Morgunblaðið - 08.02.1985, Page 30

Morgunblaðið - 08.02.1985, Page 30
-30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 Guðrun Helgadóttir um Hallgrímskirkju: „Musteri list- ar og fegurðar" „Alþingi ályktar að á árinu 1985 leggi íslenzka ríkið fram 10 milljónir króna listskreytingar Hallgrímskirkju í Reykjavík og síðan samkvæmt fjárlögum hverju sinni með hliðsjón af verkáætlun til 10 ára. — Kirkjumálaráðherra skipi sjö manna nefnd til að annast undirbúning verksins og eftirlit með framkvæmd þess...“ Pingflokksfundur Veigamikill hluti þingstarfa eða undirhúningur þingstarfa fer fram í þingflokkum. Þeir þinga reglulega síðdegis á mánu- og miðvikudögum frá klukkan fjögur og fram eftir kveldi. Þá halda þingflokkar fjölda funda í annan tíma eftir því sem verkefni segja til um. Þessi mynd var tekin á fundi þingflokks sjálfstæðismanna sl. miðvikudag. Frá vinstri: Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti Sameinaðs þings, Þorsteinn Pálssson formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur G. Einarsson formaður þingflokksins og Vigfús Jónsson bóndi, Laxamýri. Tillaga sjálfstæðismanna: Gagnkvæm alhliða afvopnun Þetta er upphaf tillögu til þings- ályktunar, sem Guðrún Helga- > dóttir (Abl.) mælti fyrir í gær og hún flytur ásamt Salome Þor- kelsdóttur (S), Stefáni Benedikts- syni (BJ), Haraldi Ólafssyni (F), Svavari Gestssyni (Abl.) og Skúla Alexanderssyni (Abl.). Byggð fyrir frjáls framlög Guðrún Helgadóttir sagði bygg- ingarsögu Hallgrímskirkju spanna fjörutíu ár. Þegar litið væri á þetta mikla mannvirki virt- ist ótrúlegt, að það skuli að mestu byggt fyrir frjáls framlög velunn- ara og óbilandi elju safnaðarins. Framlög ríkis og borgar væru óverulegur hluti byggingarkostn- aðar. Á fjörutíu árum hafi ríkið lagt til byggingarinnar tæpar sjö milljónir króna. Stærsta framlag- ið var 1984, 4,5 m.kr., en fjárlög 1985 gerðu ráð fyrir 6,5 m.kr. Guðrún vitnaði til fagurra dómkirkna í höfuðborgum Evrópu, sem færustu listamenn hafi prýtt, svo menn geri sér langar ferðir til að njóta snilldar huga og handa, sem þar megi augum líta. Slík kirkja verði einnig í höfuðborg ís- lands þegar Hallgrímskirkja er fullbyggð. íslenzk biblía — sálmar Hallgríms Guðrún vitnaði til Guðmundar Þorlákssonar biskups, frænda séra Hallgríms Péturssonar sálmaskálds, sem lét þýða biblí- una á íslenzka tungu og gefa út fyrir fjögur hundruð árum. Tor- velt væri að gera sér í hugarlund hvað um móðurmálið hefði orðið, án íslenzkrar biblíu. Hallgríms- sálmar eru og óaðskiljanlegur hluti af íslenzkri menningu, sem er undirstaða þess mannlífs sem þrífst í landinu hverju sinni. Afkoma þjóðar ræðst ekki hvað sízt af menningarstyrk hennar, sagði Guðrún, og nú, þegar íslend- ingar eiga veraldarauð nokkurn, sé við hæfi að standa vörð um list og menningu þjóðarinnar, m.a. með byggingu og listskreytingu Hallgrímskirkju. Guðrún vitnaði til Guðjóns Samúelssonar, fyrrum húsameist- ara ríkisins, sem kirkjuna teikn- aði, en hann teiknaði Háskóla ís- L lands, Landspítala, Þjóðleikhúsið, » Akureyrarkirkju og Sundhöll Reykjavíkur, svo nokkur dæmi séu nefnd, auk Hallgrímskirkju. Musteri listar og fegurdar Guðrún rakti aðdraganda að byggingu og byggingarsögu kirkj- unnar. Hún sagði orðrétt: „Hið háa Alþingi ætti að þekkja hvað til þess friðar heyrir. Séra Hallgrímur Pétursson og aðrir jöfrar andans þekktu kall sitt og þeim eigum við tilveru okkar að þakka mörgum öldum síðar. Þeim eigum við skuld að gjalda. Minningu séra Hallgríms Pét- urssonar væri vart meiri sómi sýndur en með því að fela íslenzk- um listamönnum að gera kirkju hans að musteri listar og fegurðar í hjarta höfuðborgar landsins, þar sem menn mega eiga griðastað til að hlýða á það, sem hann unni mest, orð Guðs, skáldskap og tón- list. Hallgrímskirkja er lands- kirkja, eign þjóðarinnar allrar, og íslendingar eiga nú þann auð, sem nægir til að gera hana sambæri- lega hinum fegurstu kirkjum ann- arra þjóða, bornum og óbornum til friðar og gleði." Enginn þingmaður tók til máls, að lokinni framsögu. Tillagan gekk til þingnefndar. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) mælti í gær fyrir tillögu þingmanna Sjálfstæóisflokks til þingsályktunar um afvopnunarmál. Tillagan fjallar annarsvegar um brýna nauðsyn þess að þjóðir heims, ekki sízt kjarnorkuveldin, sameinizt um raunhæfa stefnu í afvopnunarmálum, sem leitt geti til samninga um gagnkvæma og alhliða afvopnun; hinsvegar um það að fela utanríkismálanefnd Alþingis að láta gera úttekt á þeim hugmyndum, sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar með sérstöku tilliti til legu íslands og aðildar þjóðarinn- ar að alþjóðlegu samstarfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu verði síðan leitað samstöðu meðal stjórnmálaflokka um sameigin- lega stefnu í þessum málum. Tillagan fékk já- kvæðar undirtektir • Páll Pétursson (F) kvað tillög- una góða, svo langt sem hún næði, og ekkert sem mælti gegn því að hún yrði samþykkt. Spurning væri þó hvort heppilegra væri að huga frekar að einstökum þáttum verk- efnisins. • Hjörleifur Guttormsson (Abl.) kvað hægt, út af fyrir sig, að lýsa fylgi við ákveðna þætti tillögunn- ar. Hinsvegar tækju aðrar tillög- ur, sem fyrir liggja, meira sértækt á efnisþáttum, svo sem tillagan um frystingu kjarnorkuvopna og önnur um „hernaðarratsjár- stöðvar". • Kjartan Jóhannsson (A) kvaðst ekki sjá ástæðu til að gagnrýna neitt, sem í tillögunni stæði, en athuga mætti hvort fleiru þyrfti við að hana að hnýta. Þjóðartekjur á mann: 70 % af því sem var 1981 Könnun á launum og lífskjörum á íslandi KONNUN A LAUNUM OG LÍFSKJÖRUM „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd full- trúa stjórnvalda og aðila vinnu- markaðar til að kanna hvort og að hvaða leyti laun og lífskjör eru lakari á íslandi en í nálæg- um löndum og hverjar eru orsakir þess. — Nefndin skili at- hugun fyrir árslok 1985.“ Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar, sem tveir þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á þingi, Gunnar G. Schram og Pétur Sigurðsson. í greinargerð segir að kaup- máttur hér á landi hafi minnkað um fimmtung á þremur árum og sé nú svipaður og 1971. Hagvöxt- ur í OECD-ríkjum hafi verið 2,6% 1983, 5% 1984 og standi til 3—4% vaxtar 1985. Samfara hagvexti batni lífskjör, en þjóð- artekjur og kaupmáttur rýrni hér á landi. Þjóðartekjur á mann séu nú aðeins 84% af því sem þær vóru 1982 og 70% af því sem þær vóru 1981. Flutningsmenn telja nauð- synlegt að könnunin nái til hlut- ar launþega í þjóðartekjum, kauptaxta og launaþróunar (bæði taxtakaups og ráðstöfun- artekna), vinnutíma og atvinnu- öryggis, beinna og óbeinna skatta sem og opinberrar þjón- ustu, greiðslubyrði og skulda- stöðu gagnvart öðrum löndum, fjárfestingarþróun, gengisþróun og hagsveiflna í samanburðar- löndum. VINDLINGAPAPPÍR OG ELDSPÝTUR: EINKA- SALA FALLI NIÐUR Fram hefur verið lagt frum- varp til breytinga á lögmn um verzlun ríkisins með áfengi, tób- ak, lyf o.fl. Frumvarpið felur í sér þá breytingu að einkaréttur ríkisins til innflutnings á vindl- ingapappír og eldspýtum falli niður. Flutningsmenn frum- varpsins eru Karl Steinar Guðnason (A) og Eiður Guðna- son (A). VINNULAG VIÐ FRAMLAGNINGU ÞINGMÁLA GAGNRÝNT Guðrún Helgadóttir (Abl) gagnrýndi á þingi í gær að fram væru bornar tvær nær sam- hljóða tillögur til þingsályktun- ar, annarsvegar um samanburð á launum og lífskjörum hér og á Norðurlöndum, hinsvegar um slíkan samanburð hér og í ná- grannalöndum. Meðal flutnings- manna á báðum tillögunum væri sami þingmaðurinn, Gunnar G. Schram. Þá gagnrýndi hún að greinargerðir, sem samkvæmt þingsköpum ættu að vera stutt- ar, væru, þó í öðrum tilfellum en hér um ræðir, allt upp í 70—80 blaðsíður, og innihéldu eldri þingræður úr Alþingistíðindum, Taíla 1. Kaupmáttur límakaups verkamanna. idnaðarmanna og verkakvenna 1973—1984. Visitolur 1980 = 100 Ár Verkamenn Iðnaðarmenn Vcrkakonur 1971 81 83 74 1972 95 97 89 1973 97 98 88 1974 104 109 92 1975 92 94 82 1976 91 93 83 1977 98 100 91 1978 103 102 101 1979 102 103 100 1980 100 100 100 1981 103 103 103 1982 105 104 104 1983 87 88 86 1984 1. ársfj 81 80 81 2. ársfj 83 84 81 (Hcunild: Fréttabréf kjararannvSknaneíndar. september 1984 ) Tafla 2. Breytingar þjódartekna og rádstöfunartd kna heimilanna á mann 1971—1984 Vlsiirtlur |97|—1(10 RáAstöfunarlckjui hcimilanna 1971 100 100 1972 104 110 1973 114 119 1974 114 127 1975 105 112 1976 111 115 1977 120 129 1978 124 140 1979 123 142 1980 124 142 1981 125 151 1982 121 152 1983 115 135 1984 (aætlun) 114 130 I Hcimild ÞiödhagjxMofnun ) heilar blaðagreinar, eldri tillög- ur o.s.fv. — Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs þings, kvaðst kanna fyrri athugasemdina en taka undir þá síðari. KJÖR OG STARFSAÐ- STAÐA FRAMHALDS- SKÓLAKENNARA „Hefur menntamálaráðherra gert einhverjar ráðstafanir til að stuðla að samkomulagi í þeirri kjaradeilu framhaldsskólakenn- ara og ríkisins sem nú er fyrir kjaradómi? Ef svb er, þá hverj- ar? Mun menntamálaráðherra neyta heimildar í lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og fram- lengja starfstíma kennara ein- hliða um þrjá mánuði frá og með 1. marz nk.?“ Gunnar G. Schram (S) hefur borið framangreindar spurn- ingar til menntamálaráðherra fram á þingi. INNFLUTNINGUR MATVÆLA „Hvernig er háttað eftirliti með innfluttum matvælum til landsins? Hvaða reglur gilda um heilbrigðis- og gæðavottorð? Stendur til að endurskoða lög- gjöf um þessi efni?“ Þannig spyr Stefán Benediktsson (BJ) heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra. FÍKNIEFNAVIÐURLÖG/ LEIÐRÉTTING Stjórnarfrumvarp um þyng- ingu viðurlaga fíkniefnabrota, lenging hámarks fangelsunar úr tveimur í sex ár, var lagt fram af heilbrigðisráðherra en ekki dómsmálaráðherra, eins og látið var að liggja hér á þingsíðu ný- verið. Þetta leiðréttist hér með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.