Morgunblaðið - 16.02.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.02.1985, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FOSTUDAGS XmiMÍi Hvort er öruggara? Hannes Ólafsson, Hnífsdal skrifar: Mig langar til að beina spurn- ingu minni til lækna á sjúkra- Athvarf og opið hús Ein áhyggjufull skrifar: Ég get ekki orða bundist eftir að ég las grein í Mbl. 7. þ.m. sem nefnist „Stofnum athvarf fyrir unga fíkniefnaneytendur". Þannig vill til að ég á 17 ára stúlku sem hefur verið fíkni- efnaneytandi frá 14 ára aldri. Hún vill ekki búa heima heldur vera út af fyrir sig með „lýð- num“ eins og hún nefnir það. Hún er mjög dugleg að læra, tók samræmdu prófin með ágætum. Þó stundaði hún ekki skólann eins og skyldi, var í gæslu og meðferð á sjúkrahúsum af og til sl. vetur. Við viljum hjálpa þeim en það virðist enginn grundvöllur vera fyrir þeirri fórnfýsi sem við vilj- um leggja til. Ég gæti sagt öll þau sömu orð og hin sorgmædda móðir skrifaði um drenginn sinn. Stofnum athvarf fyrir þessi ifhgu og afvegaleiddu börn og einnig væri æskilegt að við for- eldrar þessara ungmenna hefð- um opið hús til að ræða okkar vandamál. húsum borgarinnar. Ég hef heyrt svona á milli manna, að læknar tækju ekki mark á svo- kölluðum SOS-nistum sem seld hafa verið að undanförnu. Taka læknar þá meira mark á plötun- um sem Lions-hreyfingin selur? Ég hef sjálfur t.d. SOS-nistið og límmiða í mínu veski. Ég þjá- ist nefnilega af sjúkdómi sem getur leynt mjög á sér, þannig að ef maður t.d. fellur í yfirlið þá getur fundist áfengisþefur úr vitum manns. Er ég hér að tala um sykursýki. Því spyr ég hvort sé öruggara, SOS-nistið eða platan frá Lions-hreyfingunni? Skrifiö eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfdng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvsðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þessir hringdu . . . Styrkjum Virkið Sigrún hringdi: í framhaldi af ummælum Ás- geirs Einarssonar í Velvakanda sl. miðvikudag skora ég á alla að leggja sitt af mörkum svo að Virk- ið geti gengið áfram. Asgeir á mikið þakklæti skilið fyrir þetta framtak sitt. Sem kunnugt er hefur nú verið opnaður gíróreikningur fyrir framlög til Virkisins. Væri það skömm ef fólk brygðist ekki vel við og léti sitt af hendi rakna. Stöndum saman og styðjum við bakið á þeim sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Jón Baldvin og fatafellurnar Ein undrandi hringdi: í Helgarpóstinum er spurt hvað sé líkt með Jóni Baldvin og fata- fellunum. Að vel íhuguðu máli sé ég engan mun. Menningarverðmæti þjóðarinn- ar benda víða á háleit markmið að keppa að og þau má ekki skera niður vegna hjálparstarfs þó víða sé þörf, önnur úrræði verður að finna. Mig grunar reyndar að fólk skrifi svona bréf af því að það er mótsnúið kirkjum yfirleitt. Sumt fólk segir hneykslað yfir nýrri kirkjubyggingu, sem einhvers staðar er að rísa, að það sé nóg af kirkjum fyrir, þær standi hálf- tómar oftast nær. En málið er ekki svona einfalt. Það er stofnaður söfnuður í nýjú, vaxandi bæjarhverfi, þessi söfnuð- ur getur ekki starfað með aðgangi að kirkju, sem er í fjarlægu bæj- arhverfi. Hann þarf aðstöðu í sínu nágrenni, eigin félagsmiðstöð og þess vegna berst fólk úr söfnuðin- um við að koma upp kirkju. Þó stundum sé þunnskipað við messur er það ekki rétt að kirkjur standi tómar þess utan. Þar fer margt fleira fram en sjálfar sunnudagsmessurnar. Þetta fer bara fram hjá fólki, sem ekkert vill hafa með kirkjur og trúmál að gera. Ég skil sorg móður, sem segir hrakfallasögu sonarins unga. Hún spyr að lokum: Hvað myndi Krist- ur segja? Hún er greinilega ekki í vafa að honum væri fremur að skapi að fólk leggi peningana sína í athvarf fyrir afvegaleidda unglinga en kirkjuorgel. Jesús svarar ekki svona spurn- ingu beint, þó hann sé án efa oft Bréfritari, Kristín Jónsdóttir. nálægur í minningarkirkju trú- arskáldsins, sem orti honum svo stórbrotin ljóð, á þeim tíma sem menning Islands var í dýpstri lægð, að nútímafólk les þau enn og syngur og leitar þar huggunar. En Jesús átti það til á jarðvist- ardögum sínum að koma fólki á óvart. I sambandi við þetta orgelmál og deilur kom mér í hug ein slík saga. Það gerðist þegar Jesús var kominn í loftsalinn til að halda hina síðustu páskahátíð með læri- sveinunum. Hann einn vissi að hverju fór. Þá kom þar vinkona hans með smyurslabauk, kannski hafa þessi smyrsl kostað alla sparipeningana hennar. Hún smurði fætur meistarans og þerr- aði með hári sínu. Ilminn af smyrslunum lagði um allan sal- inn. Þá sagði Júdas, sem gætti pyngjunnar: — Því voru þessi smyrsl ekki seld fyrir 300 denara og gefin fá- tækum? En Jesús sagði: — Lát hana í friði, hún hefur geymt þessi smyrsl til greftrunardags míns. Fátæka hafið þér alltaf hjá yður en mig hafið þér ekki ávallt —. Hún kom til að heiðra meistar- ann á hátíðinni, hún kom til að geaf Guði dýrðina. Hann gat þegið þá fórn. Þeir sem vilja gefa Hallgríms- kirkju þetta stóra vandaða orgel, ætla að gefa Guði dýrðina með tónlist. Hugsum okkur að orgelið komi í stað smyrslabauks Maríu og tónaflóð í stað smyrsla, sem fylltu loftsalinn ilmi. Orgelið mun koma og fylla hina stóru kirkju guðdómlegum hljóm- um þegar meistarar tónlistarinn- ar fara um það höndum. * Kristur mun einnig þiggja þá fórn. Og þú, hrellda móðir, týndu ekki voninni þinni, eins og þú segir — meðan er líf, er von. — Hann sem sagði: — Ég er með yður alla daga, allt til enda ver- aldarinnar. — Hann getur enn gert kraftaverk. Bladburðarfólk óskast! fUíurpwM&liili Vesturbær Granaskjól Austurbær Sóleyjargata Miðbær I Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Ðorgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals i Valhöll, Háaleit- isbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendlngum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstima þessa. i Laugardaginn 16. febrúar veröa til viö- tala Jóna Gróa Sig- uröardóttir ■ atjórn framkvæmdanefndar vegna bygginga stofnana í þágu aldr- Böra og i fræðsluráöi og Einar Hákonarson, formaður i atjórn Kjarvalaataöa og i fræðsluráöi. GÆÐA BOLLURl Allar tegundir af bollum, einnig vatnsdeigsbollur. VATNSDEIGS- RJOMAHRINGUR A 150 KR. Borgartioltsbraut 19 sfmi 43560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.