Morgunblaðið - 16.02.1985, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRtlAR 1985
Bríet
m
Igærdagsgrein minni átti ekki
að standa ... er ég vil nefna
hér einu sinni „framsóknar-
maddömur" ... heldur: er ég vil
nefna hér einu nafni „framsóknar-
maddömur“. Það var annars eng-
inn framsóknármaddömustíll á
fimmtudagsleikriti útvarpsins að
þessu sinni. Hin alþekkta leik-
húskona Bríet Héðinsdóttir samdi
bæði leiktextann og leikstýrði.
Gaf hún leikritinu nafnið: „Það
var haustið sem ... “ Nafn þetta
hefir yfir sér einhvern óræðan,
rómantískan blæ sem fylgdi raun-
ar verkinu ekki bara vegna hins
tæra, lipra texta Bríetar heldur
ekki síður vegna ljúfra tóna frá
slaghörpu Önnu Þorgrímsdóttur
er liðu einkar lipurlega inn á milli
tilsvaranna og einsog límdu sam-
an hughrifin þannig að hvergi
varð brotalöm. Þessi slaghörpu-
leikur var annars engin tilviljun í
þessu verki, því það fjallaði um
unga stúlku, Stínu að nafni, er
leggur stund á píanónám. En for-
eldrarnir eru „smáborgarar" er
vilja beina einkadótturinni inná
praktískari lífsbrautir og nota þau
í því skyni sem einskonar grýlu
móðursystur Stínu, sem einnig
hafði lagt stund á píanónám en að
lokum framið sjálfsmorð suður í
París.
Snyrtilegur texti
En stúlkan er ung og uppreisn-
argjörn og hefur því auðvitað
grýluna upp á stall dýrlings. For-
eldrarnir hrapa aftur á móti niður
af þeim stalli er barnshugurinn
hafði smíðað. Er lýsing Bríetar á
viðhorfi ungu stúlkunnar til for-
eldra sinna óvenju hispurslaus að
mínu mati. Þannig segir Stína á
einum stað: En hvenær vissi ég
... að mér líkaði ekki við þau? Nei,
þetta má ég ekki segja ... (ákveð-
in). Jú, þetta er satt. Mér-líkar-
ekki-við-þau.“ Ástæðan fyrir þess-
ari óvild ungu stúlkunnar í garð
foreldranna er kannski fyrst og
fremst til komin vegna þess, að
pabbin hafði lagst með móðursyst-
urinni músíkölsku, er aftur leiddi
til fóstureyðingar og spillti hjóna-
bandi foreldra Stínu. Þannig
gengur eiginlega verk Bríetar út á
það að fletta ofan af þessu hjú-
skaparbroti pabba Stínu.
Leikfléttur
Eins og menn sjá af framan-
sögðu er kannski ekki svo ýkja
frumleg hugmynd lögð til grund-
vallar þessum leiktexta, þvi oft
hafa skáldin fjallað um togstreit-
una milli listamannshlutverksins
og hins borgaralega, og þá ekki
síður um þau átök er eiga sér stað
innra með unglingi þá hann upp-
götvar breyskleika foreldranna.
En hér réð fagmannleg úrvinnsl-
an úrslitum. Ég hef áður minnst á
það hve lipur og tær texti Bríetar
er. Ég vil sérstaklega taka fram að
þar er ekki að finna eitt einasta
klámyrði. Samt kemst allt til skila
sem segja þarf. Þá eru „sviðsleið-
beiningar" einstaklega nákvæmar
og hnitmiðaðar og bera skarpri
hugsun Bríetar fagurt vitni.
Dæmi: Skyggt inn: í fjarska
leikhljóð — sónn ásamt klið af
mannamáli, glasaglaum, hlátrum.
Allt með óraunveruleikablæ,
gengur í óeðlilegum bylgjum.
Raddir Gerðar og Hildar eru einn-
ig með óraunveruleikablæ, heyr-
ast í gegn, en orðaskil greinast
illa. Rödd Stínu er aftur á móti
eins og að ofan, þétt við hljóð-
nema. Sigrún Edda Björnsdóttir
lék hér Stínu. Þar vann hún leik-
sigur og einnig held ég að Bríet
geti verið ánægð með frumburð-
inn. Þar var ekki um að ræða neitt
slysabarn.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
Harrý og kettlingurinn Tonto.
Harrý og Tonto
■i Bíómynd
30 kvöldsins er
bandarísk frá
árinu 1974 og nefnist
Harrý og Tonto.
Harrý er ekkill á átt-
ræðisaldri, búsettur í
stórborginni New York.
Hann ákveður að yfirgefa
borgina fyrir fullt og allt,
liggja til þess tvær ástæð-
ur. Önnur er sú að Harrý
telur sig hafa verið rænd-
an ólíðanlega oft af ódæð-
ismönnum í borginni og
svo á að fara að jafna
íbúðarhúsið sem hann býr
í við jörðu.
Harrý leggur því land
undir fót ásamt kettlingn-
um sínum Tonto. Þeir
reyna fyrir sér hjá syni
Harrý og furðulegri fjöl-
skyldu hans en sjá fljót-
iega að sveitin og flökku-
lífið heilla.
Leikstjóri er Paul Maz-
ursky en aðalhlutverkin
eru í höndum Art Garney,
Ellen Burstyn, Chief Dan
George, Geraldine Fitz-
gerald, Larry Hagman
(J.R.) og svo auðvitað
kettlingsins sem við vit-
um þó því miður ekki hvað
heitir.
Uglan hennar
Mínervu
— rætt viö Sigurbjörn Einarsson biskup
■i Þátturinn Ugl-
35 an hennar Mín-
ervu er á dag-
skrá útvarps í kvöld kl.
22.35. Umsjón með þætt-
inum hefur Arthúr
Björgvin Bollason.
Gestur þáttarins að
þessu sinni er Sigurbjörn
Einarsson biskup. Mun
umræðan snúast um
nokkur atriði í kristin-
dómnum og mun Sigur-
björn svara margvíslegri
gagnrýni sem fram hefur
komið gegn kristindómn-
um.
Til dæmis mun Sigur-
björn svara þeirri gagn-
rýni að trúin sé andstæð
skynseminni og að trú og
vísindi hljóti að eiga í úti-
stöðum. Þá mun hann
verja það sjónarmið að
kristindómur hafi jákvæð
áhrif á framgang vísinda í
sögunni, andstætt því sem
gagnrýnendur kristin-
dómsins hafa haldið fram.
Loks mun Sigurbjörn
Sigurbjörn Einarsson biskup.
taka afstöðu til þeirrar
gagnrýni að kristindóm-
urinn hafi mjög bölsýnis-
Iegt viðhorf til mannsins
og líti á hann sem lítil-
mótlega veru. Verða í
þessu sambandi skoðaðar
greinar sem Sigurbjörn
hefur skrifað um þessi
mál í gegnum árin.
Hér og nú
— fréttaþáttur í vikulokin
■i Fréttaþáttur-
00 inn Hér og nú
““ er að venju á
dagskrá útvarps í dag kl.
14. Stjórnendur að þessu
sinni eru Kári Jónasson,
Gunnar E. Kvaran og Atli
Steinarsson.
Þátturinn er í beinni út-
sendingu héðan og þaðan
um landið. Fjallað verður
um ráðstefnu sem haldin
er á Suðurnesjum í dag
um ástandið þar í at-
vinnumálum. Rætt verður
við forystumenn launþega
og atvinnurekendur á
Suðurnesjum.
Þá verður fjallað um
vinnubrögð á Alþingi
enda hafa margir gagn-
rýnt þau I gegnum árin,
ekki síst þingmennirnir
sjálfir. Til dæmis verður
farið í það hvers vegna
sum mál ganga hraðar en
önnur í gegnum Alþingi.
Rætt verður við þing-
mennina Guðrúnu Helga-
dóttur og Björn Dag-
bjartsson.
Þá verður rætt um rík-
isstyrk til sjávarútvegs til
landa þeirra sem keppa
við okkur á aðalmörkuð-
unum. Verður ríkisstyrkt-
ur sjávarútvegur í Noregi
í brennidepli og Bjarni
Sigtryggsson fréttaritari
útvarpsins i Ósló verður
með pistil um það efni.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
16. febrúar
7.00 Veðurtregnir. Fréttir.
Bæn. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir. 7.25 Leikfimi.
Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorð — Hrefna Tynes talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr ).
Tónleikar. 8.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar trá kvöldinu
16.20 íslenskt mál
Asgeir Blöndal Magnússon
flytur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur
Umsjón: Njöröur P. Njarðvlk.
17.30 A óperusviðinu
Umsjón: Leifur Þórarinsson.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.35 Úr vöndu að ráða
Hlustendur leita til útvarpsins
með vandamál.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Grant skipstjóri og börn
hans“ eftir Jules Verne.
Ragnheiður Arnardóttir les
þýöingu Inga Sigurðssonar
(2).
20.20 Harmonikuþáttur
Umsjón: Siguröur Alfonsson.
20.50 Sögustaðir á Norðurlandi
Möðruvellir I Eyjafirðl. Um-
sjón: Hrafnhildur Jónsdóttir.
(RÚVAK.)
21.35 Uglan hennar Mlnervu
Umsjón: Arthúr Björgvin
Bollason.
23.15 Öperettutónlist
SJÓNVARP
áður.
9.00 Fréttir.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.)
Öskalög sjúklinga, frh.
1120 Eitthvað fyrir alla
Sigurður Helgason stjórnar
þætti fýrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1220 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.40 Iþróttaþáttur
14.00 Hér og nú
Fréttaþáttur I vikulokin.
15.15 Listapopp — Gunnar
Salvarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
14.45 Enska knattspyrnan
York City og Liverpool leika I
5. umferð ensku bikarkeppn-
innar. Bein útsending frá
14.55—16.45.
1720 Iþróttir
Umsjónarmaóur Bjarni Fel-
ixson.
1925 Ævintýri H.C. Andersen.
2. Litla stúlkan með eldspýt-
urnar og Prinsessan á baun-
inni.
Danskur brúðumyndaflokkur
I þremur þáttum. Jóhanna
Jóhannsdóttir þýddi með
hliðsjón af þýðingu Stein-
grlms Thorsteinssonar.
Sögumaður Viðar Eggerts-
son.
LAUGARDAGUR
16. febrúar
(Nordvision — Danska sjón-
varpiö).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
2025 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Við feðginln
Fimmti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur i þrettán þáttum.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen.
21.00 Kollgátan
Spurningakeppni sjónvarps-
ins, annar þáttur. Gestir: Að-
alsteinn Ingólfsson og Egill
Helgason.
Umsjónarmaöur lllugi Jök-
ulsson.
Stjórn upptöku: Viðar Vlk-
ingsson.
2120 Harrý og Tontó
Bandarlsk blómynd frá
1974.
Leikstjóri Paul Mazursky.
Aöalhlutverk: Art Carney
ásamt Ellen Burstyn, Chief
Dan George, Geraldine
Fitzgerald og Larry Hagman.
Harrý, sem er ekkill á átt-
ræöisaldri, er ekki lengur
vært I New York. Hann legg-
ur þvl land undir fót ásamt
Tontó, kettinum slnum, I leit
að viðkunnanlegum sama-
staö.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
2320 Dagskrárlok
24.00 Miðnæturtónleikar
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RAS 2 til kl
03.00.
LAUGARDAGUR
16. febrúar
'A00—16.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son.
Hlé.
24.00—24.45 Listapopp.
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
24.45—03.00 Næturvaktin.
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdóttir.
Rásirnar samtengdar að lok-
inni dagskrá rásar 1.