Morgunblaðið - 08.02.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.1985, Síða 1
64SIÐUR B mMAHtlrfafrUti STOFNAÐ 1913 32. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Chemenko: Sjúkur eða fundarfær? MohIivu, 7. febrúar. AP. TASS-frcttastofan sovéska sagði í dag, að Chernenko, forseti Sov- étríkjanna, hefði haldið ræðu á fundi í stjórnmálaráðinu en í gær var það haft eftir ritstjóra og mið- stjórnarmanni, að forsetinn væri sjúkur. Hann hefur ekki sést opinberlega síðan 27. desember. Tass-fréttastofan nefndi ekki, að Chernenko hefði haldið ræð- una í dag, fimmtudag, en fréttin var þó merkt þeim degi og það er vanalegur fundardagur stjórnmálaráðsins. Sagði, að hann hefði fjallað í ræðunni um mikilvægi þess, að vorsáningin tækist vel. í gær sagði Viktor G. Afan- asyev, ritstjóri Pravda, í viðtali við ítalska sjónvarpið, að Chernenko væri sjúkur en kvaðst ekki dómbær á hve veik- ur hann væri vegna þess, að hann væri ekki læknir. Vladim- ir V. Bolshakov, fréttaskýrandi hjá Pravda, staðfesti svo í dag orð Afanasyev í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina banda- rísku. Dagblað í Japan hafði það einnig eftir háttsettum embættismanni í utanríkis- ráðuneytinu þar, að Chernenko væri alvarlega sjúkur af lungnaþembu. Þessar mótsagnakenndu yfir- lýsingar hafa vakið mikla undr- un vestrænna fréttamanna. Öll- um þykir einsýnt, að Chernenko sé veikur og líklega sjúkari en svo, að hann sé fær um að halda ræðu í stjórnmálaráðinu um vorverkin á sovéskum sam- yrkjubúum. Réttarhöldimum í Torun lokið: í fangelsi í 25 ár fyrir morðið á Popieluszko Tornn, PólUndi, 7. febninr. AP. FJÓRIR foringjar í pólsku öryggis- lögreglunni voru í dag fundnir sekir um að hafa myrt kaþólskan prest og eindreginn stuðningsmann Sam- stöðu. Voru tveir þeirra dæmdir í 25 ára fangelsi en hinir tveir fengu nokkuð vægari dóm. Er dómurinn einsdæmi í kommúnísku ríki. Grzegorz Piotrowski, höfuðs- maður, var fundinn sekur um að hafa myrt séra Jerzy Popieluszko en rétturinn varð ekki við þeirri kröfu ríkissaksóknarans, að hann yrði dæmdur til dauða sem for- sprakki morðingjanna. Var refs- ingin ákveðin 25 ára fangelsi, sem er hámarksrefsing í Póllandi að dauðadómi undanskildum. Yfir- maður Piotrowskis, Adam Pietr- uszka, ofursti, fékk sama dóm fyrir að hafa hvatt til morðsins. Leszek Pekala, liðsforingi, var dæmdur í 15 ára fangelsi og Wald- emar Chmielewski, liðsforingi, í 14 ára fangelsi. Yfirvöld í Póllandi kváðust í dag ekkert mundu segja um dómsnið- urstöðuna en talsmaður biskupa- ráðsins í Varsjá sagði, að kirkjan myndi láta álit sitt í ljós að loknu biskupaþingi 13.—14. febrúar nk. Edward Wende, sem fór með mál ökumanns Popieluszkos og fjöl- skyldu hans, sagði, að dómurinn væri réttlátur og að hann myndi ekki áfrýja honum. Þegar dómurinn var kveðinn upp grétu Piotrowski og Pekala en Chmielewski skalf ákaflega og huldi andlitið í höndum sér. Pietr- uszka var svipbrigðalaus. Sagði dómarinn, að þeir hefðu gerst sek- ir um einstaklega viðurstyggi- legan glæp, „þeir hefðu viljað drepa og látið verða af því“. Skammt frá dómshúsinu, við Kirkju Maríu meyjar, stóðu 75 manns með kerti í hönd en inni í kirkjunni, á altarinu, var mynd af Popieluszko með þessum orðum: „Hann dó fyrir trúna, sannleikann og kærleikann.“ Réttarhöldin í Torun eru eins- dæmi í kommúnistaríki en þar ná yfirleitt engin lög yfir öryggis- lögregluna, sem kerfið styðst við. Að þau skyldu þó vera haldin er rakið til þess sérstaka ástands, sem í Póllandi ríkir, og til valda- baráttu á bak við tjöldin þar sem harðlínumenn hugsa e.t.v. Jaruz- elski, hershöfðingja, þegjandi þörfina. Tass-fréttastofan sovéska sagði í dag frá dómunum en lét þess ógetið, að um öryggislögreglu- menn hefði verið að ræða. Var að- aláherslan lögð á, að kaþólska kirkjan í Póllandi væri andþjóðfé- lagslegt afl. Símamynd/AP Adam Pietruszka, ofursti (yst til vinstri) og Grzegorz Piotrowski, höfuðsmaður (efst til hægri), hlýða á dómsniðurstöðuna, en þeir voru fundnir sekir um að hafa myrt prestinn Jerzy Popieluszko, mikinn stuðnings- mann Samstöðu. Ítalía: Sex hæða hús hrundi CaxtrllanrU. fulin, 7. febrúnr. AP. SEX HÆÐA fjölbýlishús í bænum Castellaneta á Suður-ltalíu hrundi í nótt „eins og spilaborg" en þegar síðast fréttist var búið að finna 30 lík í rústunum. Er átta enn leitað en ólíklegt þykir, að þeir finnist á lífi. Það var á fimmta tímanum í morgun, sem mestur hluti fjölbýl- ishússins hrundi til grunna og íbú- arnir því allir í fasta svefni. Dréif strax að björgunarmenn og tókst Delhí-yfírlýsingin harðlega gagnrýnd Genf, 7. febrúar. AP. FULLTRÚI Vestur-Þýskalands á Genfarráðstefnunni um gagnkvæma fækkun í herjum gagnrýndi í dag mjög harðlega Delhi-yfirlýsinguna svokölluðu, sem samþykkt var á fundi sex þjóðarleiðtoga í fyrra mánuði. Henning Wegener, sendiherra og fulltrúi Vestur-Þjóðverja, sagði, að í yfirlýsingunni væri „ekkert skeytt um hugmyndir manna um jafnvægi og stöðug- leika“ þótt eðlilegt jafnræði með austri og vestri væri „óhjá- kvæmileg forsenda" fyrir friði. Sagði hann ennfremur, að í yfir- lýsingunni væri „steinþagað um hættuna á stríði með venju- legum vopnum" auk þess, sem lítið væri gert úr þeirri höfuð- nauðsyn, að unnt sé að fylgjast með því í raun hvort alþjóðlegir samningar um afvopnunarmál eru haldnir. Þjóðarleiðtogarnir sex, sem Delhi-yfirlýsinguna samþykktu, voru þeir Rajiv Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, Madrid, forseti Mexikó, Alfonsin, forseti Argentínu, Nyerere, forseti Tanzaníu, Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, og Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Wegener vakti athygli á því, að í Delhi-yfirlýsingunni hefði ekki verið minnst á að stöðva þyrfti útbreiðslu kjarnorku- vopna. „Það er augljóslega vegna þess, að þrír þeirra hafa neitað að rita nöfn sin undir alþjóðlega samninga þar að lútandi," sagði Wegener og átti þá við leiðtoga Indlands, Argentínu og Tanz- aníu. Sagði Wegener, að það væri dapurlegt, að þeir, sem enn héldu því opnu að komast yfir kjarnorkuvopn, væru hvað há- værastir í gagnrýninni á þá, sem nú hefðu þau. þeim að finna 11 manns á lífi í rústunum. í dag hafa þeir fundið 30 lík og leita enn að átta manns, sem allir telja af. „Húsið hrundi allt í einu og því fylgdi undarlega lítill hávaði. Það var horfið, jafnaðist við jörðu, og ég heyrði neyðaróp og sá nakið fólk og blóðugt á rústum hússins. Það var skelfilegt," sagði Paolo Guerri, einn nágrannanna, sem sá húsið hrynja. Líklegt þykir, að vatnsagi í hús- inu og í grunni þess hafi valdið því, að það hrundi, en íbúarnir, sem flestir voru aldrað fólk, höfðu margsinnis kvartað við yfirvöld vegna vatnsleka á öllum hæðum. „Það voru komnar margar sprung- ur í útveggina," var haft eftir ein- um bæjarbúa. Slmamynd/ÁP Björgunarmenn unnu í allan gærdag og fram á nótt við að leita að fólki rústum fjölbýlishússins, sem hrundi til grunna. Benda fréttir til, að vatnsaf í veggjum og grunni hússins sem margsinnis hafði verið kvartað undan, hai valdið slysinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.