Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.01.1985, Blaðsíða 38
flr 38 B MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR13. JANÚAR1985 <L- iO-TJb © 1984 Umversal Press Syndicate /, pó notar elcki nq9 púður, HarwJdur" ásí er ... 0^==^k W^M ^f-lei.W^L Jl 1 >*/?T<H kc > ... að spara raeð því aö sauma sjálf TM R«g U S Pat 0« - all rights reserverf • 1979 Los Angeles Ttmes Syndicale Varstu aftnr að skamma blómin mín? HÖGNI HREKKVÍSI c&S? OOOOO ^lsTT J} Vanhagar okkur um norskt sjónvarp? Starri skrifar: Er furða þótt spurt sé, þegar ráðamenn þjóðarinnar telja okkur afskipta með sjónvarpsefni, hvort okkur vanti nauðsynlega að fylla upp í þann tíma, sem við eigum aflögu. Já, við eigum blessunar- lega nokkra klukkutima á dag, sem nota má til lesturs bóka og þess háttar, jafnvel til þess að sinna börnum og heimili. Kinu sinni áttum við fimmtudagskvöld- in fyrir okkur. Nú eru þau glötuð í glápið. Þótt við vildum heimsækja vini á fimmtudagskvöldunum góðu, þá voru sumir þeirra svo langt leiddir að þeir höfðu útvegað sér „gláp-efni" á spólum svo þeirra fimmtudagar væru glataðir hvort eð var. Það var þvf kannski varla miklu fórnað þótt fimmtu- dagskvöldunum væri rænt og allir yrðu sðmu „gláp-uxarnir". En við eigum formiðdaginn enn- þá. En hvað lengi? Nú virðist ekk- ert nauðsynlegra en að næla okkur í afþreyingarefni, sem Norðmenn ætla að senda leiðum íbúum Jan Mayen og kvenmannslausum bor- pallaköllum. Það verður þá ekki von á góðu. Monnum finnst það ekki mikið þótt ústendingartími islenska sjónvarpsins aukist um helming, aðeins til þess að ná í þetta norska efni, sem fáir skilja. Kostnaðurinn yrði mikill, en svona rik þjóð getur varla sett það fyrir sig. En skyldi okkur ekki vanta eitthvað annað? Skyldi okkur vera farið að skiljast, að sjónvarpsgláp er að verða al- þjóðlegt vandamál? Skyldi mönnum ekki hafa komið til hug- ar að það er samband á milli vax- andi glæpahneigðar og sýninga glæpamynda inni á heimilum manna? Það má segja að rfkið sé búið að stofnsetja glæpaskóla inni á svo til hverju eina og einasta heimili landsins. Svo eru menn hissa þótt ungl- ingarnir leiki eftir listirnar og oti byssum að náunganum í fjáröflun- arskyni. Skyldu ráðamenn þessar- ar þjóðar vera þeirrar skoðunar, að okkur vanti meira af siðlausum glæpamyndum inn á heimilin, þá eru þeir á viiligötum. Ef til vill er ekki að furða þótt sjálfur Rauði krossinn sjái sér leik á borði og setji á stofn fjárhættuspil á hverri krá þar sem börn og unglingar spila upp á peninga (gegn fsl. log- um). Ef til vill er það gleggsta dæmið um það siðleysi sem ráð- amenn þjóðarinnar láta viðgang- ast og þykjast ekki sjá. ENJGA ÖKUFAMTA: Bislrap segir í grein sinni að víst sé að hjörtu margra í PóUandi slii af þakkleti fyrir hjálp héoan að heiman í þrengingum pólsku þjóðarinnar. Um Póllandsför biskups Athugasemd bið ég Velvakanda að birta til upplýsingar vegna furðulegra skrifa Þorleifs Kr. Guðlaugssonar i grein i blaðinu 9. janúar um ferð mína til Póllands. Pólska Samkirkjuráðið vildi með heimboði þessu sýna Hjálpar- stofnun kirkjunnar okkar þakkir sínar fyrir hjálparstarfið, þar sem þvi er að ljúka i þvi landi. í Pól- landi vorum við eingöngu gestir kirkjunnar, sem hafði allan veg og vanda af dvöl okkar þar. Matvælahjálpin hófst þegar pólska þjóðin var i mikilli neyð. Hjálparstofnun íslensku kirkj- unnar var einn þeirra mörgu aðila sem þá brugðu við til hjálpar. Framkvæmdastjóri Samkirkju- ráðsins, sem eru samtök mótmæl- endakirkna í Póllandi, skipulagði dagskrá helgarinnar með það f huga að við fengjum sem best sýn- ishorn af trú og menningu þjóðar- innar. Það er ekki rétt að við vær- um eingöngu f Varsjá. Sunnudag- urinn 25. nóv. fór að miklu leyti f ferð til austurhluta landsins. Vissulega gat það ekki farið fram- hjá okkur, að fátækt er mikil i landinu og húsakynni víða léleg úti á landsbyggðinni. Við heim- sóttum elliheimili, sem lútherska kirkjan starfrækir og hefir m.a. notið gjafa frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Alræðisvald kommúnismans gat heldur ekki dulist, þó að við yrðum hvergi fyrir neinum hindr- unum, en ættum aðeins erfitt með að fylgja dagskránni, sem var mjög áhlaðin. Ekki stóð á þvf að við gengjum að gröf Popieluszkos, þegar ósk um það var látin í ljós. Að enginn sylti lengur hefi ég beint eftir kaþólska biskupnum í Varsjá, sem við heimsóttum og það var vissulega fagnaðarefni að fá að heyra það. Það virðist skína f þá tilhneig- ingu hjá greinarhöfundi að neyð- arhjálpinni eigi að setja skorður. Það sé ekki rétt að koma til hjálp- ar f neyð þar sem ógnarstjórn kommúnista ríkir. Eigi var spurt um það forðum, hvers vegna særði maðurinn lá dauðvona við veginn frá Jerúsalem til Jerikó, eða hvers kyns ræningjar það voru sem fóru þannig með manninn. Þar var að- eins eitt fyrir hendi að gera, að koma honum til hjálpar. Um þá miskunnsemi sagði Kristur: Far þú og gjör hið sama. Kristin hjálp- arstarfsemi gerir hvorki grein- armun á hörundslit eða stjórn- kerfi, þegar um neyðarhjálp er að ræða. Tvennt er það sem ég hygg að okkur verði minnisstæðast, sem tókum þátt i Póllandsferðinni: Hið hlýja kærleiksþel fólksins, gest- risni og ósegjanleg þrautseigja í hörmunum þess og hins vegar augljós ógnun við heill, velferð og frelsi mannsins, þar sem alræðis- stjórn situr að völdum. Mér fannst ég finna hjartslátt pólsku þjóðar- innar þessa þrjá daga. Og vfst er, að hjörtu marga slá þar af þakk- læti fyrir hjálpina héðan að heiman. Póllandsferðin var fyrst og fremst farin til þess að verða farvegur þakklætis, sem ég hefi hvarvetna látið í ljós eftir heim- komuna, en um leið hlutum við sem fórum, að verða reynslunni rfkari. Pétur Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.