Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985
18 B
Afmæli:
Magnús Bergsteinsson
húsasmíðameistari
Á morgun, 14. janúar, verður
sjötugur Magnús Bergsteinsson,
húsasmíðameistari, Snorrabraut
24, Reykjavík.
Magnús er borinn og barnfædd-
ur Reykvíkingur, fæddur á Spít-
alastígnum, sonur hjónanna
Ragnhildar Magnúsdóttur frá
Laugarvatni og Bergsteins Jó-
hannessonar.
Magnús hefur i iðn sinni notið
mikils og verðugs trausts. Verk
hans sem húsasmíðameistara
blasa við augum okkar daglega og
má þar nefna Ingólfshvol, Lands-
bankahúsið, Morgunblaðshúsið,
hús Almennra trygginga við Aust-
urvöll, Búnaðarbankahúsið, Geva-
fótóhúsið og síðast en ekki síst
Norræna húsið.
Er smíði Norræna hússins var
lokið lét hönnuðurinn, hinn
heimskunni finnski arkitekt Alvar
Aalto, þau orð falla um hand-
bragðið að hann væri harla glaður
og ánægður með það. Þeim, sem til
Magnúsar þekkja, komu þessi um-
mæli arkitektsins ekki á óvart, og
samglöddust Magnúsi með vel
unnið verk.
Hin síðustu ár hefur Magnús
gegnt því mikla trúnaðarstarfi að
vera eftirlitsmaður með bygg-
ingaframkvæmdum á lóð Háskóla
íslands.
Magnús lék um margra ára
skeið með knattspyrnufélaginu
Val. Var hann að margra dómi
frábær knattspyrnumaður. Um fé-
laga sína í Val segir Albert Guð-
mundsson m.a. í bók sinni „Al-
bert“: „Sumir knattspyrnumenn
þarna, þeir sem voru eldri en ég,
hefðu getað talist Iiðtækir í hvaða
knattspyrnulið sem var, hvar sem
var í heiminum. Það voru menn
eins og þeir Magnús Bergsteins-
son, Ellert Sölvason (Lolli), Gísli
Kærnested og Snorri Jónsson.
Magnús og Snorri voru einhverjir
þeir leiknustu knattspyrnumenn
sem ég hef séð á mínum ferli ..."
Á leikvelli lífsins er Magnús
drengskaparmaður, traustur vin-
ur og félagi. Hvergi nýtur hann
sín betur en austur í Grímsnesi,
þar sem hann hefur byggt þeim
hjónum sumarhús og ræktað af
natni trjá- og blómagróður.
í einkalífi sinu hefur Magnús
verið mikill gæfumaður. Hann er
kvæntur Elínu Sigurðardóttur.
Hún hefur verið honum traustur
og ástríkur lífsförunautur í 45 ár
og alið honum 7 efnileg börn, en
elsta soninn misstu þau ungan.
Barnabörnin eru orðin 12.
Á þessum merku tímamótum
senda fjölskyldurnar Stigahlíð 89
og Bergstaðastræti 86 afmælis-
barninu og hans góðu konu og fjöl-
skyldu hugheilar hamingjuóskir
með ósk og bæn um langa lifdaga
og farsæla framtíð.
Magnús dvelur um þessar
mundir hjá syni sínum í Svíþjóð.
UMSÓKNIR UM LÁN
TIL NÝBYGGIIMGA
Á ÁRINU 1985
Allir þeir einstaklingar, sveitarsyórnir,
framkvæmdaaöilar í byggingariönaðinum og aðrir,
sem vilja koma til greina við lánveitingar
Húsnæðisstofnunar ríkisins á árinu 1985,
skulusenda henni lánsumsóknir sínar
fyrlr 1. febrúar næstkomandi.
1. FEBRÚAR
Sérstök athygli er vakin á því, að þeir einir koma
til greina við veitingu byggingarlána á þessu ári,
sem senda stofnuninni lánsumsóknir sínar fyrir
eindagann 1. febrúar 1985.
LÁN ÞAU, SEM UM RÆÐIR, ERU ÞESSI:
- til kaupa eða byggingar á nýjum íbúðum
- til byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða
eða dagvistarstofnana fyrir börn eða aldraða
- til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis
- til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði
- til tækninýjunga í byggingariðnaði
Þess er eindregið vænzt, að umsækjendur leggi kapp á að
tilgreina í lánsumsóknum hvenær þeir reikna með að gera
þær byggingar fokheldar, sem sótt er um lán til.
Tilskilin eyðublöð liggja frammi í stofnuninni að Laugavegi 77 og á
skrifstofum bæjar- og sveitarfélaga um land allt.
c§3 Húsnæðisstofnun
ríkisins
Skattrann-
sóknir öfluðu
ríkissjóði 22ja
milljóna króna
Á ÁRINU 1984 voru 360 mál til at-
hugunar hjá rannsóknardeild ríkis-
skattstjóra. Á árinu voru skattstof-
unum sendar upplýsingar varðandi
306 aðila sem borist höfðu frá er-
lendum skattyfirvöldum.
Hækkanir ríkisskattstjóra á
opinberum gjöldum vegna athug-
ana rannsóknardeildar námu á ár-
inu 1984 samtals kr. 22.537.959 í 48
málum. Þar af nam hækkun sölu-
skatts kr. 16.215.783, hækkun
tekjuskatts kr. 4.456.429, hækkun
útsvars kr. 1.029.826, hækkun
eignarskatts kr. 619.578, hækkun
sjúkratryggingagjalds kr. 180.011,
hækkun aðstöðugjalds kr. 23.050
og hækkun ýmissa gjalda kr.
13.282. Á árinu 1983 námu hækk-
anir vegna sömu gjalda samtais
kr. 7.788.612.
Skattsektir á árinu 1984 úr-
skurðaðar af ríkisskattanefnd
vegna mála frá skattrannsóknar-
stjóra námu samtals kr. 1.402.000 í
8 málum.
5 málum var á árinu visað til
Rannsóknarlögreglu ríkisins til
opinberrar meðferðar.
••/fjarðarplast
SF.
Flatahraun 31 220 Hafnarfirði Simi 651210
Höfum ávallt fyrir-
liggjandi allar geröir
og stærdir af
plasteinangrun
SÍMI 65-12-10
Námskeið
um öryggi
á vinnustað
verður haldið á vegum félags íslenskra
iönrekenda 16.—17. janúar nk.
Námskeiöiö byggir á námskeiði frá „Nati-
onal Safety Council“ í Bandaríkjunum.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
• Öryggi sem stjórnunaraðferð.
• Þátttöku stjórnenda í öryggismáium.
• Finna rangar og hættulegar vinnuað-
ferðir.
• Öryggiseftirlit á vinnustað.
• Leit aö slysagíldrum.
• Mengun og umhverfi á vinnustaö.
• Eldvarnir — rafmagnstæki — hand-
verkfæri — öryggisfatnaöur.
• Lyfta rétt.
Markmiö: Gera þátttakendur færa um aö koma í veg fyrir
framleiðslustöövun og rekstrartap vegna slysa og sklpulags-
leysis í öryggísmálum.
Námskelöiö er elnkum ætlaö framkvæmdastjórum öryggls-
fulltrúum og öörum stjórnendum, er bera ábyrgö á öryggi
starfsmanna.
Námskeiöiö veröur haldiö 16.—17. janúar nk. kl. 8.30—12.30
aö Hallveigarstíg 1, 3. hæð.
Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iönrekenda, Hallveigar-
stíg 1, sími 27577 fyrir 15. janúar nk.
Verö pr. þátttakenda: kr. 2.400.- fyrir félagsmenn FÍI.
kr. 3.200.- fyrir aöra.
Leiöbeinandi: Ágúst Þorsteinsson, ráögjafi í öryggismálum.
Markmió Fétags íslenskra iönrekenda er aö efla islenskan iönaö
þannig aö iönaöurinn veröi undirstaöa bættra lifskjara. Félagló gætir
hagsmuna iönaöarins gagnvart oplnberum aöilum og veitir félags-
mðnnum ýmls konar biónustu.
FÉLAG ÍSLENSKRA
IÐNREKENDA
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á^gíðum Moggans!