Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 48
OPIÐ ALLA DAGA FRA KL 11 45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 SIAÐFEST iAnsiraust FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. „Sá ekki bílinn fyrr en hann var kominn framhjá“ „ÉG VAR isamt vinkonu minni i Kleppsveginum og við hugðumst fara yfir götuna við gönguljósin i móti stóru blokkunum. I>ess vegna ýtti ég i takkann og græna Ijósið kom. Nokkrir bílar stoppuðu i Ijósunum og vinkona mín fór i undan yfir götuna. Ég horfði út eftir götunni til að vera örugg um að enginn bfll væri i leiðinni og gekk þi yfir. Þi kom vörubfllinn allt í einu — höndin slóst utan í — ég held pallinn, en vörubflinn si ég ekki fyrr en hann var kominn framhji," sagði Hjördís Jónsdóttir, itta ira gömul stúlka, en litlu munaði að hún yrði fyrir vörubifreið i Kleppsvegi gegnt Kleppsspítala klukkan itta að morgni þriðjudagsins, svo sem skýrt var fri í Mbl. í gær. Morgunbladið/RAX Hjördís Jónsdóttir við gangbrautarljósin i Kleppsveginum, en þar er alla jafna mikil umferð eins og er þessi mynd var tekin. Hjördís var á leið í skóla ásamt vinkonu sinni þegar at- burðurinn átti sér stað. Þær þrýstu á hnapp á gönguljósunum og gengu yfir götuna þegar grænt ljós blasti við þeim, en rautt Ijós logaði mót öku- mönnum. Bifreiðir stöðvuðu á hægri akrein, en ökumaður átta tonna vörubifreiðar sá ekki rauða Ijósið, því hann beygði sig í sömu svifum niður til að ná i logandi vindling, sem hann hafði misst í gólfið. Þegar hann leit upp sá hann rautt ljósið, en sá ekki stúlkurnar og ákvað að aka áfram fremur en hemla snögg- lega. Það var ekki fyrr en við ljósin, að hann sá stúlkurnar. „Vörubíllinn fór ofsalega hratt, fannst mér. Eg stoppaði á gangstéttinni og vinkona mín kom til mín og ég fékk að bíða í bíl hjá manni, sem þarna var. Ég fann mikið til í hendinni og hélt að hún hefði brotnað og fór á slysavarðstofuna. Sem betur fer reyndist höndin ekki brotin, en ég get ósköp lítið hreyft hana ,“ sagði Hjördís. Sofandi um borð þegar varðskipið stöðvaði bátinn SJÓMAÐUR tók í fyrrinótt 45 tonna bit sinn í Reykjavíkurhöfn og sigldi á honum einn síns liðs út i Faxaflóa. Nærliggjandi varðskipi, sem statt var skammt út af Akranesi, var gert við- vart og stöðvuðu varðskipsmenn bit- inn. Grunur leikur i að maðurinn hafl verið ölvaður. Lögreglan í Reykjavík gerði Landhelgisgæslunni viðvart um að báturinn hefði horfið úr höfninni. Varðskipsmenn fundu bátinn í stefnu á Arnarstapa og tókst þeim að komast um borð í bátinn á ferð. Maðurinn lá þá sofandi um borð. Bátnum var snúið aftur til Reykja- víkur og var komið þangað laust eftir klukkan 7 í gærmorgun. Bjart syðra HELGARVEÐRIÐ verður að öllum líkindum bjart og fallegt i Suður- og Vesturlandi, en líklega verður dilítill éljagangur i Norður- og Norðaustur- landi. Norðan- eða norðaustanátt verð- ur ríkjandi um allt land. M orjpu n blaðiö/ÓI. K. M. Isknattleikur á Melavelli fsknattieikur er ekki útbreidd íþróttagrein hér i landi, hvað sem síðar kann að verða. Þessir ungu piltar, sem Ijósmyndari Morgunblaðsins rakst i i Melavellinum í gær, virtust a.m.k. kunna talsvcrt fyrir sér í íþróttinni og vera mi, að hér sé kominn kjarninn í væntanlegt landslið fslands í þessari grein. Tap Arnarflugs áætl- að yfir 50 milljónir TAPREKSTUR Arnarflugs síðastliðið ár nam nálægt einni og hálfri milljón dollara. Fyrir liggur uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði irsins 1984, og reyndist tapið þann tíma vera 29 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Hauks Björnssonar, formanns stjórnar Arnarflugs, og er áætlað að tap fyrir síðustu þrjá mánuði síðastliðins árs sé einnig verulegt, þar sem vetrarmánuðirnir eru ávallt erflðir fhigrekstrinum. „Uppgjör fyrstu níu mánaða ársins í fyrra sýnir tap hjá okkur upp á 29 milljónir króna,“ sagði Haukur Björnsson, stjórnarfor- maður Arnarflugs, í samtali við blm. Mbl. í gær, „og helstu ástæð- ur þessa taps eru þær að við vor- um mjög óheppnir í okkar erlendu leiguverkefnum á árinu 1983, sem náðu fram á árið 1984. Þar má helst nefna leiguverkefni okkar í Nígeríu, en það gerði okkur mjög erfitt fyrir. Við komumst svo út úr þessum erfiðleikum á fyrsta árs- fjórðungi í fyrra, og hlutirnir fóru að snúast til betri vegar.“ Haukur sagði að ( framhaldi af níu mánaða uppgjörinu hefði af- koma síðustu mánaða ársins í fyrra verið áætluð, en samkvæmt hefð þá væru vetrarmánuðirnir ávallt erfiðir í flugrekstrinum. Því bættist við tapið veruleg upphæð, þannig að áætlað tap nálgaðist eina og hálfa milljón dollara. Haukur benti hins vegar á að í sambandi við áætlaða afkomu hefði varfærnislegum aðferðum verið beitt varðandi afskriftir á inneignum og hröðun afskrifta af vélum og tækjum o.s.frv. þannig að það væru hugsanlega nokkur hundruð þúsund dollarar sem álitamál væri hvoru megin striks ættu að standa. Aðspurður hvort hlutafjáraukn- ing sú sem ákveðin var hjá Arnar- flugi í fyrra væri ekki þar með uppurin, sagði Haukur: „Hluta- fjáraukningin er kannski uppurin, ef þannig er litið á málið, en það er ljóst mál að hún kom að mikl- um notum og reyndist félaginu mjög mikilvæg í sambandi við endurskipulagningu á fjárhag þess. í stað þess að vera með mik- inn bagga af lausaskuldum, sem settu starfsemi félagsins í mjög mikla tvísýnu, þá erum við búnir að koma þessum lausaskuldum yf- ir í lán til lengri tíma, sem við höfum alla möguleika að ráða við.“ Aðspurður um hvort ekki þyrfti að koma til ný hlutafjár- aukning á þessu ári, sagði Hauicur: „Það eru engar ráðagerðir uppi um það.“ Banaslys við jarð- vegsvinnu á Krókhálsi Sjávarafurðadeild Sambandsins: Áætlar fjórföldun á útflutningi til Japan SjávarafurAadeild Sambandsins áætlar að selja á þessu ári 4.000 til 6.000 lestir af hausskornum karfa, .2.000 lestir af grálúðu og 1.000 til 1.500 lestir af loðnu til Japan. Verð á karfanum verður það sama og á síð- asta ári. Áætlað brúttóverðmæti 4.000 lesta af karfa er rúmar 200 milljónir króna, en endanlegt verð fyrir hinar tegundirnar liggur enn ekki fyrir. Á síðasta ári flutti sjávarafurðadeildin út 2.600 lestir af frystum sjávarafurð- um til Japan og Kóreu. í fyrra varð mikil aukning á út- flutningi sjávarafurðadeildarinnar á frystum sjávarafurðum til Japan og Kóreu og var uppistaða þess magns grálúða og karfi, bæði fryst um borð í veiðiskipum og frystihús- um. Ólafur Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri, er nýkominn frá Japan og sagði hann, að ekki væri annað séð en vel hefði tekizt til með framleiðslu síðasta árs, en nokkrar lagfæringar þyrfti þó að gera á framleiðslunni, sem miðuðu að því að auka geymsluþolið. Einn- ig þyrfti að mæta kröfum markaðs- ins með því að sporðskera grálúðu. „Á þessu ári áætlar sjávaraf- urðadeildin að selja 4.000 til 6.000 lestir af hausskornum karfa til Japan og verður söluverð það sama og á síðastliðnu ári. Þá er áætlað að selja allt að 2.000 lestir af frystri grálúðu, en ekki hefur verið gengið frá endanlegum sölusamn- ingum. Nú standa yfir viðræður um sölu á frystri loðnu og loðnuhrogn- um. Útlit á sölu á loðnu er nokkuð gott, en sömu sögu er ekki hægt að segja um hrogn. Álitið er að birgðir loðnuhrogna í Japan séu meiri en nemur eins árs neyzlu," sagði Ólaf- ur Jónsson. TUTTUGU og níu ára gamall i maður beið bana í gær þegar hann varð undir stórri vörubif- | reið á byggingarsvæði bygg- ingarvöruverzlunar Sambands íslenzkra samvinnuféjaga á Krókhálsi, norðan Árbæjar- hverfis. Þarna er unnið við jarð- vegsframkvæmdir og var maður- inn að leiðbeina þeim sem voru að flytja möl á svæðið þegar slysið varð. Tveimur 10 hjóla vörubifreið- um var ekið inn á byggingar- svæðið. Ökumenn þurfu að bakka bifreiðum sínum til að losa farm. Hinn látni, sem stjórnaði gröfu, leiðbeindi öku- mönnum vörubifreiðanna. Ann- arri bifreiðinni var bakkað og hljóp hinn látni til, líklega til að hafa tal af ökumanni. í sömu svifum var hinni bifreiðinni bakkað og skipti engum togum að maðurinn varð undir henni og lést samstundis. Ekki er hægt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu. Játar hormóna- smyglið EINN skipverja á Eyrarfossi hefur viðurkennt að eiga horm- ónalyf, sem fundust í pípu í vélarúmi skipsins fyrir nokkru. Tollverðir fundu 36 sprautur af hormónalyfinu anabolic steriod. Eyrarfoss kom til landsins í fyrradag og játaði skipverjinn þá fyrir tollyfirvöldum að eiga hormónalyfin. Kvaðst skipverj- inn hafa ætlað þau til eigin nota. Bannað er að flytja þessa tegund hormónalyfja til lands- ins, en þau eru nú til rannsókn- ar hjá Rannsóknastofu Háskóla íslands í lyfjafræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.