Morgunblaðið - 08.02.1985, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
Tilboð OLIS tO sjávarútvegsins:
Ekki áhugi á að
ganga að tilboðinu
— segir Ágúst Einarsson, fulltrúi í LÍÚ
— Tilbúinn til frekari umræðna um mál-
ið, segir Óskar Vigfússon
„Þ/ER hugmyndir komu fram á aðalfundi LÍÚ í haust hvort nokkur áhugi væri
fyrir því hjá mönnum, að þeir tækju að sér olíudreifingu fyrir útgerðina. Svo
reyndist ekki. Hins vegar var samþykkt að reyna að fá því kerfi, sem við búum
við í dag, breytt í þá veru að brjóta upp samtryggingu olíufélaganna og koma á
heilbrigðri samkeppni þeirra á milli. Ennfremur að útgerðin fái að njóta
stórinnkaupa sinna í lægra verði en aðrir. Ég held að það sé enginn áhugi fyrir
því að ganga að þessu tilboði OLÍS,“ sagði Agúst Einarsson, fulltrúi hjá LÍÚ, er
Morgunblaðið bar undir hann tilboð OLÍS þess efnis að sjávarútvegurinn taki
við eigin olíuviðskiptum.
„Við höfum gagnrýnt innlendar
skipasmíðastöðvar fyrir of hátt
verð á íslenzksmíðuðum skipum. Þó
við gagnrýnum, er ekki þar með
sagt að útgerðarmenn séu tilbúnir
til að taka yfir rekstur viðkomandi
aðila. Eðlileg gagnrýni á sér alltaf
fullan rétt. Við vitum það líka, að
það yrði viðkomandi aðilum til
góðs yrði tekin upp eðlileg sam-
keppni þeirra á milli," sagði Ágúst
Einarsson.
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambands íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að tilboð
OLÍS hefði komið sjómönnum á
óvart. í því fælist ýmislegt mjög
jákvætt, en annað ekki. Svo sem að
hið nýja olíufélag ætti að taka yfir
skuldir útgerðarinnar við OLÍS.
„Hins vegar get ég svo sannarlega
verið tilbúinn til þess, að ræða
þessi mál frekar, ef maður hefði
það tryggt að útgerðin eða sjávar-
útvegurinn legðist á eitt um að
skipta við slíkt olíufélag, sitt eigið
olíufélag. Við höfum ekki kannað
tilboð OLÍS nánar, en eftir þeim
viðbrögðum, sem komið hafa fram
hjá LIÚ, sýnist mér málið vera
dautt, að minnsta kosti þeim megin
frá. Ég er sannfærður um það, að
leggist samtök sjómanna, útgerðar
og fiskvinnslu saman á eitt um það,
að útvega sér sína olíu og dreifa
henni sjálf, að lækka megi olíuverð
til útgerðar hér á landi verulega,"
sagði óskar Vigfússon.
Svamlað í laugunum
MorgunblaJið/ Ólafur K. Magnúaaon
Húsnæðisstjórnarlán tekið 1980:
Greiðslubyrðin hefur aukist
um 15—20% frá árinu 1981
GREIÐSLUBYRÐI ársgreiðslna
húsnæðisstjórnarlána hefur aukist
verulega á undanfornum árum. Árs-
greiðsla láns sem tekið var 1980 var
til dæmis 15% meiri á síðastliðnu ári
en á árinu 1981 sé miðað við greidd
laun verkamanna skv. samantekt
kjararannsóknanefndar en yfír 20%
sé miðað við kauptaxta verkamanna.
Ársgreiðslur húsnæðisstjórn-
„Látið veggina í friði'
arláns að fjárhæð 54.000 kr., sem
tekið var 1. janúar 1980 til 26 ára
með 2,25% vöxtum og fullri verð-
tryggingu miðað við byggingavísi-
tölu, hafa verið þannig (afborgun-
arlaust fyrsta árið, gjalddagar 1.
maí ár hvert): 1980 443 kr., 1981
4.880 kr„ 1982 7.263 kr„ 1983
12.694 kr„ 1984 16.752 kr. og 1985
(áætlun) 21.610. Fasta ársgreiðsl-
an er 2.848 kr. og hefur hún því
meira en sjöfaldast á þessum
rúmu fimm árum. Eftirstöðvar
lánsins verða eftir ársgreiðslu
þessa árs 45. 459 kr. en uppfært
miðað við vísitölu er höfuðstóllinn
orðinn 344.940 kr.
Séu ársgreiðslurnar settar i
samhengi við vinnulaun, það er
mánaðarlaun miðuð við meðal-
stundafjölda og meðaltímakaup
verkamanna skv. upplýsingum
kjararannsóknanefndar, lítur
dæmið þannig út: Ársgreiðslan
1981 og 1982 var 61% af áætluðum
meðaltalsvinnulaunum verka-
manna í maí, 1983 var hún 66,5%
og 1984 70,5%. Á árunum 1981 til
1984 hefur greiðslubyrðin því
hækkað um 15% miðað við greidd
laun. Ef hinsvegar er miðað við
breytingu kauptaxta á þessu tíma-
bili hefur greiðslubyrðin aukist
enn meira, eða yfir 20%, enda
hafa greidd laun hækkað um
12,8% umfram kauptaxta frá
1980.
Iceland Seafood í Bandaríkjunum:
Hráefnisskortur veldur
samdrætti í sölu flaka
„IIVERNIG væri nú að nota pappír
til að krota á, en láta veggina í friði?
Það má gjarnan sjást að það er full-
orðið fólk, sem notar símaklefana."
Forseti ED.
sem
hér í
Þannig hljóðar orðsending
fannst í símaklefa nokknim
borg.
Lesendur velta því eflaust fyrir
sér hver forseti ED er og til hverra
forsetinn hefur skrifað ofan-
greinda orðsendingu. Máske láta
einhverjir sér detta í hug að hér sé
um orðsendingu einhvers skólafé-
lagsforsetans að ræða, til nemenda
sem ekki gangi nógu vel um sfma-
klefa skóla síns, en hvers vegna er
forsetinn þá að tala um að það
megi gjarnan sjást að það sé full-
orðið fólk, sem noti símaklefana?
Jú, sannleikurinn í málinu er sá, að
orðsendinguna ritaði Salome Þor-
kelsdóttir, forseti efri deildar Al-
þingis, og ljósriti af henni er komið
fyrir í símaklefum þingsins, þing-
mönnum og öðrum notendum síma-
klefanna til áminningar.
„GANGUR mála hjá Iceland Seafood í janúar einkenndist því miður nokkuð
af vöruskorti. Okkur vantar dálítið illilega ýmsar þýðingarmiklar afurðir í bili.
Fyrst og fremst er um að ræða skort á ýsu, en einnig á karfa, og hefðum við
getað selt verulega meira af þeim tegundum, hefðu þær verið fyrir hendi.
Okkur skortir ennfremur grálúðu og vegna þessa er flakasalan hjá okkur 26%
minni í magni en á sama tíma í fyrra," sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Iceland Seafood í Bandaríkjunum í samtali við Morgunblaðið.
Salan á verksmiðjuframleiddum hefði ekki verið um áðurnefndan
vörum hjá Iceland Seafood í janúar
jókst um 17,5% í magni miðað við
sama tíma í fyrra. Heildarsalan í
magni jókst um 4,1%, en í dollur-
um talið dróst hún saman um 5,5%.
í janúar nú var selt fyrir 8,8 millj-
ónir dollara (361 milljón króna) en
í fyrra 9,3 milljónir dollara (381
milljón króna).
Guðjón sagði, að ljóst væri að
sala hefði orðið verulega meiri,
vöruskort að ræða. Það væri erfitt
að spá um framtíðina, en innkomn-
ar pantanir virtust vera nokkuð
miklar, en því miður stæði hráefn-
isskortur sölunni fyrir þrifum og
gerði það líklega fram i marzmán-
uð. Sér sýndist þó, að markaðurinn
ætti að vera þokkalegur. Sala verk-
smiðjuframleiddra vara hefði i
janúar verið meiri en nokkru sinni
áður, en salan í flökunum hefði
valdið sér verulegum vonbrigðum.
Salan hefði verið mun minni en í
fyrra og mun minni en hún hefði
getað orðið. Því ylli fyrst og fremst
hráefnisskortur og síðan gætu
verkföll heima fyrir haft mjög al-
varleg áhrif og stefnt mörkuðum
okkar vestra í hættu. Góður árang-
ur íslendinga á markaðnum hefði
meðal annars skapazt af áreiðan-
leika og stöðugu framboði. Ef skarð
kæmi í það, gæti tekið langan tfma
að vinna skaðann upp að nýju.
Endurgreiðsla kjarnfóðurgjalds til alifugla- og svínaræktar:
Sama gjald innheimt og
fyrir reglugerðarbreytingu
— Strangar reglur um skil á framleiðsluskýrslum
l,andhúnaóarráðherra hefur
gengið frá bráðabirgðareglum um
endurgreiðslu á kjarnfóðurgjaldi til
alifugla- og svínaræktar, en kjarn-
fóðurgjald á fóður fyrir þessar bú-
greinar var eins og kunnugt er
hækkað í 60% um sl. áramót.
Endurgreiðslureglurnar eru byggð-
ar á áliti nefndar þar sem m.a. sátu
fulltrúar þessara búgreina. Endur-
greiðslan miðast við að bændur í
alifugla- og svínarækt greiði í heild
ekki hærra gjald en þeir gerðu fyrir
reglugerðarbreytinguna um áramót,
það er 33% en sett eru ýmis ákvæði
svo sem um hámarksgjald pr. tonn
og skil á framleiðsluskýrslum.
Fram til 1. júní nk. skal endur-
greiðslan vera 26,67%-stig af
álögðu kjarnfóðurgjaldi, sem i
heild er 60%. Þó er sett ákveðið
þak á kjarnfóðurgjaldið, hannig
að ekki innheimtist hærra gjald
en 2.700 kr. af hverju innfluttu
tonni fóðurs. Endurgreiðslan get-
ur annaðhvort farið fram með
milligöngu fóðursala eða beint úr
kjarnfóðursjóði til framleiðanda.
Framleiðendum er gert skylt
að leggja fram framleiðsluskýrsl-
ur (innleggs- eða sölunótur)
ársfjórðungslega til Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins eða til
stjórnar viðkomandi búgreinafé-
lags, sem safnar þeim saman og
Ieggur fram til staðfestingar á
endurgreiðslurétti. Þessu fylgi
skýrsla um bústofnsstærð í lok
hvers tímabils. Ennfremur er
framleiðendum gert skylt að
leggja fram framleiðsluskýrslu
fyrir sl. ár fyrir 1. mars nk. Segir
í reglunum að ekki verði greitt til
aðila, sem ekki skila skýrslu um
framleiðslu, fyrr en úr hefur ver-
ið bætt.
Leiðrétting
LÍNA féll niður í grein Leifs
Sveinssonar í Morgunblaðinu í gær,
þannig að efni frásagnar hans komst
ekki til skila.
Þessi lokakafli greinarinnar
birtist því hér aftur:
„Eitt sinn var ég í afmælisveislu
hjá Kristjáni heitnum Eldjárn og
segi við hann: „Eins og þú veist
Kristján, þá safna ég öllum tölum
nema buxnatðlum og nú var ég að
eignast síðasta talið, Múraratal-
og steinsmiða.“ Þá svarar Krist-
ján: „Já, þau eru góð og gagnleg
þessi töl, en þó lætur það talið á
sér standa, sem fer nú að lenda í
eindaga með að hægt sé að setja
saman.
Leifur minn, það vantar alveg
tilfinnanlega íslenskt draugatal
og ég ætla að biðja þig að koma
því á framfæri við rétta aðila áður
en það verður um seinan.“ Kem ég
þessum tilmælum hér með á fram-
færi við Sálarrannsóknafélag ís-
lands og þjóðsagnadeild Háskól-
ans. Er þá mál að linni tali minu
um töl.“