Morgunblaðið - 08.02.1985, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
- eftir Einar Pálsson
Sérkennileg grein eftir Þóri Kr.
Þórðarson prófessor birtist í
Morgunblaðinu 22. janúar siðast-
liðinn. Er greinin að sögn andsvar
til þeirra sem geta sér þess til að
Jesús Kristur hafi laert af
svonefndum Essenum, en sýnist
þó trúarjátning að eðli, yfirlýsing
þess efnis hvað rétt sé í túlkun
Biblíunnar. Nú hef ég aldrei ritað
um Essena og leiði það mál því hjá
mér. Þá er „rétt trú“ að sjálfsögðu
utan míns rannsóknarsviðs. En
þar sem Þórir telur „mystiska
skoðun á Essenum (geta) verið til-
efni þess að byggja brú frá Nag-
Hammadi í Egyptalandi, yfir
Qumranmenn og Essena, til Jésú
og lærisveinanna og þaðan aftur á
bak til Gamla Testamentisins"
hafa nokkrir menn talið þetta
óbeina andstöðu við mín rit. Ef
svo er greinir Þórir ekki frá því.
Þó sýnist Þóri í mun að andmæla
tengslum Gyðingdóms við egypzka
hugmyndafræði, og þykir mér því
rétt að skýra stöðuna: samkvæmt
flestum heimildum mér tiltækum
byggist táknmál kristni á egypzk-
um fyrirmyndum. Talað er í hug-
tökum Ósíris, og, raunar fleiri
frjóguða fornra. Þetta er ekki tek-
ið úr bók um Essena, þetta er mín
eigin ályktun af samanburði trú-
arbragða. Sýnist mér umgjörð
kristni raunar óskiljanleg ef þetta
er ekki haft í huga.
Annað ber til: Þórir skilgreinir
Heilaga Kvöldmáltíð mjög á ann-
an veg en gert er í mínum ritum,
enda auðskilið, ef byggt er á gjör-
ólíkum forsendum. Þetta þarfnast
ekki sízt athugunar nú, þegar
Lima-skýrslan um sameining
kristinna manna er í deiglunni.
Köli Guðs
Lýsing Þóris Kr. á eðli „Guðs
Gamla Testamentisins", eins og
hann orðar það, er ærið umhugs-
unarefni hverjum manni. Guð
„reiðist þegar vikið er út af stefn-
unni. Hann er eiginlega tyftari til
æðri hamingju". Hef ég raunar
séð enn dýpra tekið í árinni, lesið
um hinn „grimma, hefnigjarna og
reiða typtara", og er því ekki að
leyna, að mörgum hefur orðið
starsýnt á óhæfuverk sem færð
eru á reikning Drottins, reiði hans
og hefnd, að ekki sé talað um þau
ósköp er hann ráðleggur Israels-
mönnum að drepa alla í borgum
„svo að enginn var eftir skilinn er
undan kæmist", og fer ekkert milli
mála um athæfið: „vér gjöreydd-
um þær eins og vér höfðum áður
gert við Síhon, konung í Hesbon,
með því að gjöreyða hverja borg
að karlmönnum, konum og börn-
um“ (V. Mósebók 3.1—7) og svo
framvegis. Minnir slíkur Guð
meira á nýorðna hörmungarat-
burði en Guð kristinna manna.
Hvernig þess háttar „tyftari"
verður skýrður sem „tyftari til
æðri hamingju" er ekki ætíð ljóst,
enda ollu slikir kaflar miklu um
grimmd og villimennsku á öldum
galdrabrennu og ofsókna.
Þó velur Þórir ofangreindar
frásagnir sérstaklega úr til að
skýra gæzku Guðs: „Það mætti
segja að samnefnari G.t. sé sagan,
sögurásin og kærleiksvilji Guðs til
hjálpar mönnum innan ramma
sögunnar, framsetning devterón-
ómistans er e.t.v. sú besta, þar er
allt skoðað í Ijósi sögunnar.” (Deu-
teronomium= Fimmta bók Móse
tilv. að ofan.) Framhaldið er því
ekki óathyglisvert.
Nýr ísrael
„Og það er ljóst af allri ræðu
Jesú og atferli hans, að hann skoð-
ar sjálfan sig, kenningu sína og
lífsörlög og persónu sína sem ver-
andi í beinu framhaldi af G.t. þ.e.
frumsöfnuðurinn er „nýr ísrael".
Þetta merkir þá væntanlega, að
allir kristnir menn séu nýr lsrael,
og vandast nú málið. Ekki munu
margir samþykkja slíka skilgrein-
ingu á kristni nema skýrt sé hvað
átt sé við með ísrael. Ef það
merkir, eins og lesa má af grein
Þóris, að Jesús Kristur sé sonur
þess grimma og hefnigjarna Guðs
sem tyftar mannkyn og ráðleggur
dráp kvenna og barna — og að
hann og slíkur Guð séu eitt — þá
munu ýmsir naga sig í handarbök-
in. Er þetta vissulega spurning um
trú, hverju menn fá kyngt, en ekki
hygg ég marga íslendinga biðja til
slíks Guðs á kvöldin.
Heimsveldisfasismi
Samkvæmt mínum niðurstöðum
býr miklu æðri og fegurri Guðs-
mynd að baki K-isti en sú er birt-
ist í grimmum og hefnigjörnum
„tyftara". Enginn efar, að Jesús
hafi búið í landi Gyðinga og sam-
félagi því er nefnist ísrael, en það
breytir engu um táknmál fornra
trúarbragða. Gyðingdómur er
gagnskotinn hugmyndum Egypta,
Babyloníumanna og annarra forn-
þjóða. En nauðsynlegt er að við
skiljum hver annan í rannsóknum,
að við leggjum nokkurn veginn
sömu merkingu í þau orð sem not-
uð eru. Þykir mér Herra biskupn-
um og prestum hans nokkur vandi
á höndum, ef marka má kafla í
grein Þóris, sem illt er í að botna.
„Kristnu söfnuðirnir urðu á 4.
öld trúarbrögð rómverska heims-
veldisins. Rómverska-heimsveld-
ið-orðin-kirkja er lýsing á kirkj-
unni frá 4. öld og áfram. Og þegar
„kirkjan" var orðin partur af
rómverska heimsveldinu og tók
síðar yfir rómverska heimsveldið,
varð hún heimsveldi, sem bauð því
heim sem öllum heimsveldum
fylgir svo sem heimsveldisfas-
isma.— Trúarflokkur sem verður
að ríkjandi afli hjá einni þjóð, svo
sem í íran, spillist ætíð af völdun-
um, eins og aytatollarnir i íran
sanna." (sl6)
Söguskilningur
Það er þá beinlínis hættulegt, ef
þeir Herra Sigurbjörn og Herra
Pétur yrðu ríkjandi afl á Islandi
með prestastéttina í broddi fylk-
ingar. Hvað skyldu Pólverjar
segja um þetta? Þykir mér róið á
annarleg mið, þegar Khómený er
tekinn til samanburðar, vart
mundi ég óttast ayatollah síra
Ólaf Skúlason eða ayatollah síra
Þóri Stephensen, þótt kirkjur
spillist eins og aðrar valdastofn-
anir. En fáir munu undrast af-
stöðu íslendinga almennt til trú-
mála, ef þessi er opinber afstaða
guðfræðideildar H.I.
Og hvers konar óskapnaður var
þetta annars, þessi kirkja, sem
sett var á fót forðum, og hví skyldi
Þórir nefna hana í gæsalöppum?
Það merkir að almennum skiln-
ingi, að kirkjan hafi alls ekki verið
raunveruleg kirkja. Strikast þá
miðaldirnar út og arfur íslendinga
með, „kristnir menn“ voru þá
væntanlega ekki kristnir fyrr en
með Lúther á sextándu öld. Og
klórar nú einhver sér í höfði.
Talsvert hef ég lesið um miðalda-
kristni, en að „söfnuðir" hafi orðið
að trúarbrögðum á 4. öld þykir
mér með ólíklegri fréttum. Og
hinn margliðaði Miðgarðsormur
sem lýsing á kirkjunni, sjálft
heimsveldið sem bauð heim
heimsveldisfasisma, er teólógía
sem hefur einhvern veginn farið
framhjá mér. Fyrirgefið, en hver
var „heimsveldisfasismi" kristinn-
ar kirkju aldirnar tólf? Hvað
merkir þetta? Er átt við Mússol-
íni?
Hvað skyldi annars vera kennt
þarna uppi í háskóla, ef þessi er
söguskilningur kirkjunnar á
sjálfri sér?
Einlífí
Deilur um Essena eru utan
þessa máls. En hvað meinar Þórir
Kr. með feitletruðu orðunum:
„Lærisveinar Jesú draga sig ekki
út úr skarkala heimsins. Þeir eiga
að vera í heiminum en ekki af hon-
um.“ Er verið að egna til ófriðar
við kaþólska? Eða er þetta rétti
tíminn til þess? Það sem við vitum
bezt um kristnina er, að fjöldi
klaustra var reistur um alla hina
kristnu heimsbyggð, og að einbúar
eins og Papar leituðu jafnvel til
íslands. Voru þessir menn ekki
kristnir? Eða gengu þeir á gæsa-
löppum?
Kunnátta
Kannski á Þórir við það, að
FYRSTU lærisveinarnir hafi ekki
verið einbúar. En sannar það
eitthvað um, að Jesús hafi EKKI
getað numið speki af vitmönnum
sinnar tíðar? Við vitum að hann
átti orðastað við hina skriftlærðu.
Og ef hann gekk inn í musteri eða
grasgarð, gat hann ekki eins geng-
ið inn í klaustur? Svo mikið í mun
er Þóri að andmæla tengslum við
Essena, að hann flutti tölu í út-
varp, auk greinarinnar í Mbl. þar
sem hann færði sem rök gegn
tengslunum, að Essenar hafi verið
sískrifandi, en Jesús hefði aldrei
skrifað staf nema fáein orð í sand-
inn. Hefur mér orðið starsýnt á
þau rök, sem ég hef lesið víðar, að
Jesús hafi aldrei snert á fjöður-
staf. Er Kristur óheilagri ef hann
kunni stafrófið? Við vitum þó að
hann kunni tvo stafi, Alfa og
Ómega. Og hvarvetna lesum við í
sambandi við kenningu hans: „eins
og skrifað stendur"; sjálfur segir
hann til dæmis „Hér hlaut rit-
ningin að rætast" (Jóh.17.13) —
svo að ekki er sennilegt, að Krist-
ur hafi verið ólæs, enda er örðugt
að hugsa sér, að sú sé meining
Þóris. Enn örðugra er að ímynda
sér, að sjálfur Guð hafi verið
óskrifandi á jörðu hér, aða skrif-
aði hann ekki í sandinn? Sá væri
ólíkur börnum sínum, ef hann
stæði þeim að baki í mennt. Get-
um við ekki ætlað guðfræðideild-
inni slíka trú, túlkunin hlýtur að
vera sú, að Kristur hafi kunnað
allt þetta fyrir og ekki þurft að
læra það. Hví annars allt þetta
upphlaup?
Maður eða Guð
Mér sýnist þessi eindregna af-
staða Þóris hljóta að stafa af því
að hann vilji telja Jesú „Guð“ og
ekki „mann“. Ef svo er, þá er um
trú að ræða, sem ekki verður rædd
hér. En ef Jesús var látinn fæðast
sem maður, sem „þroskaðist að
vizku og vexti" (Lúk. 2.52) þá
merkir það beinlínis, að hann hef-
ur orðið vitrari, og væntanlega,
lærðari, með aldrinum. Eða hví
skyldi þetta annars tekið fram?
Og hvar var æðstu vizku að fá ef
ekki hjá þeim sem höfðu leitað
hennar og kunnu táknmál tíðar
sinnar? Eitthvert mál varð Jesús
að tala, því hann talaði fyrir
mönnum. Og ekki eru það rök
fyrir því, að Kristur hafi ekki
sjálfur lært í klaustri, að fyrstu
lærisveinarnir „draga sig ekki út
úr skarkala heimsins". Á sinn hátt
gera þeir það, inn í kristið samfé-
lag. Trúboði sem prédikar fyrir
öllum heiminum væntir þess ekki,
að til séu klaustur fyrir allar þær
þúsundir sem hann snýr til trúar.
Eða hvar í ósköpunum voru
klaustur fyrir allan þann mann-
fjölda? Klaustur urðu hinsvegar
eitt helsta einkenni kristni eftir
að hún var leyfð.
þekkingin
Ef dæma má af orðalagi Þóris
Kr. var þekkingu eða launhelgan
vísdóm eins og hann var túlkaður
meðal menntaðra manna að fornu
EKKI að finna i táknmáli kristni:
„En bæði Essenar og Nag-
Hammadi-menn lifðu einlífi eða
aflokuðu sig frá heiminum. Af
þessu stafar þessi mikla áherzla
þeirra á þekkingu sem þekkingu
hinna fáu sem fólki er ekki gefin.“
Nú sýnist mér þetta öfugt fram
sett: menn leita einlífis TIL ÞESS
AÐ LEITA ÞEKKINGAR— TIL
ÞESS AÐ GEFA SIG AÐ
FRÆÐISTÖRFUM. Sjálfur þekki
ég þetta vel, og, væntanlega, ein-
hverjir við háskólann. En eru
þetta rök gegn „þekkingu" Krists.
Ályktunin byggist á því, að teflt er
saman klausturbúum og þeim sem
ekki iðkuðu fræði í einveru.
Eusebius kirkjufaðir er ritaði
hina miklu sögu frumkristninnar
(ca 260—340 e.kr) kveður það hafa
verið eitthvert mikilvægasta at-
ferli manna í hinum hellenistiska
heimi að skýra guðspjöllin sam-
kvæmt leyndum (allegóriskum)
útleggingum sem aðeins útvaldir
skildu. Hann skiptir skilningi á
ritningunum í þekkingu hinna
innvígðu og vitru annars vegar,
einfalda túlkun almennings hins
vegar.1
Og hvað sagði Kristur sjálfur.
Hvað eftir annað er frá því greint,
að lærisveinarnir hafi ekki skilið
hann: „Þetta hefi ég talað til yðar
í líkingum“ (Jóh. 16.25) „í dæmi-
sögum" (Matt. 22.1.) og svo fram-
vegis: hann kveður lærisveinana
ekki þekkja ritningarnar, þeir ve-
rða því fegnastir er hann „mælir
enga líking" (Jóh.16.29) og notar
einfalt orðalag. Vísar þetta ekki
til merkingar?
*(sjá t.d. Eusebius: The History of
the Church from Christ to Const-
antine, Penguin L138, s89—93).
Táknmál og lærdómur
Hvernig sem menn velta þessu
dæmi fyrir sér er óhugsandi að
Einar Pálsson
„Samkvæmt mínum
niðurstööum býr miklu
æðri og fegurri Guðs-
mynd aö baki Kristi en
sú er birtist í grimmum
og hefnigjörnum „tyft-
ara“. Enginn efar, aö
Jesús hafi búiö í landi
Gyöinga og samfélagi
því er nefndist ísrael,
en þaö breytir engu um
táknmál fornra trúar-
bragða. Gyðingdómur er
gagnskotinn hugmynd-
um Egypta, Babyloníu-
manna, og annarra
fornþjóöa.“
gefa sér að forsendu að sagan af
Jésú hafi ekki í sér fólgið táknmál
síns tíma. Rétt er, að ýmsir kirkj-
unnar menn virðast óttast rann-
sókn á þessu táknmáli, einkum
mótmælendur að því er virðist. En
það merkir ekki, að spekin hafi
ekki verið til, og að EKKI sé æðri
skilning að finna í táknmáli Biblí-
unnar. Eða, ef orð prófessorsins
eiga að skiljast sem rök gegn
slíkri túlkun að fornu, þá stendur
staðhæfing Eusebiusar kirkjuföð-
ur gegn staðhæfing Þóris Kr.
Þórðarsonar.
Hvernig er það, hefur það ekki
ætíð verið svo, að þeir sem útiloka
sig frá skarkala heimsins við
bókalestur og fræðastörf afli sér
þekkingar sem aðrir komast ekki
yfir? Og geta menn ekki numið
táknmál og speki á lærdómssetri
og samt farið eigin leiðir?
Það hættulegasta við orðalag
Þóris Kr. er að hann gefur sumt
eindregið í skyn án þess að skil-
greina nánar þannig að hann
kynni að segja á eftir: Ég meinti
ekki þetta, ég meinti hitt. En þá er
að setja fram nákvæma skilgrein-
ingu á máli sem allir skilja ótví-
rætt. Eins og er verður maður því
að bæta við: EF ég skil Þóri rétt.
Sé einhver misskilningur á ferð
skoðast þessi rök sem svar til
þeirra sem hafa þá skoðun sem um
er rætt.
Rödd Jesú
En ef við látum nú lærdóm
Krists liggja milli hluta — lestur,
ritningar og ritun — hvað þá um
mál það sem hann talaði? Svo
skýrir Þórir það:
„Og rödd hans er önnur en rödd
Essena og Qumran-manna. Hann
talar að sönnu apokalýptiskt, eins
og þeir gerðu og eins og apokal-
ýptikerar í G.t. tala: Heimsendir
er í nánd. Guð mun að frumkvæði
sínu frelsa menn sem á hann trúa
og til hans leita. Hann mun eyða
óréttlætinu og óréttlátum
mönnum, ranglátum mönnum.
Trúin á frelsandi athöfn Guðs
skiptir því höfuðmáli. En Jesús
hefur samt interim-etik, siðfræði
biðarinnar eftir guðsríkinu, sem
er þó komið í honum ... og lög-
málin verða að nýjum lögum hins
eskatológíska guðríkis."
(AwiOC.
Hér stend ég — það er að segja núna — ég held — en kannski er þetta
bara vitleysa hjá mér.