Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 24

Morgunblaðið - 16.02.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 Frestun heimsmeistaraeinvígisins „Þetta er farsi“ Segir Friðrik Ólafsson, fyrrum forseti FIDE „ÁKVÖRÐÚN ('ampomancsar er ákaflcga umdeilanleg. Út af fyrir sig má deila um hvort líkamíegt þrek eigi að hafa áhrif í einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák. En svo er í núverandi reglum og Kasp- arov og Karpov höfðu gengist und- ir það jarðarmen fyrir einvígið. I»ví kemur ákvörðun forseta FIDE spánskt fyrir sjónir, sérstaklega þegar röksemdir eni hafðar uppi um að úthald og líkamlegt þrek annars keppandans sé á þrotum. I»á þýðir ekki að hlaupast undan merkjum og biðjast va*gðar,“ sagði Friðrik Olafsson, fyrrum forseti al- þjóðaskáksambandsins, FIDE í samtali við blm. Mbl. í gær. „Ákvörðun forseta FIDE virðist beinlínis hlutdræg — draga taum Karpovs. Þetta er farsi, skopleikur og þær röksemdir, sem haldið hef- ur verið á lofti eru vafasamar. Ef málið er skoðað hlutlaust, þá kveða reglur skýrt á um, að kepp- Friðrik Ólafsson. andi tapar skák mæti hann ekki til leiks. Ákvörðun um nýtt 24 skáka einvígi byggir ekki á reglum FIDE. Hins vegar má vænta, að þær reglur yrðu bornar undir aukaþing FIDE til samþykkis en það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að breyta reglunum í miðju einvígi. Campomanes er ekki öfunds- verður af hlutverki sínu, en hann kemur ekki heiðarlega fram í þessu máli,“ sagði Friðrik Ólafs- „Skákheimurinn má ekki sætta sig við þessi úrslit - bara verið að koma í veg fyrir að ég geti unnið,“ sagði Garri Kasparov Moskvu, 15. febrúar. AP. FUNDURINN minnir mig sterklega á vel undirbúna leikæfingu þar sem allir kunna sína rullu ... Það er bara verið að koma í veg fyrir, að ég geti unnið í einvíginu," hrópaði Garri Kasparov á hávaðasömum og einstæðum blaða- mannafundi í Moskvu þegar Campom- anes, forseti Fide, skýrði frá því, að heimsmeistaraeinvíginu í skák hefði verið hætt og að nýtt hæfist að misseri liðnu. Karpov var ekki á fundinum til að byrja með en skyndilega ruddist hann inn á sviðið, þreif hljóðnemann af Campomanes og mótmælti því há- stöfum, að einvíginu skyldi hætt. Hafa nú margir á orði, að þetta mál allt sé mesta hneyksli í samanlagðri skáksög- Blaðamannafundurinn hófst með því að Campomanes sagði, að ein- víginu hefði verið hætt og nýtt ein- vígi hæfist eftir hálft ár þótt ekki væri búið að fá til þess samþykki keppendanna. Var hann vægast sagt tvísaga um heilsufar Karpovs og ætlaði að fara að svara spurningum fréttamanna um þetta þegar Karp- ov stormaði í salinn og upp á svið, þreif hljóðnemann úr hendi Camp- omanes og kvaðst vilja segja nokkur orð. „Við getum og viljum halda ein- víginu áfram. Ég er andvígur þess- ari ákvörðun og ég er viss um, að Kasparov er mér sammála," sagði Karpov við dynjandi lófatak við- staddra. „Vilt þú eitthvað segja, Garri?“ “Vilt þú eitthvað segja, Garri?“ sagði Campomanes eftir yfirlýsingu Karpovs og Kasparov skálmaði fram á sviðið en hann hafði setið að tjaldabaki ásamt fimm aðstoðar- mönnum sínum. Hann notaði ensku og hrópaði fremur en talaði til Campomanesar. „Fyrir 25 mínútum sagðir þú, að heimsmeistarinn vildi ekki hætta einvíginu. Hvers vegna ertu þá með þessa leiksýningu? Viltu gjöra svo „Campomanes dreg- ur taum Karpovs“ Rætt við Spassky, Larsen, Van der Wiel og Yusupov um atburði í Moskvu BORIS Spassky og Van der Wiel sátu að snæðingi ( veitingabúðinni á Hótel Loftleiðum þegar blaðamann Mbl. bar að garði. Þeir voru að ræða atburði í Moskvu, hinn dæmalausa blaða- mannafund Florenrio Campomanesar, en fregnir þær, sem þeir höfðu frá Moskvu voru óljósar. Blaðamaður sýndi þeim fréttaskeyti AP af fundin- um og Spassky las þau íbygginn á svip og undrunar gætti í rödd hans. „Auð- vitað er erfitt að dæma um þetta nú svo fjarri atburðum sem við erum. En einvígi þeirra Karpovs og Kasparovs minnir mig á hnefaleikakeppni í þungavigt, þar sem báðir keppendur hanga á öxlum hvors annars. Ég hef samúð með þeim báðum," sagði Spassky. „Hlutverk Campomanesar í þess- ari uppákomu er allt hið undarleg- asta og mér finnst Kasparov hafa mikið til síns máls þegar hann gagnrýnir Campomanes og Karpov. Campomanes dregur taum Karpovs, en virðir Kasparov að vettugi," sagði Spassky ennfremur. „Karpov er maður „kerfisins" — Hvað telur þú að Kasparov eigi við þegar hann segir að „þeir“ séu að svipta hann möguleika á að ná heimsmeistaratitlinum til sín? Eru “þeir“ svoésk yfirvöld? Spassky verður hugsi á svip — lítur á Van der Wiel sem segir: „Ég tel það eng- um vafa undirorpið að Karpov er maður „kerfisins“. Honum hefur verið hjálpað á ýmsa vegu. En aðal- sökin er Campomanesar. Kasparov hefur fullan rétt á að vera reiður og flestir vinna gegn honum.“ „Campomanes verið nefndur Karpovmanes“ „Jú, en þú mátt ekki gleyma því að Kasparov er meðlimur í komm- únistaflokknum,“ segir Spassky og heldur áfram. „Ég er ekki að fullu sannfærður um, að flokkurinn standi á bak við þetta. Sovésk skák- yfirvöld eru í mikilli „krísu“ og auð- vitað FIDE. En augljóst er að Kasp- arov hefur verið settur til hliðar. Campomanes frestar einvíginu eftir viðræður við Karpov, en spyr Kasp- arov einskis. Þessi uppákoma — þetta hneyksli í Sovétríkjunum er yfirvöldum áreiðanlega ekki að skapi. Eg mundi taka svo stórt upp í mig að segja að Campomanes sé á bandi Karpovs. Campomanes hefur verið nefndur Karpovmanes af sum- um og það ótvírætt að þeim er vel til vina.“ — Bent Larsen gengur nú í salinn og það gustar af honum eins og venjulega. „Þetta eru meiri tiðindin frá Moskvu," segir hann. Van der Wiel sýnir honum fréttaskeytin. „Eintómur fyrirsláttur“ segir Larsen „Þetta er eintómur fyrirsláttur," segir hann og heldur áfram. „Þeir halda því fram, að ein af ástæðum frestunar sé þreyta dómara. Það er einfaldasta mál i heimi að fá nýja dómara. Nei, það sem Kasparov ætti að gera er að fara með málið fyrir dómstóla — fá heimsmeistaratitil- inn dæmdan sér til handa og bjóða Karpov að ná fram hefndum í september næstkomandi. Reglur FI- DE um einvígishald eru skýrar og þær gera ráð fyrir atvikum eins og þreytu keppenda og veikindum. Þeir fá að fresta tilteknum fjölda skáka, en verða að mæta að því loknu, það er einfalt mál. Þeir verða að mæta, jafnvel á hækjum eða í hjólastól. Ef keppandi mætir ekki, þá tapar hann skákinni stendur í reglum FIDE. Svo einfalt er málið. Mæti Karpov ekki til leiks á mánudag, þá tapar hann fjórðu skákinni, fimmtu á miðvikudag og sjöttu og síðustu á föstudag. Þar meö er einvíginu lokið — og Karpov getur skorað á hinn nýja heimsmeistara í september. Raunar held ég að það verði ekki af neinu einvígi í september, því Karp- ov er veikur maður,“ sagði Larsen og beindi máli sínu til Spassky. „Þetta er sirkus, finnst þér það ekki Boris?“ „llppákomur hinar ótrúlegustu" „Sko ég hef staðið í sporum þess- ara manna — ég hef háð einvígi um heimsmeistaratitilinn og tala því af reynslu. Uppákomurnar eru hinar ótrúlegustu. Ég man ég varð ákaf- lega reiður og sár, þegar Max Euwe, þáverandi forseti FIDE, frestaði einvígi mínu og Fischer hér í Reykjavík. Ég varð raunar rosalega reiður, því Fischer mætti ekki til leiks og undir öllum kringumstæð- um og samkvæmt reglum hafði Fischer fyrirgert rétti sínum og ein- vígið honum tapað. Frestun var eina leiðin til að bjarga einvíginu, en ég stóð með Euwe útávið og hann reyndist mér um margt hollur. Staðan í Moskvu er viðkvæm og við þekkjum ekki baksviðið, við verðum að hafa það í huga. „Vitum ekki hvað gerist að tjaldabaki“ Við vitum ekki hvað gerist að tjaldabaki. I Niksic spurði ég Garri af hverju í veröldinni hann hefði ekki mætt til leiks gegn Viktor Korschnoi i Pasadena í Bandaríkj- unum í áskorendaneinviginu. Garri sagði, aö honum mislíkaöi staður- inn. Það kemur mér undarlega fyrir sjónir, sagði ég við Garri, því Pasa- dena er Ijúfur staður og fólkið á þínu bandi. En einhver að tjalda- baki sannfærði Garri um að tefla ekki í Pasadena. Ég spurði Viktor af hverju hann hefði ekki sett á svið „hatur“ í ein- víginu við Garri í Lundúnum, því undir slíkum kringumstæðum telfdi hann bezt. Viktor svaraði eins og honum einum er lagið — yppti syfjulega öxlum og sagði svo: „Boris, ómeðvitað var ég reiðubúinn að tapa fyrir Garri." En þetta vilja blaða- menn ekki skrifa um,“ sagði Spassky og hló. „Þetta hefur enginn viljað skrifa, en þetta er þó stað- reynd málsins," sagði hann með áherzlu og bætti við. „Við vitum svo lítið hvað gerist að tjaldabaki í Moskvu. Það er svo margt, sem kem- ur ekki fram í dagsljósið, en kann að vera afgerandi fyrir þróun mála.“ llndirrótin fáránlegar reglur í sömu svifum kom Arthur Yus- upov, hinn sovéski inn í salinn og þeir beindu tali sínu strax að hon- um. „Þú varst í Moskvu um daginn. Hvað er eiginlega að gerast,“ spurðu þeir og Yusupov byrjaði að lesa fréttaskeytin. Á sinn hæverska hátt yppti hann öxlum, dró seminn og sagði. „Þetta er allt hið undarleg- asta mál og rætur þessara leiðinda eru keppnisreglur — þessar fárán- legu reglur um endalaust einvigi. Vissulega var Karpov þreytulegur í Moskvu þegar hann tapaði þriðju skákinni, en við verðum að hafa í huga að honum nægir aðeins einn vinningur í viðbót til sigurs. Ég hafði ekki á tilfinningunni, að hann væri svo þreyttur að hann væri í þann mund að leggja upp laupana. Jú, undirrót allra þessara leiðinda eru þessar reglur — skákmenn þurfa að byggja á traustum grunni, þetta eru slæmar reglur," svaraði Yusupov. „ímyndið ykkur knatt- spyrnuleik sem staðið hefur í fimm mánuöi. Það væru allir búnir að fá sig fullsadda af slíkum leik,“ sagði hann. Hann vildi greinilega ekki tjá sig frekar, brosti aðeins hæversk- lega. Karpov rúinn þreki „Karpov hefur ekki þrek til að vinna sjöttu skákina. Það var áber- andi fyrstu daga einvígisins, að Kasparov var taugaóstyrkur og kom til leiks illa undirbúinn. Hann tók svo þá ákvörðun að tefla til jafntefl- is þegar staðan var 5—0 Karpov í vil og draga einvigið á langinn. Og það sem síðan gerist er að Karpov bókstaflega brotnar saman — hefur ekki þrek til að vinna sjöttu skákina og þeir eru nú eins og tveir þunga- vigtarmenn — hanga hvor utan í öðrum til stuðnings. En hinn siðferðilegi sigurvegari er tvímæla- laust Kasparov. Flestir hefðu brotn- að við að tapa þremur skákum, hvað þá fimm, en ekki Garri Kasparov og gagnrýni hans nú á rétt á sér. En ég býð ekki í þá í einvígi í haust. Ég þekki það af reynslu að það tekur mann minnsta kosti 1 'k ár að jafna sig eftir einvígi. Það tók mig langan tíma að jafna mig eftir vonbrigðin gegn Fischer. En það tók mig einnig langan tima að jafna mig eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn frá Tigran Petrosian," sagði Boris Spassky. Þeir voru samdóma um að skák- listin biði aðeins tjón af atburðum í Moskvu. „Þetta vekur athygli og umtal um heim allan, en þeir sem unna skákinni harma þessa uppá- komu,“ sagði Boris Spassky. — HH. A LOFTLEIÐUM I GÆR Frá vinstri Boris Spassky, þá Bent Larsen. Vlastimil Hort og loks Van der Wiel Mortfunblaðið/Július.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.