Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.01.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1985 B 25 - liðsforingjum mislíkaði honum að John hafði starfað of ötullega og samvizkusamlega með sigur- vegurunum eftir styrjöldina. John hafði hjálpað Bretum að flokka þýzka stríðsfanga eftir stjórnmálaskoðunum og Gehlen gramdist að hann hafði ekki sýnt þýzkum herforingjum úr röðum fanganna tilhlýðilega virðingu. Það sem verra var: John hafði aðstoðað sækjandann í réttarhöldunum gegn Erich von Manstein hershöfðingja, sem Gehlen dáði. Gehlen hélt uppi andófi gegn dr. John frá byrjun. Gögn, sem samtök hans söfnuðu og sendu Adenauer, ollu því að smám saman fannst John að honum væri gert ókleift að starfa. Gehlen reyndi að sannfæra „Gehlen og menn hans eru staðráðnir í að ná yfirráðum yfir öllum þýzkum leyniþjónustum. Þú stendur í vegi fyrir honum eins og ég gerði. Hann gerir líka út af við þig.“ Andófið gegn John fékk svo mikið á hann að talið er að hann hafi brotnað andlega. Með því að brjóta John niður náði Gehlen gífurlegum völdum. „SJÁLFVIUUGURM Það fyrsta sem benti til þess að dr. John væri flúinn var að hann mætti ekki í kvöldverðar- veizlu, sem haldin var í Hotel Gehrhus í Vestur-Berlín 20. júlí 1954 til að minnast þess að tíu ár voru liðin frá samsærinu gegn Hitler. Austur-þýzka ríkisöryggisráðuneytið í Bsrlin-Lichtsnbsrg. Bandaríkjamenn um að John hefði haft samúð með samtökun- um „Die Rote Kapelle", sem njósnuðu fyrir Rússa og börðust gegn Hitler, og hélt því m.a. fram að hann væri á mála hjá Bretum. Adenauer var einnig lítt hrif- inn af dr. John, þótt hann sam- þykkti skipun hans. Snemma árs 1952 bað kanzlarinn Gehlen að kanna hvað hæft væri í sögum um að John stæði i sambandi við menn á sovézka hernámssvæð- inu, hefði samstarf við austur- þýzk fyrirtæki og ætti mikið fé á bönkum í Sviss. Menn Gehlens virðast hafa orðið einskis vísari. John vissi sennilega ekkert af þessu, en það sem hann frétti um fundi Gehl- ens og Adenauers fékk mikið á hann. Þannig tókst Gehlen að gera John tortryggilegan og yfirmað- ur gagnnjósna í Amt Blank, Fri- edrich Wilhelm Heinz undirof- ursti — sem sjálfur gegndi grunsamlegu hlutverki í innri baráttu njósnastofnananna — sendi John svohljóðandi viðvör- un í bréfi 30. marz 1953: „Vertu á verði gegn djöfullegu laumuspili leyniþjónustunnar. Drekktu aldrei úr eitruðum bik- ar gagnnjósnanna, það eitur er banvænt..." Þ e g a r Heinz hafði verið rekinn nokkrum mánuðum síðar sendi hann John aðra viðvörun: John fannst ekki. Hann lá í móki í húsi í eigu sovézku leyni- þjónustunnar í Karlshorst skammt frá Austur-Berlín. Seinna sögðu vinir Gehlens að hann hefði verið dauðadrukkinn. Sjálfur sagði hann síðar að deyfilyfi hefði verið sprautað í sig. Vinur hans, læknirinn Wolf- gang Wohlgemuth, fór með hon- um austur. Síðan hefur verið tal- ið að annað hvort hafi Wohlge- muth sprautað deyfilyfi í John eða talið hann á að flýja austur fyrir til þess að hefja rauðan byltingarfána á loft gegn meintri endurvakningu nazisma í Vestur-Þýzkalandi. Observer segir að þótt nokkur brezk skjöl um málið séu horfin séu þó til nógu mörg plögg, sem sýni að Breta hafi grunað frá byrjun að dr.John hefði flúið. Grunsemdirnar komu m.a. fram í skeytum til brezka utanríkis- ráðuneytisins frá brezka sendi- herranum í Bonn, Sir Frederick Hoyer Millar. í þessum skeytum sagði að sögn blaðsins að dr. John hefði sennilega farið af fúsum og frjálsum vilja yfir landamærin með vini sínum dr. Wohlgemuth, sem vitað var að hafði samúð með kommúnistum og starfaði fyrir Rússa. Sir Frederick sagði hins vegar SJÁ NÆSTU SÍÐU Nýjar vís- bendingar í máli dr. Ottos John, yfir- manns vest- ur-þýzku ör- yggisþjónust- unnar, sem flúði til Aust- ur-Þýzkalands Lærið Bridge Lærið Bridge Námskeið Bridgeskólans janúar — mars 1985 Byrjendur: 22. janúar — 26. mars, 10 þriðju- dagskvöld kl. 20—23. Lengra komnir, framhaldsflokkar: 21. jan.— 25. mars, 10 mánudagskvöld kl. 20—23. Spilaklúbbur öll miðvikudagskvöld. Kennslustaður: Borgartún 18. Upplýsingar og skráning í síma 19847. Bridgeskólinn. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 5 40 LASEfí LYKILUNN AO VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF 32-ía resió af meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Plastprent hf. býður nú „vacuum“-vélar fyrir pökkun á hvers konar matvöru, s.s. físki, kjöti og fleiru. eykur mjög notagildi þeirra. Leitið nánari upplýsinga hjá söludeild okkar. Vélamar eru Vestur-Þýsk gæðaframleiðsla frá BOSS GmbH og eru fáanlegar í fjölbreyttu úrvali. Hægt er að fá allar vélamar með loft- skiptibúnaði (gas-flush), sem $ Plastprent hf. Samstilltur hopur i stöðugri sókn Höfðabakka 9,110 Reykjavik Simi 685600

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.