Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 14

Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 16. FEBROAR 1985 Vöruverð í strjál- býli verulega hærra Kafli úr fyrstu þingræðu Gunnþórunnar Gunnlaugsdóttur „í ÖRLÍTILLI könnun sem ég fram- kvæmdi í gær í matvöruverzlun úti á landi og í stórmarkaði í Reykjavík kom eftirfarandi verömismunur í Ijós: Vörategund: Kjúklingar Appelsínur Epii Laukur Kgg Gr. baunir Kaffi Tómatsósa stór- Verzlun Mis- markaður landsb. munur 202,90 272,00 34% 46.60 67,00 44% 54,00 63,00 17% 30.60 44,80 46% 113,00 165,00 46% 19.90 27,40 38% 42.90 48,00 12% 24,50 34,10 39% Samtals 534,40 721,30 35% l*etta þýðir aö húsmóðir sem verzlar fyrir helgina í Reykjavík fyrir 2.000,- kr. þarf til að fá sömu vöru úti á landi að greiða 2.700,- kr. Hún þarf sem sé einn vinnudag aukalega í hverri viku með taxta í frystihúsi.“ Þannig komst Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Aust- fjarðakjördæmi að orði, í Jóm- frúrræðu" á Alþingi í gær, er hún mælti fyrir tillögu sinni til þings- ályktunar um að leita lieða til meiri jöfnunar vöruverðs í land- inu. Hún tíndi til fjölmörg dæmi um verulega hærra vöruverð í strjálbýli, sem m.a. á rætur í flutningskostnaði og sköttun flutningskostnaðar. Hér á eftir fer kafli úr ræðu Gunnþórunnar, orð- réttur: „Þessi þingsályktunartillaga um að leitað verði leiða um meiri jöfn- un vöruverðs sem ég flyt hér, varðar að mínu mati mikilvægan þátt í lífsafkomu fólks úti á lands- byggðinni. Ástæða þess að ég flyt þessa tillögu er að ég tel íbúa smærri og afskekktari byggðar- laga bera skertan hlut frá borði, bæði hvað varðar vöruverð — vöruval og þjónustu á því sviði. Samið er um kaup og kjör fyrir alla landsmenn og því sanngirn- ismál að hlutur landsbyggðarinn- ar sé sem réttlátastur í þessum efnum sem öðrum svo lífskjör fólksins í landinu séu sem líkust. Enda hefur margt verið gert í þá átt. Verðjöfnun á olíu og benzíni var lögfest þann 18. febrúar árið 1953. Vörujöfnunargjald er á áburði og sementi og það sama á við um landbúnaðarvörur. Flutnings- kostnaði á þeim vörutegundum, sem ég hef hér nefnt, er jafnað út og því ætti ekki að vera ýkja erfitt að nota svipaðar reglur við jöfnun verðs á öðrum nauðsynjavörum. Ýmis framleiðslufyrirtæki hér- lendis hafa tekið upp jöfnun flutn- ingskostnaðar og selja vöruna á sama verði hvert sem hún er send. Vert er svo að minnast þeirra ágætu þingmanna sem unnið hafa að framgangi þessa máls á árum áður og hverju þeir fengu ágengt. Fyrir 15 árum síðan var þessu máli hreyft hér á Alþingi, en þá varð lítið um framkvæmdir. Á 93. löggjafarþingi, árið 1972, var enn flutt þingsályktunartillaga svip- aðs efnis og voru flutningsmenn þeir Matthías Bjarnason, Sverrir Hermannsson, Guðlaugur Gísla- son og Halldór Blöndal. í tillögu þessari var lagt til að Alþingi skipaði fimm manna milliþinga- nefnd til þess, og ég vísa í áður- nefnda þingsályktunartillögu með leyfi hæstvirts forseta: »1. Kanna þátt flutningskostnað- ar í mismunandi vöruverði I landinu. 2. Skila áliti um hvort tiitækt væri að jafna kostnaðinn við vöruflutninga með stofnun og starfrækslu vöruflutninga- sjóðs, þannig að verð á allri vöru verði hið sama á öllum stöðum á landinu sem vöru- flutningaskip sigla til og flug- vélar og vöruflutningabílar halda áætlun til.“ Tilvitnun lýkur. Þessi milliþinganefnd átti einn- ig að gera tillögur um bætt skipu- lag vöruflutninga á sjó, landi og í lofti með tilliti til breyttrar til- högunar frá helztu viðskiptaborg- um íslands erlendis til hinna ýmsu hafna hér á landi. Nefndinni var gert að hraða störfum svo að frumvarpið yrði Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir. lagt fyrir næsta þing. Þetta var árið 1972, eða fyrir 13 árum. Þessi nefnd skilaði síðan sínum niður- stöðum eftir mikla vinnu í október 1976, eða fyrir rúmum 8 árum síð- an. í kjölfar þessarar athugunar á bættum samgöngum og jöfnun vöruverðs varð ýmsu góðu komið til leiðar. Menn voru sammála um að stofnun Verðjöfnunarsjóðs vöruflutninga væri ekki sú leið er fara ætti. Stórt átak var gert í skipulagningu á rekstri Ríkisskips með tilkomu bættra flutnings- hátta í formi gámaflutninga, enda annar starfsmaður nefndarinnar núverandi forstjóri Rfkisskips, Guðmundur Einarsson, sem vann af miklum dugnaði í þessu máli. Þarna er átt við ferðir á fasía viðkomustaði kringum landið. Flóabátar gegna og mikilvægum þætti í þessum flutningum. Einnig áunnust úrbætur í landflutning- um en ekki nægileg skipulagning þeirra innan landsfjórðunganna og mun ég víkja að þeim þætti hér á eftir. Á síðustu árum hefur orðið um- talsverð aukning á innflutningi varnings erlendis frá og til þess landsfjórðungs er varan á að fara til og þar vil ég nefna siglingar Norrænu og skiparekstur Aust- fars hf. á Seyðisfirði. Þessir flutn- ingar eru til mikilla hagsbóta fyrir Seyðisfjörð og ekki síst fyrir atvinnuvegina í fjórðungnum. Ávinningur þessarar nefndar verður að teljast allgóður og því vek ég máls á þessu að ég tel að halda verði áfram skipulagðri vinnu að þessum málum uns takmarkinu er náð og verðlag sé sem jafnast. Þjónusta verzlunar- innar þarf að geta náð því tak- marki að fullnægja þörfum neyt- andans og það gerist hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Eftir að álagning var gerð frjáls hefur skapast eðlileg samkeppni og á svo stórum markaði sem hér er verður veltuhraðinn meiri og því skapast möguleikar á hagstæðu vöruverði og meira vöruúrvali. íbúar minni byggðarlaga búa ekki við þau skilyrði að geta litið á það sem sjálfsagðan hlut að geta farið út í búð og keypt það sem þá vanhagar um, gengið á milli stór- markaða og tryggt sér sem hag- kvæmust innkaup. Það verður að láta sér nægja eina matvöruverzl- un eða í mesta lagi tvær verzlanir sem keppa verða um þann þrönga markað er um ræðir. Þessar verzl- anir búa auk þessa við stopular samgöngur og oft samgöngutepp- ur að vetrarlagi en verða samt að tryggja neytandanum þær brýn- ustu nauðsynjar sem við getum ekki án verið. Og vil ég í því sam- bandi benda á staði þar sem veg- um er aöeins haldið opnum 2 daga í viku yfir vetrartímann. Aðra daga er aðeins um fólksflutninga með snjóbíl að ræða og sums stað- ar ekki einu sinni það. Algjör ein- angrun ríkir. Þegar ungt fólk velur sér stað til búsetu, þarf það að vega og meta nokkur stór atriði. Efst á blaði eru auðvitað atvinnumöguleikar, þá koma húsnæðismál, heilbrigðis- þjónusta, menntunaraðstaða, samgöngur og síðast en ekki síst verzlunarþjónusta. Allir þessir þættir verða að vera í góðu lagi til þess að búsetja telj- ist fýsileg. Sem betur fer eru mörg byggðarlög vítt og breitt um land- ið sem uppfylla öll ofangreind at- riði, þó með þeirri undantekningu að þjónusta, svo sem neysluvara, er þar miklu mun dýrari." Salome Þorkelsdóttir: Tryggjum öryggi í umferð — Frumvarp til breytinga á umferðarlögum Salome Þorkelsdóttir (S) fiytur ásamt fleiri þingmönnum frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Meginbreytingar, sem frumvarpið leggur til, eru tvær: 1) Við akstur bifreiðar, bifhjóls og létts bifhjóls skulu jafnan vera tendruð ljós á lögboðnum ljósker- um frá 1. september til 30. apríl ár hvert. Sama gildir um akstur ann- arra ökutækja í rökkri, í myrkri eða í ljósaskiptum eða þegar birtuskilyrði eru ófullnægjandi vegna veðurs eða af öðrum ástæð- um. 2) Bifreiðir, sem notaðar eru til að flytja skólabörn, skulu vera sérstaklega auðkenndar með þar til gerðum skiltum. Ökumönnum sem koma á eftir eða á móti slíkri bifreið ber að stöðva ökutæki sín á meðan skólabörnum er hleypt út eða þau eru tekin upp í bifreiðina. Dómsmálaráðherra ákveður með reglugerð hvernig merkingum skólabifreiða skal háttað. Frumvarp sama efnis var flutt á sl. ári. Það er nú endurflutt með þeirri breytingu að í stað þess að lögbinda notkun ökuljósa allan ársins hring er lagt til að lögbind- ing gildi frá 1. september til 30. apríl. í greinargerð Salome segir m.a.: „Mikilvægi Ijósanotkunar öku- tækja er tvíþætt: Oti á þjóðvegum er það tillits- semi við aðra ökumenn, sem á móti koma, að nota ljósin. í þéttbýli er fyrst og fremst um að ræða tillitssemi við gangandi vegfarendur. Gangandi vegfarend- ur í yngstu aldurshópunum og þeim elstu hafa ekki allir fullt sjónskyn. Þeir eldri eru margir sjóndaprir og hreyfihamlaðir að meira eða minna leyti og við- bragðsflýtir margra skertur vegna aldurs eða af öðrum ástæðum. Að kveikja ökuljós á farartækjum veitir þessum vegfarendum mikið öryggi. í skýrslu, sem landlæknisemb- ættið hefur tekið sman um slys í umferðinni, kemur fram sú hörmulega staðreynd að í aldurs- hópnum 7—20 ára eru slys algeng- asta dánarorsök hér á landi. Öll- um ráðum verður því að beita til að tryggja öryggi í umferðinni. í Svíþjóð var það lögleitt 1. okt Salome Þorkelsdóttir. 1977 að ökumenn væru skyldugir til að nota ljós allt árið. í athugun, sem fram fór, var gerður saman- burður á slysum næstu tvö árin fyrir gildistöku laganna um lög- bundna ljósanotkun í akstri að degi til og fyrstu tvö árin eftir gildistökuna. Fyrir samþykkt lag- anna notuðu 50% ökumanna öku- ljós, eftir gildistökuna yfir 95%. Talið var að umferðaróhöppum að degi til, þar sem slys urðu á fólki og fleiri en eitt farartæki kom við sögu, hefði fækkað um 11%. Fækkun slysa eftir tegundum var sem hér segir: Mest fækkaði slysum þar sem hlut áttu að máli bifreið og veg- farandi á reiðhjóli eða bifhjóli. Þar fækkaði slysum um 21%. Slysum fækkaði um 17% þar sem gangandi vegfarendur og bif- reiðir áttu í hlut. Minna dró úr þeim slysum sem urðu vegna árekstra bifreiða. Þeim slysum, sem urðu vegna árekstra bifreiða er komu hvor á móti annarri, fækkaði um 10%. Slysum í árekstrum á gatna- mótum fækkaði um 9%. Slysum í árekstrum bifreiða, er voru á leið í sömu átt, fækkaði um 2%. Ákvæði 2. gr. frv. varðandi skólabifreiðir er þáttur í þeirri viðleitni að tryggja sérstaklega öryggi ungra vegfarenda." Stuttar þingfréttir Frumvarp til umferöarlaga Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp til umferð- arlaga í 17 köflum, 122 grein- um. Kaflaheiti gefa til kynna efnisatriði: 1) Gildissvið. 2) Reglur fyrir alla umferð. 3) Umferðarreglur fyrir vegfar- endur. 4) Umferðarreglur fyrir ökumenn. 5) Ökuhraði. 6) Sér- reglur fyrir reiðhjól og bifhjól. 7) Sérreglur um umferð reið- manna. 8) Ökumenn. 9) Öku- tæki. 10) Notkun öryggisbún- aðar. 11) Flutningur, hleðsla, þyngd og stærð ökutækja. 12) Hindrun á vegi. 13) Umferðar- stjórn — umferðarmerki. 14) Fébætur og vátrygging. 15) Viðurlög. 16) Umferðarráð — umferðarfræðsla. 17) Gildis- taka. Frumvarpið er samið af um- ferðarlaganefnd. Tilgangur endurskoðunar laganna nú er tvíþættur. Annars vegar bæta um, hvar gildandi lög teljast úrelt orðin. Hins vegar að sam- ræma umferðarlög hér um- ferðarlöggjöf annarra þjóða og alþjóðasamningum um umferð. Skipulegt nám og vinna í sölu og markaðsmálum. Árni Johnsen og fimmtán aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokks flytja tillögu til þings- ályktunar um skipulagningu náms og vinnu í sölu- og mark- aðsmálum, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að beita sér fyrir því með samstarfi mennta- málaráðuneytisins, viðskipta- ráðuneytisins, utanríkisráðu- neytisins og aðila vinnumark- aðarins að skipuleggja nám og starfsþjálfun á sviði sölu- og markaðsmála innanlands og utan, jafnhliða sérstökum að- gerðum til að afla þekkingar á mörkuðum. Markmiðið verði að koma á fót í skólakerfinu og viðskiptalífinu víðtæku námi í sölumennsku, markaðsöflun, áróðurs- og auglýsingatækni og samningagerð. Upphaf greinargerðar hljóð- ar svo: Það skýtur sannarlega skökku við að þjóð, sem þarf að selja nær alla sína framleiðslu til annarra landa, skuli hvergi í skólakerfinu hafa skipulagt víðtækt nám sem tengist sölu- og markaðsmálum með hlið- sjón af þeirri sérstöðu sem ís- lendingar búa við, þ.e. fámenni þjóðarinnar og þeirri stað- reynd að sjávarafurðir eru grundvöllur undir gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar. Möguleik- ar til náms á þessu sviði eru ekki fyrir hendi í grunnskólum, fjölbrautaskólum, fram- haldsskólum, sérskólum né Háskóla íslands, nema að mjög takmörkuðu leyti og þá helst í Háskóla íslands. Sölumennska hefur um langt árabil verið litin hornauga á Islandi. Einhvers konar minni- máttarkennd eða einangrun lítillar þjóðar í langan tíma virðist hafa leitt til skilnings- leysis á því hversu mikilvægt er að keppa af festu og ein- beitni á öllum mörkuðum þar sem hægt er að bæta söluað- ferðir og þar með afkomu þjóð- arinnar. Þótt margir aðilar hafi vissulega staðið sig vel í samkeppninni á alþjóðavett- vangi, eins og t.d. á sviði flug- mála, siglinga, sjávarafurða og vísinda, þarf að herða þarna verulega á með samstilltu átaki og markvissri vinnu með framtíðina í huga.“ Viðmiðun verðtryggingar Þingmenn Samtaka um kvennalista flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að undirbúa nú þegar að verðtrygging lang- tfmalána til einstaklinga vegna náms eða byggingar eigin hús- næðis verði miðuð við vísitölu kauptaxta f stað lánskjaravisi- tölu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.