Morgunblaðið - 12.01.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 12.01.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 15 Framkvæmdir Aðalframkvæmdir á árinu voru á vegum bæjarins og ber þar hæst framkvæmdir við Dalvíkurhöfn. Framkvæmt var fyrir kr 10,2 milljónir og fólust þær fram- kvæmdir aðallega í 94 metra stál- þili, uppfyllingu og sjóvarnargarði á norðurgarði hafnarinnar, en það er elsti hluti hafnarinnar á Dal- vík. Auk þessa voru lagðar nýjar vatns- og olíulagnir upp hafnar- garðinn og sett upp ný lýsing. Fyrirhugað er að steypa þekju á þennan hluta á árinu 1985. Þá var mikið unnið á vegum Hitaveitu Dalvíkur, aðallega í endurbótum á stofnæðum og sömuleiðis var mik- ið um endurbætur á vatnsveitu. Lítið var um íbúðarhúsabygg- ingar á liðnu ári. Lokið var við 2 einbýlishús og hafin bygging ann- arra tveggja. Unnið var að bygg- ingu fjölbýlishúss þar sem í eru 8 ibúðir, þjónustumiðstöð komst undir þak að mestu en þar verða til húsa slökkvistöð, lögreglan og áhaldahús bæjarins. Kaupfélag Eyfirðinga reisti viðbótarbygg- ingu við verslunarhúsnæði sitt, lágreista og sviplitla byggingu við aðalgötu bæjarins, en hún mun væntanlega stórbæta verslunar- aðstöðu kaupfélagsins. Stefnt er að því að taka þetta húsnæði i notkun 1. apríl nk. Nýir embættismenn Á árinu 1984 urðu nokkrar mannabreytingar í embættisstörf- um á Dalvík. Séra Stefán Snævarr sóknarprestur Svarfdælinga í 44 ár lét af störfum og í hans stað var kjörinn sr. Jón Helgi Þórar- insson. Við útibú kaupfélagsins kom til starfa nýr útibússtjóri, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, en fráfarandi útibússtjóri, Krist- ján Ólafsson, tók við starfi sjávar- útvegsfulltrúa, en það er nýtt starfsheiti hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga og hefur hann aðsetur á Dalvík. Sparisjóður Svarfdæla varð 100 ára á síðastliðnu ári og við þau tímamót urðu sparisjóðs- stjóraskipti því nú við áramót tók Friðrik Friðriksson við stöðu sparisjóðsstjóra en fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Gunnar L. Hjart- arson, tók við Búnaðarbankanum á Akureyri. Yfirmannaskipti urðu hjá Hitaveitu Dalvíkur er Guð- mundur Árnason var ráðinn veit- ustjóri. Þá bíða menn enn eftir ráðningu umboðsmanns Bruna- bótafélags íslands á Dalvík en hér hefur ekki verið starfandi um- boðsmaður frá því snemma árs 1984. Brunabótafélag íslands hef- ur með höndum allar skyldutrygg- ingar á fasteignum á Dalvík og sú þjónusta sem félagið býður Dal- víkingum upp á hefur valdið hús- eigendum óþægindum og sætir það furðu hve langan tíma það tekur forráðamenn félagsins að fiska réttan mann í starfið. GreiÖsla gjalda Hvað greiðslu opinberra gjaida varðar eru Dalvíkingar skilvisir menn. Álögð útsvör voru kr. 29.740 þús. og við árslok höfðu innheimst kr. 27.486 þús. en það eru 92,5% og er það 3% betri innheimta en árið 1983. FréttariUrar. láugáro^ var ur dyrum gestanna vaTiínroma Á íSlANPjl ÁRSíNS /• ^Báru Magnus- » SS1 “* : chess. on Your 1 nss0nar s* “ He,gason og eik' nsdótm syngia °s an, m sonyva..-- dansatnour SSPÆ-« ” ^—•— ' nu aðe'n kiukkan W-00. Þú velur um tvo , ason og El,en mmsssf' 202.1. r 1 GILDIHF M KTI MIMir.ll ÍAIS Sparibók með sérvöxtum aðlagast verðtryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.