Morgunblaðið - 16.02.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.02.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 33 Minning: Ásgrímur Garíbalda son — Akureyrí reiðum ungmennafélagsins. Eins var ef leikrit var sett á svið. Þá var hann ávallt sjálfkjörinn og ósérhlifinn að vinna og skemmta áhorfendum eða sjá um skipulagn- ingu og framkvæmd að tjaldabaki. Þá tók hann að sér síðastliðið sumar yfirumsjón með sundlaug- inni sem Umf. íslendingur star- frækir og skilaði því starfi með sóma. Um leið og ég þakka Böðvari óeigingjarnt starf hans í þágu fé- lagsins, votta ég og félagsmenn allir eiginkonu hans og dætrum og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar og bið algóðan Guð um að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. F.h. Ungmennafélagsins íslendings Pálmi Ingólfsson Kveðja frá Lionsklúbbi Borgarfjaröar Við óvænt og ótímabært andlát góðs vinar verður mörgum orðs vant. Svo fór um okkur félagana í Lionsklúbbi Borgarfjarðar þegar við heyrðum fregnina um hið svip- lega fráfall Böðvars Páissonar, eins af okkar yngstu og jafnframt virkustu félögum. Þegar þau hjónin Rósa og Böðv- ar komu að Hvanneyri 1980 tóku þau fljótlega mjög virkan þátt í félagsstörfum hér í sveitinni. Slík- ur félagsþroski, sem þau hafa sýnt, er mikils virði hverju sam- félagi sem fær notið hans. Böðvar gegndi mörgum trúnaðarstörfum í klúbbnum okkar af áhuga og sam- viskusemi. Eitt af aðalverkefnum klúbbsins er að leitast við að gleðja aldrað fólk og veita því að- stoð á margvíslegan hátt. Þessum málum sinnti Böðvar af miklum dugnaði. Þegar hann var formaður klúbbsins á síðastliðnu ári gekkst hann fyrir því að Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi væri afhent æfingatæki sem væntanlega hjálpar vistfólki þar til að halda heilsu og þreki sem lengst. Eitt af hans síðustu verkum nú var að undirbúa hina árlegu heimsókn klúbbfélaga á dvalarheimilið. Með leikhæfileikum sínum, góð- látlegri kímni, glaðværð og ljúf- mannlegri framkomu veitti Böðv- ar okkur samferðafólkinu ómæld- ar ánægjustundir. Oftsinnis var leitað til hans þegar gera skyldi góða veislu. Ávallt var þeim mál- um vel tekið og þau leyst af hendi með sóma eins og annað sem hann tók að sér. Böðvars Pálssonar er sárt sakn- að af okkur félögunum sem og öðr- um sem voru svo lánsamir að kynnast honum. Við vottum Rósu og dætrunum ungu, foreldrum hans og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. F.h. Lionsklúbbs Borgarfjarðar, Guðmundur Þorsteinsson Fæddur 12. desember 1901 Dáinn 7. febrúar 1985 Föstudaginn 7. febrúar síðast- liðinn lést á Akureyri Ásgrímur Garibaldason, sjómaður þar, kom- inn vel yfir áttrætt. Ásgrímur Garibaldason var fæddur norður í Skagafirði 12. desember 1901, sonur hjónanna Garibalda Einarssonar þá bónda þar og síðar í Engidal í Siglufirði og konu hans, Margrétar Péturs- dóttir, en þau bjuggu við barna- lán. Ólst Ásgrímur upp með for- eldrum sínum en fluttist ungur til Akureyrar þar sem hann settist að og bjó til dauðadags, og þar kynnt- ist hann konu sinni, Þórhildi Jóns- dóttur, sem ættuð er úr Húna- vatnssýslu, dóttir Jóns Guð- mundssonar er lést fyrir nokkrum árum á Akureyri, 100 ára að aldri. Var Jón lengi í heimili hjá þeim Þórhildi og Ásgrími, indæll og hraustur gamall maður, sem allir hændust að, einkum börn. Ásgrímur Garibaldason vann við ýmis störf á Akureyri, vann sem ökumaður en lengst af stund- aði hann sjóinn, meðal annar á Á SÍÐASTA ári efndi Bókaútgáfan Örn og Örlygur til verðlaunagetraun- ar í tengslum við væntanlega útgáfu hinnar ensk-íslensku orðabókar. Getraunin var fólgin í því að þátttak- endur áttu að svara fjórum spurning- um sem reyndu á þekkingu þeirra í ensku og öðrum sviðum en svörin var að finna í hinni væntanlegu orðabók. Til verðlauna var heitið tíu orðabók- um, einni í hverjum vinningi. Þátttaka í getrauninni var mjög mikil og nú hefur verið dregið í henni að viðstöddum fulltrúa frá borgarfógeta. í frétt frá Erni og fyrsta Sambandsskipinu e/s Snæ- felli og síðan á Hvassafellinu, en Ásgrímur sigldi sem matsveinn. Siðan sigldi hann í fjölda ára hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, lengst á Svalbaki. Eftir að hann lét af sjómennsku vann hann hjá Slippstöðinni á Akureyri og þar var hann svo lengi sem heilsan leyfði. Ekki man ég upp á víst hvenær ég vissi fyrst til þess að við ættum frænku norður á Akureyri; Þór- hildi frænku, eins og það hét í for- eldrahúsum, en við heima vorum víst Árnesingar og Rangæingar eða komnir úr vondum lendingum syðra. Þá voru aðrir tímar en núna og lítið farið út fyrir túnið heima nema í brýnum erindum. Það var ef til vill þess vegna, sem ég hitti ekki norðanfólkið fyrst fyrr en ég var kominn undir fermingu, eða Þórhildi frænku, sem var á líku reki og foreldrar mínir, og mann hennar, Ásgrím Garibaldason, há- vaxinn og glæsilegan. Það er skemmst frá því að segja, að í þeirra húsi naut ég mikillar frændsemi og meiri elskusemi en Örlygi segir, að þeir sem fengu verðlaunin séu: Dröfn Vilhjálms- dóttir, Seljubraut 22, Rvk., Hjördís Gunnarsdóttir, Vesturbrún 16, Rvk. Ágústa Hugrún Ingólfsdóttir, Skúlagarði, N-Þing., Guðrún Em- ilsdóttir, Hólmgarði 29, Rvk., Bald- ur Steingrímsson, Austurgerði 11, Rvk., Kristín Sigurðardóttir, Gilja- landi 6, Rvk., Erling Aðalsteinsson, Framnesvegi 88, Rvk., Sigríður Pétursdóttir, Giljalandi 23, Rvk., Erla Gissurardóttir, Furugrund 30, Rvk., Sigríður Gunnarsdóttir, Meistaravöllum 33, Rvk. Dregið um orðabækur En handan við Miðána eru Hamraendar og þar var að vaxa úr grasi yngissveinn er átti eftir að verða mikill örlagavaldur í lífi Gróu. Hann hét Guðmundur Bald- vinsson og felldu þau hugi saman, giftust og hófu búskap á föðurleifð hans, Hamraendum, árið 1931. Varð þeim fjögurra barna auðið, Halldóru, gift Lúðvík Þórðarsyni, Sigvalda, kvæntur Sonju Símon- sen, Haralds Steinars, er lést 1965, og Baldvins Más, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur. Ég undirritaður kom inn á heimili þeirra sem stráklingur, og var þar í sveit mörg sumur. Gróa var mikil tápkona, var óvenju hress í bragði, glöð og bar með sér skörungs- og myndarskap. Hún gat verið örlynd, en ljúf að jafnaði og sáttfús höfðingi er á reyndi. Dugleg og þrekmikil var hún og var gott að vera í nærveru hennar vegna glaðværðar og léttlyndis. Eins var um Guðmund, glaðværð og kátína einkenndu hann og ekki var laust við svolitla stríðni á köflum. En alvara lífsins er ekki bara glaumur og gleði og er á reyndi gat hún myndað sér ákveðnar lífsskoðanir og stíl og hvikaði þar hvergi frá. Hún var hrifnæm og viðkvæm, unni söng í miklum mæli og var syngjandi við nær hvað sem hún gerði. í kirkju- kór sveitarinnar unnu þau hjón mikið starf og hefur söngur henn- ar hljómað í kirkjum Dalasýslu í hálfa öld og oftast við undirspil Guðmundar. Á heimili þeirra Gróu og Guð- mundar var alltaf gott að koma, því hlýrri móttökur og gestrisni er vart hægt að hugsa sér. Ég held að bæði hamingja og tillitssemi hafi einkennt hjónaband þeirra, enda studdu þau dyggilega hvort annað er erfiðleikar knúðu dyra. Erfið- asta tímabil á lífsleið þeirra held ég að hafi verið er þau misstu son sinn, Harald Steinar, af slysförum 1965. Var hann harmdauði öllum er til þekktu, ákaflega hugþekkur drengur er féll frá langt fyrir ald- ur fram. En nú verður ekki lengur búið að Hamraendum og fellur það nafn því sennilega niður af spjöld- um sögunnar við fráfall þeirra. Ekki svo að skilja að jörðin verði ekki yrkt, því Sigvaldi sonur þeirra hefur reist sér nýbýli á jörðinni og heitir það Kvisthagi. Situr þar bæði reisn og myndar- skapur í fyrirrúmi. Eigi að síður er miður þegar ævaforn bæjar- nöfn sem jafnvel eru gerð eftir sérkennum landslagsins falla niður. Nú eru þessi gagnmerku hjón bæði horfin af sjónarsviðinu og tekin við öðrum störfum á æðra sviði. Guðmundur lést fyrir rúmu ári og var jarðsettur að Kvenna- brekku. Eins verður um Gróu, hún kemur aftur að Kvennabrekku í dag, en nú til lengri dvalar. Þau hjónin skilja eftir sig góðar endurminningar hjá öllum sem horfa á eftir þeim yfir móðuna miklu. Með þakklæti og virðingu verður þeirra jafnan minnst. Ómar Arason unnt var að ætlast til. Var þar aufúsugestur alla tíð, kynntist börnum þeirra þegar þau voru að vaxa úr grasi. Leitt þótti mér það líka þegar ég gat ekki hitt fólkið á Akureyri í hvert sinn er ég átti þar leið um, sem varð oftar eftir að sjómennskan og síðar flugið var orðið að aðalstarfi. Einnig hitti maður á stundum þau hjón fyrir sunnan og var Ás- grímur mér minnisstæður; þessi vaski, hægláti og greindi sjómað- ur, sem allt vildi til betri vegar færa. Hús þeirra í Munkaþverárstræti 27 var gott hús. Það virtist vera höggvið inn í berg og sokkið í gróður eins og svo mörg góð hús á Akureyri eru. Samt var víðsýni þar meiri í öllum atriðum og rökkrin voru djúp. Seinustu árin bjuggu þau í Skarðshlíð, en þeim fannst tími til kominn að minnka við sig og fá annað hentugra eftir að dagurinn var byrjaður að grána í vöngum og þau orðin ein í sinu húsi. Alltaf var búið við rausn, milda gleði og rétta alvöru. Þau Þórhildur og Ásgrímur eignuðust þrjú börn, sem öll eru búsett fyrir norðan, eru gift þar og eiga þau fjölda afkomenda. Seinustu árin voru Ásgrími Garibaldasyni örðug. Heilsan fór á undan öðru þreki og hékk lífið oft á veikum þræði. Verkalok komu svo núna er hann sofnaði með eilífðinni eftlr fáeina daga á sjúkrahúsi. Sjómenn eru oft einir á ferð, líka þeir sem á stórum skipum sigla. Fjarvistir verða miklar eftir að landið er sokkið. Mikil og eftir- minnileg stím hafa löngum verið inn og út Eyjafjörð, einkum þó í fögru veðri á kvöldin, þegar fjöll stóðu í vatni. Ekki fór hann varhluta af því, né heldur þeim dögum þegar veðr- in voru reið. Og enn er ýtt á flot, ýtt úr vör, og þótt nú sé hærra siglt en áður, kveðjum við sem fyrr sægarpa og góða menn vel. Blessuð veri minning hans. Útför hans verður gerð í dag, laugardag, frá Akureyrarkirkju. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. Síðast er ég sá hann afa, um áramótin, óskaði ég honum vellíð- unar eins og ég var vanur að gera. Nú er hann dáinn, blessaður gamli maðurinn; langri og hamingju- samri ævi er iokið og hin eilífa sæla tekin við. Ég vona að honum líði vel nú — okkur er sagt að það sem taki við eftir dauðann sé svo fallegt og gott, og þegar gamall maður, sem lengi hefur verið hrjáður af veik- indum, kemst í sæluna er jafnvel ástæða til að gleðjast fyrir hans hönd. Það eina sem við vitum með vissu í lífinu er að öll munum við deyja. Er hægt að fara fram á meira en að fá að njóta langrar ævi með ástríkri eiginkonu, börn- um og barnabörnum og vera ekki kallaður burt fyrr en undir kvöld lífsins? Ég hygg hann afa hafa verið hamingjusaman mann, þakklátan fyrir það sem honum hlotnaðist í lífinu. En það er vissulega sorgarstund er ástvinur hverfur á braut hinsta sinni. Ásgrím Garibaldason, þenn- an ljúfa, hjartahlýja mann, sem« okkur barnabörnunum hafði veitt svo margar ánægjustundir, kveð ég nú hinsta sinni. Ég kveð hann með trega, söknuði, og vona að þessi fátæklegu orð megi verða til þess að heiðra minningu hans afa. Skapti PYNTINGAR ER HÆGT AÐ STÖÐVA . . . 5.—9. febrúar 1980: Læknaráö ríkisins í Brasilíu sakar yfirmenn læknisfræðistofnunarinnar í Sao Paolo, dr. Shi- bata, um aö gefa út tvö fölsk vottorö þess efnis aö einn fangi hafi svipt sig lifi og um aö annar hafi ekki veriö pyntaöur. Dr. Shibata var tekinn af læknaskrá í október sama ár. 13. febrúar 1981: José Arregui Izaquirre, þrítugur Baski, deyr í einangrunarvaröhaldi lögreglunnar í Madrid á Spáni. Líkskoðun leiöir í Ijós aö hann hafi verið illa pyntaður. Viö réttarhöld þann 29. nóv. 1983 eru tveir lögregluforingjar sýknaöir af því aö vera valdir aö dauða hans. 5. febrúar 1983: Neil Aggett, sem var hvítur starfsmaöur verkalýösfélags blökkumanna, finnst hengdur í klefa sínum í aöalstöövum lögreglunnar í Jóhannesarborg i Suöur- Afríku samkvæmt heimildum öryggislögreglunnar þar. Aggett haföi sagst hafa veriö pyntaður, og styöur framburö- ur annarra fanga sem fram kom viö rannsókn málsins þær staðhæfingar. Niöurstaöa rannsóknarinnar var aö Aggett heföi svipt sig lífi. Spánn og Sudur-Afríka eru í hópi aö minnsta kosti 98 ríkja þar sem pyntingar hafa veriö stundaöar af stjórnvöldum eöa látnar viö- gangast á síöustu árum. Nú stendur yfir al- þjóölegt átak Amnesty International gegn pyntingum undir kjöroröinu PYNTINGAR ER HÆGTAD STÖDVAI Fréttatilkynning frá íslandsdeild Amnesty International

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.