Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
21
Ráðherra vill
ekki kaupa hluta
skreiðarbirgðanna
Osló, 7. febrúar. Krá Jan Erik Lauré TrétUritara Mbl.
Samræmdar árásir
á Vesturbakkanum
JcrÚHalem, 7.febrúar. AP.
YITZHAK RABIN landvarnaráð-
herra segir að síðustu árásir skæru-
liða á ísraelska borgara á Vestur-
bakkanum virtust vera afleiðing
samvinnu milli Jórdaníumanna og
Frelsissamtaka Palestínu, PLO.
Rabin sagði blaðamönnum þetta
skammt frá þeim stað þar sem 29
ára gamall hermaður var skotinn
til bana á mánudaginn. Fimm
dögum áður beið óbreyttur ísra-
elskur borgari bana í eld-
sprengjuárás, hinn fyrsti á Vest-
urbakkanum í tvö ár.
Shimon Peres forsætisráðherra
sagði á fundi með bandarískum
gyðingum að Yasser Arafat, leið-
togi PLO, reyndi að koma í veg
fyrir viðræður milli ísraels og
Jórdanfu. „Konungurinn vonar að
Arafat taki upp sína stefnu. Ara-
fat vonar að konungurinn taki upp
sína stefnu," sagði Peres.
Hann ítrekaði gamlar áskoranir
til Husseins um friðarviðræður.
Peres sagði einnig að stjórnir
ísraels og Egyptalands ættu að
mætast á miðri leið til að reyna að
bæta sambúðina og leysa landa-
mæradeilu í Sinai-auðninni.
Hann sagði að viðræður þjóð-
ERLENT
anna í Bersheba í síðustu viku
sýndu að breytinga væri von. Við-
ræðurnar rufu tveggja ára sjálf-
heldu í sambúð ísraels og Egypta-
lands.
Talsmaður ísraelska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í dag að Líb-
anonsher færi ekki til Suður-
Líbanons fyrr en fyrsta áfanga
brottflutnings ísraelskra her-
manna yrði lokið síðar í þessum,
mánuði.
Allt athafnalíf lamaðist í dag í
Vestur-Beirút og annars staðar
þar sem múhameðstrúarmenn
búa, vegna allsherjarverkfalls.
Efnt var til þess til að mótmæla
hefndum ísraelskra hermanna
fyrir árásir skæruliða í Suður-
Líbanon.
„Ég er á móti því að ríkið kaupi að
hluta eða öllu leyti skreiðarbirgðirn-
ar. Með því væri verið að yfirfæra
ábyrgðina og áhættuna frá framleið-
endum yfir á ríkissjóð, en slíkt teldi
ég óheppilegt. Framleiðendurnir
verða sjálfir að finna lausn á vanda
skreiðarverkunarinnar," sagði Thor
LLstau sjávarútvegsráðherra í fyrir-
spurnatíma í Stórþinginu á miðviku-
dag.
Listau svaraði spurningum
þingmannsins Oddvar Majala frá
Finnmörku, sem innti ráðherrann
álits á því hvort unnt væri að létta
byrðum af framleiðendum með
kaupum á hluta skreiðarbirgð-
anna. Ekki hafa fundist leiðir til
að koma skreiðinni í lóg eftir að
skreiðarsala til Nígeríu stöðvaðist
Veður
víða um heim
Logsl Hasst
Akureyri +7 skýjaó
Amsterdam +1 7 skýjaó
Aþena 4 16 rigning
Barcelona 14 þokum.
Berlin +5 +1 heióskírt
BrUssel 3 6 heióskirt
Chicago +12 +7 skýjaó
Dublin 7 8 skýjaó
Feneyiar 6 þokum.
Frankfurt 3 8 skýjaó
Genf 3 11 skýjað
Helsinki +19 +13 heióskírt
Hong Kong 17 18 rigning
Jerúsalem ' 4 8 skýjaó
Kaupm.hofn Las Palmas +8 +1 rigning vantar
Lissabon 12 19 rigning
London 5 6 rigning
Los Angeles e 16 heióskirt
Lúxemborg 1 skýjaó
Malaga 17 alskýjaó
Mallorka 15 Wttskýjaó
Miami 23 28 skýjaó
Montreal +18 +12 skýjaó
Moskva +12 +11 skýjaó
New York +5 +2 skýjaó
Ostó +14 +4 heióskýrt
París +6 11 skýjaó
Peking +3 +1 skýjaó
Reykjavík 2 skýjaó
Rio de Janeiro vantar
Rómaborg 5 15 heióskírt
Stokkhólmur -10 +8 heióskírt
Sydney 21 25 rígning
Tókýó 7 14 skýjaó
Vmarborg 3 5 snjókoma
Þórshöfn 4 skýjaó
og sitja verkendur uppi með mikið
magn óseldra birgða.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
framleiðendur yrðu sjálfir að bera
áhættuna sem væri skreiðarverk-
un samfara. Ráðuneytið hefur
hins vegar reynt að koma fram-
leiðendum til aðstoðar með ýms-
um aðgerðum eftir að Nígeríu-
markaði var lokað. Meðal annars
hafa stjórnvöld komið því í kring
að framleiðendur hafa losnað við
skreiðina úr geymslum sínum og
er hún nú í skemmum útfiutnings-
aðila.
Komið hefur verið á fót lánafyr-
irkomulagi fyrir skreiðarverkend-
ur þar sem þeir hafa aðgang að
allt að 200 milljónum norskra
króna, eða 890 milljónum ís-
lenzkra kr. Lánin eru svo til
vaxtalaus. Auk þess hefur verið
sett sérstök trygging fyrir skreið
til Nígeríu. Árið 1984 styrkti ríkis-
sjóður skreiðarverkendur með 25,5
milljónum norskra króna, sem
jafngildir 114 milljónum íslenzkra
kr., og í ár nemur sú upphæö um
45 milljónum króna, eða 180 millj-
ónum íslenzkra króna.
GENGI
GJALDMIÐLA
Líra og
franki
lúta
dollaranum
London, 7. febránr. AP.
DOLLARINN var í dag hærri
en nokkru sinni gagnvart
frönskum franka og ítölsku lír-
unni og komu aðgerðir seðla-
banka í Evrópu ekki í veg fyrir
það.
Seðlabankar í Evrópulönd-
um hafa á síðustu vikum
reynt að hamla gegn hækkun
dollarans en kauphallar-
starfsmenn segja, að gróskan
í bandarísku efnahagslifi og
trú manna á, að áfram verði
vextir háir vestra, sé undir-
rótin að gengishækkun doll-
arans.
Gengi helstu gjaldmiðla
var þetta í dag: fyrir dollar-
ann fengust 3,2350 v-þýsk
mörk (3,2270); 2,7563 franskir
frankar (2,7397); 3,6630 hol-
lensk gyllini (3,6550) og
1,3370 kanadiskir dollarar
(1,3341). Pundið hækkaöi hins
vegar aðeins og fengust fyrir
það 1,1167 dollarar (1,1120).
Ath. Opnum kl. 11.30. Boröapantanir ísíma 18833.
■k‘—
Hvfldarstaður í hádegi höll að kveldi