Morgunblaðið - 16.02.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 16. PEBRÚAR 1985
39
Frá vígslu nýju smfðastofunnar. Morgunblaðift/Kjartan Aðalstcmaaon
Þórdís Bergsdóttir, formaður skólanefndar, tók við smíðastofunni og
afhenti síðan Albert Ómari Gíslasyni skólastjóra lyklavöldin.
Seyðisfjörður:
Fyrsti áfangi skól-
ans tekinn í notkun
HINN II. janúar slíðastliðinn var
fyrsti áfangi nýs skóla á Seyðisfirði
tekinn í notkun. Skólahús hefur
ekki verið byggt nema einu sinni
áður á Seyðisfirði, en það var árið
1907. Þá kom út til íslands til-
höggvinn viður í skólahús og var
húsið reist um sumarið og kennsla
hafin í því um haustið. Byggingará-
ætlun nýja skólans gerir ráð fyrir
a.m.k. 6 árum.
Þessi fyrsti áfangi nýja skól-
ans er smíöastofa og er hún nú
þegar búin helstu trésmíðatækj-
um. Ennfremur eru grupnplötur
fyrir öll skólahúsin tilbúnar.
Skólinn er teiknaður af Vaid-
imar Harðarsyni arkitekt og
Verkfræðistofa Austurlands sér
um verkhönnun. Verktaki þessa
fyrsta áfanga var Steypustöð
Seyðisfjarðar.
Verið er að vinna að útboði
næsta áfanga, sem inniheidur al-
mennar kennslustofur. Gert er
ráð fyrir að taka hann í notkun
innan tveggja ára. Fréttaritari.
l>orvaldur Jóhannsson, bæjar-
stjóri, afhenti smíðastofuna fyrir
hönd Seyðisfjarðarbæjar og ríkis-
sjóðs.
Breytingar
á Kögurhólfi
DAGANA 11.—14. desember 1985
og 1. og 2. febrúar sl. var Kögurhólf-
ið kannað undir eftirliti Hafrann-
sóknastofnunarinnar. í Ijósi þeirra
athugunar hefur ráðuneytið ákveðið
að leyfa togveiðar í norðvesturhluta
hólfsins og markast það eftir þá
breytingu af eftirgreindum punkt-
um:
a. 67°19’6 N, 23°01’0 V
b. 67°20’0 N, 22°32’5 V
c. 67°01’0 N, 22°12’3 V
d. 66°57’0 N, 23°21’0 V
e. 67°03’3 N, 23°30’6 V
Breyting þessi tekur gildi frá og
með 19. febrúar nk.
— Fréttatilkynning.
Sveinbjörg Guðjóns
dóttir - Minning
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir.)
í dag er til moldar borin í Há-
bæjarkirkju í Þykkvabæ Svein-
björg Guðjónsdóttir fædd og upp-
alin hjá foreldrum sínum Guðjóni
Magnússyni og Einhildi Sveins-
dóttur í Þúfu, Vestur-Landeyjum,
en bjó mestan hluta ævi sinnar í
Þykkvabæ, frá 1958 í Dísukoti og
frá 1968 í Hákoti.
Okkur setti hljóð sl. laugar-
dagsmorgun er okkur barst fregn-
in um andlát Sveinu. Eftir lang-
dregin veikindi síðastliðin ár hef-
ur hún öðlast hina dýpstu sælu
sem jafnframt hefur sett þunga
sorg á okkur hin sem Sveinu
þekktum. Það er búið að taka á að
horfa uppá þessa elskulegu konu
verða veikindum að bráð, að horfa
uppá hvernig hinn dugmikli kraft-
ur hinnar íslensku húsfreyju hef-
ur dvínað út og gert hana iiáða
okkur hinum, þeim sem hér áður
þurftu alltaf að sækja sitt til
hennar. Við vissum öll að hverju
stefndi og Sveina ekki síst, hún
var orðin sátt við það og gerði
okkur það ljóst, þess vegna vitum
við nú að hún fer frjáls og sátt á
móts við sinn guð og sitt fólk.
Kynni okkar systkina af Sveinu
hófust æsku okkar. Ingibjörg,
móðir okkar, og Sæli, voru yngst í
itóra systkinahópnum f Dísukoti
■ >g þau þannig e.t.v. bundin fastari
böndum en hin systkinin en mikill
kærleikur ríkir þeirra á milli, sá
kærleikur sem yfirfærðist á fjöl-
skyldur þeirra beggja jafnt maka
sem börn. Eftir að þau Sæli og
Sveina fóru að búa í Disukoti fór
það þannig að við systkinin vorum
tekin þangað i hinni árlegu
sumardvöl okkar. Á hverju ein-
asta sumri frá 1958—1983 hefur
a.m.k. eitt af okkur þremur systk-
inum dvalið hjá þeim. Frá því
elsta til þess yngsta og nú síðustu
árin afkomendur okkar. Allan
þennan tíma höfum við mætt ein-
skærri ástúð, hlýju og umhyggju
hjá Sveinu og Sæla. Ekki einu
sinni er húsið þeirra í Disukoti
brann, árið 1967, féll úr ár hjá
okkur. Þótt þau hefðu misst allt
sitt og bjuggu í bráöabirgðahús-
næði og höfðu miklu meira og erf-
iðara við að hafast var alltaf sjálf-
sagt að bæta við einum í
fjölskylduhópinn. Það var stund-
um erfitt að kveðja foreldra er
þau fóru i borgina aftur en þau
vissu í hvaða höndum þau skildu
okkur eftir í. Sæist tár á hvarmi
var Sveina komin, hún hafði af svo
miklu að gefa og fórnaði svo miklu
þannig að við gætum verið glöð og
ánægð í návist hennar. Við vorum
tekin sem eitt af börnum þeirra,
við vorum alltaf jafn rétthá og
þau og við fengum allt til jafns á
við þau. Þetta hefur gert það að
verkum að við erum öll eins og
systkin.
Fyrir borgarbarnið sem elst upp
á malbiki er sveitin nýr heimur.
Slíkt er aðdráttarafl hennar að við
komum pangað aftur og aftur. Þar
Legsteinar
grarnt — - marmari
Optó aila daga. ^^la/níl xf.
sinnig kvöld Unnarforaut 19, SBttjamamMi,
og halgar . símar 620809 og 72818.
ber hæst náttúruna sjálfa, dýrin
mannfólkið og athafnir þess. Fyrir
okkur var heimabakað brauð,
broddur og spenvolg kúamjólk ný-
lunda. Sveina hafði einstakt lag á
að láta okkur líða vel og láta
okkur borða hollan og kjarngóðan
mat. Hún var mikilhæf húsmóðir
sem lét sér annt um að prýða og
fága heimili sitt þannig að öðrum
gæti ávallt liðið þar sem best. Það
fengu margir að njóta gestrisni
hennar á heimili hennar þvi þar
sem glaðværð og vinátta haldast í
hendur er gestkvæmt.
Unglingsárin eru eflaust þau ár
sem móta manninn hvað mest. Að
fá að njóta slíkrar handleiðslu
sem við nutum hjá Sveinu og Sæla
er okkur góður skóli. Fyrir vikið
berum við meiri umhyggju fyrir
Móður jörð, dýrum og ekki síst
mannfólkinu sjálfu. Trúin var
ofarlega í huga Sveinu. Hún fór
ekki hátt með það en i henni átti
kristin trú öflugan liðsmann. Hún
lét okkur krakkana fara til kirkju
þegar við vorum ung til þess að
auka gildi trúarlífs í augum okkar.
Gamalkunnugt íslenskt mál-
tæki segir: „Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.“ Við
horfum nú á bak elskulegri konu
sem var okkur öllum svo kær. Við
tregum hana sárt en sorgin er
mest hjá ástkærri fjölskyldu
hennar sem við vottum okkar
innilegustu samúð og biðjum góð-
an guð að styrkja. Við þökkum
Sveinu af alhug fyrir alla þá fórn-
fýsi, þann kærleik og þá umönnun
sem hún sýndi okkur á allan hátt.
Við vitum að góður guð tekur við
henni handan við skilin, sá guð
sem „horfir svo hýrt og bjart, sá
guð sem andar á myrkrið svart“.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
i Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíldu í friði. _
Marta, Áslaug, Ármann
Oskar og Ingþór.
Sendum okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar,
HALLDÓRU VALGERDAR JÓHANNSDÓTTUR,
Úthaga 12, Selfoasi,
og vottuöu minningu hennar viröingu.
Sérstakar bakkir til lækna og starfsfólks á deild 11-G á Land-
spitalanum.
Jónlna Hugborg Kjartansdóttir,
Sigurbjörn Snævar Kjartansson,
Jóhann Bjarni Kjartansson.