Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
SUMIR VERSLA DÝRT-
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Við þjófstörtum ...
— og bjoðum
Bollurnar strax í dag.
EF .00 Pr-stk-
Aðeins / ^ Rjómabollur
w — Púnsbollur
Glænýjar og Krembollur
gríðarlega freistandi
Bj össi Bolla
** fær sér Rjómabollu
hjá okkur í Mjóddinni
kl. 11 og kl. 14ídag...
og skemmtir síðan
krökkunum í búðinni
— og upp á hverju
skyldi hann taka?
Kynnum í dag
í Starmýri: Mastró súpur
í Mjóddinni: Estrella Negrakossa
Kartöfluflögur VanilluogKókos
20% AFSLÁTTUR
NÝTT JKoffeinlgast 25«/«
KYNNINGAR
AFSLATTUR
VERÐ SEM ÞOLA SAMANBURÐ
Lambalifur 49 .00
Kjúk'ingar 5^178.00
Nautahakk 16- J98 °§
1 kg. Egg 99 00
opíð tii u. i6 k^sSiiST1
en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI
AUSTURSTRÆTI 17- STARMÝRI 2 - MJÓDDINNI
Uppgjör kommúnista
í Finnlandi nálgast
llelsinki, 1 S.febrúar. AP.
LEIÐTOGI finnska k<immúnistaflokksinn.s, Arvo Aalto, sagði í dag að Rúss-
ar héldu sig utan við deilur hans og minnihluta harðlínumanna. „I>eir hafa
ákveðið að bíða og sjá hvað setur," sagði hann.
Aalto hefur boðað flokksþing 23.
mars og þar er búizt við uppgjöri,
sem leiði til þess að minnihlutinn
verði í raun og veru rekinn úr
flokknum.
Flokkur finnskra kommúnista
hefur verið alvarlega klofinn síðan
innrásin í Tékkóslóvakíu var gerð
1968.
Hvorugur aðilinn hefur haldið
því fram í síðustu lotu deilnanna
að hann njóti stuðnings Rússa,
þótt harðlínumenn undir forystu
Taisto Sinisalo hafi hingað til tal-
ið sig hafa Rússa á sínu bandi.
Aaltro rak harðlínumenn úr
flokksforystunni í fyrra og al-
mennt var litið á það sem storkun
við Rússa.
Sinisalo hefur kallað meirihlut-
ann „hægrisinnaða hentistefnu-
menn“ og sakað Aalto um að koma
af stað varanlegum klofningi, Þá
gaf hann í skyn að Rússar styddu
minnihlutann.
Afghanistan:
Mikilvægar stöðvar
f herkví skæruliða
Nýju Delhí, 15. rebniar. AP.
OTJÓRNIN í Kabúl hefur viður-
kennt, að skæruliðar sitji um þrjár
mikilvægar herstöðvar og að tilraun-
ir stjórnarhersins og sovéska innrás-
arliðsins til að leysa þær úr her-
kvínni hafi engan árangur borið.
Pravda, málgagn sovéska kommún-
istaflokksins, sagði í gær, að sov-
éska herliðið í Afganistan væri þar
til að verja landamæri Sovétríkj-
anna.
f útvarpinu í Kabúl var í gær
viðurkennt, að skæruliðar, sem
berjast gegn sovéska innrásarlið-
inu, sætu um þrjár mjög mikil-
vægar herstöðvar í Paktya- og
Kunar-héraði og hefðu gert nú í
tvo mánuði. Var gefið í skyn, að
ekki hefði tekist að stökkva um-
sátursmönnum á flótta vegna
þess, að þeir nytu stuðnings pak-
istanskra hermanna. Vestrænir
sendimenn höfðu fyrr sagt frá
miklum loftárásum Sovétmanna á
skæruliðana, sem sitja um her-
stöðvarnar.
Pravda, málgagn sovéska
kommúnistaflokksins, sagði í gær,
að stuðningur Vesturlanda við
skæruliða í Afganistan væri
ógnun við öryggi Sovétríkjanna og
að sovéskur her væri í landinu til
að tryggja landamærin. Sagði í
fréttinni, að skæruliðarnir væru
hylltir á Vesturlöndum sem „frels-
ishetjur" en í rauninni væru þeir
ekkert nema „glæpalýður og póli-
tísk úrhrök". Væri stuðningur við
þá „liður í samsæri heimsvalda-
sinna gegn Sovétmönnum".
Færeyingar
selja vind-
myllur til
Bandaríkjanna
í F/EREYSKA blaðinu Sosialurin
var fyrir skömmu frá því sagt, að
færeyskum framleiðendum hefði
tekist að selja 13 vindmyllur til
Bandaríkjanna, sem nú hefur verið
komið upp í Kaliforníu.
Sosialurin hefur það eftir
Birgi Enni og Mads Simonsen,
sem fóru til Bandaríkjanna að
sjá um uppsetninguna, að
vindmyllunum hafi verið komið
fyrir rétt hjá Palm Springs í
Suður-Kaliforníu og eiga þær að
verða hluti af 100 vindmyllna
raforkuveri, sem brátt verður
tengt við raforkukerfið. Hinar
vindmyllurnar verða danskar og
bandarískar en Danir eru um-
svifamiklir í þessari framleiðslu
Vindmyllurnar færeysku upp-
komnar í Palm Springs.
og seldu á síðasta ári vindmyllur
fyrir einn milljarð d.kr., aðallega
til Bandaríkjanna.
London-Sydney:
Concord á mettíma
í leiguflugferð
Sydney, Ástralíu, 15. febrúar. AP.
í GÆR fór bresk Concord-þota á
mettíma frá London til Sydney. Var
hún 17 klukkustundir, þrjár mínútur
og 45 sekúndur á leiðinni.
Flugstjóri þotunnar, Hector
McMullen, sagði, að ferðin hefði
getað tekið enn skemmri tíma, ef
ekki hefði þurft að fara eftir
reglugerðum um takmarkanir á
hraða, þegar flogið er yfir land.
Áætlunarflugvélar fljúga þessa
vegalengd á innan við 24 klst., en
ný kynslóð þota af gerðinni
Boeing-747 mun fara hana á u.þ.b.
20 klst. Concord-þotur eru ekki í
áætlunarflugi til Ástralíu.
Metflugið var leiguflugferð með
farþega, sem ná þurftu lúxusskip-
inu Queen Elizabeth II í Sydney.