Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 • • Víðtækar tillögur Orygg- ismálanefndar sjómanna Hér fara á eftir þær 17 tillögur Oryggismálanefndar sjómanna, sem Matthías Bjarnason samgönguráA- herra hefur hrint í framkvemd, en nefndin skilaði tillögunum sl. haust Formaður Oryggismálanefndarinnar er Pétur Sigurosson alþingismaAur, en auk hans sitja í nefndinni alþing- ismennirnir Árni Johnsen, Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðarson, Svavar Gestsson, Guðrún Agnars- dóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Stefán Guðmundsson og Valdimar Indriða- son. 1. Þegar verði hafist handa um endurskoðun laga um Siglinga- málastofnun ríkisins. Öryggis- málanefnd er reiðubúin að gera tillögur að breyttum lögum um Siglingamálastofnun fyrir þing- byrjun haustið 1985. 2. Undanþágur til skipstjórnar- og vélstjórnarstarfa má veita timabundið, enda ætli viðkomandi einstaklingur að leita sér frekari menntunar í greininni. 3. Þegar á þessum vetri verði komið á fót námskeiðum sem haldin verði í helstu verstöðvum landsins. Aö því skuli stefnt að viðurkenning frá slíkum nám- skeiðum verði skylda til að fá logskráningu á skip. Þar verði kenndar öryggis-, bruna- og slysa- varnir, reykköfun, auk notkunar björgunarbúnaðar og almenn sjó- mennska. Sérhæfð námskeið, fyrir áhafnir verslunar- og farþega- skipa, verði haldin í Reykjavík. 4. í samráði við Trygginga- stofnun ríkisins verði hannað eyðublað sem skipstjóri fyllir út ef slys eða áverkar verða á mönnum i skipi hans. Skal eyðublað sent strax og í land er komið til um- boðsskrifstofu Tryggingastofnun- ar á staðnum, viðkomandi útgerð- ar og launþegasamtaka hins slas- aða. 5. Strandstöðvar, sem Tilkynn- ingaskyldan og skip skipta við, verði styrktar og efldar og alltaf opnar sjómönnum vegna nauð- synlegs sambands við fjölskyldur sínar. Fjölgað verði skyldutil- kynningum skipa til Tilkynn- ingaskyldu og sektarákvæði tekin upp vegna þeirra sem trassa skylduna. Jafnframt verði bjöllu- tæki (Selcall-tæki) sett í hvert skip með talstöð og allir íslenskir FRAM TOLVUSKOLI Tölvunámskeið Framework, samhæföur hugbúnaöur Markmið námskeiðsins er aö veita þátttakendum þekkingu og skilning á uppbyggingu og möguleikum þessa samhæföa hug- búrtaðarkerfis (integrated software), og fáanlegt er í einka- tðlvur í dag. Fariö er m.a. í eftirfarandl atriöi: * Stutt kynning á vélbúnaöi. * Uppbygging Framework kerfíaint. * Framework — öflug upplýsingavinnsla. * Framework, ritvinnsla. * Framework, gagnagrunnur. * Framework, töflureiknir * Framework, samskiptakerfi. * Framework, myndræn framsetnmg. * Helstu skipantr og stýríaögerðir. * Útprentanir og teiknimöguleikar. * Afntataka og meðhöndlun afrita. * Æskileg umgengni og meöferð tölvubúnaðar. Námskeiðin eru í formi fyrirlestra og dæma ásamt raunveru- legum verkefnum er þátttakendur leysa sjálfstætt meö aöstoö einkatölva. Ný námskeið aö hef jast. Takmarkadur þátttakendafjöldi. Innritun og nanari upplýsingar fást í sima 91-39566, frá kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 18:00. Hinir fjölmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meðmælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni. Tölvuskólinn FRAMSYN, Síðumúli 27,108 Rvík., S: 91-39566. bátar skyldaðir til að hafa VHS-talstöð um borð. 6. Stöðugleiki allra eldri skipa verði mældur, svo og þeirra nýrri, hafi umtalsverðar breytingar ver- ið gerðar á þeim á byggingartím- anum eða síðar. Prófanir skal gera á þyngd veiðarfærabúnaðar og settar reglur um frágang afla i Iest og á þilfari svo sem um skel- fisk og afla sem landað er daglega. 7. Akvæði um ábyrgð skipa- smíðastöðva, vélsmiðja og eigenda skipa vegna breytinga á skipum og skil á teikningum og stöðugleika- útreikningi til Siglinga- málastofnunar vegna þessa verði hert. 8. Rannsóknir sjóslysa — sjó- próf — verði færðar í nútímalegt horf, sbr. rannsóknir umferðar- og flugslysa. 9. Lokið verði við endurskoðun laga um Landhelgisgæslu ríkisins á næstu vikum. t nýrri löggjöf verði Landhelgisgæslunni heimil- að að skyndiskoða skip á höfninni sem úti á sjó. Ef um alvarleg brot á búnaðarreglum er að ræða er Landhelgisgæslunni heimilt að láta kyrrsetja skip í höfn þar til bót hefur verið ráðin á. 10. Stuðlað verði að því að út- gerðarmenn og sjómenn geri samning um lágmarkshvíld á fiski- og farskipum. í kjölfar þess verði sett log um lágmarkshvíld á skipum. 11. Öryggismálanefnd sjó- manna leggur til að björgunarnet- ið „Markús" verði þegar fyrirskip- að um borð í öll íslensk skip og komi til viðbótar öðrum öryggis- búnaði. Sjálflýsandi merkingar verði skyldaðar á allan hlífðar- fatnað sjómanna og logleidd verði björgunar- (flot-) vesti með híf- ingarhönkum. Björgunarvestið verði einnig útbúið ljósum. Skylt verði að búa þau skip reykköfun- arbúnaði þar sem því verður við komið. 12. Strax verði samþykktur sá hluti alþjóðasamþykktar frá 1974 um öryggi mannslifa á hafinu, sem ekki hefur þegar verið stað- festur hér á landi. Sérstaklega er bent á 3. kafla þessarar samþykkt- ar sem fjallar um bjargtæki farm- og farþegaskipa. Þar er m.a. fjall- að um yfirbyggða björgunarbáta og björgunargalla allrar áhafnar þeirra bjargbáta sem ekki eru yf- irbyggðir. 13. Fyrir forgöngu samgöngu- og sjávarútvegsráðuneytis verði komið á fót sérstökum lána- og styrktarsjóði fyrir nemendur sem ætla að helga starf sitt sjósókn og siglingum. 14. Staðið verði við þá kröfu siglingamálastjóra frá þvi í ágúst sl. um að skipt verði um og feng- inn viðurkenndur gormur í þann losunarbúnað þar sem sleppt er sjálfvirkt með krafti gorms, en sá frestur sem gefinn var er útrunn- inn. Allur sleppibúnaður gúmmí- björgunarbáta á skipum fái ítar- lega skoðun fyrir áramót. öll þil- farsskip verði skylduð til að hafa sjálfvirkan sleppibúnað. öryggismálanefnd sjómanna telur að strax skuli allur sjálfvirk- ur sleppibúnaður gúmmíbjörgun- arbáta tekinn til ítarlegrar og hlutlausrar prófunar af tækni- deild Piskifélags íslands. Prófa skal getu og kraft þess sjálfvirka búnaðar sem Siglingamálastofnun hefur viðurkennt til þessa. Skal m.a. prófað við aðstæður þegar allur búnaðurinn er undir 10—12 sm þykku íslagi og við 60 gráðu halla þegar sleppibúnaðurinn er staðsettur á þaki stýrishúss. 15. Nefndin er sammála um að leggja til við ráðuneytið að það beiti sér fyrir víðtækri áróðurs- herferð þegar á þessu hausti (ekki fyrr en í vor við afgreiðslu fjár- laga) um öryggismál sjómanna. Skal þetta gert í samráði við Slysavarnafélag fslands, sérskóla sjómanna og aðra þá sem hjálpað geta til með ráðleggingum og fjár- hagslegri aðstoð. Skal Slysavarna- félagið hafa forgöngu um að kveðja til samstarfs alla þá aðila sem láta sig þessi mál einhverju varða. Gert skal sérstakt átak til að kynna öryggismál sjómanna í fjölmiðlum með kynningarþáttum og auglýsingum, þar sem mál þessi snerta þjóðina alla. 16. Öryggismálanefnd hvetur til þess að endurskoðun á logum um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna verði hraðað. Nefndin telur nauðsynlegt að ný log um atvinnuréttindi taki mið af al- þjóðasamþykktum um menntun og þjálfun skipstjórnarmanna (sbr. samþykktir IMO frá 1978). Þá telur nefndin nauðsynlegt að nám skipstjórnarmanna á flutn- inga- og farþegaskipum verði sambærilegt við það sem er ann- ars staðar á Norðurlöndunum. 17. Þá leggur nefndin til að eft- irfarandi leiðir verði farnar til að fjármagna tillögur nefndarinnar nr. 3,13 og 15: a) með vöxtum af gengis- hagnaði b) með gjaldi á Trygg- ingasjóð fiskiskipa c) með beinu framlagi úr ríkissjóði þar sem hér er um að ræða hagsmuna- mál allra landsmanna en ekki einungis sjómanna sjálfra og fjölskyldna þeirra. ll.f'lfkV ,"* 1 VéFw-.A* - ... .'¦ ¦'<•1\. >•*¦¦ Loðnulöndun í Vestmannaeyjum. -"'-*; '"'ííJíárL^ Morgunblaíið/Sigurgeir Reitingsafli á loðnuveiðum NOKKUÐ er nú að lifna yfir loðnu- veiðinni þegar skipunum fjolgar i miounum eftir jólafrí og síðustu daga hefur verið reitingsafli. Á föstdag tilkynntu 16 skip um afla samtals 10.320 lestir og voru þau flest með fullfermi. Fyrir hádegið í gær var aflinn orAinn 4.120 lestir af 8 bátum. Veiðin frá því veiðar hófust að nýju hefur öll verið út af Þistil- firði. Engrar loðnu hefur orðið vart annars staðar enn sem komið er. Skipin, sem tilkynnt höfðu um afla um hádegið í gær, voru Erling KE, 400, Þórður Jónasson EA, 350, Gísli Árni RE. 570, örn KE, 500, Sæberg SU, 600, Sjávarborg GK, 750, Fífill GK, 350 og Þórshamar GK 600 Iestir. Á föstudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Magnús NK, 530, Dagfari ÞH, 520, Sigurður RE, 1.350, Súlan EA, 800, Húnaröst AR, 600, Guðmundur RE, 900, Harpa RE, 620, Hilmir II SU, 450, Jöfur KE, 400, Víkingur AK, 800, Huginn VE, 500, Kap II VE, 560, Gígja RE, 700, Bergur VE, 530, Gullberg VE, 570 og Helga II RE 490 lestir. Á fimmtudag tilkynntu eftirtal- in skip um afla: Þórður Jónasson EA, 500, Börkur NK, 1.100, Sig- hvatur Bjarnason VE, 700, Hilmir II SU, 520, Beitir NK, 1.270, Jöfur KE, 460, Erling KE, 300, Hilmir SU, 1.300, Guðmundur ólafur ÓF 530, örn KE, 580, Ljósfari RE, 560 og Fífill GK 600 lestir. Samtals 8.420 lestir. Á miðvikudag tilkynntu fjögur skip um afla samtals 2.380 lestir. Þessi skip voru: Sjávarborg GK, 750, Pétur Jónsson RE, 800, Magn- ús NK, 380 og Jón Kjartansson SU 450 lestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.