Morgunblaðið - 08.02.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985
fólk í
fréttum
&'vv-
Jóhanna Björnsdóttir og Soffía Inga-
dóttir hjá Hagstofunni rýna í gamlar
kirkjubækur
líka sjálfumglaður og menn ýmist
hötuðu hann eða dýrkuðu er óð á
honum um eigið ágæti. Myia virð-
ist ekki einungis hafa erft glæsi-
legt útlit föður síns, heldur fram-
komuna að auki, en það var haft
eftir henni mjög nýlega: „Ég er
mjög falleg stúlka, fegurð mín er
gulls ígildi og mun færa mér ríki-
dæmi og frama."
Það birtist á dögunum býsna skemmtileg grein í Víðförla, sem er
fréttablað Þjóðkirkjunnar, er heitir „Af kirkjubókum fyrr og nú“.
Þar rýna þær Jóhanna Björnsdóttir og Soffía Ingadóttir starfs-
menn Hagstofu íslands í forn blöð og draga fram skondnar athuga-
semdir og skrítin nöfn. Blm. hitti Jóhönnu að máli og fékk leyfi til
að birta hluta af greininni.
Það kemur margt í hugann þegar þessum gömlu og oft lúnu
kirkjubókum er flett og þær segja mikla og oft sorgarsðgu þjóðar
vorrar á liðnum öldum. Það eru ýmsar athugasemdir sem fólki í
dag koma e.t.v. spánskt fyrir sjónir eins og t.d. eftirfarandi:
— Átt barn í hórdómi —
„H þessi hefur áður átt eitt barn í hórdómi með annarri kven-
persónu meðan kona hans lifði og á nú tvö með þessari, en þetta er
móðurinnar annað brot í hórdómi með téðum manni."
— Hálfgift —
„Á öldinni sem leið dó kona,
sem í kirkjubókinni var sögð
hálfgift. Skýringin var sú að
hún hefði dáið á undan hjóna-
vígslu að afloknum öllum lys-
ingum."
— Að sögn Jóhönnu eru
mörg skrítin nöfn í gömlu
kirkjubókunum og hefur
hugmyndaflugið í nafngiftum
verið mikið og prestarnir verið
furðu eftirgefanlegir í þeim
efnum. E.t.v. hefur það að ein-
hverju leyti stafað af því að börn voru oftar skírð heima skemmri
skírn strax eftir fæðingu og skírnin síðar staðfest í kirkjunni.
Stundum hafa þó klerkar beitt neitunarvaldi. Að sögn þeirra hjá
Hagstofunni er misjafnt eftir prestaköllum hve mikið af óvenju-
legum nöfnum hafa komið fyrir. Stundum finnst ekkert furðulegt
nafn í heilli kirkjubók en í öðrum rekur hvert furðunefnið annað.
— Críshildur, Þorgrautur og Óljóna —
Dæmi um nöfn af þessu tagi eru t.d. Snæfellsnes, Arnstensa,
Björnósk, Grómundur, Guðgils og Klóing. Þeir fyrir vestan hafa
verið iðnir við að finna upp frumleg nöfn á börn sín og má þar
nefna Gríshildi, Hyppolyte, Pelagóniu, Mildenberg, Bjarnaþórey,
Hjálmhlif, Óljóna , Gerilíus, Fástínu, Illaug, Evfesus og Þorgraut.
Þetta er aðeins hluti af þeim nöfnum sem finna má og ef víðar af
landinu er skoðað má finna nöfn eins og Grámann, Ossilá, Sakkaríu
og Borgarfjörð.
— Napóleon og Kató —
Ýmsir frægir menn eiga sér nafna á íslandi svo sem Sókrates,
Napóleon, Kató, Ibsen og Gladstone, Lazarus og Sakkeus.
— Það virðist oft vera þannig að fólk hafi gefið börnunum nafn
eftir þeim tíma ef þau voru fædd á eins og t.d. Oktavía í október,
Jólavísa á jóladag, Siguröld sem fæddist þjóðhátíðarárið 1874 og
Karl Sjöundi sem var sjöundi sonur foreldra sinna. Við látum þetta
duga, e.t.v. hafa einhverjir orðið hrifnir af nöfnunum og vilja gefa
börnum sinum einhver þeirra. Það er bara að presturinn samþykki!!
— bodar nfja tískulúiu
Ljósmyndafyrirsætan Christie Brinkley hefur nú
ýtt því starfi til hliðar og spreytir sig á öðru
sem hún telur til mikilla muna meira
krefjandi og skapandi. Hún hannar föt
eftir eigin höfði og kemur þannig þeim
kenningum sínum á framfæri, að tískubólur
séu ekki það sem fylgja beri undir öllum og
aftur öllum kringumstæðum. Christie telur að
hver kona eigi að laga sig að „eigin tísku" ef
svo mætti að orði komast, velja þá liti og þau
snið sem hentar hverri og einni best, það sé
afleitt að horfa upp á heila hjörð kvenna
sem eru allar eins klæddar. „Bandariskar
konur eru þó svolítið sérstæðar í þessum
efnum, eru opnar fyrir skemmtilegum
hugmyndum. Mér þykir gaman að sjá þær
t.d. í jakkafötum og strigaskóm. Christie
vinnur með hönnuði sem heitir Mitchell
Gross og skiptast þau á hugmyndum. Hún
er spurð hvort hún telji að föt þau sem
hún hanni seljist frekar vegna þess hve
fræg hún er fyrir vestan haf. „Nafnið
verður kannski til þess að konur skoða
fötin ef til vill frekar, en ég geri mér
grein fyrir því að þeim verður að líka við
fötin til þess að þær kaupi þau,“ segir
hún og bætir við: „Þeim skilaboðum vil
ég koma til kvenna hvað varðar fataval
þeirra, að þær leyfi sér að „sletta úr
klaufunum" Iítið eitt, skemmta sér við
fatavalið. Þetta verður þó að gerast
með hliðsjón af vinnustað og
aðstæðum öðrum. Best sett-
ar eru þær konur sem
ráða sér sjálfar.*
„Gríshildur,
Fástína og
Hjálmhlíf ... “
„Ég er mjög falleg
stúíka, fegurð mín
er gulls ígildi og
mun færa mér ríki-
dæmi og frama,“
segir Myia Ali.
Dóttir Alis:
Erfði útlitið
og framkomuna
Þessi unga snót er að ryðja sér til
rúms í Ijósmyndafyrirsætubransan-
um og þykir með afbrigðum efnileg,
auk þess sem ungur aldur hennar
tryggir henni að líkindum mörg
gæfurík ár á framabrautinni. Hún
heitir Myia Ali og er aðeins 13 ára
gömul.
Eins og nafnið bendir til á hún
ættir að rekja til „The Greatest"
eins og kýlarinn heimsfrægi var
ákaflega gjarn á að kalla sig. Auð-
vitað er hér átt við Mohammed Ali
fyrrum heimsmeistara í hnefa-
leikum. Myia hefur tekið skýrt
fram að fyrirsætustörfin séu unn-
in í fullri þökk pabba gamla sem
sé bara stoltur af dóttur sinni.
Hún tilkynnir jafnframt að
kvikmyndahlutverk heilli og hún
hafi sett stefnuna á slíkt. Mo-
hammed Ali þykir hafa verið
glæsilegur I æsku sinni, vel
skapaður íþróttamaður. Hann var