Morgunblaðið - 08.02.1985, Page 43

Morgunblaðið - 08.02.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS jkÆMU Um embætti veiðistjóra l>orstfinn Einarsson, fyrrum íþróttafulltrúi skrifar: í Velvakanda birtist 8. janúar sl. grein með fyrirsögninni „Endurskoðun". Varðar hugvekj- an, sem er tímabær og þðrf, tvenn atriði. f fyrsta lagi setningu starfs- manns í embætti veiðistjóra, sem er hið tímabæra, því að umsóknar- frestur um stöðuna er út runninn og er komið að því að Búnaðarfé- lag fslands gefi veitingavaldinu umsögn um þá umsækjendur sem sótt hafa. Munu þeir greinast í tvo höfuðflokka: veiðimenn og líffræð- inga. Þeir sem láta sig varða og er annt um velferð lífríkis landsins, frá sjónarmiði dýraverndar og náttúruverndar, hljóta að legga því áliti sterklega lið, að bæði um- sagnaraðilar og veitingavald velji sagði umsjónarmaðurinn Ásgeir Tómasson þá, að um stórsvindl hafi verið að ræða þegar hlustend- ur hringdu og völdu lagið „Save a prayer" með hljómsveitinni Duran Duran, sem vinsælasta lagið. Ég var í Traffic á Duran Dur- an-hátíðinni og varð ég ekki var við að starfsmenn væru að biðja fólk um að hringja i rás 2 og velja áðurnefnt lag. Það getur vel verið að starfsmenn rásar 2 geti lækkað lög á listanum ef sami hlustand- inn hringir mörgum sinnum en varla geta þeir það þegar hlust- andi hringir bara einu sinni eins og raunin var í þættinum þann 3. febrúar. Því vil ég að starfsmenn rásar 2 hugsi sig tvisvar um og dragi orð sín til baka. Duran Duran-aðdá- endur, hringið ótrauðir áfram því lagið „Save a prayer" á skilið að komast áfram upp listann. Nú er það t.d. í fyrsta sæti í Árseli. Ókeypis í sund og strætó Ásgeir Guðmundsson hringdi: Nýlega las ég í dálkum Velvak- anda tilmæli aldraðs, að afslátt- arkort í strætisvögnum giltu í ákveðinn tíma svo eigi þyrfti að rífa af miða í hvert sinn sem farið væri með vagninum. Mig langar vinsamlega til að benda á einföldustu lausn þessa vandamáls. íbúar í Kópavogi, 67 ára og eldri, geta snúið sér til Fé- lagsmálastofnunar og fengið þar aögangskort aldraðra sem gildir í sundlaug og Strætisvagna Kópa- vogs. Þetta kort mun kosta 130 krónur og gildir ævilangt. Væri nú tilvalið fyrir ráðamenn þéttbýl- issvæða þar sem sundstaðir eru og strætisvagnar ganga, að sýna nú hug sinn í verki. Látið aldraða fá ókeypis aðgangskort að sundstöð- um og strætisvögnum. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. í embætti „veiðistjóra" líffræðing. Starfsvið þessa eftirlitsmanns með ákveðnum þáttum í lífríki ís- lands er skilgreint í ákvæðum þriggja laga. í greinargerð, er þau voru til meðferðar sem frumvarp, segir að sá sem hljóti embættið skuli vera líffræðingur. Því miður varð embættisheitið „veiðistjóri" og við veiðar tengja margir byssu- meðferð og skotfimi, því er hætta á að glappast verði til að veita embættið skotfimum veiðimanni. Lífríki verður að skoöast af líffræðingi en ekki veiðimanni, þegar dæma þarf um meintan yf- irgang einnar lífveru gegn annarri og ásókn dýra í bústofna eða rækt- un. Það þarf til víðtækari þekk- ingu en að kunna að handleika skotvopn og miða til aflífunar á „vargdýr". Hitt atriði er endurskoðun laga og reglugerða sem varða ákvarð- anir um eyðingu „vargdýra" og hvaða aðferðum skal beitt. Slík endurskoðun er þörf en haldbest og raunhæfust verður hún ef henni er stjórnað af líffræðingi sem gjörþekkir íslenska náttúru og hefur það embætti að leitast við að innan lífríkis íslands hald- ist jafnvægi milli tegunda. Kosið verði í vor H.S. skrifar: í sumar er leið skrifaði ég grein- arkorn í „Velvakanda" með fyrir- sögninni „Það á að kjósa í haust". Því miður var það ekki gert, en kosningar í haust hefðu að öllum líkindum komið í veg fyrir verk- fall opinberra starfsmanna og að minnsta kosti hefði það orðið með öðrum brag. En þetta verkfall hafði hrikalegar afleiðingar og mun þjóðin seint eða aldrei bíða þess bætur. Hroki og óbilgirni, nokkuð jafnt á báðar hliðar, setti hér allt úr skorðum og nú stefnir í nýjan og hættulegan ófrið. Ríkis- stjórnin, sem nú situr að völdum, er búin að sýna og sanna svo ekki verður um villst að hún er ófær til að stjórna og ráða fram úr brýn- ustu vandamálum þjóðarinnar. Þess vegna þarf að kjósa og aðrir menn að koma til. í næstu kosn- ingum geta kjósendur til að mynda sagt til um hvort þeir vilja stórfjölga stjórnmálaflokkum eða margfalda verðbólguna. Á Islandi eru aðeins 240.000 íbú- ar, rétt eins og í smábæ í stóru löndunum. Landið er gott og sjór- inn gjöfull. Hér á um alla framtíð að vera sæmileg afkoma og aldrei sultur. En þessi litla þjóð hefur engin efni á því að standa í eilífum verkföllum og ófriði. Hér þarf þjóðarsátt, núverandi ríkisstjórn er alls ófær til að koma henni á. Þess vegna á að kjósa í vor. Næstu ríkisstjórn á formaður stærsta stjórnmálaflokksins að mynda með einhverjum sem alls óvíst er nú hverjir verða. En þeir sem næst setjast að völdum verða að gera sér grein fyrir því, að það verður engin þjóðarsátt meðan marg umtalaðri þjóðarköku er jafn misskipt og nú. Og að sósial- ismi og stefna frjálshyggjumanna eiga ekki heima á íslandi. Hljómsveitin Fyrirbæri. Nöfn féllu niður Þessi mynd af hljómsveit- og Haraldur Kristinsson. inni Fyrirbæri birtist í Vel- Það skal jafnframt tekið vakanda sl. miðvikudag en þá fram að hljómsveitin Fyrir- láðist að geta um nafn hennar bæri er ekki sú sem við er átt í og hljómsveitarmeðlima. Þeir greininni sem myndin birtist eru taldir frá vinstri: Kristján með sl. miðvikudag. Eldjárn, Ingi Ragnar Ingason ÚTSALA Karlmannaföt kr. 1.995—2.995. Terelynebuxur frá kr. 790—950. Gallabuxur frá kr. 295—595. Skyrtur, peysur o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavöröustíg 22 Þáttur frumkvöðla í samfélagi nútímans er mikil- vægur. Sýnt hefur verið fram á að ný atvinnutæki- færi verði oftar til í nýjum fyrirtækjum heldur en í eldri og rótgrónum fyrirtækjum. Stofnun nýrra fyrírtækja Markmið: Tilgangur þessa námskeiðs er að hjálpa jDeim sem hyggjast eða hafa nýlega stofnað eigin fyrirtæki. Eftir nám- skeioið er stefnt að því að þátttakendur hafi vald á þeim þáttum sem mikilvægastir eru við stofnun nýrra fyrirtækja, og geti forðast þær gryfjur sem á vegi þeirra verða. Efni: Á námskeiðinu er tekið fyrir m.a.: - Frumkvöðull (entrepreneur) - skilgreining. - Þrándar í götu frumkvöðulsins í ytra og innra umhverfi. - Arðsemisrannsóknir/hagkvæmnisathuganir. - Stefnumótun. - Áætlanagerð. - Framkvæmd. - Stjórnun. Þátttakendur: Allir sem hyggjast stofna eigið fyrirtæki eða hafa nýlega gert það, eiga erindi á þetta mikilvæga námskeið. Leiðbeinendur: Þorsteinn Guðnason rekstrarhag- fræðingur. Viðskiptafræðipróf frá Háskóla (slands 1981, og MBA próf frá San Diego State University 1983. Starfar nú sem hagfræðingur hjá Fjárfesting- arfélagi íslands. Tími: 18.-20. febrúar kl. 9-13. TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU Í SÍMA 82930 YJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS ISmI8293023

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.