Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
Ný hafna-
reglugerð
fyrir
Reykja-
vík í undir-
búningi
HAFNARSTJÓRN og Borgar-
stjórn Reykjavíkur hafa samþykkt
nýja hafnareglugerð. Reglugerðin
er nú til athugunar í samgöngu-
ráðuneytinu og tekur ekki gildi
fyrr en að fenginni staðfestingu
ráðuneytisins. Meðal nýjunga í
reglugerðinni er heimild til hafnar-
stjórnar til að veita skipstjórum
stórra, íslenskra skipa, sem koma
reglulega til hafnar í Reykjavík,
hafnsöguréttindi þannig að þeir
þurfi ekki að taka hafnsögumenn
um borð.
Gunnar B. Guðmundsson,
hafnarstjóri, sagði í samtali við
blm. Mbl. að reglogerðin hefði
öll verið tekin til endurskoðunar
og uppbyggingu breytt, en nú-
verandi reglugerð væri að stofni
til gömul. Sagði hann að
starfssvið og verkefni hafnar-
stjórnar og hafnarstjóra væri
nánar skilgreint en áður. Kveðið
væri nánar á um siglingu um
höfnina og þ.h., meðal annars
sett ákvæði sem takmarkar sigl-
ingar skemmtibáta um almenn-
ar siglingaleiðir inn í höfnina.
Kálfafóður
framleitt á
Blönduósi
FYRIR skömmu hófst framleiðsla
á valsaþurrkuðu kálfafóðri hjá
Mjólkursamlaginu á Blönduósi,
en undirbúningur framleiðslunnar
hefur staðið lengi yfir.
Sala á kálfafóðrinu hófst hjá
Osta- og smjörsölunni um ára-
mótin. Mjólkurbú Flóamanna
hefur í mörg ár framleitt kálfa-
fóður með annarri aðferð, svo-
kallað úðaþurrkað kálfafóður og
sér Osta- og smjörsalan jafn-
framt um dreifingu þess.
Rögnvaldur Sigurjónsson
Ruth Slenczynska
Gísli Magnússon
„Mæli alveg eindregið með
því að fólk fari og hlusti“
— segir Rögnvaldur Sigurjónsson,
píanóleikari, varðandi tónleikahald bandaríska
píanóleikarans Ruth Slenczynska
Píanóleikarinn Ruth Slencz-
ynska, sem stödd er hér á landi um
þessar mundir, heldur tónleika í
Austurbæjarbíói á morgun klukkan
tvö. Ruth Slenczynska þótti ung að
árum hið mesta undrabarn á sviði
píanóleiks og var m.a. um hana
sagt, aö hún væri hið merkasta
undrabarn eftir daga Mozarts.
Priggja ára gömul hélt hún sína
fyrstu tónleika og á næstu árum
komst hún í hóp eftirsóttustu píanó-
leikara heims. Nám sitt í píanóleik
sótti hún til kennara svo sem Arth-
ur Schnabels, Josef Hofmanns, Eg-
on Petris, Sergei Rachmaninoffs og
Alfred Cortots.
Fimmtán ára gömul lagði hún
pianóleikinn á hilluna um nokk-
urra ára skeið og hélt ekki tón-
leika fyrr en hún var orðin 26 ára
gömul. Síðan hefur hún, jafn-
framt tónleikahaldi, kennt við
tónlistardeild háskólans í Suður-
Illinois.
Ibúum höfuðborgarsvæðisins
gefst nú kostur á að hlýða á leik
hennar öðru sinni, en fyrri tón-
leikar hennar hér í Reykjavík
voru haldnir á Kjarvalsstöðum
Morgunblaðið sneri sér til
þriggja íslenskra tónlistarmanna.
sem allir hlýddu á fyrri tónleika
hennar, og bað þá að segja alit
sitt á leik hennar í stuttu máli.
„Alveg stórmerkileg
listakona"
„Ég mæli alveg eindregið með
því að fólk fari og hlusti á hana
því þetta er alveg stórmerkileg
listakona," sagði Rögnvaldur Sig-
urjónsson, píanóleikari. Hann
sagði að það væri mjög langt síð-
an hann hefði fyrst heyrt hana
nefnda, sennilega í Ameríku á
stríðsárunum, en honum hefði
ekki gefist tækifæri til að hlýða á
hana spila fyrr en nú.
„Það er alveg óhætt að segja að
hún býr yfir alveg ótrúlegri
tækni og mjög miklum krafti og
er mjög fær á sínu sviði. Auðvitað
getur alltaf verið ágreiningur
varðandi túlkun verka því túlkun
er alltaf smekksatriði. Margt af
því sem hún flytur er alveg sér-
staklega vel spilað og það er í
rauninni alveg furðulegt hvað
þessi litla kona býr yfir miklum
krafti og ekki vantar hana tækn-
ina.“
„Býr yfir alveg
geysilegum krafti“
„Þarna er á ferðinni mjög góð-
ur píanóleikari að minum dómi
og merkilegt hvað hún nær mikl-
um hljómi úr hljóðfærinu miðað
við líkamsburði," sagði Þorsteinn
Gauti Sigurðsson, píanóleikari.
„Hún býr yfir alveg geysilegum
krafti og það er eins og hún búi
yfir mikilli innri spennu, sem
leysist úr læðingi við leik hennar.
Það er ekkert vafamál að hún
hefur yfir mikilli tækni að ráða
en hins vegar finnst mér hún
spila svolítið sérvitringslega. Það
er kannski ekki hægt að kalla leik
hennar gamaldags, en hún fer
fremur frjálslega með túlkun
sína á því verki sem hún leikur
hverju sinni.“
Þorsteinn Gauti sagði að sér
hefði hins vegar þótt vanta til-
breytingu í leik hennar og að sín-
um dómi hefði hún notað pedal-
ana of mikið. Þrátt fyrir þessa
annmarka kvað hann það alveg
Ijóst að þarna væri á ferðinni
mjög góður píanóleikari, sem
byggi yfir mikilli tækni og vert
væri að hlusta á. „Það er tví-
mælalaust mikill fengur að því
fyrir íslenska tónlistarunnendur
að eiga þess kost að hlýða á þessa
konu leika," sagði Þorsteinn
Gauti að lokum.
„Viðburður að fá hana hingað“
„Ruth Slenczynska er stórmerk
listakona og mikill viðburður að
fá hana hingað, sagði Gísli Magn-
ússon, píanóleikari og skólastjóri
tónlistarskólans í Görðum, er
blm. Morgunblaðsins innti hann
eftir áliti hans á henni. „Hún býr
yfir krafti og yfirburðatækni,
sem auðveldlega sigrar stóra-sali.
Ég hlakka til að heyra hana spila
aftur á laugardaginn."
FISKURINN
OG FÓLKIÐ
Myndbond
Árni Þórarinsson
íslenskum saltfiski skipað upp á Spáni á millistríðsáninum.
Lífið er saltfiskur 1. og 3. hluti
íslensk. Árgerð 1985.
Heimildasöfnun, handrit, klipping
og stjóm: Erlendur Sveinsson.
Kvikmyndun: Sigurður Sverrir
Pálsson.
Hljóðsetning og hljóðblöndun: Sig-
fús Guðmundsson.
Þulir: Hjalti Rögnvaldsson, Vilhelm
G. Kristinsson.
Grafík: Gunnar Baldursson.
Frumsamin tónlist: Jón Þórarinsson.
Framleiðandi: Lifandi myndir hf.
fyrir Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda.
Hafi einhver ofnæmi fyrir
heimildamyndum stafar það fyrst
og fremst af því, að sá hinn sami
hefur séð of mikið af myndum sem
„villa á sér heimildir". Þótt hlutur
heimildamynda virðist í fljótu
bragði yfirþyrmandi stór í
dagskrá íslenska sjónvarpsins,
það er eini umtalsverði miðillinn
fyrir slíkt efni hérlendis, þá er það
í raun ekki svo. Mikill meirihluti
svokallaðra heimildamynda er í
eðli sínu annars konar myndir, —
frétta- eða fræðslumyndir. Og um-
fram allt á þetta við um íslenskt
efni af þessu tagi. íslenskar heim-
ildamyndir í dagskrá sjón-
varpsins, sem standa undir því
nafni, hafa verið ákaflega fáar.
Slíkar myndir nota aðeins frétta-
og fræðsluefni, sem hrávöru við
köfun ofan í tiltekið viðfangsefni.
Hin endanlega afurð er svo sjálf-
stæð listræn heild, sem lýtur
lögmálum kvikmyndarinnar, —
ekki lögmálum fréttamiðlunar eða
menntakerfis. Heimildakvik-
myndin er listgrein ekki síður en
Ieikna kvikmyndin. En á íslandi
hefur hún sjaldan fengið að njóta
sín.
Þeim mun meiri fengur er að
hinni nýju íslensku heimilda-
mynd, Lífið er saltfiskur, sem
frumsýnd var fyrir skömmu og
væntanlega verður sýnd í sjón-
varpinu og víðar á næstunni.
Reyndar eru aðeins fyrsti og hriðji
hlutinn tilbúnir. Annar hlutinn er
enn á teikniborðinu. En af þessum
tveimur má strax ráða að aðstand-
endur myndarinnar, Sölusamband
íslenskra fiskframleiðenda og Lif-
andi myndir hf., geta verið stoltir
af útkomunni. Upplýsingagildi
þessa stórvirkis er ótvírætt. En
það sem skiptir meira máli er það,
að í bestu köflum sínum býður
myndin upp á samsetningu mynd-
máls og hljóðrásar, sem er fyrsta
flokks, ekki aðeins í fagvinnu,
heldur í einskærri hugkvæmni og
smekkvísi.
Lífið er saltfiskur virkar þannig
ekki aðeins á sviði gagns heldur
líka gamans. Stundum jaðrar við
að hún sé hasarmynd ekki síður en
heimildamynd. Þetta tekst með
því að setja tilefni myndgerðar-
innar, — 50 ára afmæli Sambands
íslenskra fiskframleiðenda, — og
viðfangsefni, — sögu og þýðingu
saltfiskverkunar á íslandi —, í
stærra samhengi; eiginlega er
þjóðarsagan á þessari öld með öll-
um þeim erlendu þáttum, sem
móta hana, skoðuð út frá saltfisk-
inum. Kannski er klifað of mikið á
þeirri klisju að „lífið sé saltfiskur"
í myndinni. En hún færir gild rök
fyrir þessum orðum.
Lífið er saltfiskur eltir þennan
mikilvæga gjaldmiðil okkar upp
úr sjónum allt þar til hann endar
ofan í maga portúgalskrar kjarna-
fjölskyldu. Fyrsti hluti myndar-
innar segir frá saltfiskverkun,
vinnubrögðum og vinnslukerfi,
neyslu- og markaðssamsetningu,
eins og staðan var á afmælisári
SÍF1982. Þriðji hlutinn, sem nefn-
ist Baráttan um markaðina, rekur
aðdragandann að stofnun SÍF á
fyrri hluta aldarinnar, þróun
greinarinnar síðan og gildi hennar
fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar. Hinn ófullgerði miðhluti
tekur svo til sögu saltfiskvinnsl-
unnar á fyrri öldum.
Þessi efnislýsing kann að líta
leiðinlega út. Og þá koma efnis-
tökin til sögunnar. Ég verð að vísu
að leiða hjá mér mat á sann- og
sagnfræði myndarinnar, en film-
ísk meðhöndlun heimilda og
myndefnis er, fyrir utan dálítið
endurtekningasaman lokahala
þriðja hlutans, hnitmiðuð,
skemmtileg og hröð. Gamalt kvik-
mynda- og ljósmyndaefni er hrein
gullnáma; blaðaúrklippur, skýr-
ingamyndir og kort notuð knappt
og skýrt; nýtökur Sigurðar Sverris