Morgunblaðið - 30.01.1985, Page 46

Morgunblaðið - 30.01.1985, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1985 fclk f (é* fréttum L Er Pétur úlfur í sauðagæru? Samband Dynastydrottningarinnar Joan Collins og sænska auðkýfingsins Peter Holm hefur vakið athygli, því Joan átti óttablandna virðingu fjölmargra karla og var eftirsótt meðan hún var ekki lofuð. Eftir að þau tóku saman, og sérstaklega eftir að þau opinberuðu trúiofun sína, hafa ýmsar fyrri vinstúlkur Péturs ruðst fram á sjónarsviðið og orðið frægar af kynnum sínum og hans. Mjög er framburður þeira þó á einn veg, að hann sé viðsjár- verður egóisti og það sé fráleitt annað en að hann rækti samband- ið við Joan í fjárhags- og ábataskyni fyrir sjálfan sig. Þetta er harður dómur, en hver veit nema tígurinn Joan temji refinn Pétur.... Trausti Jónsson veðurfræðingur Trausti Jónsson veðurfræðingur bendir hér á ítnyndað þorp sem nefnist flæðisker. „Ingiríður Óskarsdóttiru Hann er þekktur vel af skjánum, enda þótt hann hafi ekki sést þar oft að und- anförnu. Veðurfréttirnar þóttu fá öllu hýrlegra yfir- bragð en venjulega, þegar hann flutti þær með laun- fyndnu ívafi. En Trausti Jónsson veðurfræðingur bregður líka fleiru fyrir sig en að rýna í veðurkortin. Hann hefur gaman af að skrifa um hæðir, lægðir og háþrýstisvæði í óeiginlegri merking, þ.e.a.s. um sveifl- urnar í mannlífinu og færir slíkt í leikbúning. Um þessar mundir er verið að setja leik- rit á svið eftir Trausta öðru sinni og til að hnísast ofur- lítið í þessa iðju hans heim- sóttum við hann augnablik á veðurstofuna. —Hverskonar leikrit er þetta sem verið er að setja á svið í Borgarnesi um þessar mundir? „Þetta er leikrit sama eðlis og hið fyrra er sett var á svið 1976 í Borgarnesi og hét ANNAÐ LEIKRITIÐ SEM SETT ER Á SVIÐ EFTIR HANN „Sveinbjörg Hallsdóttir". Þetta er ærslaleikur eða farsi. Að þessu sinni nefnist það „Ingiríður Óskarsdóttir" og undirtitillinn er „Geiri Joke snýr heim eftir alllanga fjarveru". Þetta er algjör andstæða tímamótaverks og það er ekkert sagt í þessu sem hefur ekki verið sagt ótal sinnum. Það vottar ekki fyrir frum- legri hugsun í verkinu og flest er stælt og stolið úr svipuðum leikjum þó efnið sjálft sé allt annað. Einna helst væri hægt að segja þetta rómantískt aldamóta- verk. Söguþráðurinn í sjálfu sér er afskaplega flókinn og það yrði alltof langt mál að útskýra öðruvísi en þylja allt leikritið. Það eina sem kannski einkennir verkið er að það fjallar að miklu um fornar ástir." —Gerirðu mikið af því að semja leikrit, eða annan skáldskap? „Nei, það geri ég ekki og á ekkert annað í fórum mínum af þessu tagi. Það var í raun- inni óvart að ég fór út í þetta á sínum tíma. Eg var staddur austur í sveitum fyrir þrettán eða fjórtán árum og sá þá svona farsa. Ég lét þau orð falla að ekki væri rnikill vandi að semja svona nokkuð og varð auðvitað þegar á reyndi að standa við þessa fullyrðingu mína.“ —Kemur veðurfræðin að einhverju gagni í þessu? „Það held ég að óhætt sé að útiloka. Ég minnist ekki einu orði á hana í verkinu og hún kemur þar hvergi ná- lægt.“ Hvað varð um sykur- popparann og glæsi- píuna? Melissa og vinur semja vopnahlé Laura Ingalls", sem heitir þó réttu nafni Melissa Gilbert, stendur ^ nú á tvítugu og hafa íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengið kjörið fækifæri til að fylgjast með henni vaxa og dafna. Nú þykir hún hin laglegasta hnáta og ekki nóg með það, heldur leitar hugurinn til hins kynsins. Hún hefur um skeið verið bendluð við ungan leikara sem heitir Rob Lowe, en sambandið hefur verið afar stormasamt og ekki er búist við því að þau velti fyrir sér hjónabandi þó allt sé í ljúfri löð í bili. Melissa er nefnilega afar afbrýðisöm og Rob hefur ekki dregið dulu á að hann eigi öðru hvoru vingott við aðrar stúlkur og hann sagði nýlega: „Stundum eru sambönd lausari í rásinni en annar aðilinn myndi kjósa." Var þetta mikið spakmæli, en lengst af hefur Melissa átt erfitt með að sætta sig við hliðarspor vinar síns. Hafa sprengingar orðið nokkrar og þær hafa valdið umtali í slúðurdálkum vestan hafs, enda mega leikarar þar varla leysa vind án þess að þess sé getið í dálkum ásamt vangavelt- um um hvað atburðurinn kunni að boða. Svo virðist sem þau Melissa og Rob hafi komist að einhvers konar samkomulagi sem felst í því að njóta nærveru hvors annars þegar færi gefast. Vitringurinn Rob segir: „Að sjálfsögðu elskum við hvort annað, en þessi bransi er þannig, að við erum bara peð sem ráðskast er með. Þannig verðum við alltaf hluti af lífi hvors annars hvort sem við erum að ræða einkamál um landsímann eða að öskra hvort á annaö í umferð- inni.“ ver man eftir þeim Kay Lenz Hog David Cassidy? David var stórpoppari sem átti hug og hjörtu yngismeyja snemma á átt- unda áratugnum og Kay lék í kunnum sjónvarpsmyndaþáttum, „Rich Man Poor Man“ sem sýndur var hér á landi og „Macahan-fjöl- skyldan” sem var ekki sýndur hér á landi. Nú í allmörg ár hefur ekkert til þeirra spurst, Cassidy, sem „meik- aöi þaö" á sínum tíma, hélt þetta ekki ut, hann staönaöi í sykur- poppinu og fólk hætti aö nenna aö hlusta á hann. Um Kay er þaö aö segja, aö hún aafst upp á leiklist- arbrautinni. „Eg lék alltaf annaö hvort gleöikonur eöa vergjarnar smápíur, ég kem ekki tölu á öll hlutverk mín á ferlinum sem voru þannig," segir Kay mæöulega. Þau eru sem sé horfin af stjörnuhimn- inum, en hafa þaö samt gott.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.