Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 8. FEBRPAR 1985 t Mamma okkar, amma og fóstra, SALOME JÓNSDÓTTIR fré Súðavfk, lést i Landspitalanum aö morgni 7. febrúar. Salome Herdfa Björnadóttir, Birna Björnadóttir, Edda Bragadóttir, Dúa Björnadóttir, Halldór Siguróaaon. t Bróöir okkar, EINAR E. ÓLAFSSON, Hrefnugötu 1, Reykjavfk, lést miövikudaginn 6. febrúar. F.h. systkina, Sigrún Ólafadóttir. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN SVAVA VILHJÁLMSDÓTTIR fró Vogsóaum, til heimilia aó Selvogabraut 17 borlékahöfn, veröur jarösungin frá Strandakirkju i Selvogi laugardaginn 9. febrúar kl. 13.00. Þórarinn Snorraaon, Jóhanna Eirfkadóttir, Valur Snorraaon, Helga Sigurjónadóttir, Gunnar H. Snorraaon, Valgeröur Ölviadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öltum sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför HEIDVEIGAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Álfaakeíói 53, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Borgarspitalans sem önnuöust hana i veikindum hennar. Brynjólfur Þóröaraon, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, ODDS KRISTJÁNS RÍKHAROSSONAR (skfrður Odd Kristian Thom). Súsanna Oddsdóttir, Anfta Oddsdóttír, Gréta Oddsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, systur og ömmu, KRISTJÖNU INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Skúlaskeiði 16, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Siguröar Björnssonar læknis og alls starfsfólks deildar 2A á Landakotsspitala. Hermann Gfslason, Jón Þ. Brynjólfsson, Ægir Hafsteinsson, Brynja Gunnarsdóttir, Guðfinna Hermannsdóflir, Gfsli Hermannsson, Brynjólfur Þóröarsson, Dagbjört Guðnadóttir, Anna Hauksdóttir, Bragi Antonsson, Guörún H. Scheving, barnabörn. Lokað Verslun okkar og skrifstofur verða lokaðar frá kl. 12.00-15.00 í dag föstudaginn 8. febrúar vegna útfarar SIGURGEIRS KRISTJÁNSSONAR verslunarmanns. Slippfélagið í Reykjavík hf. Klara Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 7. febrúar 1907 Dáin 30. janúar 1985 Það er hverjum manni léttir að fá hvíldina eftir erfiðan sjúkdóm. Dauðinn veitir sjúkum langþráða hvíld, bindur enda á langa bar- áttu. Þannig batt dauðinn enda á baráttu Klöru Sigurðardóttur við margra ára veikindi, sem náðu há- marki fyrir nokkrum vikum. Klara var dóttir hjónanna Sig- ríðar Halldórsdóttur og Sigurðar Skagfjörð, trésmiðs í Reykjavík. Klara missti móður sína kornung að aldri og ólst síðan upp hjá föð- ur sínum og föðursystur ásamt eldri bróður sínum Vilhelm. Þau systkin kölluðu föðursystur sína æfinlega „systur“ en hún var þeim systkinum sem besta móðir. Klara vitnaði oft til hennar á seinni ár- um með hlýjum orðum, ekki síst þegar rætt var um húshald og matargerð. Ekki vantaði þeim systkinum föðurástina. Sigurður Skagfjörð var einstakur maður að allra mati. Hann var smiður góður og ein- staklega laghentur. Þegar Klara ræddi við okkur um æskuár sín, minntist hún oft á rúmið, sem Sig- urður smíðaði handa stúlkunni sinni, þegar Klara var lítil telpa, og festi við sitt rúm, svo að hún gæti sofið hjá pabba sínum. Þegar Klara og Vilhelm voru vaxin úr grasi, kvæntist faðir þeirra aftur. Seinni kona hans var Guðfinna Jónsdóttir, sem nú lifir mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn. Klara fór snemma að vinna fyrir sér, eins og algengt var og nauðsynlegt í þá daga. Hún giftist þann 11. desember 1931, Magnúsi Á. Guðjónssyni, stýrimanni, sem síðar gerðist vélgæslumaður hjá Slippfélagi Reykjavíkur. Þau eign- uðust tvö börn, Steinar f. ’32 og fósturdóttur, Klöru f. ’44. Þau Magnús áttu sér fallegt heimili á Skeggjagötu 3 í Reykjavík, þar sem myndarskapur Klöru var augljós. Klara var mjög lagin í höndunum og hafði yndi af vanda- samri handavinnu og skreyting- um. Ég kom inn á heimili þeirra Klöru og Magnúsar, þegar ég gift- ist Steinari, syni þeirra, árið 1963. Við bjuggum hjá þeim á Skeggja- götunni í rúm tvö ár. Á þessum árum lærði ég margt nytsamlegt hjá Klöru, sem lét sér annt um að okkur liði sem best hjá þeim hjón- um. Ég var óreynd og fákunnandi um húshald, en lærði því meira hjá tengdamóður minni. Það var gaman að sjá dúkað borð eftir Klöru. Hún lagði Sig fram við all- an búnað og mat, þegar þau Magn- ús tóku á móti gestum. Allt varð að vera sem best gat verið. Jóla- boðin hennar verða okkur Steinari og börnum okkar ógleymanleg. í október síðastliðnum kom Klara í heimsókn til Þýskalands. Hún var við þó nokkuð góða heilsu, og ætlaði sér að dvelja hjá okkur Steinari í Hamborg þar til í byrjun janúarmánaðar. Mennirnir áætla en Guð ræður. í byrjun janúar veiktist Klara skyndilega. Hún var lögð inn í sjúkrahús í Hamborg og lá þar í þrjár vikur. Hún var síðan flutt heim til íslands í Borgarspítalann, þar sem hún lést þann 30. janúar síðastliðinn. Ég kveð Klöru tengdamóður mína með þökk. Veri hún Guði falin. Anna Þ. Baldursdóttir Árng Ólafsdóttir — Minningarorð Þriðja desember síðastliðinn lést á Landakotsspítala eftir stutta sjúkralegu frú Árný Ólafsdóttir Borgarvegi 9, Ytri- Njarðvík. Útför hennar var gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 8. des- ember. Með henni er gengin mikil- hæf kona. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Þorsteinsdóttir og ólafur Jafetsson sjómaður. Þeim varð átta barna auðið. Ólafur eignaðist einn son áður en hann kvæntist Elínu. Börn Elínar og ólafs voru: Guðrún Steinunn, gift Sigurði Ólafssyni kennara, Krist- ín, gift Magnúsi Guðmundssyni skipstjóra, Gunnar skipstjóri, kona hans Kristín Jóhannesdóttir, Egill skipstjóri, kona hans Ragn- heiður Stefánsdóttir, Guðrún, ógift, Ólína, gift Elíasi Bene- diktssyni skipstjóra, Árný, gift Eiríki Þorsteinssyni vélstjóra og Sigfúsína, gift Brynjólfi Nikulás- syni skipstjóra. Árný var tvíburasystir Sigfús- ínu. Þær fæddust í Stapakoti Innri-Njarðvík 14. ágúst árið 1900 og voru yngstar sinna systkina. Árný ólst upp í Ytri-Njarðvík í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum sjö. Þegar Árný og Sigfús- ína voru aðeins átta ára gamiar féll faðir þeirra frá. Móður þeirra tókst samt að halda heimili áfram og ljúka uppeldi barna sinna, sem hefur verið mikið átak í þá daga, segir það sína sögu. Ekki munu ættir Árnýjar verða raktar frekar hér, til þess er ég ekki nógu kunn- ug. Systkini hennar sem nú eru á lífi eru Guðrún og Sigfúsiína. Árný og hennar samtíðarfólk lifðu þær mestu breytingar sem urðu á íslensku þjóðlífi, er leiddu til velmegunar hér á landi. Mundi hún því tímana tvenna og kunni að bregðast við hvoru tveggja. Árið 1926 steig Árný sitt gæfu- spor er hún giftist eftirlifandi manni sínum Eiríki Þorsteinssyni vélstjóra, úr Höfnum sem að öllu er að góðu kunnur, mikill sóma- maður. 1929 byggðu þau hús sitt og gáfu því nafnið Vík sem nú er Borgarvegur 9. Bjuggu þau þar upp frá því þangað til hún lést. Árný og Eiríkur eignuðust sjö börn, eru fjögur þeirra á lífi allt myndar og dugnaðar fólk, öll bú- sett í Ytri-Njarðvík. Þau eru: Erla Gíslína gift Guðmundi Kristjáns- syni múrarameistara, Gyða gift Jóhannesi Meinert Nilsen hafnar- verði, Þorsteinn vörubílstjóri gift- ur Hönnu Hersveinsdóttur og Sig- urður Gunnar tækjastjóri var giftur Brynju Árnadóttur er þau eru skilin. Árný og Eiríkur eign- uðust ellefu barnabörn og sautján barnabarnabörn. Árný var myndarleg kona í sjón og raun, beinvaxin, kvik í hreyf- ingum og hélt sinni reisn til hinstu stundar. Eþíópía: Dvöl Sigríðar SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur, sem unnið hefur að hjálparstarfi í Eþíópíu um hálfs árs skeið á vegum Rauða krossins, mun dvelja í landinu í þrjár vikur til við- bótar til að sinna sérstöku verkefni, sem henni var falið. Sigríður var ráðin til sex mán- aða og átti starfi hennar að ljúka 15. febrúar nk. Jón Ásgeirsson, Ég var svo lánsöm að kynnast Árnýju er ég bjó í nágrenni við hana á Borgarveginum. Eftir það naut ég artarsemi hennar og tryggðar, því hún var vinur vina sinna. Hún var hjálpsöm og hafði gaman af að gleðja aðra. Ófáar voru flatkökurnar sem hún gaf mér og voru það þær bestu sem ég hef smakkað. Hún var lagin að rækta blóm og eitt sinn er ég hafði dáðst að blómunum hennar, beið mín fagurt blóm frá henni þegar ég kom úr vinnunni. Þetta nefni ég sem dæmi um hugulsemi hennar og gjafmildi. Eins og mannkosta- fólki sæmir var hún látlaus í allri framkomu og lét ekki mikið yfir sér en gat verið ákveðin ef því var að skipta. Það var með Árnýju eins og títt er um seintekið fólk að hún var traust og trygglynd. Til Árnýjar var gott að koma, hún var alltaf hress í viðmóti og væði hjónin ákaflega gestrisin. Dettur mér í hug orðatiltækið glöggt er gests augað því þarna ríkti friður og gagnkvæm tillitssemi. Þau áttu fallegt og myndarlegt heimili sem bar glöggan vott um að Árný var dugleg, þrifin og framúrskarandi mikil húsmóðir. Henni fóru öll verk vel úr hendi. Árný átti góða fjölskyldu sem hún sýndi alla tíð mikla ástúð og umhyggju og vakti yfir velferð hennar. Því er stórt skarð höggvið. Þótt Árný sé horfin sjónum ástvina sinna lifa minningarnar í hjörtum þeirra og verður þeim leiðarljós um ókomna tíð. Ég kveð þesa indælu konu með trega og þakka henni góð kynni. Einnig votta ég Eiríki, börnum, barnabörnum, systrum hennar og öllum öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð og bið þeim guðs blessunar. Sigrún Haraldsdóttir framlengd framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, tjáði blm. Mbl. í gær, að vegna þeirrar miklu þekkingar og færni, sem Sigríður hefði aflað sér í hjálparstarfi, hefði henni verið falið að kanna þörf og gera tillög- ur um frekari hjálp á öðrum svæð- um á vegum Alþjóða Rauða kross- ins. Mun það verkefni taka þrjár vikur og hverfur Sigríður heim- leiðis 5. marz nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.