Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 56

Morgunblaðið - 16.02.1985, Page 56
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Rækjuvinnsluleyfi til Patreksfjarðar: „Óánægður með margt í þessari afgreiðslu" — segir Matthías Bjarnason ráðherra „ÞGSSAR fréttir koma mér afar spánskt fyrir sjónir og satt að segja trúi ég þessu ekki fyrr en ég tek á því. Málsmeðferðin er öll mjög undarleg,“ sagði Matthías Bjarnason, samgönguráðherra og 1. þingmaður Vest- fjarða, er Mbl. leitaði áiits hans á þeirri fullyrðingu kaupfélagsstjóra Kaupfélags V-Barðstrendinga á Patreksfirði að félagið muni væntanlega fá leyfi til rækjuvinnslu í sláturhúsinu á staðnum. Kram kom í blaðinu í gær að annað fyrirtæki á Patreksfirði, Vatneyri hf., hefur sótt um leyfi til rækjuvinnslu þar heima. Matthías Bjarnason minnti á, að sláturhúsið á Patreksfirði hefði upphaflega verið frystihús, sem Hraðfrystihús Patreks- fjarðar hf. hefði selt kaupfélag- inu. „Kaupfélagið ákvað að breyta húsinu í sláturhús og kjötvinnslu og það var lagt mik- ið kapp á að íeggja niður minni sláturhús í sveitunum í kring, Rauðasandshreppi, Barða- strandarhreppi og Tálknafirði," sagði Matthías. „Til allrar ham- ingju tókst ekki að leggja niður sláturhúsið á Bíldudal. Breyt- ingarnar á húsinu kostuðu mikið fé, sem kom úr opinberum sjóð- um, m.a. frá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Sjálfur tel ég að aldrei hafi verið fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri hússins miðað við sláturfé í sýslunni." Ráðherra sagði að sér væri kunnugt um að fyrir hálfu öðru ári hefði fyrirtækið Vatneyri hf. (sem misritaðist Vatnar hf. í blaðinu í gær) sótt um leyfi fyrir rækjuvinnslu á Patreksfirði. „Því bréfi hefur aldrei verið svarað af sjávarútvegs- ráðuneytinu en nú skilst mér að það sé eiginlega búið að lofa HP leyfinu. Eg vil ekki trúa að svo sé fyrr en ég tek á því — ekki á meðan hinum hefur ekki verið svarað. Ég er óánægður með margt í þessari afgreiðslu," sagði Matthías Bjarnason. Um hvort málið yrði tekið upp í ríkisstjórninni sagði hann: „Málið er í höndum viðkomandi ráðherra en ef annar stjórnar- flokkurinn telur að gengið sé lengra en hann fær skilið, þá geri ég ráð fyrir að málið verði rætt í stjórninni." Sjómannadeilan: Olían streymir í land í Flatey Eins og Mbl. hefur skýrt frá flutti varðskipið Týr íbúum Flateyjar á Breiðafirði 30 þúsund lítra af olíu, en íbúarnir ellefu voru þá orðnir olíulitlir. Þessa mynd tók Helgi Hallvarðsson þegar olíunni var dælt í land, en þarna segir hann vera um fjögurra metra mun á flóði og fjöru. Sjómenn höfnuðu tilboði útgerðarmanna í gærkvöldi — teljum þá ekki hafa nálgast okkur nóg, segir formaður Sjómannafélags Reykjavíkur „VIÐ TELHIM þetta tilboð útgerðarmanna ekki aðgengilegt — enn vantar talsvert upp á að við teljum þá hafa nálgast okkur nægilega mikið,“ sagði (•uðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Keykjavíkur, í samtali við blaðamann Mbl. seint í gærkvöldi. Þá höfðu fulltrúar sjómanna á samn- ingafundi með útgerðarmönnum hjá ríkissáttasemjara hafnað tilboði, sem útvegsmenn lögðu fram rétt fyrir kvöldmat í gær, og aftur lagt höfuðáherslu á upprunalcgar kröfur sínar um ívöfoldun kauptryggingar. Samkvæmt upplýsingum Mbl. hljóðaði tilboð útgerðarmanna upp á um 20% hækkun kauptrygg- ingar og 15% hækkun á kauplið- um og föstum launum á stórum togurum. Þegar tilboðið hafði ver- ið lagt fram var fundum frestað til kl. 21. Hálftíma síðar svöruðu sjó- menn útgerðarinnar og var beðið viðbragða útvegsmanna þegar Mbl. hafði síðast fregnir af fund- inum. Þá var talið iíklegt, að mál- in gætu þokast eitthvað áfram svo ekki þyrfti að koma til verkfalls. Tilboð útvegsmanna miðast við samningstíma til loka næsta árs. 15% hækkun komi þegar á kaup- tryggingu og 2,4% hækkun 1. marz og 1. maí. 10% hækkun komi þegar á föst laun á stóru togurun- um (500 lestir og stærri) og 2,4% 1. marz. og 1. maí. Hefði samning- um sjómanna ekki verið sagt upp, hefðu kauptrygging og föst laun svo og aðrir launaliðir hækkað um 5% 1. janúar. Því er hér um að ræða hækkun við gildistöku samn- ingsins, sem er 10% — og 5% um- Sjóðanefnd búin að skila tillögum til forsætisráðherra: Lán fjárfestingarlánasjóðanna fari í gegnum viðskiptabankana fram það, sem annars hefði orðið. Þá er gert ráð fyrir, að samning- urinn taki kaupbreytingum miðað við kaupbreytingar verkafólks á samningstímanum, að öðru leyti en þeim hækkunum, sem verða 1. marz og 1. maí. Samkvæmt því samkomulagi, sem náðist um lífeyrismál sjó- manna í fyrradag, og háð er því að um aðra hluti semjist — er gert ráð fyrir þremur þrepum í lífeyr- isgreiðslum þannig að við upphaf samningstímans verði greitt í líf- eyrissjóð af 80% af heildartekjum sjómanna, síðar á samningstiman- um verði greitt af 90% heildar- tekna og undir lok samningstím- ans er gert ráð fyrir að lífeyris- greiðslurnar verði miðaðar við fullar heildartekjur, að sögn Guð- mundar Hallvarðssonar, for- manns Sjómannafélags Reykja- víkur. Hæstiréttur dæmir í „Scobie-málinu“ Framkvæmdastofnun lögö niður í núverandi mynd SJÓÐANEFND gerir að tillögu sinni að fjárfestingarlánasjóðirnir verði steyptir saman í þrjá sjóði atvinnulífsins, Sjávarútvegssjóð, Búnaðarsjóð og Iðnaðarsjóð, og gerir nefndin það að tillögu sinni að stjórn hvers sjóðs hafi miklu meira sjálfstæði en nú er, samkvæmt því sem Friðrik Sophusson alþingismaður, einn nefndarmanna, upplýsti blm. Mbl. um í gær. Sjóðanefnd hefur nú skilað for- sætisráðherra tillögum sínum varðandi uppstokkun sjóðakerfis- ins og nýsköpun atvinnulífsins, í formi 6 eða 7 frumvarpa, en nefndin lítur ekki þannig á að hún hafi lokið störfum, þar sem búist er við að frumvörpin taki breyt- ingum i meðförum ríkisstjórnar og stjórnarflokka. Nefndin gerir ráö fyrir, aö stjórnir sjóðanna hafi það mikiö sjálfstæði. að þær geti tekið ákvarðanir um lán til annarrar starfsemi en þeirrar sem sjóðirnir eru kenndir við. Jafnfrsmt leggur nefndin til að sem mest af lánveit- ingum fjárfestingarlánasjóðanna fari í gegnum viðskiptabankana. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar- lánasjóðir geti tekið erlend lái> beint. en ekki þurfi milligöngu Framkvæmdasjóðs. Lántökur þessar yrðu þó aö vera innan ramma lánsfjárlaga. Nefndin gerir aö tillögi sinn! aö Framkvæmdastofnun verð lögo niður í núverandi mynd, en í stað hennar komi Byggðastofnun, sem hafi þrengra starfssvið, en meira sjálfstæði en nú er. Verður Byggðastofnun samkvæmt þessu ætlað að ráðstafa fjármagni því sem Alþingi ákveður að leggja í byggðamál, og það verður þing- kjörin stjórn sem ráðstafar því og hefur hún tiltölulega frjálsar hendur um skipulag stofnunarinn- ar og ráðstöfun fjárins. Þá gerir sjóðanefnd tillögu um að stofnað verði eignarhaldsfélag ríkisins, sem fari með eignarhluta ríkisins i atvinnufyrirtækjum þeim sem ríkiö ætlar sér aö selja. Gerir þessi tillaga ráð fyrir því ao hver fagráðherra fyrir sig taki ákvörðun um hvort fyrirtækið fer til þessa eignarhaldsfélags, en það myndi þá jafngilda samþykki ráðherrans fyrir sölu á fyrirtæk- inu. Loks gerir sjóðanefnd það að til- lögu sinni að stofnað verði hluta- félag með miklu hlutafé, jafnvel 200 milljónum króna, í eigu ríkis og annarra aðila, svo sem banka, sparisjóða, fjárfestingarlána- sjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Vonast nefndin til að ríkið geti verið minnihlutaeigandi að slíku fyrirtæki, sem fyrst og fremst myndi standa fyr:r forkönnunum. og hagkvæmnisathugunun’ og hlutafjárframlögum i ný fyrir- tæki, sem síðar. yrðn seld á al- mennum markað’ eftir einhvem árafjölda. Refsing Ingvars Heiðars þyngd í G/EK voru kveðnir í Hæstarétti upp dómar í „Ncobic-málinu" svokallaöa, fyrir vopnaA rán viA útibú Lands- banka íslands fvrir ári síAan. William James Scobie var dæmdur til fimm ára fangelsÍKVistar auk greiAslu skaAabóta og er dómurinn yfir honum í meginatriAum á sömu lund og í Sakadómi. Hins vegai’ var refsing Ingvars Heiðars Þórðarsonar þyngd Hann var dæmdur i ?,'/• árs fangelsi auk greiðslu skaðabóta, en var dæmdur í 1V:. árs fangelsi í Sakadómi. Griff- ith David Scobie var dæmdur i sex mánaða skilorðsbundið fangeisi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.