður sest að í SvíþjóÖ Kvæntist báðum konunum löglega í Zambíu eftir Pétur Pétursson Þegar Matti Soukka þrjátíu og sex ára gamall búfræðingur kom heim til Norrköping eftir að hafa starfað á vegum sænsku þróunarhjálparinnar í Afríku, varð hann og fjölskylda hans að miklu félagslegu vandamáli. Innflytjendayfirvöld og félags- málastofnunin vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka — engin lög eða reglugerðir gátu hér komið til hjálpar. Matti hafði með sér tvær konur sem hann hafði kvænst á löglegan hátt í Zambíu árið 1974 og fimm börn sem hann hafði átt með þeim, og vildi nú flytja heim til Norrköp- ing, setjast þar að og fá sér vinnu sem búfræðingur. Tvíkvæni varðar við lög hér í Svíþjóð eins og í fleiri löndum og getur viðkomandi lent í fangelsi fyrir slíkt, allt að tveim árum, auk þess að missa a.m.k. aðra konuna (eða manninn, ef kona gerist brotleg). Matti átti að sjálfsögðu ekki í neinum erfið- leikum með að komast inn í landið en konurnar komu á þriggja mánaða miða og höfðu landvistarleyfi jafn lengi. Þegar það varð ljóst að maðurinn var kvæntur þeim báðum og öll fjöl- skyldan ætlaði sér að vera áfram í Svíþjóð fóru menn að spá í lög- in. Það var augljóst mál að Matti mátti hafa með sér eina konu inn í landið, þrátt fyrir hina ströngu innflytjendapólitík sem hér ríkir nú vegna hins mikla fjölda innflytjenda og flótta- manna frá ýmsum löndum. Börnin mátti hann að sjálfsögðu taka með sér — en tvær konur? Matti hafði áður sótt um leyfi til Innflytjendastofnunarinnar um að fá að koma heim með konurn- ar tvær en verið synjað. Ekki vildi hann skilja við aðra þeirra, hann elskaði þær báðar jafnt, enda hafði hann lifað 10 ár í ha- mingjusömu hjónbandi með þeim báðum. Honum bæri skylda til að sjá fyrir þeim báð- um og börnunum. Það sýndi sig að Matti var maður sem vildi standa við orð sín og gerðir. Eftir nokkurra mánaða þóf Hann elskar þær báðar jafnheitL komust yfirvöld að þeirri niður- stöðu að ekki væri hægt annað en að veita báðum konunum landvistarleyfi. Það var tekið fram að með þessu væri ekki verið að viðurkenna tvíkvæni í Svíþjóð — en það verður ekki gert að ástæðu til að vísa ann- arri eða báðum konunum úr landi. Börnin, sem eru á fram- færi mannsins, koma hér inn i reikninginn einnig — þau þurfa á mæðrum sínum að halda. Líklegt er að saksóknari ríkis- ins taki málið upp og þá getur svo farið að Matti neyðist til að gera upp á milli kvenna sinna og skilja við aðra þeirra. Aðspurður sagði hann að ef til þess kæmi mundi fjölskyldan gera það upp við sig innbyrðis. Hann mundi samt sem áður búa með þeim báðum. „Það eru tilfinningarnar sem halda okkur saman," sagði hann. „Þetta með pappírana er bara tæknilegt atriði." Pétur Pétursson er fréttariUri Mbl. í Luadi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.