Morgunblaðið - 20.01.1985, Síða 60

Morgunblaðið - 20.01.1985, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 Skógar eru farnir aó láta und- an aiga fyrir aúru ragni. Fyrir Svía væri þaó ajálfaagt avipaó aó miaaa akógana og atrakat- ur þeirra eina og ef vió eydd- um fiakiatofnunum vió laland. Súrt regn er mikið notað hugtak um þessar mundir. Forsætisráðherrar Norður- landa kvörtuðu á fundi sín- um í Reykjavík undan súra regninu, sem berist til þeirra frá Bretlandi og saka Breta um að vilja ekki gera nóg í málinu. Breska ríkisstjórnin telur aftur á móti að Bretar hafi verið búnir að draga úr þessari mengun álíka mikið áður en um tugur EB-landa stofnaði „30% klúbbinn" þar sem þjóðirnar áforma að draga á 10 árum 30% úr mengun er veldur súru regni í hverju landi fyrir sig. Auk þess ganga mengandi raforkuver Breta ekki úr sér fyrr en eftir næstu aldamót og þeir vilja ekki leggja út í kostnaðinn við að leggja þau öll niður nú þegar. Enda berst mengaða loftið með súru regni mest frá þeim austur yfir Norðurlöndin og nokkuð til Skotlands. Þótt áhyggjur Norðurland- anna standi okkur kannski næst og is- lenskur ráðherra þurfi fyrir hönd þeirra að mótmæla við Breta, er vandinn ekki bara bundinn við þennan heimshluta. Til Kanada berst til dæmis mikið súrt regn frá iðjuverunum í Bandaríkjunum. Og í Þýskalandi eru menn orðnir verulega skelkaðir vegna afleiðinga súra regnsins frá iðjuverunum þar. Á þessum stöðum eru sjúkdómseinkenn- in komin fram. Það eru skógarnir og stöðuvötnin sem verka eins og hitamælir á sjúkling og sýna hættumerkin. Hinir fal- legu gömlu skógar eru að deyja og það eru stöðuvötnin líka. Trén í Svíþjóð, Kanada og í Svörtuskógum eru farin að hrynja niður. Þetta hefur skotið mönnum veru- lega skelk í bringu og sýnt að róttækra viðbragða er þörf ef sjúkdómurinn á ekki að ríða sjúklingi Jörðu að fullu eða a.m.k. gera hann að vesalingi. Það eru nefnilega skógarnir sem framleiða súrefnið fyrir okkur mannanna börn. Þótt ekki sé hugsað svo langt, heldur bara til stundarhags- muna einstakra þjóða eins og Norðurlanda nú, er aðvörunin af skemmdum skógum býsna alvarleg. Ætli það sé ekki til dæmis álíka alvarlegt mál fyrir Svía ef skógarnir þeirra deyja og allur sá iðnaður sem þeim fylgir hverfur eins og ef við eyðum fiski- stofnunum kringum ísland. Svíar selja nefnilega tré fyrir um 200 milljarða ísl. króna á ári og skógarnir standa undir miklu af iðnaði þeirra. Þess vegna kunna þessi skaðlegu áhrif súra regnsins á skóga öflugra skógariðnaðarríkja eins og Sví- þjóðar, Kanada og Þýskalands nú að hafa sinar björtu hliðar líka, þar sem þau skapa að minnsta kosti harkaleg viðbrögð frá þeirra hlið og sanna á áhrifamikinn hátt skjóta þörf fyrir samvinnu milli þjóða og það á alþjóðlegum grundvelli. Hvað er súrt regn? Hvað er það svo sem veldur þessu? Súrt regn er regn sem mettað er brennisteins- Skógar þekja aóeina 5J% landa í Evr- ópu og má akkl minna vera. Nú eru þeir farnir aó iáta áajáog eru aumir aó ayóaat. Súra regnið virðir ekki landamæri og nítrógenoxíðum, sem dælt er upp úr verksmiðjustrompum iðnaðarlandanna. Brennsluefnin, sem notuð eru í gífurlegu magni á nútíma vélaöld, klofna niður fyrir Orkuver i Bretlandi, aem brennir kolum og aendir mengunina upp í háloftin. En hún kemur víaaat nióur aem aúrt regn á Noróurlönd- um eóa á akoaka hálendinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.