Morgunblaðið - 16.02.1985, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
nmr
Smrrm^vm
Taktu þér
frí frá
nestisstússinu
MS samlokur
• i vinnuna
• / skiðaferðina
• a helgarrúntinn
Mjolkursamsalan
TÍMI
PENINGAR
VÐ SPÖRUM ÞÉR
HVORUTVEGGJA
r >
TOYOTA
LYFTARAR
NYBYLA\’EGI 8 ’OO KOPW)CI SIMI 91 44144
Góöar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er.
Mjólkursamsalan
DÓMKIRKJAN: Laugardag.
Barnasamkoma í kirkjunni kl.
10.30. Sr. Agnes M. Sigurðar-
dóttir. Sunnudag: Messa kl.
11.00. Altarisganga. Sr. Þórir
Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn
syngur, organleikari Marteinn H.
Friöriksson.
ÁSPREST AKALL: Barnamessa
kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
ÁRBÆ JARPREST AK ALL:
Barnasamkoma í Safnaðarheimili
Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guös-
þjónusta kl. 2.00. Organleikari
Smári Ólason. Miövikudagur 20.
febr. fyrirbænastund í Safnað-
arheimilinu kl. 19.30. Sr. Guö-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSPREST AKALL:
Barnasamkoma kl. 11.00. Messa
kl. 14.00 i Breiöholtsskóla. Lit-
ania. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚST ADAKIRK JA: Guösþjón-
usta kl. 11.00. Sr. Jón Bjarman.
Barnasamkoma kl. 2.00. (Vin-
samlega ath. breytta tíma.) Miö-
vikudagur 20. febr. Félagsstarf
aldraöra kl. 2—5. Föstumessa
miövikudagskvöld kl. 20.30. —
Kynningarfundur á Lima-skýrsl-
unni fyrir presta og annaö
áhugafólk veröur í Safnaöar-
heimili Bústaöakirkju mánudag-
inn 18. febr. kl. 20.30. Flæöu-
maöur: Dr. Per Erik Person. Sr.
Ólafur Skúlason.
DIGR ANESPREST AK ALL:
Barnasamkoma í Safnaöarheim-
ilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00.
Guösþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11.00. Biblíulestur í Safnaöar-
heimilinu fimmtudagskvöld kl.
20.30. Sr. Þorbergur Krist-
jánsson.
ELLIHEIMILID GRUND: Guös-
þjónusta kl. 2.00. Sr. Bjarni Sig-
urösson frá Mosfelli þjónar fyrir
altari, Svavar A. Jónsson stud.
theol. prédikar. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAPRESTA-
KALL: Laugardag: Barnasam-
koma í Hólabrekkuskóla kl.
14.00. Sunnudag. Barnasam-
koma í Fellaskóla kl. 11.00. Guö-
sþjónusta i Menningarmiöstöö-
inni viö Geröuberg kl. 14.00. Sr.
Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK:
Guösþjónusta kl. 14.00. Ræöu-
efni: Þurfum viö á Gamla testa-
mentinu aö halda? Fermingar-
börn lesa bænir og ritningar-
texta. Föstumessa fimmtu-
dagskvöld 21. febr. kl. 20.30.
Erla Gígja Garöarsdóttir syngur
einsöng. Biblíuleshringur föstu-
dagskvöld 22. febrúar kl. 20.30.
Fermingarbörn komi laugardag-
inn 23. febr. kl. 14.00. Bæna-
stund í Fríkirkjunni virka daga
(þriðjud., miövikud., fimmtud. og
föstud.) kl. 18.00. Sr. Gunnar
Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Messa meö alt-
arisgöngu kl. 14.00. Organleikari
Árni Arinbjarnarson. Foreldra-
fundur fermingarbarna miöviku-
dagskvöld kl. 20.30. Kvöldvaka
aldraöra fimmtudagskvöld kl.
20.00. Æskulýösstarf föstudag
kl. 17—19. Sr. Halldór S. Grön-
dal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barna-
samkoma og messa kl. 11.00.
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrver-
andi ráöherra pród. Sr. Karl Sig-
urbjörnsson. Kvöldmessa meö
altarisgöngu kl. 17.00. Sr. Ragn-
ar Fjalar Lárusson. Kvöldbænir
meö lestri passíusálma veröa í
kirkjunni alla virka daga föstunn-
ar nema miövikudaga kl. 18.00.
Þriöjudag, fyrirbænaguösþjón-
usta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum.
Miövikud. 20. febr., öskudagur,
föstumessa kl. 20.30.
LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta
kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
10.00. Barnaguösþjónusta kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
Messa kl. 14.00. Sr. Tómas
Sveinsson. Miövikudagur 20.
febr. kl. 20.30 föstuguösþjón-
usta. Sr. Tómas Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guösþjón-
usta kl. 10.00. Sr. Tómas
Matt. 3.: •
Skírn Krists.
Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Laug-
ardag: Barnasamkoma í Safnaö-
arheimilinu Borgum kl. 11 árd.
Sunnudag: Messa í Kópavogs-
kirkju kl. 2.00. Sr. Árni Pálsson.
Miövikudag 20. febr. spilakvöld á
vegum þjónustudeildar í Safnaö-
arheimilinu kl. 20.30.
LANGHOLTSKIRKJA: Óska-
stund barnanna kl. 11.00. Söng-
ur — sögur — myndir. Sögu-
maður Siguröur Sigurgeirsson.
Guösþjónusta kl. 14.00. Prestur
sr. Siguröur Haukur Guöjónsson,
organleikari Jón Stefánsson.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugardag: Guösþjónusta i Há-
túni 10b, 9. hæö, kl. 11.00.
Sunnudag: Barnaguösþjónusta
kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Altar-
isganga. Þriðjudag 19. febr.
bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson.
NESKIRKJA: Laugardag: Sam-
verustund aldraöra kl. 15.00.
Ingibjörg Marteinsdóttir söng-
kona og Pétur Pétursson út-
varpsþulur koma í heimsókn. Sr.
Frank M. Halldórsson. Sunnu-
dag: Barnasamkoma kl. 11.00.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel-
og kórstjórn Reynir Jónasson.
Sr. Guömundur Óskar Ólafsson.
Mánudag: Æskulýösstarf kl.
20.00. Fimmtudag, föstuguös-
þjónusta kl. 20.00. Sr. Guö-
mundur Óskar Ólafsson. Opiö
hús fyrir aldraöa þriðjudaga og
fimmtudaga kl. 13—17. (Ath.
húsiö opnaö kl. 12.)
SELJASÓKN: Barnaguösþjón-
usta í Ölduselsskóla kl. 10.30.
Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi
Seljaskólans kl. 10.30. Guös-
þjónusta i Ölduselsskóla kl.
14.00. Þriöjudag 19. febr. fundur
í æskulýösfélaginu Sela kl. 20.00.
Fimmtudag 21. febr. fyrirbæna-
samvera kl. 20.30 í Tindaseli 3.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN: Guös-
þjónusta í sal Tónlistarskólans kl.
11.00. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson prédikar.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14. Alla rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um, þá kl. 14.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa
kl. 11.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaö-
arguösþjónusta H. 14. Almenn
guösþjónusta kl. 20. Samskot
fyrir trúboöasjóö.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg
2b: Kristniboössamkoma kl.
20.30 í umsjá Kristniboösfélags
kvenna í Rvík. Frásaga og vitn-
isburöir. Sönghópurinn Sífa
syngur.
KIRKJA Óháöa safnaöarins:
Barna- og fjölskyldumessa kl.
11. Sr. Baldur Kristjánsson.
KIRKJA Jesú Krists hinna síöari
daga heilögu: Samkomur kl.
10.30. Sunnudagaskóli kl. 11.30
á Skólavöröustíg 46.
MOSFELLSPREST AKALL:
Barnasamkoma i Lágafellskirkju
kl. 11. Messaö á Mosfelli kl. 14.
Sr. Birgir Ásgeirsson.
GARDASÓKN: Barnasamkoma í
Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Bragi Friö-
riksson.
BESSAST AÐAKIRK J A: Guös-
þjónusta kl. 11. Sr. Bragi Friö-
riksson.
KAPELLA St. Jósefsaystra
Garöabæ: Hámessa kl. 14.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. (Mun-
iö skólabílinn.) Fjölskylduguös-
þjónusta kl. 14. Sr. Agnes Sig-
uröardóttir æskulýösfulltrúi
þjóðkirkjunnar prédikar. Sr.
Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barna-
samkoma kl. 10.30. Sr. Einar
Eyjólfsson.
KAPELLA St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
INNRI-NJARDVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 11. Organisti Örn
Falkner. Sr. Guömundur örn
Ragnarsson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: 80 ára
vígsluafmæliö kirkjunnar minnst:
Barnasamkoma kl. 11. Barnakór
syngur. Messa kl. 14. Herra Pét-
ur Sigurgeirsson biskup jslands
prédikar. Sr. Bragi Friöriksson
prófastur þjónar fyrir altari
ásamt sóknarpresti. Kirkjukórinn
syngur undir stjórn Siguróla
Geirssonar. Einsöngvari Steinn
Erlingsson. Sóknarnefnd kirkj-
unnar býður til kaffisamsætis í
Stapa aö lokinni messu. Sókn-
arprestur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30. Messa kl. 15.
(Ath. breyttan messutíma.) Sr.
Jón Einarsson prófastur í
Saurbæ messar. Sr. Björn
Jónsson.
BORGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Sóknarprestur.
Finninn Ari Vatanen sigraöi f Monte Carlo-rallinu, þrátt fyrir að verða
fyrir því óhappi að aka á áhorfendur, en eins og sjá má standa þeir mjög
naerri hálum veginum. Urðu meiðsli sem betur fer minniháttar, en bíllinn
skemmdist nokkuð, eins og myndin ber með sér. MorgunblaðiS/Martin Holmes
HM rallakstur:
Finninn
Vatanen
tekur
forystu
FINNINN Ari Vatanan sigraði í
fyrsta ralli heimsmeistarakeppn-
innar, sem lauk í byrjun febrúar í
Monte Carlo. Ók hann að venju
Peugeot 205 Turbo 16 ásamt Bret-
anum Terry Harryman. Unnu þeir
eftir harða keppni við Þjóðverjana
Walther Röhrl og Christian Geist-
dorfer á Audi Quattro Sport, sem
náðu öðru s*ti.
Vatanen varð fyrir því óhappi
aö aka inn í áhorfendahóp í
miðri keppni. „Áhorfendurnir
voru alls staðar á veginum, ég
misreiknaði mig í beygju, fraus á
bremsunum og bíllinn skall á
nokkrum áhorfendum," sagði
Vatanen um atvikið.
Einu meiðslin voru þau að
einn áhorfendanna fótbrotnaði.
Við óhappið tapaði Vatanen for-
ystunni til Röhrl og var lengi að
ná sér á strik aftur í akstrinum.
Á lokakaflanum misreiknaði
Röhrl akstursskilyrðin vegna
leiðbeininga frá undanförum
keppninnar. Setti hann röng
dekk undir bílinn og tafðist all-
lengi í snjó í einni brekkunni á
meðan Vatanen þeysti hjá á vel
negldum dekkjum. Stuttu eftir
að Quattro Röhrl losnaði úr prís-
undinni bilaði vélin og varð hann
að lokum rúmum fimm mínútum
á eftir Vatanen.
Lokastaðan, Vatanen, Peugeot
Turbo 16, 10.20,49 klst, 2. Röhrl,
Audi Quattro, 10.26,06, 3. Salon-
en, Peugeot Turbo 16,10.30,54, 4.
Blomqvist, Audi Quattro,
10.40,11, 5. Saby, Peugeot Turbo
16, 10.40,45. Staðan í HM bíla-
framleiðenda: Peugeot 18, Audi
16, Lancia 8. HM ökumanna:
Vatanen 20, Röhrl 15, Salonen
12, Blomqvist 10, Saby 8. Toive-
onen 6.
Rit til notk-
unar á neyð-
arstundum
Almannavarnir ríkisins, hafa
gefíð út fræöslurit um notkun
þyrlu við neyðar- og björgunar-
þjónustu í samvinnu við þyrlufíug-
menn Landhelgisgæslunnar.
Er ritið gert til að auka öryggi
í samræmdum vinnubrögðum á
jörðu og í lofti við notkun á þyrl-
um við neyðar- og björgunar-
störf. Munu Almannavarnir
ríkisins dreifa ritinu endur-
gjaldslaust til almannavarna-
nefnda, lögregluyfirvalda, björg-
unarsveita, heilsugæslulækna og
sjúkrahúsa á landinu.
Jafnframt hafa Almannavarn-
ir rikisins gefið út kennslurit í
vettvangsstjórn neyðaraðgerða.
Mun bókin verða notuð við þjálf-
un lögreglumanna og annarra
björgunarmanna við vettvangs-
stjórn á hamfarasvæðum og í
stórslysum, og dreift samhliða
námskeiðum í þeim fræðum, sem
Almannavarnir ríkisins hyggj-
ast gangast fyrir. Hafa æfingar
á vegum Almannavarna undan-
farin ár og neyðaraðgerðir sýnt
fram á mjög brýna þörf fyrir
slík fræði.