Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 6

Morgunblaðið - 08.02.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 Skólastofan Sá er hér stýrir penna hefir óbilandi trú á sjónvarpinu sem kennslutæki og hefir raunar ritað greinar hér í blaðið og einnig í dagblaðið Vísi á sínum tíma um nauðsyn þess að koma sjónvarps- tæki í hverja kennslustofu og tengja þann kassa Fræðslumynda- safni ríkisins og myndbands- tækjum i eigu skólanna. Nú og svo er þess vonandi ekki langt að bíða að hér rísi fleiri sjónvarpsstöðvar sem gætu þá að einhverju marki sérhæft sig í þágu skólakerfisins og atvinnulífsins almennt. En nú er í tísku að líta á skólann sem hvern annan vinnustað og vantar sums staðar bara stimpilklukkuna á vegginn. Nóg um það, við lifum á viðsjár- verðum tölvutímum og því getum við varla leyft okkur mikið lengur þann munað að beita eingöngu hinum „akademisku" kennsluað- ferðum Platons sem byggjast svo til alfarið á leiðsögn kennarans. Tími tölvunnar: Hér er kannski fulldjúpt tekið í árinni, en getum við horft fram hjá þeirri staðreynd, að senn verð- ur hægt að miðla upplýsingum á sjónvarpsskjái, nánast heims- horna á milli með hraða ljóssins. Verður skólinn ekki að taka tillit til þessarar stökkbreytingar á miðlun þekkingar? Er ekki brýnt verkefni að endurmennta kennara- stéttina svo hún geti sinnt því for- ystuhlutverki á sviði þekkingarmiðl- unar sem hún mun óhjákvæmilega hafa innan skólakerfisins? — Kennarastéttin er hér að mínu mati mjög vel stödd þekkingarlega og menntunarlega enda hafa margir í þeirri stétt dregið að sér lærdóm í hinum fremstu háskól- um. En er kennarastéttin undir það búin að beita hinni nýju miðl- unartækni? Það er stóra spurn- ingin, er kannski skiptir sköpum um framtíð samfélags vors í há- tækniheimi. Þaö er nefnilega ekki nóg að kaupa sjónvarpsskerma, myndbönd og tölvukerfi sem tengja skólana við hina alþjóðlegu upplýsingabanka ef það vantar leiðbeinendur til að stýra þessu öllu saman í þágu unga fólksins er síðar tekur við þessu þjóðfélagi okkar. Hinir nýju sálmar: Ástæða þess að ég fer út í þessa sálma hér í fjölmiðladálki er heimildarþáttur frá BBC og Sam- einuðu þjóðunum er sjónvarpið « sýndi á miðvikudagskveldið. Þátt- ur þessi nefndist Litiö um öxl og fjallaði annarsvegar um matvæla- ástandið í heiminum og hinsvegar um ástand heilbrigðismála. Næstkomandi miðvikudag verður svo þætti þessum framhaldið og rætt um menntun og atvinnuhorf- ur á jörðu hér. Að mínu mati var þáttur þessi ekki bara fræðandi heldur og skemmtilegur og áhuga- vekjandi og þannig kjörið fræóslu- efni. Held ég að ég geti sem kenn- ari fullyrt, að þáttur sem þessi vekti miklar og frjóar umræður í vinnuhópi. Ég tala nú ekki um ef sá hópur hefði sem kjörsvið þróunarhjálp. Kennarinn getur svo aðstoðað nemendurna við að afla frekari upplýsinga um það ástand sem lýst er í þættinum í gegnum tölvunet, er tengir skóla- tölvuna við tölvubanka Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna og Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar. Þann- ig, kæru lesendur, held ég að skólastarfið verði í nánustu fram- tíð, beri okkur gæfa til að sam- hæfa kennarastéttina tækniþró- uninni. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Richard Benjamin og Joanna Shimkus leika hjónin í mynd- inni. Við freistingum gæt þín ■■ Föstudags- 55 mynd sjón- “* varpsins er bandarísk frá árinu 1971 og nefnist Við freistingum gæt þín (The Marriage of a Young Stockbroker). William Alren er ungur og myndarlegur verð- bréfasali. Honum finnst hann hafa staðnað í leið- inlegu starfi sínu og aðgerðarlaus horfir hann upp á hjónabandið fara í vaskinn enda þótt hann elski konu sína afar heitt. Einhvern veginn er sam- bandið á milli þeirra tekið að rofna. Alren fer að stytta sér stundir við dagdrauma um ungar stúlkur og æsi- leg ástarævintýri. En þá gerast tveir atburðir sem fá hann til að hrista af sér slenið. Leikstjóri er Lawrence Turman en með aðalhut- verk fara Richard Benja- min, Joanna Shimkus, El- izabeth Ashley og Adam West. Úr blöndukútnum ■■§■ Þáttur RÚ- 9935 VAK, „Úr “• blöndukútnum" er á dagskrá útvarps í kvöld kl. 22.35 í umsjá Sverris Páls Erlendsson- ar. Þátturinn í kvöld er annar af þremur þáttum sem fjalla eingöngu um íslenska jassleikara af yngri kynslóðinni. Að þessu sinni verður fjallað um Nýja kompaníið og leikin verða lög af plötu þeirra. Þá verður Jakob Magnússon kynntur og þrjár plötur hans þar sem hann leikur svokallaða jassfusion-tónlist. Þá verða kynntar tvær plötur hlómsveitarinnar Ljósin í bænum sem gerði garðinn frægan fyrir nokkrum ár- um. Loks verður Árni Eg- ilsson kynntur og hans eina sólóplata sem hann gerði ásamt erlendum hljómlistarmönnum, líkt og Jakob Magnússon gerði sínar þrjár jassfusion- plötur með. I næsta þætti, sem verður á dagskránni þann 15. þ.m., verða strákarnir í Mezzoforte kynntir, en þeir hafa sem kunnugt er gert það með eindæmum gott á erlendri grund. Með grimmdina í klónum - áströlsk mynd um hauka llaukar eni sannarlega tignarlegir fuglar sem sjá má af þessari mynd. ■■■■ Með grimmdina 9| 25 * klónum nefn- — ist áströlsk náttúrulífsmynd um hauka sem sýnd verður í sjónvarpi í kvöld kl. 21.25. Mynd þessi er gerð af sömu aðilum og gerðu myndina um fálka sem sjónvarpið sýndi ekki alls fyrir löngu. í þessari mynd um hin- ar ýmsu haukategundir í Ástralíu, verðum við leidd í allan sannleika um lifn- aðarhætti þessara tign- arlegu ránfugla. Auk þess er sýnt hvaða aðferðum kvikmyndatökumennirnir beita til að ná jafngóðum nærmyndum af ránfugl- um og raun ber vitni. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. Á sveitalínunni ■ Hilda Torfa- 15 dóttir er um- — sjónarmaður þáttarins „Á sveitalín- unni“ frá RÚVAK sem er á dagskránni kl. 23.15, að loknum þættinum Úr blöndukútnum. Að þessu sinni ræðir Hilda við fjóra menn bú- setta í Grýtubakkahreppi. Fyrst spjallar hún við Björn Ingólfsson, skóla- stjóra í Grenivík. Fyrir norðan Grenivík eru tveir firðir, Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður, sem saman eru ætíð kallaðir því óvenjulega nafni Fjörður. Já, hér er ekki um prentvillu að ræða, þeir eru ekki kallaðir firðir heldur Fjörður. Björn mun skýra nánar frá því hvernig þetta óvenjulega heiti er tilkomið og beygt og jafnframt fara með vísu eftir Látra-Björgu. Þá ræðir Hilda við Gunnþór Hallgrímsson, fyrrverandi bónda, sem nú er búsettur í Lundi. Hann bjó á árum áður úti í Fjörðum, þ.e. Hval- vatnsfjörðum og Þorgeirs- fjörðum, og ætlar hann að segja frá lífinu og starf- inu þar. Hilda hefur því næst samband við Sverri Guðmundsson, bónda á Lómatjörn, og mun hann skýra frá sögulegum göngum sem hann fór í á þessum slóðum þegar hann var 14 ára gamall. Loks ræðir Hilda við Friðrik Eyfjörð Jónsson, bónda á Finnastöðum, en hann er refaskytta, og ætlar að rifjar upp gaml- ar veiðisögur. Hilda Torfadóttir ÚTVARP FÖSTUDAGUR 8. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Kristján Þorgeirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Perla" eftir Sigrúnu Björg- vinsdóttur. Ragnheiöur Steindórsdóttir les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 .Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. TiF kynningar. 12.20 Fréttlr. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 .Blessuö skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir les þýöingu slna (2). 14.30 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. a. Sembalkonsert nr. 1 I d- moll hefur Johann Sebastian Bach. George Malcolm og Menuhin-hátlðarhljómsveitin leika; Yehudi Menuhin stj. b. Flautukonsert I G-dúr K. 313 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Hubert Barwahser 19.15 A döfinni. Umsjónarmaö- ur Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. 8. Pétur tekur áhættu. Kan- adiskur myndaflokkur I þrett- án þáttum um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Margeir og Agdestein. Þriöja einvlgisskákin. Jóhann Hjartarson flytur skákskýringar. 20.55 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. og Sinfónluhljómsveit Lund- úna leika; Colin Davis stj. 17.10 Slödegisútvarp Tilkynningar 1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19J0 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 2040 Kvöldvaka Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir. 21.25 Með grimmdina ( klónum — Haukar Aströlsk náttúrullfsmynd gerð af sömu aðilum og myndin um fálka sem Sjón- varpið sýndi nýlega. I þessari mynd um hauka- tegundir I Ástraliu er einnig sýnt hvaöa aðferðum kvik- myndatökumennirnir beita til að ná jafngóöum nærmynd- um af ránfuglum og raun ber vitni. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. ^ 21.55 Viö freistingum gæt þln. a. Af Arna Grlmssyni. Bene- dikt Sigurðsson lýkur frá- sögn sinni. b. MA-kvartettinn syngur. Undirleikari: Bjarni Þóröar- son. c. Kýrin hennar Jóu. Alda Snæhólm Einarsson flytur frumsaminn frásögu- þátt. Umsjón: Helga Ag- ústsdóttir. 21.30 Hljómbotn. Tónlistarþátt- (The Marriage of a Young Stockbroker) Bandarlsk blómynd frá 1971. Leikstjóri Lawrence Turman. Aöalhlutverk: Richard Benja- min, Joanna Shimkus, Eliza- beth Ashley og Adam West. Ungur veröbréfasali hefur staönaö I leiðinlegu starfi og dauflegu hjónabandi. Hann styttir sér stundir við dag- drauma um ungar stúlkur og ástarævintýri. En svo gerast atburðir sem fá hann til aö hrista af sér sleniö. Þýöandi Björn Baldursson. 23.30 Fréttir I dagskrárlok. ur I umsjón Páls Hannesson- ar og Vals Pálssonar. 22.00 Lestur Passiusálma (5) 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvðldsins. 22.35 Ur blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK). 23.15 A sveitallnunni. Umsjón- Hilda Torfadóttir. (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl 03.00. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Siguröur Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfiö Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson. Hlé. 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar að lok- innl dagskrá rásar 1. SJÓNVARP Föstudagur 8. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.