Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 SUMIR VERSLA DÝRT- AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Við þjófstörtum ... — og bjoðum Bollurnar strax í dag. EF .00 Pr-stk- Aðeins / ^ Rjómabollur w — Púnsbollur Glænýjar og Krembollur gríðarlega freistandi Bj össi Bolla ** fær sér Rjómabollu hjá okkur í Mjóddinni kl. 11 og kl. 14ídag... og skemmtir síðan krökkunum í búðinni — og upp á hverju skyldi hann taka? Kynnum í dag í Starmýri: Mastró súpur í Mjóddinni: Estrella Negrakossa Kartöfluflögur VanilluogKókos 20% AFSLÁTTUR NÝTT JKoffeinlgast 25«/« KYNNINGAR AFSLATTUR VERÐ SEM ÞOLA SAMANBURÐ Lambalifur 49 .00 Kjúk'ingar 5^178.00 Nautahakk 16- J98 °§ 1 kg. Egg 99 00 opíð tii u. i6 k^sSiiST1 en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI AUSTURSTRÆTI 17- STARMÝRI 2 - MJÓDDINNI Uppgjör kommúnista í Finnlandi nálgast llelsinki, 1 S.febrúar. AP. LEIÐTOGI finnska k<immúnistaflokksinn.s, Arvo Aalto, sagði í dag að Rúss- ar héldu sig utan við deilur hans og minnihluta harðlínumanna. „I>eir hafa ákveðið að bíða og sjá hvað setur," sagði hann. Aalto hefur boðað flokksþing 23. mars og þar er búizt við uppgjöri, sem leiði til þess að minnihlutinn verði í raun og veru rekinn úr flokknum. Flokkur finnskra kommúnista hefur verið alvarlega klofinn síðan innrásin í Tékkóslóvakíu var gerð 1968. Hvorugur aðilinn hefur haldið því fram í síðustu lotu deilnanna að hann njóti stuðnings Rússa, þótt harðlínumenn undir forystu Taisto Sinisalo hafi hingað til tal- ið sig hafa Rússa á sínu bandi. Aaltro rak harðlínumenn úr flokksforystunni í fyrra og al- mennt var litið á það sem storkun við Rússa. Sinisalo hefur kallað meirihlut- ann „hægrisinnaða hentistefnu- menn“ og sakað Aalto um að koma af stað varanlegum klofningi, Þá gaf hann í skyn að Rússar styddu minnihlutann. Afghanistan: Mikilvægar stöðvar f herkví skæruliða Nýju Delhí, 15. rebniar. AP. OTJÓRNIN í Kabúl hefur viður- kennt, að skæruliðar sitji um þrjár mikilvægar herstöðvar og að tilraun- ir stjórnarhersins og sovéska innrás- arliðsins til að leysa þær úr her- kvínni hafi engan árangur borið. Pravda, málgagn sovéska kommún- istaflokksins, sagði í gær, að sov- éska herliðið í Afganistan væri þar til að verja landamæri Sovétríkj- anna. f útvarpinu í Kabúl var í gær viðurkennt, að skæruliðar, sem berjast gegn sovéska innrásarlið- inu, sætu um þrjár mjög mikil- vægar herstöðvar í Paktya- og Kunar-héraði og hefðu gert nú í tvo mánuði. Var gefið í skyn, að ekki hefði tekist að stökkva um- sátursmönnum á flótta vegna þess, að þeir nytu stuðnings pak- istanskra hermanna. Vestrænir sendimenn höfðu fyrr sagt frá miklum loftárásum Sovétmanna á skæruliðana, sem sitja um her- stöðvarnar. Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í gær, að stuðningur Vesturlanda við skæruliða í Afganistan væri ógnun við öryggi Sovétríkjanna og að sovéskur her væri í landinu til að tryggja landamærin. Sagði í fréttinni, að skæruliðarnir væru hylltir á Vesturlöndum sem „frels- ishetjur" en í rauninni væru þeir ekkert nema „glæpalýður og póli- tísk úrhrök". Væri stuðningur við þá „liður í samsæri heimsvalda- sinna gegn Sovétmönnum". Færeyingar selja vind- myllur til Bandaríkjanna í F/EREYSKA blaðinu Sosialurin var fyrir skömmu frá því sagt, að færeyskum framleiðendum hefði tekist að selja 13 vindmyllur til Bandaríkjanna, sem nú hefur verið komið upp í Kaliforníu. Sosialurin hefur það eftir Birgi Enni og Mads Simonsen, sem fóru til Bandaríkjanna að sjá um uppsetninguna, að vindmyllunum hafi verið komið fyrir rétt hjá Palm Springs í Suður-Kaliforníu og eiga þær að verða hluti af 100 vindmyllna raforkuveri, sem brátt verður tengt við raforkukerfið. Hinar vindmyllurnar verða danskar og bandarískar en Danir eru um- svifamiklir í þessari framleiðslu Vindmyllurnar færeysku upp- komnar í Palm Springs. og seldu á síðasta ári vindmyllur fyrir einn milljarð d.kr., aðallega til Bandaríkjanna. London-Sydney: Concord á mettíma í leiguflugferð Sydney, Ástralíu, 15. febrúar. AP. í GÆR fór bresk Concord-þota á mettíma frá London til Sydney. Var hún 17 klukkustundir, þrjár mínútur og 45 sekúndur á leiðinni. Flugstjóri þotunnar, Hector McMullen, sagði, að ferðin hefði getað tekið enn skemmri tíma, ef ekki hefði þurft að fara eftir reglugerðum um takmarkanir á hraða, þegar flogið er yfir land. Áætlunarflugvélar fljúga þessa vegalengd á innan við 24 klst., en ný kynslóð þota af gerðinni Boeing-747 mun fara hana á u.þ.b. 20 klst. Concord-þotur eru ekki í áætlunarflugi til Ástralíu. Metflugið var leiguflugferð með farþega, sem ná þurftu lúxusskip- inu Queen Elizabeth II í Sydney.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.