Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
26933 íbúð er öryggi 26933
Yffir 16 ára örugg þjónusta
Nú er rétti tíminn tii að kaupa
Opið í dag 1-3
Digranesvegur - Kóp.|
I 4ra herb. 100 fm ib. á jaröhæö i þríbýli. Glæsileg eign.
| Verö 2,3 millj.
Fossvogur
4ra herb. tæpl. 100 fm falleg ib. á 1. hæö. Verö 2,3-2,4 (
millj.
Engjasel
3ja herb. vönduö 95-100 fm ib. á 2. hæö. Bílskýli. Laus
fljótlega. Verö 2,1 millj.
Miövangur - Hf.
Mjög hugguleg 3ja herb. endaíb. á 3. hæö. Verð 1750
þús. Laus nú þegar.
Snyrtistofa í Ármúla
Til leigu 70 fm húsnæði fyrir snyrtistofu. Innréttingar
og öll aöstaöa selst sér. Leigusamningur til 5 ára
a.m.k.
mSrCadurl nri
f Hafnaratraati 20, almi 20033 (Nýja húsinu við Laskjartorg)
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM J0H Þ0ROARS0N HDl
Að gefnu tilefni:
Vegna rógsgreinar
enn á ný i Helgarpóstinum i gær er Almennu fasteignasölunni sf. bæði
Ijúft og skyft að upplýsa eftirfarandi staöreyndir:
1. Fullyrðing sem er ósönn og skaöar mannorð eða aöra hagsmuni
einstaklings eða persónu aö lögum varðar við lög og er refsiverö.
2. Helgarpósturinn hefur í tveim siöustu blöðum sinum gerst sekur um
slikan verknaö bæöi gegn eigendum Almennu fasteignasölunnar sf.
persónulega og fasteignasölunni sem slikri. Er þarna á feröinni
atvinnurógur og veröur ekki viö annaö unaö en aö svara þvi meö
auglýsingu þessari svo og meö kæru fyrir dómstólum. Engu þreytir í
þessu sambandi þó Helgarpósturinn viróist ekki hafa neinn skráöan
ábyrgóarmann og fari þannig i bága viö landslög.
3. Vegna hagsmuna hinna fjölmörgu viöskiptavina sinna vill Almenna
fasteignasalan sf. taka fram aö dæmi þaö sem Helgarpósturinn nefnir
er slitiö úr réttu samhengi og þar meö falsaö. Ákvæöi sem sett var til
verndar hagsmunum allra kaupendanna i sölusamningum fyrir ibúöir
i byggingu er rangfært og má benda á aö i formálabókum og
kennslubókum eru gefin dæmi til fyrirmyndar sem ganga mun lengra
í þessu efni en i samningum þeim sem Helgarpósturinn kynni aó vera
aö mióa viö, en getur þess þó ekki nægilega i tilvitnuninni enda er
tilvitnunin fram sett í villandi tilgangi.
4. Ákvæöió sem Helgarpósturinn viröist taka og rangfæra var i reyndinni
kvöö á fasteignasölunni í tilteknum mögulegum atvikum sett til
verndar hagsmunum allra kaupendanna.
5. Ef tilgáta Almennu fasteignasölunnar sf. um þaö hvar Helgarpósturinn
hefur boriö nióur i rangfærslum sinum og rógburöi er rétt aó upplýsa
aö þeir samningar bera meö sér ákvæöi sem tryggja hagsmuni kaup-
endanna langt fram yfir þaö sem algengt er i slikum kaupum á
markaðnum i dag.
6. Varóandi margnefnd kaup hafa engin kærumál eöa ágreiningsmál
risiö upp. enda byggjandinn og seljandinn kunnur fyrir vandaöan
frágang og sérstaka skilsemi I öllum viöskiptum sinum viö
kaupendurna.
7. Almenna fasteignasalan sf. fagnar þvi þess vegna aö fá fyrir
dómstólum tækifæri sem ekki er hægt aö láta ganga sér úr greipum
fyrst Helgarpósturinn gekk á annaö borö i gildruna og spinnur upp
lygasögu sem Helgarpósturinn nefnir dæmiö um brot lögmannsins
og fasteignasölunnar gagnvart viðskiptamanni.
8. Varöandi fullyröingu Helgarpóstsins um brot fasteignasölunnar á
lögum um fasteignamat skal þaö upplýst, aö 13. gr. þeirra laga sem
Helgarpósturinn fullyröir aö fasteignasalan brjóti er um allt annaó efni
og skiptir engu máli í þessu sambandi utan þess eins aö höfundur
rógsgreinanna i Helgarpóstinum hefur bersýnilega sneitt hjá þvi aö
lesa greinina og kynna sér efni hennar.
9. Fasteignasalan tekur fram aö siöustu aö hún hóf ekkl rógsherferöina
en mun aö sjálfsögöu hér eftir sem hingaö til gæta hagsmuna viö-
skiptavina sinna janfvel þó þaö kosti töluveröan tima og nokkur
f járútlát umf ram þaö sem eölilegt er. Því alkunna er aö dómsstólaleiöin
er bæði seinfarin og kostnaöarsöm.
Viö kaup og sölu veitir
fasteignasalan ráögjöf og
traustar upplýsingar.
ALMENNA
FASTEIGNASALAH
mm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
m jrl
2 Askriftcirsíminn er 83033
Launamisrétti
sem nemur 61 %
Um kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna
— eftir Gunnar G
Schram
Að undanförnu hefur launamis-
réttið í þjóðfélaginu oft borið á
góma. Þær umræður hafa fyrst og
fremst fjallað um nauðsyn þess að
bæta kjör þeirra sem lægst hafa
launin. Það fer ekki milli mála að
leiðrétting á kjörum þeirra er hér
það verkefni, sem brýnast er í kjar-
amálum, og gegnir raunar furðu
hve þungur róðurinn hefur þar ver-
ið á undanförnum árum.
En það má sjá launamisrétti á
fleiri sviðum í þjóðfélaginu. Þess
gætir ekki síst hjá þeim stóra hópi
ríkisstarfsmanna, sem eru félags-
bundnir í BHM og að undanförnu
hafa átt í kjaraviðræðum við ríkis-
valdið.
Kjarakönnun
Hagstofunnar
I þessum hópi eru nær 3.000
launþegar, sem hjá ríkinu starfa,
en það er um helmingur félags-
manna Bandalags háskólamanna.
Sérstaða þeirra í samningum við
ríkisvaldið er sú að þeir njóta ekki
verkfallsréttar eins og þeir ríkis-
starfsmenn sem eru innan vébanda
BSRB. Um kaup og kjör semja þeir
beint við ríkið, en náist ekki sam-
komulag í slíkum viðræðum fer
málið fyrir Kjaradóm, sem kveður
upp endanlegan og bindandi úr-
skurð um launakjör þessa stóra
hóps ríkisstarfsmanna.
I gildi hefur verið aðalkjara-
samningur milli ríkisins og launa-
málaráðs ríkisstarfsmanna innan
BHM, sem gildir til 28. þessa mán-
aðar. Ekki tókust samningar um
nýjan aðalkjarasamning og fór
kjaradeilan af þeim sökum fyrir
Kjaradóm. Er úrskurðar hans að
vænta þann 22. febrúar.
í samkomulagi sem gert var milli
ríkisins og launamálaráðs í tengsl-
um við aðalkjarasamninginn á síð-
asta ári var sett á stofn sameigin-
43307
Opið frá 1-4
Vesturgata
Góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Verð
1400 þús.
Nýbýlavegur
3ja herb., 100 fm, ib. á jaröh.
Allt sér. Verö 1850 þús.
Álfhólsvegur
3ja-4ra herb. ib. á 1. hæö. Verö
1900 þús.
Flúðasel
Góð 4ra herb. íb. á 3. hæð ásamt
bílsk. Verð 2.250 þús.
Nýbýlavegur
4ra herb. 115 <m efri sérhæö í
smiðum. Til afh. nú þegar.
Álfhólsvegur
4ra-5 herb. neðri sérhæð ásamt
bilsk. Verð: tilboð.
Laufás Garðabæ
Góð 138 fm efri sérhæð ásamt
40 fm bílsk. Mögul. að taka
minni eign uppi.
Borgarholtsbraut
Góö 5 herb. 137 fm neöri sér-
hæð ásamt 30 fm bílsk.
Reynihvammur
Vönduð 4ra-5 herb. efri sérhæð.
Bilsk.réttur. Góður staður.
Mögul. skipti á minni eign.
Atvinnuhúsnæði Kóp.
190 fm iðnaðarhúsn. Lofthæð
4,5 m. Gæti verið laust fljótlega.
KIÖRBÝLI
FASTEIGNASALA
Nýbýlavegi22 III hæð
(Dalbrekkumegin)
Sími 43307
Solum : Svemb|orn Guðmundsson
% Rafn H. Skulason, logfr.
^^mmmmmm^m^mm^r
leg nefnd aðila, sem skyldi fá það
verkefni að gera athugun á kjörum
ríkisstarfsmanna innan BHM. Var
verkefni nefndarinnar skilgreint
þannig að hún skyldi afla upplýs-
inga um kjör starfsmanna hjá öðr-
um en ríkinu, sem vinna hliðstæð
störf, er að eðli og umfangi gera
svipaðar kröfur um menntun, sér-
hæfni og ábyrgð.
Samkvæmt beiðni nefndarinnar
gerði Hagstofa íslands könnun á
launagreiðslum til starfsmanna
utan ríkiskerfisins.
Samkomulagið um gerð þessarar
launakönnunar af hálfu hlutlauss
aðila var mjög mikilvægt að dómi
ríkisstarfsmanna innan BHM. Með
henni var talið að unnt yrði að sýna
það svart á hvítu, svo ekki yrði ve-
fengt, hver væri launamunurinn
milli manna með sambærilega
menntun hjá ríkinu og hjá einkaað-
ilum. Það var öllum ijóst að sá
munur hefur farið hraðvaxandi á
undanförnum árum en glöggar
upplýsingar og sannanir skorti til
þess að kveða upp úr um það hver
sá munur er orðinn í raun í dag.
Hver er launa-
munurinn?
Ef tölur Hagstofu {slands um
laun háskólamanna á almennum
markaði eru bornar saman við laun
hjá ríkinu kemur í ljós að miðað
við dagvinnu eru launin á almenna
markaðinum í dag 61% hærri en
hjá ríkinu að meðaltali.
Sambærilegar tölur liggja fyrir
úr könnun sem gerð var 1977. Þá
var munurinn ekki nema 28%.
Þessar staðreyndir sýna hve
sundur hefur dregið í þessum efn-
um og gefa til kynna hve brýnt
það er orðið að gera hér á lagfær-
ingar svo mannauðn verði ekki í
ýmsum mikilvægum störfum hjá
hinu opinbera.
í þessu sambandi er ástæða til
þess að minnast á merkilegt
ákvæði í lögunum um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna frá
1973. Þar er fjallað um það eftir
hvaða meginreglu Kjaradómur
skuli úrskurða ríkisstarfsmönnum
laun. Skal hann „gæta þess vid úr-
lausnir sínar að ríkisstarfsmenn
njóti sambærilegra kjara og þeir
raenn með svipaða menntun, sér-
hæfni og ábyrgð, sem vinna hliðstæð
störf hjá öðrum en ríkinu“. Jafn-
framt skal hafa hliðsjón af al-
mennum afkomuhorfum þjóðar-
búsins.
Þar til Hagstofukönnun var
gerð fyrr í vetur var ekki gjörla
vitað um það hve launamismunur-
inn er hér orðinn mikill. Nú verð-
ur ekki lengur um það deilt hverj-
ar eru staðreyndir málsins. Er
ekki að efa að Kjaradómur, sem
kveðinn mun verða upp 22. febrú-
ar, muni leggja þessa könnun til
grundvallar í störfum sínum og
draga af henni þær ályktanir sem
við hæfi eru.
Skarður hlutur kennara
Kjaramál framhaldsskólakenn-
ara hafa verið í brennidepli að und-
anförnu. 440 kennarar hafa sagt
upp störfum frá 1. mars en það er
um 70% stéttarinnar. Engan þarf
að undra að kennarar hafa gripið
til þessa úrræðis, þegar haft er f
huga að kjör þeirra hafa á síðustu
árum versnað enn meir en annarra
ríkisstarfsmanna. Eru nú laun
framhaldsskólakennara 81% læri
en meðaltalslaun háskólamennt-
aðra manna á hinum almenna
markaði.
Byrjunarlaun kennara, sem allir
hafa háskólapróf að baki í sér-
greinum sínum, eru í dag 22 þús.
kr. Sambærileg laun eru 47 þús. kr.
í Danmörku, 44.600 kr. í Noregi og
48.500 kr. í Færeyjum. Hæstu
kennaralaun hér á landi eru 29.000
eftir langan starfsferil og háskóla-
menntun m.a. til doktorsprófs.
Kennaralaunin eru í dag mun
lægri en skrifstofumanna á al-
Gunnar G. Schram
„Það liggur Ijóst fyrir að
kennarar munu draga
uppsagnir sínar til baka
ef þeir fá leiðréttingu
sinna mála í úrskurði
Kjaradóms. Því hafa
þeir lýst yfir. Einnar
viku ráðrúm gefst þá
fyrir ríkisvaldið til þess
að gera við þá sérkjara-
samninga en mennta-
málaráðherra hefur
margsinnis lýst því yfir
að brýn nauðsyn sé á
því að bæta kjör kenn-
ara við framhaldsskóla
landsins.“
menna markaðinum sem ekki hafa
lokið verslunarprófi.
Það liggur ljóst fyrir að kennar-
ar munu draga uppsagnir sínar til
baka ef þeir fá leiðréttingu sinna
mála í úrskurði Kjaradóms. Því
hafa þeir lýst yfir. Einnar viku ráð-
rúm gefst þá fyrir ríkisvaldið til
þess að gera við þá sérkjara-
samning en menntamálaráðherra
hafur margsinnis lýst því yfir að
brýn nauðsyn sé á því að bæta kjör
kennara við framhaldsskóla lands-
ins.
Ríkið (fjármálaráðherra) er ann-
ar aðili launamálsins fyrir Kjara-
dómi. Því hefur ríkisvaldið það í
rauninni í hendi sér að koma til
móts við óskir kennara og annarra
háskólamenntaðra ríkisstarfsm-
anna svo farsæll endir verði bund-
inn á þessu deilu. Það er beggja
hagur.
Lokaorð
Kjarakönnun sú, sem Hagstofan
vann að tilhlutan launadeildar
fjármálaráðuneytisins og launa-
málaráðs BHM, hefur sýnt svo ekki
verður lengur um villst hve gífur-
legur launamunurinn er orðinn hjá
ríkinu annars vegar og á hinum al-
menna markaði hinsvegar. Það
liggur í augum uppi að mannauðn
mun verða í mörgum mikilvægum
störfum hjá ríkinu, ef af henni
verða ekki dregnar réttar ályktan-
ir. Gæti þá svo farið að taka þyrfti
allt samningakerfi háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna til endur-
skoðunar.
Um áramótin kvað Kjaradómur
upp úrskurð um laun alþing-
ismanna, hæstaréttardómara, og
yfirmanna ýmissa ríkisstofnana.
Voru þær launabætur allt að 37%
svo sem kunnugt er. Sá úrskurður
var því í samræmi við það laga-
ákvæði um kjör ríkisstarfsmanna
sem áður var til vitnað.
Sú stefna, sem þar var mörkuð,
hlýtur að vekja vonir um að
sanngjarnar og réttmætar úrbætur
fáist í þessu mikilvæga máli, sem
báðir aðilar megi vel við una.
Gunnar G. Schram er formaður
Bandalags háskólamanna.