Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR13. JANÚAR 1985 B 21 LINDA EVANS Guðs vilj i að mig skorti ekkert „Trúir þú á guð?" spyr Linda Evans þegar hún kynn- ist nýju fólki. „Eg trúi því að guð sé í lífi mínu alla daga, á hrerjum degi ... Það er ekki hægt að hafa hann með sér eða útiloka hann eftir geðþótta." Linda Evans segist eiga guði velgengnina aft þakka. Hún er fertug og dregur ekki dul á það. Hún lftur út fyrir að vera fertug en þykir samt vera gædd ein- stökum kynþokka. Linda Evans var orðin fræg áður en hún hóf að leika í Dyn- asty-þáttunum. „The Big Valley" er. þáttaröð sem náði miklum vinsældum og enda þótt kvik- myndun hafi verið lokið fyrir þrettán árum eru sífelldar endursýningar á þáttunum hjá hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum. Þegar Linda Evans var 13 ára hékk mynd af átrúnaðargoðinu fyrir ofan rúmið hennar. Það var John Derek. „í mörg ár horfði ég í þessi augu," segir hún nú, en þannig hófst tíu ára samband sem var í þann veginn að eyði- leggja frægðarferil hennar. „John vildi að ég hætti í þáttun- um," segir hún og á við „The Big Valley". „Við vildum geta verið saman um allt og verið saman allan tímann." Rómantikin blómstraði en ferill Lindu var að gufa upp. Svo var það eitt sinn að John Derek brá sér til Grikk- lands til að vinna að kvikmynd. Þar hitti hann 16 ára gamla leikkonu, Mary Kathleen Collins að nafni. Linda segir þetta hafa orðið sér gifurleg vonbrigði, en heldur því fram að ekkert annað en trúin hafi hjálpað sér í gegn- um þessa raun. Þau John skildu og Mary Kathleen Collins skipti um nafn og fór að láta að sér kveða í skemmtanaiðnaðinum. Núverandi nafn hennar er Bo Derek og eru þau John Derek enn gift, að því er sögur herma. John þessi Derek á mikilli kvenhylli að fagna. Hann er 17 árum eldri en Linda Evans en áður en þau slógu saman reitum sínum var hann giftur Ursulu Andress sem yfirgaf hann vegna Jean Paul Belmondo. Annar eiginmaður Lindu Ev- ans var Stan Herman, en þau skildu fyrir sex árum. Nú býr hún ein f milljón dollara húsi f Beverly og unir sér hið bezta við trimm og viðhald Ifkamans, spá- dóma og trúariðkun, þegar hún er ekki að leika í Dynasty. Hún hefur mikla ánægju af að mat- reiða og kann það að vera fyrir áhrif frá núverandi elskhuga hennar, George Santopietro, sem á fjögur veitingahús. Linda Evans veit allt um fegr- un og líkamsrækt enda er komin út eftir hana bókin „Linda Ev- ans — Beauty and Exercise Book" og selzt hún grimmt. „Mér finnst útlit fólks fara eftir því hvernig því líður hið innra," seg- ir hún. „Sá, sem hefur innri rð lítur vel út." Þá telur hún að beint samband sé milli trúar hennar og útlitsins. „Ég býst við að ég láti það ekki hrjá mig sem hrjáir margt annað fólk. Eg fæddist hamingjusöm." Hún segist eiga mikið af skartgripum og dýrum fötum en það komi varla fyrir að hún skreyti sig með þessum gersem- um. Hins vegar komi iðulega fyrir að hún mæti á gallabuxum og í peysu við hátíðleg tækifæri. „Ég trúi því að það sé vilji guðs að mig skorti ekkert," segir hún. „Eg tel efnaleg lífsgæði ekki af hinu illa. Það sem er illt er það sem fólk heldur að það verði að gera til að öðlast slík gæði. Það sem er gott við það að eiga hluti er það að maður kemst að því bvað er raunverulega ein- hvers virði." Og hvað er þá raunverulega einhvers virði fyrir Dynasty- stjörnuna Lindu Evans? Hún segist vera mjög ástfangin um þessar mundir og veiti það henni mikla hamingju, en „ég vildi helzt af öllu vera hamingjusam- lega gift það sem eftir er ævinn- ar og ég held að ég mundi vilja eignast barn." hennar gerði eftir sögu systur hennar. Það var meira en banda- rískir kvikmyndagestir þoldu. En Joan Collins tekur ollu þessu með hinni mestu ró og segist fyrst og fremst kæra sig um fjölskyldu sina. Um aldur sinn og útlit segir Jo- an Coliins: „Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ég mundi blómstra eftir fertugt. Það má sjálfsagt halda þvf fram að karl- menn kunni að meta likama á borð við minn. Það er engin ást- æða til þess að sú kona sem lítur vel út á þritugsaldri geri það ekki á fimmtugs- og sextugsaldri líka. Líkamsþjálfun segir ekki alla sög- una. Mataræðið skiptir mjög miklu máli. Ég trúi þvi að maður sé það sem maður borðar. Ég fylgi fáeinum einföldum reglum. Eg forðast hrátt kjöt, borða ekki egg, drekk hvorki mjólk né kaffi og fæ mér aldrei eftirrétt. Helzt af öllu vil ég ósoðið grænmeti og pasta." Skipaviðgerðir — undirbúningur og framkvæmd 11. námskeiöiö um undirbúning og framkvæmd skipa- viögerða fer fram á Hverfisgötu 105 24.-26. janúar. Námskeiðiö er ætlað þeim aðilum í smiöjum, sem taka á móti og skipuieggja viðgerðarverk, vélstjórum og/eöa þeim, sem hafa umsjón meö viöhaldi skipa hjá útgerö- um. Fjallað veröur í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um: verklýsingar, áætlanageröir, mat á verkum, mat á tilboöum og val viðgeröarverkstæða, undirbúning fyrir framkvæmd viögerða, uppgjör o.s.frv. í þessari yfirferö fá þátttakendur gott yfirlit yfir þaö sem nýjast er i þess- um efnum og geta betur áttað sig á eigin stöðu og því sem taka þarf á til aö ná betri árangri í viðgeröum skipa — bæöi frá sjónarhóli útgeröar/skipafélaga og smiöja. Þátttökugjald er kr. 6.000 (hádegisverðir, kaffi og nám- skeiösgögn innifalin). Þátttöku ber að tilkynna í síma 92-621755 eigi síöar en 18. þ.m. Meistarafélag járniónaðarmanna, samtök málmiónaöarfyrirtækja. FRAM TOLVUSKOLI Tölvunámskeíð ure 5-1. nphony — ínt«gr»ted software kagc Symphony, samhæföur hugbúnaöur Markmið námskeiðsins er aö veita þátttakendum þekkingu og skifning á uppbyggingu og möguleikum þessa samhæföa hugbúnaöarkerfis (Integrated software), og fáanlegt er í einkatölvur í dag. Farið er m.a. í eftirfarandi atriöi: * Stutt kynning á vélbúnaöi. * Uppbygging Symphony kerfisins. * Symphony — öflug upplýsingavínnsia. * Symphony, ritvinnsla. * Symphony, gagnagrunnur. * Symphony, töflureiknir. * Symphony, samskiptakerfi. * Symphony, myndrsen framsetning. * Helstu skipanir og stýriaogeroir. * Útprentanir og teiknimöguleikar. * Afritataka og mefthóndlun afrita. * Æskileg umgengni og meöferö tölvubúnaoar. Námskeiöin eru í formi fyrirlestra og dæma ásamt raunveru- legum verkefnum er þátttakendur leysa sjálfstætt meö aöstoö einkatölva. Ný námskeiö að hef jast. Takmarkaöur þátttakendafjöldi. Innritun og nánari upplýsingar fást í síma 91-39566, fré kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 18:00. Hinir fjöfmörgu nemendur okkar eru okkar bestu meömælendur. Tölvunám er fjárfesting í framtíö þinni. Tölvuskólinn FRAMSYN, Síöumúli 27,108 Rvík., s: 91-39566.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.