Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 23 BÍLASWPT' greiðslu- l KJÖR... við tökurn notaðra bi'a viðskipt' og i betur í 96é I kjÖrurrv pið í dag, laugardag, kl. 1-5 Bílvangur hefur sýningarsal sinn fyrir nýja og notaða bíla opinn í dag frá klukkan 1-5. Þú finnur þar mikið úrval notaðra bíla, skoðar Opel Kadett, bíl ársins og handhafa ýmissa annarra alþjóðlegra viðurkenninga, kynnist öðrum Opel-bifreiðum, sérð japönsku Isuzu Trooper jeppana og fleiri fyrsta flokks bíla. NOTAÐIR BÍLAR: Það er skemmst af að segja, að strax og Hörður Valdimarsson mætti á fyrsta fundi, var hann kosinn formaður Reykjavíkur- klúbbsins og var það í mörg ár unz hann fluttist búferlum austur i Rangárþing og tók þar við þeirri vandasömu ábyrgðarstöðu, sem hann gegnir enn í dag við góðan orðstír. Og á fyrsta reglulegum stofnfundi Landssamtaka klúbb- anna árið 1969, valdist Hörður sem varaformaður þeirra og var það óslitið í fjölda ára þar til hann varð formaður LKL Öruggur akst- ur þegar Stefán Jasonarson bóndi og hreppstjóri í Vorsabæ sagði af sér formennsku eftir 10 ára setu. Þá tók Hörður við, og þótti öllum sjálfsagt. Slíkt álit hafði hann þá áunnið sér. Það var ekki fyrr en á aðalfundi LKL 1981, að Hörður baðst undan endurkjöri sökum anna í öðrum félagsmálastörfum, en það ár var hann starfandi umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar hérlendis og hafði þá sannarlega meira en nóg á sinni könnu, því félagsmálamað- ur er Hörður mikill; ötull, áhuga- samur og fylginn sér. Þrátt fyrir það, að Hörður hafi sagt af sér formennsku í Lands- samtökum klúbbanna, var síður en svo, að hann hefði skilið við þessa sérstæðu hreyfingu til slysavarna í umferðarmálum. Sumar eftir sumar hefir hann tek- izt á hendur fundaferðalög á veg- um klúbbanna víðsvegar um land- ið, alveg eins og verið hafði mörg árin meðan hann var formaður — líkt og forveri hans, Stefán. Slík- um ferðalögum hefur Hörður haldið áfram alla tíð síðan á hverju sumri og þannig átt mikils- verðan þátt í að plægja þann jarð- veg sem klúbbarnir leitast við að sá í. Hörður er því orðinn vinsæll og gagnkunnugur því fólki, sem af Fer inn á lang flest heimili landsins! Árg. Km. Kr. Árg. Km. Kr. Mercedes Benz 280 1980 46.000 795.000 Isuzu Trooper bensfn 1982 35.000 610.000 Ch. Citation 6cyl. sjálfsk 1980 88.000 275.000 Ch. Malibu Classic 1980 60.000 350.000 Plymouth Volaré Opel Kadett Luxus 1981 47.000 240.000 Premier 1979 41.000 270.000 Subaru 1600 DL 1979 66 000 140.000 Saab 99 GLI 4ra dyra 1981 56.000 320.000 Mazda 3231,5 1983 21.000 320.000 Opel Rekord 1978 170.000 Volvo 245 DL station 1982 60.000 420.000 Saab 99 GL 2ja dyra 1982 45.000 350.000 Ch. Citation 4cyI beinsk. 1980 40.000 295.000 Ch. Malibu Classic 1978 240.000 Mazda 323 1978 75.000 120.000 Opel Ascona Luxus 1982 16.000 360.000 Mazda 929 1982 19.000 400.000 Ch. Malibu Sedan 1981 69.000 360.000 Ford Bronco II Ranger 1984 22.000 1.290.000 Opel Rekord dísil Berlina 1982 420 000 Vauxhall Chevette st. 1977 80.000 95.000 Buick Skylark 1981 350.000 Dodge Ramcharger S.E. 1979 26 000 490 000 Ch. Malibu Classic 2ja d. 1981 42.000 480.000 Buick Skylark LTD 1977 49.000 240.000 Datsun pickup 1979 51.000 150.000 Ch. Malibu Sedan 1979 73.000 220.000 Scoutll 1974 180.000 Mð foðum u- tessurr, ad 'AKIB da9 mi'l'il bli WgfTT BÍLVANGUR SF HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Hörður Valdimars- son — Afmæliskveðja Mér þótti leitt að framhjá mér skyldi fara að mestu sextugsaf- mæli góðvinar míns Harðar Valdi- marssonar aðstoðarforstöðu- manns vinnuhælisins að Akurhóli við Gunnarsholt. Annað hefði sá maður átt af mér skilið en að ég léti sem ég vissi ekki af þessum tímamótum í ævi hans. Hörður er hógvær maður og prúður en lætur ekki gang lífsins afskiptalausan, því félagslyndur er hann og óbág- ur á að láta i té liðsinni sitt og forystu til góðra verka. Það er ekki á mínu færi að gera neina allsherjar úttekt á lífsferli Harðar Valdimarssonar. En sam- leið okkar um langt árabil á veg- um klúbbanna Öruggur akstur og landssamtaka þeirra er svo ánægjuleg og þakkarverð hvort heldur sem er málefnalega eða persónulega að ég má til að minn- ast hennar i fáum orðum. Um það bil sem við klúbbamenn vorum að hefja starf þessara nýju samtaka til umferðarslysavarna frá haustinu 1965, var Hörður starfandi varðstjóri í lögregluliði höfuðborgarinnar og hafði áður unnið mikið og lengi að hvers kon- ar vandamálum umferðarinnar á götum úti. Hann þekkti þvi vel til allra mála hér að lútandi og ekki ónýtt að fá slikan mann til liðs við sig. hugsjónalegri tryggð og áhuga hefur lagt sitt við klúbbana og við- leitni þeirra i að hamla á móti og draga úr umferðarslysum og tjón- um. Hörður Valdimarsson er mjög traustur fundarmaður; vel máli farinn, margfróður og reyndur í öllum umferðarmálum og glögg- skyggn i besta lagi. Það hefur því ekki verið ónýtt að eiga Hörð að í sambandi við t.d. tillögugerð á fundum, þegar þurft hefur að smíða og ganga frá tillögum stundum svo að segja mitt i spennu umræðna. Þær voru ófáar ófrágengnu tillögurnar, sem ég rétti að honum, þegar ég var „stopp" — stundum i nokkrum hugaræsingi — segjandi sem svo: „Æ, góði Hörður minn, komdu þessu nú saman fyrir mig.“ Þá var aldrei í kot vísað, klár, kaldur og rólegur gekk Hörður frá öllu eins og best var á kosið, svo sem sönnum lögreglumanni sæmdi. Af því, sem nú hefur verið sagt beint og gefið til kynna, má ljóst vera hvern hauk í horni við aðrir, sem helzt höfum borið hita og unga af starfsmemi Klúbbanna ruggur Akstur höfum átt og eig- um í Herði og eigum honum þess vegna þakkarskuld að gjalda. Og af því við vitum, að Hörður er nú einu sinni eins og hann er og ekki eldri en hann er, trúum við því, að ennþá sé hann engan veginn af baki dottinn, heldur eigi enn eftir að gæða klúbbastarfsemina þátt- töku sinni og forystu — jafnvel e.t.v. í enn ríkari mæli en hin síð- ustu árin. Ég vona að svo verði, og það gera fleiri. öi Vegna fjarveru minnar, þegar afmælisbarnið tók á móti gestum sínum með myndarskap í verka- lýðshúsinu á Hellu laugardaginn 9. febrúar sl., sendi ég nú þeim hjónum Herði og ágætri konu hans, Erlu Bjarnadóttur, beztu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af afmælinu. Ekki má gleyma hennar hlut, svo oft sem samband okkar klúbbfélaga hefur mætt á henni. Margir okkar eiga góðra stunda að minnast á gestrisnu heimili hennar fyrir austan, þar sem ljúflyndi þeirra og hlýtt við- mót hefur yljað. Ferða hennar út um land með manni sínum, honum til ánægju og styrktar, hafa klúbbarnir og málstaður þeirra einnig notið góðs af. Ég óska svo afmælisbarninu margra bjartra og frjórra æviára svo að hver sá málstaður, sem honum er kær, megi góðs af njóta. Baldvin Þ. Kristjánsson BILVANGUR BYÐUR ÞER MIKIÐ ÚRVAL NÝRRA OG NOTAÐRA BÍLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.