Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1985 B 29 I Þá er hún loksins komin myndin Dómsorö (The Verdict) meö Paul Newman. Misjöfn eru örlög kvik- mynda sem hingaö til lands koma; flestar koma nokkurra mánaöa gamlar, einstaka eru frumsýndar hér, en farið er aö slá í sumar. The Verdict var gerö 1982 og var mikið umtöluö á sínum tíma. Þær öldur hefur lægt, en þessi biö gerir ekki annaö en aö ergja bíógesti og hjálpa myndbandaleigum. Nýja bíó sýnir. Paul Newman leikur írsk-kaþ- ólskan lögfræöing sem má muna fifil sinn fegri. Hann er drykkfelldur og gengur illa í starfi. En vendi- punkturinn í lífi lögfræöingsins veröur þegar hann kemst í óvenju- legt sakamál: fátæk kona fer í mál viö sjúkrahús, sem kaþólskir menn reka, því systir hennar, sem þar lá, fékk ranga meöferö og féll í dá. Lögfræöingur sjúkrahússins, sem James Mason leikur, grunar aö læknunum hafi oröið á í mess- unni, og til aö bjarga málinu og æru sjúkrahússins, er skjólstæö- ingi Newmans boönir 200 þúsund dalir í skaöabætur. En Newman sættir sig ekki viö svo einfalda og ódýra lausn, hann ætlar sér aö bjarga eigin oröspori og dregur læknana og fulltrúa sjúkrahússins i réttarsalinn án þess aö ráögast viö skjólstæöing sinn. II Þaö hefur gengiö á ýmsu hjá Paul Newman á undanförnum ár- um. Hann leikur í æ færri myndum, skýringuna segir hann einfaldlega vera þá aö nú séu skrifuö verri handrit, og sjálfur sé hann oröinn gamall og hafi ekki þrek til aö leika í mörgum myndum. Fólk um allan heim heldur að Paul geti ekki elst og í þeirra aug- um er hann síungt kvennagull. Hann þolir ekki ímyndina sem skapast hefur kringum hann, allra sist afleiöingar hennar. Hann getur ekki gengiö um götur án þess aö fólk abbist upp á hann, hann fær Nýja bíó: Dómsorð Kvikmynd með Paul Newman aldrei friö fyrir fólki sem vill fá eig- inhandaráritun hans. Ekki síst skipunina: góöi besti taktu niöur gleraugun og leyföu okkur aö sjá bláu augun þínl Þaö telur Paul nóögandi, jafnist á viö aö biöja konu aö sýna brjóstin, og kannski meira til. En þaö er bláköld staöreynd aö Paul Newman ber aldurinn vel; þaö er erfitt aö trúa aö hann er sextug- ur í ár. Hann dýfir andlitinu í klaka á hverjum morgni til aö halda sér í formi. En hann gerir líka annaö sem þykir ekki fínt í glerfínum staö eins og Hollywood. Hann ekur fólksvagns-druslu til aö stríöa Rolls Royce-eigendunum. Hann hefur hreiöraö um sig á gömlu býli til aö foröast svalliö og úrkynjun- ina í Beverly Hills. Helsta áhugamál Paul er kapp- akstur og stjórnmál. Hann fékk kappakstursbakteríuna á fimmt- ugsaldri og hefur varla sleppt bensíngjöfinni siðan. Hann hefur unun af aö bruna á brjálæöishraöa þvers og kruss um Bandaríkin, hann keppir oft á stórmótum, varö i ööru sæti í Le Mans-keppninni áriö 1979. Vinir hans hafa varaö síunga gamlingjann viö oessari hættulegu áráttu, en Páll hlustar ekki, ekki einu sinni á konu sína, Joanne Woodward, þótt hann beri meiri viröingu fyrir henni en nokk- urri annarri manneskju. Einhvern daginn, segir hann, sest ég í Ferr- ari-bílinn minn og búmm, og þiö sjáiö mig ekki aftur! Paul hefur einnig hellt sér út í gruggugt vatn stjórnmálanna. Hann hefur aö vísu aldrei boðiö sig fram, en hver veit nema hann bjóöi sig fram til forsetaembættisins þegar fram líöa stundir. Annaö eins hefur gerst. En elsta dóttir hans, Susan, hefur ekki mikiö álit á stjórnmálabrölti fööurins. Hún hef- ur gagnrýnt hann opinberlega. Þaö er einkum þrennt sem Paul hefur barist fyrir: gegn kjarnorkuvopn- um, rétti kynhverfra og lögbind- ingu bílbelta. Þaö vakti mikla at- hygli vestanhafs þegar gömlu jaxl- arnir Paul Newman og Charlton Paul Newman hefur alls sex sinnum veriö útnefndur til Óskars- verölauna, en aldrei unniö. Hann hefur leikið í meira en 40 kvik- myndum. Margar þeirra geröu mikla lukku, en hann hefur einnig leikiö i lélegum myndum. Ekki má gleyma þeim hlutverkum sem Paul afþakkaöi. Hann vildi ekki ieika aðalhlutverkiö í „All that Jazz“ og sá mikiö eftir því, og hann afþakk- aöi einnig aöalkarlhlutverkiö í mynd Costa-Cavras „Missing". Út- nefningar til Óskarsverölauna hlaut hann fyrir myndirnar „Cat on a Hot Thin Roof“ (1958), „The Hustler" (1961), „Hud“ (1963), „Cool Hand Luke“ (1967), „Ab- sence of Malice“ (1981) og nú síð- ast fyrir „The Verdict”. En honum er sama þótt hann vinni ekki, honum finnst raunar fáránlegt aö bera leikara saman, ólíka leikara í gerólíkum hlutverk- um. Aö ekki sé minnst á þann punkt, aö Paul ber ekki mikla virö- ingu fyrir kvikmyndaheimi nútím- ans. Hann spyr: Hvernig getur nokkur maöur borið viröingu fyrir bransa þar sem hákarl og vél- menni njóta mestra vinsælda? Regnboginn: Úlfadraumar Atriöi úr einni þrifasögu ómmunnar. Höfuööttin i Ulfadraumum; úlfurinn og yngiameyjan. Ein athyglisveröasta mynd Breta á síðasta ári er tvímælalaust Úlfa- draumar, („Tha Company of Wolvea“), sem kölluð hefur veriö „feg- ursta hryllingsmynd kvikmyndasögunnar“. Er hún byggö á samnefndri sögu Angelu Carter, sem jafnframt skrifaöi kvikmyndadhandritið. Leikstjóri er írski rithöfundurinn Neil Jordan, en eftir hann liggur ein kvikmynd, Angel, sem hlaut mjög góöa dóma og viötökur á síðasta ári. Úlfadraumar er útlegging af gömlu, „grimmu“ ævintýrunum sem hleyptu upp á manni húöinni hérna í eina tiö um þau Rauðhettu, var- úlfana og nornirnar. En undir niöri, og engu siöur, er myndin jafnframt sálfræöistúdía á þeim andlegu og líkamlegu breytingum sem eru því fylgjandi er stúlka verður kyn- þroska. (En því er gjarnan haldiö fram aö þetta erfiöa og þjáningar- fulla stökkskeið sé undirtónn ævintýrsins um Rauöhettu.) i fáum oröum fjalla Úlfadraumar um telpuna Rosaleen, sem komin er á þann aldur að hún finnur að hún er að verða kona. Rosaleen á erfiða drauma sem flestir fjalla um úlfa og eru sprottnir af fjöl- mörgum varúlfasögum sem amma hennar — sem býr í litlu husi í skóginum — elur hana á þá sjald- an Rosaleen kemur í heimsókn. t draumi sér hún einnig systur sína drepna af úlfi, draumurinn er veruleiki því hún finnst látin. (Er hér kannski höfðað til óttans við blæðingarnar?) Amman varar telpuna við ókunnugum mönnum sem kunna að verða á leið hennar um skóginn — einkum og sérílagi ef þeir eru sambrýndir. En sú verður náttúr- lega raunin i síðustu heimsókn- inni... Úlfadraumar hafa hlotið mikið lof og aðsókn í Bretlandi og víðar á síðasta ári, enda kominn tími til að Bandaríkjamenn stjórni ekki einir ímyndunarafli Evrópubúa. Úlfadraumar verða teknir til sýninga í Regnboganum strax eft- ir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.