Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBuAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985
B 9
Eftir Svein Guöjónsson
hljómsveit, og vakti óvenjuleg
sviðsframkoma Presleys þá þegar
mikla athygli. Red West minnist
þess, að Elvis hafi fljótlega tamið
sér mjaðmahnykkinn fræga, sem
varð eins konar vörumerki fyrir
hann, en í sviðsframkomu höfðaði
Elvis einkum til kvenna og það voru
stúlkurnar, sem fyrst hófu hann til
skýjanna. Fljótlega tók að bera á
því, að hvar sem Elvis kom fram
greip um sig mikill æsingur meðal
áhorfenda. Stelpurnar grétu af
hrifningu og strákarnir urðu fúlir
af afbrýðisemi. Red rifjar upp eitt
sinn er þeir áttu fótum sínum fjör
að launa í smábæ einum skammt
frá Memphis. Eins og venjulega
höfðu stelpurnar misst stjórn á sér
og piltarnir voru síður en svo
ánægðir með þróun mála. Þeir
ákváðu að veita þessum „utanbæj-
armanni" verðuga ráðningu, enda
töldu þeir framkomu hans alla og
mjaðmahnykkinn fyrir neðan allt
velsæmi. Elvis og félagar sluppu
með skrekkinn, en eftir það var
hert allt skipulag með hljómleikum
þessarar vaxandi rokkstjörnu. Og
með tímanum jöfnuðu strákarnir
sig á þessum ósköpum og fóru að
æpa og öskra eins og stelpurnar.
Fyrst í stað voru vinsældir Elvis
bundnar við Memphis og nágrenni,
en síðan breiddust þær smám sam-
an út um allt ríkið Tennessee. Sög-
urnar um þennan „villta Suður-
ríkjasöngvara" tóku þó brátt að
berast um landið og menn fóru að
ljá tónlist hans eyra í vaxandi
mæli. í mars 1955 kom Bill Haley
fram á sjónarsviðið með „Rock Ar-
ound the Clock“ og er upphaf rokk-
timabilsins miðað við þann atburð.
Bill Haley var í fyrstu kallaður
„konungur rokksins", en áður en ár
var liðið hafði Elvis hrifsað til sín
bæði krúnuna og konungdæmið,
sem hann hefur haldið allar götur
síðan.
Höfuðsmaðurinn tekur
við stjórnartaumunum
í nóvember 1955 keypti RCA-
hljómplötufyrirtækið samning
Presleys við Sam Phillips og Sun-
útgáfuna fyrir 35 þúsund dollara,
sem þótti fáheyrt í þá tíð og vöktu
þessi viðskipti mikla athygli. EIvis
fékk 5.000 dollara í sinn hlut sem
eins konar bónus og fyrir pen-
ingana keypti hann bleikan Cadill-
ac handa foreldrum sínum. Nú tók
við stjórnartaumunum Tom Parker,
sem kallaður var „höfuðsmaður-
inn“, en hann hafði fylgst með ferli
hins unga söngvara og trúði á fram-
tíð hans. Höfuðsmaðurinn hitti
naglann á höfuðið og sjálfsagt eru
þess fá dæmi að peningaútlát hafi
skilað sér betur en þessir 35 þúsund
dollarar sem Parker borgaði fyrir
Elvis. Síðan hafa milljarðar á millj-
arða ofan streymt inn fyrir plötur,
kvikmyndir og raunar alla mögu-
lega hluti sem tengja má nafni Elv-
is Presley.
í janúar 1956 kom „Heartbreak
Hotel" út á hljómplötu og eftir það
rak hvað annað með ótrúlegum
hraða. Frami hins unga söngvara
fékk byr undir báða vængi og hon-
um skaut upp á stjörnuhimininn
með meiri hraða og krafti en áður
hafði þekkst og hann fór hærra en
nokkur maður hefur enn komist.
Ekki er unnt að nefna hér alla þá
vegvísa sem vörðuðu þá leið og skal
hér látið nægja að nefna sjónvarps-
þáttinn „Ed Sullivan Show“ þar
sem 50 milljón manns fylgdust með
Elvis syngja „Don’t Be Cruel", „Lo-
ve Me Tender", „Hound Dog“ og
„Heartbreak Hotel". Daginn eftir
var fátt meira rætt meðal manna
um gjörvöll Bandaríkin en söngvar-
ann Elvis Presley. Skiptust skoðan-
ir manna mjög í tvö horn um ágæti
hans og létu hinir eldri sér fátt um
finnast. Unglingarnir tóku hann
hins vegar upp á arma sína og varð
hann eins konar tákn hugtaksins
kynslóðabil, sem þá var fyrst farið
að nota um mismunandi skoðanir
foreldra og barna þeirra. Banda-
rískir foreldrar áttu þó eftir að
ardag einn, síðsumars árið 1953,
lagði hann vörubifreið sinni fyrir
framan „Memphis Recording Serv-
ice“-bygginguna við Union Avenue
númer 706, en þar var einnig til
húsa Sun-hljómplötufyrirtækið.
Forstjóri beggja fyrirtækjanna var
Sam C. Phillips. Hann hafði, síðan
árið 1950, verið að hljóðrita blues-
söngvara fyrir Sun-fyrirtækið og
þreifa fyrir sér með útgáfu á slíkri
tónlist.
Elvis hafði skroppið í matartím-
anum til að hljóðrita tvö lög, sem
hann ætlaði að gefa móður sinni í
afmælisgjöf, en lögin voru „My
Happiness" og „That’s When Your
Heartaches Begin“. Nú vill svo til
Elvis liðþjálfi í setuliði
Bandaríkjamanna í Vestur-
Þýskalandi árið 1959.
Hugmynd Phillips, að finna hvítan
söngvara með rödd og tilfinningu
negrasöngvara, var að taka á sig
ákveðna mynd. Aðstoðarstúikan
Marion Keisker stingur því að hon-
um að ef til vill sé strákurinn með
bartana rétti maðurinn. Sam veltir
málinu fyrir sér um hríð og ákveður
að kynna Elvis fyrir lagasmiðnum
og gitarleikaranum Scotty Moore.
Heima hjá Scotty hittast þeir svo
þrír, Elvis, Scotty og bassaleikarinn
Bill Black og æfa saman í nokkrar
vikur. Ægir þar saman hinum ólík-
legustu tónlistarstefnum: blues,
country, ballöðum og vinsælum al-
þýðusöngvum.
í júlí 1954 voru hljóðrituð lögin „I
Love You Because", „Big Boy“,
„Thats All Right“ og „Blue Moon of
Kentucky". Upptökunni stjórnaði
Sam Phillips, Elvis annaðist söng-
inn og þeir Scotty og Bill undirleik-
inn. Fimm dögum seinna var platan
kynnt í útvarpsþættinum „Red, Hot
and Blue“ og eftir að stjórnandi
þáttarins, Dewey Phillips, hafði
leikið „That’s All Right" urðu allar
símalínur útvarpsstöðvarinnar
rauðglóandi. Dewey hringdi í Sam í
ofboði og bað hann um að koma
með söngvarann í hvelli, svo að
hann gæti tekið við hann viðtal.
Elvis var sóttur í nærliggjandi
kvikmyndahús og í útvarpsviðtal-
inu var hann látinn segja nánari
deili á sér. Ástæðan var m.a. sú að
margir héldu að þarna væri svert-
ingi á ferð, en slíkt gat orkað tví-
mælis í Suðurríkjunum á þessum
tíma. Red West minnist þess að
hafa heyrt viðtalið og hafði hann á
ar og forsprakki „Memphis-mafí-
unnar", en svo nefndist hópur
tryggustu vina og aðstoöarmanna
Elvis.
Reyndar slitnaði upp úr vinskap
þeirra félaga undir það síðasta, er
Memphis-mafían var leyst upp að
undirlagi Vernons gamla Presley,
sem vildi kenna gömlu í'élögunum
um, hvernig komið var fyrir syni
hans. Red svaraði fyrir sig með því
að skrifa bók, ásamt bróður sínum
Sonny og Dave Hebler, sem einnig
voru lífverðir söngvarans, og lýsa
þeir þar lífi sínu með rokkkóngin-
um. I frásögn þeirra skiptast á að-
dáun og sárindi og er Elvis ýmist
hafinn til skýja eða troðinn í svaðið.
Bókin var skrifuð á meðan Elvis var
á lífi en kom ekki út fyrr en eftir
dauöa hans. Síðan hefur Red dregið
úr ýmsu sem þar var slegið fram,
þótt eftir standi sú staðreynd að
líferni og heilsufar Presleys var
langt frá því að vera eðlilegt síð-
ustu árin.
Frá því er greint í áðurnefndri
bók, að hinn ungi Elvis hafi eitt
sinn sungið á skólaskemmtun á
þessum árum og hafi þótt takast vel
upp. Ung kennslukona mun hafa
grátið undir söngnum og fleiri í
salnum áttu að hafa viknaö um
augu á meðan á þessu atriði stóð.
Elvis mun hafa vaxið nokkuð í áliti
meðal skólafélaga sinna eftir þenn-
an atburð.
Elvia kemur fram í heimabæ sin-
um Tupelo, í september árið
1956. Fátæki pilturinn sem flutt
haföi úr bænum nokkrum árum
áöur, var nú orðinn landsþekktur
rokksöngvari á hraöri leiö upp á
stjörnuhimininn.
Helstu áhrifavaldar Presleys á
tónlistarsviðinu þessi ár voru
söngflokkar hvítra „guðspjalla-
söngvara" svokallaðir „Gospel-
söngvarar". Einkum voru það
Blackwood-bræður, sem voru í
sama trúarsöfnuði og Elvis, og
reyndar var hann í vinfengi við
yngsta bróðurinn þar eð þeir voru
saman í sunnudagaskóla. Elvis fór
með honum á hljómleika og hékk þá
á bak við svið og dáðist að þeim
bræðrum. Eftir að Elvis útskrifað-
ist úr gagnfræðaskólanum fékk
hann vinnu í verksmiðju, með 40
dollara í laun á viku. Hann neyddist
þó til að hætta þar fljótlega, að því
er virðist vegna klæðaburðar, hár-
greiðslunnar og bartanna. Hann
fékk þá vinnu sem vörubílstjóri hjá
Crown Electric-firmanu og þar með
virtist framtíðin ráðin.
Upphafið
En forlögin höfðu ætlað Elvis
Aaron Presley annað og meira hlut-
verk í lífinu en að aka vörubifreið
um götur Memphis-borgar. Laug-
að afmæli Gladys Presley var ekki
fyrr en í apríl svo að menn hafa
gert þvf skóna að tilgangur Elvis
hafi einnig verið að láta Sam Phill-
ips heyra í sér. Sam var í mat, en
aðstoðarstúlka hans, Marion Keisk-
er tók lögin upp á band, í þeim til-
gangi að leika þau seinna fyrir for-
stjórann. Hún tók niður heimilis-
fang söngvarans og símanúmer hjá
gyðingapresti, sem bjó á hæðinni
fyrir ofan, því Presley-fjölskyldan
hafði ekki síma.
Það er þó ekki fyrr en eftir ára-
mót, hinn 4. janúar 1954, að Elvis
kemur aftur í húsakynni Sun-
hljómplötufyrirtækisins. í þetta
skipti hitti hann forstjórann, sem
tók upp tvö ný lög með hinum unga
söngvara, „Casual Love Affair" og
„I’ll Never Stand In Your Way“.
Elvis í léttum mjaöma-
í sjónvarpsþætti
áriö 1956.
orði við félaga sína að „þetta væri
áreiðanlega hann EIvis úr sama
skóla og þeir“. „Sá er aldeilis búinn
að gera það gott, kominn í útvarpið
og allt,“ sagði Red. Skömmu síðar
hittust þeir á götu og upp frá því
varð Red nánasti félagi og aðstoð-
armaður Elvis.
Til frægðar og frama
Hinn 19. júlí var undirritaður
samningur milli Elvis og Scotty
annars vegar og Sam Phillips hins
vegar og þann sama dag sagði Elvis
upp starfi sínu sem vörubílstjóri
hjá „Crown Electric". Hinn 30. júlí
komu þeir félagar fyrst fram opin-
berlega á hljómleikum, ásamt
Elvis, Priscilla og dóttirin Lisa Maria áriö 1971.