Morgunblaðið - 08.02.1985, Síða 44

Morgunblaðið - 08.02.1985, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. FEBROAR 1985 „Islendingar eru gjörsamlega óðir í golf!“ — spjallað við John Drummond, golfkennara hjá GR JOHN Drummond, golfkennari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, er nú kominn til landsins, en GR hefur gert viö hann þriggja ára samn- ing. Hann starfaði einnig hjá klúbbnum síöastliðiö sumar. John er fæcjdur og uppalinn í borginni York. Eins og menn vita kannski sló knattspyrnuliö staöar- ins stórliöið Arsenal úr bikar- keppninni fyrir skömmu. „Þaö var frábært. Og svo dróst York gegn Liverpool í næstu umferö. Ég er hræddur um aö Liverpool bursti þá .. “ sagöi Drummond er blm. hitti hann aö máli i gærdag. Ekki sagöist hann hafa sérlega mikinn áhuga á knattspyrnu þrátt fyrir þessi ummæli. „Fótboltinn er enn vinsælli í Englandi, en golfiö er aö vinna mikiö á. Áhugi á golfi hefur víöa aukist gífurlega á undanförnum ár- um, sérstaklega í Skandinavíu held ég- Og hér á íslandi... „islendinaar eru gjörsamlega óöir í golf. Eg myndi segja aö þeir væru of áhugasamir — hér leika menn oft langt fram á nætur. Hér eru menn áhugasamari en í Eng- landi. Þar láta menn sér nægja aö fara einn hring á dag, en hér leika menn allt upp í þrjá hringi á vellin- um á einum degi. En þaö stafar vitaskuld aö hluta til af þvi hve golftímabiliö er stutt hér á landi.“ —Eru islendingar snjallir golfleikarar? „Miöaö viö hve golftimabilið er stutt hérna eru þeir mjög góöir, já, hreint ótrúlega snjallir. Hér eru nokkrir mjög snjallir, ég get nefnt Ragnar (Ólafsson), Sigurö (Pét- ursson), Björgvin (Ólafsson) og í>lormmWnt»ií» ívar (Hauksson). Þeir gætu unniö fjöldann allan af áhugamönnum í Englandi." Drummond fór nokkuö út á land til kennslu í fyrrasumar, m.a. heim- sótti hann Sauökrækinga, Sel- fyssinga, Ólafsfiröinga, Borgfirö- inga og Keflvíkinga. Fari aðrir klúbbar fram á þaö viö GR mun hann gera slíkt hiö sama í sumar. „Ég verö greinilega mjög upptek- inn í sumar viö kennsluna, en hafi klúbbarnir samband nógu snemma ætti þetta ekki aö vera neitt vandamál." Kennsla hefst hjá Drummond í dag og fer hún fram innanhúss. „Ég verö með inninámskeiöin í átta til tíu vikur — og vona þá aö þeim loknum aö ég komist strax út, í apríl. Veöriö hér hefur veriö svo ótrúlega gott, þaö hlýtur aö takast. Annars vonast ég bara til að kom- ast út sem allra fyrst. Þaö er alltaf mun betra aö kenna úti en inni.“ Golfskólinn hjá GR hefur veriö mjög vinsæll undanfarin ár. Aö sögn Björgúlfs Lúövíkssonar, framkvæmdastjóra klúbbsins, er golfiö greinilega mjög vaxandi grein. „Viö byrjuöum með tíu manna hóp byrjenda í fyrra, sem átti aö vera í sex skipti, en þegar því námskeiöi var lokiö var þegar í staö fullt í annaö og þegar upp var staöiö höföu yfir 100 manns komiö á þessi byrjendanámskeiö hjá okkur," sagöi Björgúlfur. Drummond sagöi marga byrjendurna vera ótrúlega fljóta aö ná árangri. „Þaö veltur náttúrulega á því hve menn leggja sig fram. Á þessu ári mun ég leggja sérstaka áherslu á aö kenna byrjendum, því viö erum ákveönir aö ná enn fleiri í klúbbinn," sagöi hann. Nú eru 544 meðlimir í GR, þar af rúmlega 500 sem stunda íþróttina reglulega. „Með sama áframhaldi er ég sannfæröur um aö eftir tíu til fimmtán ár veröa komnir nokkrir atvinnumenn í golfi hér á landi. Ég er sannfæröur um aö þetta á eftir að veröa „stór“ íþrótt hér á landi,“ sagöi Drummond. Hann var spurður hvers vegna golf væri jafn vinsæl íþrótt og raun ber vitni. „Þetta er einfatdlega svo skemmtilegur leikur! En þetta er erfitt bæöi líkamlega og andlega. Menn veröa einnig aö vera geysi- lega „teknískir“ til aö ná árangri í golfinu. Þaö er líka stórt atriöi varðandi vinsældirnar aö golfiö er fyrir alla aldurshópa. Knattspyrnu- menn og tennisleikarar, svo ein- hverjir séu nefndir, hætta yfirleitt iðkun þeirra íþrótta eftir vissan árafjölda — en golfleikarar viröast ekki geta hætt. Úti í Englandi kom einn daginn til mín kona og sagöi: „Ég er 82 ára. Ég hef aldrei snert golfkylfu, en nú langar mig til aö fara aö leika golf! Nú, ég tók hana í nokkra tíma og hún leikur nú alla laugar- daga og sunnudaga, og hefur sér- lega gaman af.“ Á þessu sést aö golfiö er fyrir alla — unga sem aldna, og ekki aö undra þó vinsældir þess aukist svo mjög sem raun ber vitni um allan heim um þessar mundir. Morgunblaöið/Rax • John Drummond, Englendingurinn, sem kennir hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Golfkennslan hefst hjá Drummond í dag Morgunblaöinu hefur borist eftirfarandi fréttatílkynning fré Golfklúbbí Reykjavíkur. Golfskóli Golfklúbbs Reykja- víkur hefur hafiö starfsemi undir handleiöslu Johns Drummond, golfkennara klúbbsins. Starf- semin fer fram í nýju viðbygging- unni í Sundlaugunum í Laugar- dal. Opiö er mánudaga til föstu- daga kl. 16.00 til 22.00 og laug- ardaga og sunnudaga kl. 9.00 til 16.00. Þarna gefst kylfingum tæki- færi á aö slá í net og búa sig undir golfvertíöina í vor. Þá er á staönum sandglompa og 9 holu púttvöllur með ýmsum hindrun- um. Öll golfkennsla fer þarna fram. Geta kylfingar ráöiö, hvort þeir fara í einkakennslu eöa hóp- kennslu. Þá er einnig í boöi sór- stök kennsla meö myndband- stæki. Sérstakir kvennatímar meö ókeypis kennslu veröa á mánu- dögum kl. 17.00 til 18.00. Þá er einnig ókeypis kennsla fyrir börn og unglinga á sunnudögum kl. 14.00 til 15.00. Allar nánari upplýsingar og tímapantanir eru hjá kennara í síma 40189 og framkvæmda- stjóra klúbbsins í símum 84735 og 35273. Þaö skal sérstaklega tekiö fram, aö allir kylfingar eru velk- omnir, byrjendur sem lengra komnir, meölimir GR sem utan- félagsmenn. Fréttatilkynning. H: 150. Br: 55. D: 60. 310 litra, tvískiptur. H: 150. Br: 55. D: 60. 300 lítra m/blásturskæl- ingu, tvískiptur. H: 160. Br: 60. D: 60. 350 lítra, tvískiptur. H: 160. Br: 67. D: 60. 410 litra, tvískiptur með vatnskæli. H: 165. Br: 55. D: 60. 290 lítra, sambyggöur kælir/frystir, 2 pressur. 390 litra, sambyggður 380 litra, sambyggður kælir/frystir, 2 pressur. kælir/frystir, 2 pressur. H: 141. Br: 50. D: 60. 225 litra tvískiptur H: 139. Br. 55. D: 60. 265 lítra, tvískiptur. —------"3!---- |C*>a* — Kr. 20.520 Kr. 19.940 Kr. 20390 Kr. 28310 Kr. 2Z705 Kr. 28.025 Kr. 30365 Kr. 34.190 Kr. 34365

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.