Morgunblaðið - 16.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985
29
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
Sagan endurtekur sig
Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson raeta við fulltrúa Alþýðusambands íslands í fundarherbergi
ríkisstjórnarinnar í kjaradeilunum i síðasta hausti.
— samrádið aftur
komið á dagskrá
Sagan endurtekur sig, ekki síst
stjórnmálasagan. Eftir harð-
ar og markvissar efnahagsaðgerð-
ir ríkisstjórnar Geirs Hallgríms-
sonar í ársbyrjun 1978, sem mið-
uðu að því að tryggja kaupmátt
launa með öðru en sífellt fleiri
verðlausum krónum í launaum-
slaginu, risu verkalýðsfélögin
hvert á eftir öðru öndvert gegn
öllum slíkum ráðstöfunum. Efnt
var til alls kyns mótmælaaðgerða.
Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
tóku höndum saman í nafni verka-
lýðsins og sigldu sigurglaðir bæði
í gegnum sveitarstjórna- og Al-
þingiskosningar sumarið 1978.
Þessum kosningum lyktaði með
því að Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur, sem áttu aðild
að stjórn Geirs Hallgrímssonar,
hlutu slæma útreið. Eins og jafn-
an áður var þó nauðsynlegt að
mynda stjórn að kosningunum
loknum og lenti það i hlut Ólafs
Jóhannessonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, að hafa forsæti í
nýrri stjórn með fulltrúum Al-
þýðubandalags og Alþýðuflokks.
Eftir hörkuna sem stjórnvöld
sýndu í ársbyrjun 1978 og mál-
flutning og niðurstöðu í kosn-
ingabaráttunni var hin nýja ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar mynd-
uð á nýjum forsendum. Hverjar
voru þær? Jú, í orði kveðnu átti að
láta „samningana í gildi", það er
kjarasamningana frá 1977 sem
ollu kollsteypu i efnahagslífinu.
Kollsteypunni sem brugðist var
við af hörku á fyrstu mánuðum
ársins 1978. Þá var það sérstakt
markmið rikisstjórnar A-flokk-
anna og Framsóknar að stjóma i
samráði við verkalýðshreyfing-
una. Stjórnmálamennirnir ætluðu
ekki að brenna sig á þvi að lenda i
andstöðu við verkalýðsforystuna.
Bæði alþýðuflokks- og alþýðu-
bandalagsmenn töldu verka-
lýðshreyfinguna máttarstólpa i
flokkum sinum og vildu hlú að
hreyfingunni með því að stjóma
landinu í samráði við hana. Fram-
sóknarmenn tóku glaðir kúvend-
ingu bæði til vinstri og í verka-
lýðsmálum.
^Rikisstjórn samráðsins var
mynduð 1. september 1978. En
strax 1. desember sama ár byrjaði
hún að krukka i kaupið. Á þeim
tima sem Alþýðubandalagið sat
síðan nær samfellt í stjórn, til maí
1983, var alls krukkað 14 sinnum i
kaupið, en aldrei vikið frá sam-
ráðskenningunni, og aldrei lent i
útistöðum við verkalýðshreyfing-
una með þeim hætti að sérstaka
athygli vekti.
egar ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar tók við í maí
1983, var sagt skilið við samráðiö.
Það var gert með skýmm og af-
gerandi hætti. Visitölutenging
launa var afnumin með bráða-
birgöalögum og kemur ekki til
framkvæmda að nýju fyrr en 1.
júní í ár, að óbreyttum lögum. Og
ekki nóg með það, vinnustöðvanir
og gerð nýrra kjarasamninga var
bönnuð með lögum.
Þessar harkalegu ráðstafanir
nutu stuðnings mikils meirihluta
þjóðarinnar allt árið 1983 og hlutu
í raun viðurkenningu verkalýðs-
forystunnar i verki með kjara-
samningum sem gerðir voru í
febrúar 1984. Á þessum tíma var
staða rikisstjórnarinnar sterk.
Allt gekk henni i haginn nema
vöxtur þjóðarframleiðslunnar,
sem hún hafði ekki á valdi sinu.
Skömmu eftir að kjarasamning-
arnir voru gerðir snemma árs 1984
fór að halla undan fæti hjá rikis-
stjórninni. Þá kom allt í einu i
ljós, að fjárlögin sem samþykkt
voru á þingi í desember 1983
reyndust marklaus. í nokkrar vik-
ur var stjórnarliðið að berjast við
það á vormánuðum 1984 að fylla
upp i fjárlagagatið. Að þvi máli
var staðið með þeim hætti, að
traustið á rikisstjórninni minnk-
aði mikið. Þá strax hófust umræð-
ur um að það þyrfti að styrkja
stjórnina með þvi að skipta um
mann eða menn i henni.
Það var ekki gert en því hins
vegar lýst yfir, að sumarið yrði
notað til að marka skýra efna-
hagsstefnu og semja verkefnaskrá
fyrir ríkisstjórnina. Þetta var gert
og lágu markvissar niðurstöður
fyrir 6. september síðastliðinn.
Áðeins fjórum dögum siðar hófst
verkfall bókagerðarmanna og i
byrjun október fóru opinberir
starfsmenn í verkfall. Þegar upp
var staðið að lokum með samningi
Vinnuveitendasambandsins og Al-
þýðusambandsins 6. nóvember
1984 voru markmið ríkisstjórnar-
innar fokin út i veður og vind. Þá
var enn rætt um að skipta þyrfti
um menn í ríkisstjórninni.
Iáramótaávarpi, 31. desember
1984, sagði Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, að
nú þyrfti markvissa efnahags-
stefnu. Hana ætluðu stjórnar-
flokkarnir að móta til að koma í
veg fyrir nýja kollsteypu. Hana
myndi stjórnin ekki þola. Enn
urðu umræður um að nauðsynlegt
væri að styrkja stjórnina með því
að skipta um menn i henni.
. Niðurstaðan á því verki sem for-
sætisráðherra ræddi í ávarpi sinu
var kynnt 8. febrúar síðastliðinn.
Þar er ekki að finna markvissa
stefnu í hefðbundnum skilningi
þess orðs. Stjórnin hefur valið
þann kost að stjórna í samráði við
aðila vinnumarkaðarins. Nú á að
leita samninga um kaup og kjör
áður en efnahagsmarkmiðin eru
kynnt, þótt forsætisráðherra hafi
enn talað um 5% gengissvigrúm á
árinu og 10% verðbólgu í árslok i
sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið.
Stjórnin hefur kúvent i afstöð-
unni til vinnumarkaðarins frá því
að stjórnarsáttmálinn var gerður,
já, raunar frá því að markmið
hennar voru sett fram 6. septem-
ber síðastliðinn. Nú er að sjá
hvernig aðilar vinnumarkaðarins
bregðast við þessari nýju stöðu.
Kennarar halda sér að vísu enn
fast við harðlínustefnuna sem ein-
kenndi BSRB í haust. Aðilar al-
menna vinnumarkaðarins eru hins
vegar farnir að ræða saman, að
því er virðist í alvöru.
Enn er ekki ljóst, hvort þau
áform rikisstjórnarinnar heppn-
ast að stjórna í samráði við laun-
þega, hvort það tekst frekar með
þeim hætti en ekki-samráðsstefn-
unni að komast hjá kollsteypunni.
Reynslan frá árunum 1978 til 1983
lofar ekki góðu um árangurinn.
Verðbólga, lækkun kaupmáttar,
misvægi milli launahópa og sér-
kennilegur kyrkingur í þjóðlífinu
samfara stjómlausri þenslu voru
þá helstu einkennin. Samfara
þessu varð svo pólitísk upplausn
þar sem flokkar riðluðust og
áhrifamenn rufu flokksböndin.
Draga má í efa að ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar
sé nægilega sterk til að standast
þá áraun sem samráð við aðila
vinnumarkaðarins er. Því fer víðs
fjarri að það sé auðveldari leið en
að draga skýrar og skarpar víglín-
ur. Samráðs-stjórnarhættir gáf-
ust vel á tímum viðreisnarstjórn-
arinnar. En það tók langan tíma
að skapa þann trúnað milli manna
sem var forsendan fyrir því að
samráðið þá bar árangur.
Auglýsingamennska í stjórn-
málum og verkalýðsmálum hefur
aukist hin síðari ár. Minnisvarða-
áráttan veldur því að stjórnmála-
menn treysta ekki lengur hver
öðrum jafn vel og áður og sókn
verkalýðsforingja eftir pólitískum
ítökum ræður oft meira en „fag-
legt“ mat.
Hugmyndum um að styrkja rík-
isstjórnina sem verið hafa á döf-
inni í tæpt ár hefur ekki verið
hrundið í framkvæmd. Verkföllin í
haust veiktu ríkisstjórnina meira
en fjárlagagatið. Nú liggur sem sé
fyrir stefnubreyting hjá stjórn-
inni.
Valdabaráttan innan Alþýðu-
bandalagsins um yfirráð í verka-
lýðshreyfingunni á eftir að setja
svip á stjórnmálaþróunina næstu
vikur og mánuði. Verkalýðsfor-
ingjar eiga undir högg að sækja í
hinum „pólitíska armi“ hreyf-
ingarinnar eins og Svavar Gests-
son nefndi hinn margklofna flokk
sinn, þegar hann þóttist hafa öll
ráð í hendi sér.
Á næstu vikum og mánuðum
verður meira spennandi að fylgj-
ast með því, hvernig til tekst í
samskiptum rikisstjórnarinnar
við aðila vinnumarkaðarins, en
nokkru öðru í íslenskum stjórn-
málum, vilji menn líta á aðalat-
riði. Fróðlegt verður að fylgjast
með því, hvernig alþýðuflokks-
menn undir forystu hins nýja
formanns reyna að troða sér inn í
það mál. Og loks er ljóst, að náið
samráð verkalýðsforystunnar við
stjórnvöld og viðræður hennar við
vinnuveitendur eru eitur í beinum
þeirra, sem telja sig hafa náð und-
irtökunum í verkalýðsmálum í Al-
þýðubandalaginu.
„Frá liðnum árum“
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
„Frá liðnum árurn", er heiti sýn-
ingar er hinn kunni myndlistar-
maður Valtýr Fétursson stendur
fyrir f Galleríi íslenzk list á Vest-
urgötu 17.
Á sýningunni eru þrjátiu olíu-
málverk og þrjár vatnslitamyndir,
sem iistamaðurinn hefur málað á
síðastliðnum sjö árum, þannig að
liðnu árin eru í sjálfu sér ekki ýkja
mörg. Valtýr segir sjálfur um þess-
ar myndir, að lftið beri á abstrakt-
myndum enda séu þær örfáar á
sýningunni en hinar undir miklum
áhrifum. Þær hefðu ekki orðið til
nema hann hefði verið búinn að
mála abstrakt í um tuttugu ár og
að hann hafi haft þörf fyrir að
breyta til.
Þetta er rétt hjá listamanninum
svo langt sem það nær og þó held
ég að allar myndirnar á sýningunni
séu dæmigerðar abstraktmyndir
svo sem hugtakið er skilgreint. Að
vísu sjá menn móta fyrir landslagi
í myndunum, svo og húsum og bát-
um, já, jafnvel nöktum fyrirsætum,
en útfærslan er í hæsta máta
abstrakt, þ.e. huglæg. Annað mál
er, að þær geta ekki allar talist
óhlutlægar en það er allt annað
hugtak, sem kemur abstraktinu
ekki við, nema að hluta til. Abstr-
akt, er sérhæfð hlutlaus hugmynd
af því sem listamaðurinn upplifir
og mjög oft má sjá móta fyrir
hlutkenndum formum í myndum
abstrakt-málara. Hér er því um
hlutlaus hughrif að ræða af því
sem listamaðurinn sér og lifir sig
inn í að ræða, en ekki bein og sann-
ferðug lýsing myndefnisins.
Það hafa þó nokkuð margir mál-
arar er fyrrum rannsökuðu lögmál
hins óhlutlæga þróast yfir { hlut-
kennd viðfangsefni og má hér
nefna sjálfan Picasso svo og hinn
gáfaða og róttæka málara Jean
Hélion, sem er öllu minna þekktur
hér á norðurslóðum. En útfærsla
mynda þeirra var jafnan f besta
máta abstrakt.
Hið nýjasta, sem finna má í
myndum Valtýs á þessari sýningu
tel ég vera í myndunum „Brim“
(15) og „Vetur" (17) en í þeim nálg-
ast hann natúralismann einna
mest, litasamsetningin f seinni
m.vndinni er mjög óvenjuleg frá
hendi Valtýs og yfir henni er mikill
ferskleiki, dulúð og dýpt einkennir
hina og hér er um miklar andstæð-
ur að ræða í útfærslu allri. Þá eru
myndirnar „Krabbi“ (20), og
„Hani“ (22) óvenjuleg viðfangsefni
frá hendi listamannsins en þó sem
fyrr í mjög frjálsri útfærslu. Þessi
sýning getur engan veginn talist
yfirlitssýning af neinu tagi heldur
eins konar stikkprufa eins og ann-
að, sem Valtýr hefur fengist við á
undanförnum sjö árum, og sem slík
er hún forvitnileg um margt.
Þetta árið er Valtýr, „Borgar-
listamaður', sem þýðir að hann
nýtur starfslauna borgarinnar.
Stefnir listamaðurinn að stórri
sýningu á Kjarvalsstöðum að ári og
þessi sýning kann þvl að vera fróð-
leg uppstokkun fyrir hann sjálfan
ásamt markverðri kynningu á
vinnubrögðum listamannsins fyrir
gesti og gangandi.
Bragi Ásgeirsson.