Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 26

Morgunblaðið - 12.01.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 ) 1 Björgunar- og félagsmiðstööin Básar. Morgunblaíið/Sigurgeir. Vestmannaeyjar: Félagsmiðstöðin Básar í notkun fjárhagur hefur leyft hverju sinni og hefur Ólafur Gránz hugmynda- smiður annast það verk frá upp- hafi. Húsinu var gefið nafnið Bás- ar þegar það kom í ljós að húsið stendur beint ofan á því sem kall- að var innra Básasker og Bása- skersbryggjan ber nafn sitt af. Húsið er á þremur hæðum. Á fyrstu hæð eru áhaldageymslur Björgunarfélagsins, á miðhæð eru skrifstofur félaganna fimm, eld- hús og snyrtiaðstaða og á efstu hæðinni er smekklega innréttaður samkomusalur með stórkostlegu útsýni yfir hafnarsvæðið og rúmar salurinn hátt á annað hundrað manns í sæti. Húsið var formlega vígt með samsæti í nýja salnum þar sem fjöldi fólks úr félögunum kom saman og fagnaði þessum merka áfanga í sögu félaganna. Jóhannes Kristinsson, formaður hússtjórn- ar, flutti yfirlit jrfir byggingarsög- una og séra Kjartan Orn Sigur- björnsson flutti blessunarorð. Ýmsir fleiri tóku til máls og færðu húsfélaginu kveðjur og árnaðar- óskir. — bkj. Vestmuuueyjam, 3. jenúer. SKÖMMU fyrir jól var formlega tekin í notkun félagsmiðstöðin Bás- ar en félagsmiðstöð þessi er í eigu fimm félagasamtaka sem fyrir átta árum mynduðu með sér húsfélag og festu kaup á svonefndu Halkions- húsi á Básaskersbryggju. Félög þessi eru Björgunarfélag Vest- mannaeyja, Sjómannadagsráð, Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Verð- andi, Vélstjórafélag Vestmannaeyja og Slysavarnadeildin Eykyndill. Frá því kaupin voru gerð hafa félögin unnið að lagfæringu og innréttingum á húsnæðinu eins og Gígawött — ekki kílówött 1 VIÐTALI við Jóhannes Nordal í Mbl. í gær misritaðist að draga hefði þurft úr orkusölu Lands- virkjunar á árunumn 1979 og 1982 um samtals 700 kílówattstundir. Þar átti að standa 700 gígawatt- stundir og leiðréttist það hér með. Úr samkomusal Bása. Hússtjórn Bása: Einar Guðmundsson, Gústaf Guðmundsson, Richard Sig- hvatsson, Jórunn Helgadóttir, Grímur Gíslason og Jóhannes Kristinsson formaður. Iðnþróunarfélag Suðurnesja: Námskeið um stofnun Iðnþróunarfélag Suðurnesja hefur nýlcga lokið fyrri hluta námskeiðs um stofnun fyrirtækja. Alls 10 þátt- takendur voru á námskeiðinu, en þetta er fjórða námskeiðið sem hald- ið hefur verið og hafa alls um fjöru- tíu manns tekið þátt í þeim. Jón E. Unndórsson framkvæmdastjóri fé- lagsins stjórnar námskeiðunum. Meðal efnis sem farið er yfir á námskeiðunum er upplýsingaöfl- un, réttarform fyrirtækja, stjórn- un fyrirtækja og hlutverk stjórn- enda. Ennfremur vöruþróun, framleiðslu- og markaðsstarfsemi. Gerð rekstrar- og greiðsluáætlana svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur fara í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir og gestir eru fengnir í heimsókn til að halda Merki fyrir Vatnsleysu- strandarhrepp VORIÐ 1983 efndi hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps til sam- keppni um tillögur að byggðamerki fyrir hreppinn. Undirtektir voru mjög góðar og bárust alls 48 tillögur, Tí frétt frá sveitarstjóra. fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Dagana 17., 18. og 19. júní sl. var haldin sýning á öllum tillögunum í Stóru-Vogaskóla. Fjöldi hreppsbúa kom á sýning- una og gafst sýningargestum tækifæri á að greiða atkvæði þeirri tillögu sem best féll að smekk hvers og eins. Síðar valdi svo hreppsnefnd úr þeim tillögum sem flest atkvæði fengu. Tillaga sú sem fyrir valinu varð er eftir höfund er æskir að nefna sig N.N. Auglýsingastofu Kristínar, AUK hf., var falið að útfæra merkið eftir tillögu þeirri sem val- in var. Merkinu er lýst á eftirfar- andi hátt: í forgrunni er hvítur kuðungur á bláum fleti sem mynd- ar fjallið Keili í efri hluta merkis- ins. Keilir er í landi' hreppsins og tóku sjómenn mið af honum. Merkið er táknrænt fyrir líf og byggð á strönd. Form og tákn úr náttúrunni eru ráðandi í gerð merkisins." fyrirtækja fyrirlestra. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Fyrst eru kvöldfundir þar sem haldnir eru fyrirlestrar og farið í heimsóknir. Síðari hluti námskeiðsins sem stendur í fjóra mánuði keyra menn ákveðna hugmynd að framleiðslu eða viðskiptum. E.G. DÓMKIRKJAN: Laugardagur: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes Sigurðardóttir. Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guömundsson. Messa kl. 14.00. Baldur Sveinsson kennari prédikar. Leikmenn lesa bænir og ritningartexta. Sr. Þórir Stephensen og sr. Andrós Ólafsson þjóna fyrir altari. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Þórir Steph- ensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árd. Guösþjónusta i Safnaðarheimil- inu kl. 2.00. Organleikari Smári Ólason. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Miövikudagur 16. jan. fyrirbænir í Safnaöarheimilinu kl. 19.30. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.000 í Breiðholtsskóla. Fermingarbörn aðstoða. Sr. Lár- us Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00 Sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Guös- þjónusta kl. 2.00. Organleikari Olafur Finnsson. Fundur Kvenfó- lags Bústaöasókanr mánudags- kvöld kl. 20.30. Æskulýösfundur þriöjudagskvöld kl. 20.00. Fé- lagsstarf aldraðra miövikudag milli kl. 2 og 5. Aldraöir íbúar sóknarinnar sem óska eftir bílfari fyrir messuna láti vita í síma 35507 milli kl. 10 og 12 á sunnu- dag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGR ANESPREST AK ALL: Barnasamkoma í Safnaðarheim- ilinu viö Bjarnhólastig kl. 11.00. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Foreldra fermingarbarna sérstakiega vænzt viö messuna. Fimmtud. 17. jan. biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guös- þjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardagur: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudagur: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11.00. Guö- sþjónusta í Menningarmiðstöö- inni viö Gerðuberg kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- messa kl. 11.00. Umsjón meö barnamessunni hefur Magnús G. Gunnarsson. í messunm veröa afhent verölaun fyrir mætingar Guðspjall dagsins: Lúk. 2: Þegar Jesús var 12 ára. fyrri hluta vetrar. Við hljóöfæriö Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Fundur kvenfélags- ins mánudagskvöld kl. 20.30. Æskulýösstarf föstudaga kl. 5.00. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRK JA: Laugar- dagur: Samvera fermingarbarna kl. 10—14. Félagsvist í Safnaö- arheimilinu kl. 15.00. Sunnudag- ur: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. ST. Ragnar Fjalar Lárus- son. Messa fyrir heyrnarskerta og aöstandendur þeirra kl. 2.00. Sr. Miyako Þóröarson. Þriöju- dagur: Fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30., beöiö fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörns- son. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Guösþjónusta kl. 2.00. Sr. Arngrimur Jónsson. K ÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í Safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11.00. Sunnudagur: Guösþjónusta i Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stundin kl. 11.00. Söngur — sög- ur — leikir. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Siguröur Hauk- ur Guðjónsson, organleikari Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Altarisganga. Þriöjudag- ur 15. jan. bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son. NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund aldraöra kl. 15.00. Æskufólk kemur í heim- sókn. Tískusýning, dans, hljóð- færaleikur og söngur. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miövikudagur bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guös- þjónusta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Ath. inngangur frá vestri. Fimmtudagur 17. janúar, fyrir- bænasamvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma i sal tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14.00. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18.00 nema á laugar- dögum þá kl. 14.00. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 00. HVÍT ASUNNUKIRK JA Fíla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaöarguösþjónusta kl. 14.00. Almenn guösþjónusta kl. 20.00. Fórn til innanlandstrúboös. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Almenn samkoma kl. 20.30. Sr. Kjartan Jónsson kristniboöi talar. Einsöngur Jón Þorsteins- son óperusöngvari. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14.00. Hjálpræöis- samkoma kl. 20.30. Kafteinarnir Anne og Daniel Óskarsson stjórna og tala. KIRKJA Óháöa safnaðarins: Messa kl. 14.00. Bjargar-kaffi aö lokinni messu. Sr. Baldur Krist- jánsson. KIRKJA Jesú Krists hinna síöari daga heilögu: Samkoma kl. 10.30 og sunnudagaskóli kl. 11.30. GARDA- og Víöistaöasóknir: Guðsþjónusta i Hrafnistu kl. 11.00. Sr. Örn Báröur Jónsson prédikar. — Samkoma og kaffi- veitingar i safnaöarheimilinu Kirkjuhvoli, Garöabæ, kl. 15.30. Eldri borgarar úr sóknunum sér- staklega velkomnir. Sóknar- prestarnir. KAPELLA St. Jósefssystra í Garöabæ: Hámessa kl. 14.00. VÍÐIST AÐASÓKN: Barnasam- koma í Hrafnistu kl. 11.00. Sr. Siguröur H. Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14.00. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barna- samkoma kl. 10.30. Guösþjón- usta kl. 14.00. Orgel- og kór- stjórn Þóra Guömundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.00. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8.00. YTRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organisti Örn Falkner. Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 14.00. Organisti Sig- uróli Geirsson. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guösþjon-, usta kl. 14.00. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14.00. Minnst veröur bindindisdagsins, sem var 10. janúar. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.