Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR1985 Að vera listamaður er í raun að vera manneskj a — segir ballettdansarinn Mikhail Baryshnikov í viðtali EFTIR DONNA PERLMUTTER Þrátt fyrir andúð sína á blaðamönnum féllst ball- ettdansarinn Mikhail Bar- yshnikov á að eiga viðtal við blaðakonu frá Los Ang- eles Times. í viðtalinu, sem fer hér á eftir, talar hann m.a. um skortinn á nógu sterkum einstaklingum meðal sviðslistamanna, samband sitt við danshöf- undinn Twyla Tharp og hina umdeildu sviðsetningu sína á ballettinum Ösku- busku. Æfingu er lokið og flestir dansaranna horfnir út i mollu- legt síðdegið. Baryshnikov situr einn á kolli, rólegur og þó eins og á varðhergi — hann er ekki van- ur svona viðtölum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi foringi og aðalstjarna Ameríska dansflokksins hætti að tala opinberlega um vanda- mál innan hópsins. Það var fyrir u.þ.b. ári, en þá var flokkurinn í alvarlegum fjárhagsvandræðum, sem leiddi til mikillar upplausn- ar. Framkvæmdastjóranum Herman Krawitz var bolað i burtu og stjórnarformaðurinn Donald Kendall sagði af sér. Baryshnikov var sjálfur kominn á fremsta hlunn með að ganga út til að sýna samstöðu með félog- um sínum og til að mótmæla mistökunum, sem hann telur stjórn hópsins bera ábyrgð á. Þ6 er skipið komið á réttan kjöl, í bili a.m.k., og það vill þessi heill- andi rússneski útflytjandi aö breiðist út meðal fólks. „Ég hef alltaf verið klár á því hver staða min er," segir hann. „Það hefur aldrei verið nein spurning. Núna er ég skuldbund- inn dansflokknum og hef jafnvel framtíðarplön í huga. Framhald- ið veltur þó alveg á sambandi mínu við stjórnarmeölimina. Það er auðvelt að gagnrýna hlut- ina og skella skuldinni á hina og þessa, en í Rússlandi er til orð- takið „Hræktu ekki í brunninn, þú gætir þurft að drekka úr hon- um einhvern tima". Þetta held ég að vert sé að hafa i huga." Baryshnikov hefur aldrei verið orðaður við pólitiska stefnu og aldrei verið strengjabrúða neins. Það er ekki hans stíll að viðra sig upp við stjórnendur, ekki heldur að bera slúður i blöðin. Sumir halda því m.a.s. fram að hið óhemjumikla sjálfstæði hans eigi sinn þátt í erfiðleikunum á bak við tjöldin. Þó viss málefni séu viðkvæm i viðtölum sem þessu, eins og t.d. staða Baryshnikovs hjá Amer- íska dansflokknum, hikar hann ekki við að draga gallana fram i dagsljósið. Þegar hann er spurður um skortinn á nógu sterkum ein- staklingum meðal dansara i dag svarar hann: „Það er ekki hægt að kenna neinum um, þetta er Mikail Barysnikov kom til Islands í leyfi 1980. Myndina tók Emilía við komuna. félagslegt vandamál okkar allra. Ekki bara okkar dansara heldur líka leikara og tónlistarmanna. Við erum glötuð kynslóð; öflugt fólk og hæfileikarikt, en skortir þó alla dýpt. Ungu listamennirn- ir i dag verða að vera opnari fyrir umhverfinu. Þeir verða að leyfa menningarstraumum að leika um sig og mennta sig betur svo þeir nái að þroskast og verða skapandi einstaklingar. Þeir verða að læra að túlka raunveru- legar tilfinningar, vera raun- verulegar manneskjur. Þetta er hins vegar ekki gert og það sem við fáum að sjá er grunnt og hvergi er neina einlægni að finna. Það að vera listamaður í þess orðs víðustu merkingu er í rauninni ekki annað en vera manneskja." Þessi 36 ára gamli dansari og heimspekingur talar ekki fyrir daufum eyrum. Á hátindi frægð- ar sinnar, árið 1978, afsalaði hann sér stórstjörnustöðu hjá Ameriska dansflokknum og gekk til liðs við George Balanchine og New York City-ballettinn. Hon- um finnst að aðrir ættu að gera það sama „fyrir list sina og fyrir það sem i rauninni er trúarleg reynsia". Síðan hefur hann reynt að koma „ballettfjallinu" til Mú- hameðs. Með því að tileinka sér „hreinleikann" i verkum Pauls Taylor og Merce Cunningham vonast hann til að geta lagt áherslu á áhrif þau frá Balan- chine sem hann vill að komi fram i túlkun sinni. Danshöf- undurinn Twyla Tharp gegnir stóru hlutverki i áætlunum Bar- yshnikovs, en þau hafa starfað mikið saman. Sumir gagnrýna það hve Tharp er áberandi hjá dans- flokknum á þessu starfsari. Með- al verka hennar eru Bach-part- íta, sem er gamaldags formæf- ing og hefur ekkert af hinum venjulegu satírisku töktum, og tvö verk fyrir Baryshnikov vin hennar: „Litli ballettinn" og „Sinatra-svíta". Gagnrýnin bein- ist þó aðallega að Baryshnikov sjálfum fyrir að dansa svona mikið í verkum Tharps, því það þýðir að hann dansar ekki annað á meðan. Helst saknar fólk þess að sjá hann í klassisku hlutverk- unum sem hann fer svo meist- aralega með. „En Twyla er spegilmynd af sjálfum mér eins og ég er núna," segir hann, „og mér finnst mjög gott að vinna með henni. Við er- um alveg á sömu línu. Þar að auki er þetta hagkvæmt fyrir mig af því mér er ómögulegt að einbeita mér að oðrum verkefn- um núna. Öskubuska tekur enn- þá mestallan tima okkar, við Peter (Anastos) erum alltaf að breyta einhverju þar og lagfæra. Svo fara nokkur kvöld i að sitja frammi i sal og fylgjast með hvernig gengur." Baryshnikov sér margt i verk- um Tharps. Honum finnst hug- myndin gamla um ást sem finnst en týnist aftur ekki alveg passa inn í nútímaverk. Hann sér t.d. fyrir sér hetjuna i „Litla ballett- inum" (sem leikin er af stúlku í jakkafötum og með bindi), hann sér hana fyrir sér horfa nostalg- iskum augum á fortíðina. Þetta verður fólk að reyna að sjá fyrir sér. Hann segir mikið af orku sinni fara i hina rándýru upp- færslu á ballettinum öskubusku og segir hreint út að hann sé að sumu leyti sammála þeirri nei- kvæöu gagnrýni sem verkið hef- ur fengið. „Soguþráðurinn er einkennilegur," bætir hann við, „og það er mjög erfitt að breyta músikinni þannig að hún passi við hann. En aðalvitleysan sem við gerðum var að hafa ekki meiri andstæður i öskubusku sjálfri. Ef hinar persónurnar eru of lifandi verður öskubuska ekki nógu spennandi. Hún þarf að fá að gera meira, vera í brennidepl- inum. Þetta er ekki spurning um túlkun." Hinn umdeildi stjórnandi Am- eríska dansflokksins tekur hlut- verk sitt mjög alvarlega. Jafnvel nú, þegar valkostir eru nægir, t.d. sá að gera mynd með Greg- ory Hines eða einfaldlega láta allt eiga sig og ganga út, eins og reyndar margir búast við að hann geri. Hann finnur að ýmsu; honum finnst siðasta uppfærsl- an á Svanavatninu, sem hann líkir við gamlan sirkus, hreint ekki nógu góð. Einnig getur hann um fyrrnefndan skort á listamönnum sem skara fram úr. Þó talar hann af umburðarlyndi um hið síöarnefnda. „Við eigum að vísu enga Makarovu eða Kirk- land núna," — en Baryshnikov hefur sjálfur dansað með þeim báðum, — „en við verðum að vera þolinmóð við hæfileika okkar, sumir blómstra seint. Góð samvinna er nauðsynleg i ollum félagsskap." (Los Angeies Times) AF LÁSA Bokmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Sófus Berthelsen: Flækjur, skáld- saga. l'ltg. af höfundi 1984. Dregizt hefur úr hömlu að geta um þessa bók sem höfundur sendi frá sér alllöngu áður en hið marg- umtalaða jólabókaflóð skall yfir. Hér eru upprifjanir ungs drengs, sem fæddur er í torfbæ, býr við þröngan kost, missir ungur foður sinn, en á sér fóstru sem reynir að ganga honum í móður- stað. Að visu reynist drengurinn lika eiga móður, sem hafði skilið hann eftir að því er virðist vegna áhuga- eða aðstöðuleysis, ekki skýrt hvort hefur vegið meira í höndum föðurins. Eftir lát föðurins flytzt dreng- urinn með fóstrunni til bæjar á suðvesturhorninu, væntanlega Hafnarfjarðar, og segir í löngu máli frá erfiðleikum hans í að eignast vini og hversu umkomu- laus hann í raun er. Það fer þó ekki á milli mála, að fóstran vill reynast drengnum betur en eng- inn, þótt hann tortryggi hana lengst af nokkuð og auk þess skyggir á samband þeirra að börn og leikfélagar í Firðinum gera grín að henni svo að drengurinn blygðast sín um sumt fyrir hana og blygðast sín fyrir að blygðast sín. Þó eignast drengurinn vini og velvildarmenn um hríð, en þeir hverfa síðan úr lífi hans. í sögulok er drengurinn að leggja af stað til Danmerkur, hvar hann hefur ráð- ið sig um hríð til sveitastarfa á bóndabæ. Sófus Berthelsen er án efa að nokkru leyti að skrifa sína eigin bernsku eins og hann minnist hennar, þó að bókin sé kölluð skáldsaga. Enda á stundum erfitt að greina á milli hvað eru stað- Sófus Berthelsen reyndir og hvað eru áhrif af minn- ingum löngu liðinna tíma þegar slíkar bækur eru skrifaðar. Það rýrir ekki ýmsa ágæta kosti bókarinnar. Því að hún er um margt fallega skrifuð og drengur- inn Lási og athafnir hans verða bara lifandi í frásögninni. óþörf beizkja og tilætlunarsemi draga á stundum úr, en einlægni höfundar verður sízt dregin í efa. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta: Ráðherra ákveður ít- arlega prófun hjá Tækni- deild Fiskifélagsins Á blaðamannafundi hjá Matthíasi Bjarnasyni samgönguráðherra rót- tó'kar aðgerðir í öryggismálum sjó- manna samkvemt tillögum Örygg- ismálanefdar sjómanna, kom fram að gerð verður ítarleg prófun ©g rann- sókn á sjálfvirkum sleppibúnaði björgunarbita, en deilur hafa staðið um pessi mál undanfarin ár m.a. vegna pess að Siglingamálastofnun befur ekki skooað og tekið út ýmsa pætti í peim tegundum sem á boðstól- um eru. í tillögu Öryggismálanefndar sjómanna sem ráðherra hefur nrint í framkvæmd segir: „Staðiö verði við þá kröfu sigl- ingamálastjóra frá því í ágúst si. um að skipt verði um og fenginn viðurkenndur gormur í þann losun- arbúnað þar sem sleppt er sjálf- virkt með krafti gorms, en sá frest- ur sem gefinn var er útrunninn. Allur sleppibúnaður gúmmíbjörg- unarbáta á skipum fái ítarlega skoðun fyrir áramót. Öll þilfars- skip verði skylduð til að hafa sjálf- virkan sleppibúnað. Öryggismálanefnd sjómanna tel- ur að strax skuli allur sjálfvirkur sleppibúnaður gúmmibjörgunar- báta tekinn til ftarlegrar og hlut- lausrar prófunar af tæknideild Fiskifélags íslands. Prófa skal getu og kraft þess sjálfvirka búnaðar sem Siglingamálastofnun hefur viðurkennt til þessa. Skai m.a. prófað við aðstæður þegar allur búnaðurinn er undir 10—12 sm þykku íslagi og við 60 gráðu halla þegar sleppibúnaðurinn er stað- settur á þaki stýrishúss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.